Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1997, Blaðsíða 16
síðustu dauðvona leifamar af þeirri list. Auglýsingar eru í eðli sínu nostalgíukennd- ar. Þær þurfa að selja fortíðina til nútíðarinn- ar. Þær geta ekki útvegað þá fyrirmynd sem þær gera tilkall til að vera. Og því eru allar skírskotanir þeirra til gæða í grundvallaratrið- um afturhaldssamar og hefðbundnar. Ef þær héldu sig einvörðungu við tjáningarmáta samt- íðarinnar mundu þær missa trúverðugleika sinn. Auglýsingamar verða að hagnýta sér hefð- bundna menntun hins venjulega skoð- anda/kaupanda. Það sem hann hefur lært í skóla um sögu, goðafræði, bókmenntir og ljóð- list kemur að góðu haldi við „glamorgerðina“. Hægt er að selja sígarettur í nafni kónga, undirfatnað í tengslum við svingsinn mikla, nýjan bíl með tilvísun í virðulegt óðalssetur. í tungumáli auglýsinganna eru þessar óljósu sögulegu, listrænu, bókmenntalegu eða sið- ferðilegu skírskotanir alltaf viðloðandi. Sú staðreynd að þær eru ónákvæmar og (þegar öllu er á botninn hvolft) merkingarlausar er bara betra: Þær eiga ekki að vera skiljanleg- ar, heldur einungis að minna lauslega á hálf- lærðar menningarlexíur. Auglýsingar goðgera söguna, en svo að vel takist til þurfa þær á sjónrænu tungumáli með sögulegum tilvísun- um að halda. Tækniþróunin auðveldaði þýðingu olímál- verksins yfir á tungumál auglýsinganna. Það sem gerði þetta mögulegt var uppfínningin á ódýmm litljósmynum á sjötta áratugnum. Slík- ar ljósmyndir geta líkt eftir lit, áferð og áþreif- anleika hlutanna eins og listmálarinn var einn fær um að gera áður fyrr. Litmyndir eru fyrir skoðandann/kaupandann það sem olíumálverk- ið var fyrir skoðandann/eigandann. Báðir miðl- ar höfða gjaman sterkt til snertiskynsins og örva þannig löngun skoðandans/kaupandans í hinn raunverulega hlut sem myndin sýnir. Skírskotanir auglýsinganna til áþreifanleikans minnir skoðandann á hvemig hann gæti eign- ast þennan raunverulega hlut. En þrátt fyrir sameiginleg einkenni þessara sjónrænu tungumála er tilgangur auglýsingar- innar allt annar en málverksins. Skoðand- inn/kaupandinn stendur í allt öðru sambandi við umheiminn en skoðandinn/eigandinn. Olíumálverkið sýndi eiganda þess hluti sem hann átti og var því fær um að njóta, og um leið hvers konar lífí hann lifði. Það styrkti til- fínningu hans fyrir eigin verðleika. Það fegr- aði ímynd hans. Það gekk út frá staðreyndum ■ — staðreyndum hans eigin lífs eins og það var fyrir. Málverkið puntaði upp á það umhverfi sem hann raunverulega bjó í. Tilgangur auglýsingarinnar er til saman- burðar sá, að gera áhorfandann óánægðan með lífsstíl sinn — ekki með samfélagið, held- ur sinn innri mann. Hún vekur upp þá hug- mynd hjá honum, að kaupi hann vöruna muni líf hans á einhvem óskilgreindan hátt batna. Hún býður honum upp á bætta útgáfu á sjálf- um sér. Olíumálverkið var stílað á þá sem græddu fé á markaðnum. Auglýsingar eru stílaðar á þá sem mynda markaðinn, þ.e. skoðand- ann/kaupandann, sem einnig er neytand- inn/framleiðandinn (sem græða má á tvisvar, annars vegar sem vinnuafls og hins vegar sem kaupanda). Einu staðimir sem eru tiltölulega lausir undan síbylju auglýsinganna eru aðsetur *• hinna vellauðugu, því peninga sína þurfa þeir lítið að láta frá sér fara. Auglýsingar kynda undir áhyggjum. Þær minna okkur stöðugt á að allt snýst um pen- inga, og það að eiga peninga þýðir að komast yfir áhyggjurnar. Eða segja má að áhyggjurn- ar sem auglýsingamar kynda undir séu þær, að þú ert ekkert ef þú átt ekkert. Peningar em lagðir að jöfnu við sjálft lífið. Ekki í þeirri merkingu að án peninga munir þú svelta. Ekki í þeirri merkingu að auðmagn gefur einni stétt völd yfir lífí annarrar stéttar. ' Heldur í þeirri merkingu að peningar eru hvort tveggja í senn tákn fyrir og lykillinn að mann- legri afkastagetu. Geta til eyða peningum er merki um hæfileika einstaklingsins til að halda velli. Samkvæmt auglýsingunum missa þeir sem ekki eiga peninga bókstaflega andlitið . (þeir hverfa í fjöldann). Einungis þeir sem sitja að miklum peningum eru verðugir ástar og athygli. Auglýsingaframleiðendur hafa í síauknum mæli notað sér kynhneigðina til að selja vörur og þjónustu. En þessi kynhneigð er alltaf tákn fyrir eitthvað sem talið er eftirsóknarverðara en hún sjálf — hið ljúfa líf, sem gefur þér kost á að kaupa hvað sem hugurinn girnist. Auglýsingar sem stílaðar eru inn á láglauna- stéttina lofa gjarnan að viðkomandi söluvara muni valda persónulegum stökkbreytingum (sbr. Öskubuska). Þær sem stflaðar eru inn á millistéttina lofa aftur á móti bættum sam- skiptum vegná þess breytta andrúmslofts sem ‘ varan er sögð hafa í för með sér (sbr. Þyrnirós). Auglýsingar tala nánast eingöngu í framtíð , og samt er niðurstöðu þessarar framtíðar end- laust skotið á frest. Hvernig geta auglýsingar j þá haldið trúverðugleika sínum, eða að minnsta kosti nægilegum trúverðugleika til að viðgang- ANDY Warhol birti okkar Marilyn Monroe fyrst og fremst sem - fmynd „glamors". Það er svo önnur saga aft Marylyn Monroe var ekki öfundsverð í raunveruleikanum. SKÝR boðskapur: Hann hefur eitthvað sem við hinir höfum ekki (og þar af leiðandi kvenhylli) Það gæti verið annarskonar rakspíri eða betri fjárráð vegna þess að hann keypti rétt hlutabréf. 7' /t FU||W#r<Je TENGING við alþekkt listaverk gefur hlutn- um virðuleika. Hér er Parker-penninn tengdur teikningum eftir Michelangelo. ast? Þeim tekst það vegna þess að trúverðug- leiki þeirra byggist ekki á því að þær efni gefín loforð, heldur á þýðingunni sem þessar fantasíur hafa fyrir skoðandann/kaupandann. Auglýsingar fást ekki við veruleikann eins og hann er, heldur dagdrauma. „Aö vera öfundaöur er einmanaleg tegund öryggiskenndar. Hún byggist á því aö deila ekki reynslu þinni meö þeim sem öfunda þig. Þér er veitt eftirtekt af 'áhuga, en þú veitir ekki öörum eftirtekt af áhuga - ef púgerir þaöy veröurþú ekki eins öfundsveröur“. John Berger Til að skilja þetta betur verðum við að snúa okkur aftur að hugmyndinni um „glamor". „Glamor" er uppfínning nútímans. Á blóma- skeiði olíumálverksins var þetta fyrirbæri ekki til. Hugmyndir um þokka, glæsileika og völd voru um margt svipaðar og nú, en í meginatrið- um voru þær þó frábrugðnar. Frú Siddons, eins og Gainsborough málaði hana, er ekki „glamorsleg" vegna þess að hún er ekki sýnd sem öfundsverð og þar af leið- andi hamingjusöm. Hana má skoða sem auð- uga, fallega, hæfíleikaríka, heppna. En eigin- leikar hennar tilheyra samt henni sjálfri og þá verður að skilja á þann veg. Það sem hún er hefur ekki einvörðungu með löngun annarra til að líkja eftir henni að gera. Hún er ekki sýnd bara sem öfundsverð manneskja eins og Andy Warhol birti okkur Marilyn Monroe. „Glamor" væri óþekkt fyrirbæri ef öfund væri ekki algeng og útbreidd tilfinning. Iðn- tækniþjóðfélagið, sem þróaðist í átt til aukins x lýðræðis og stöðvaði á miðri þeirri leið, er ákjósanlegt umhverfi til að ala á slíkum tilfínn- ingum. Leitin að persónulegri hamingju tilheyr- ir alþjóðlegum mannréttindum. Samt gera núverandi þjóðfélagsaðstæður það að verkum að einstaklingnum finnst sem hann skorti allt- af eitthvað upp á hamingjuna. Hann lifir í þversögninni milli þess sem hann er og þess sem hann óskaði sér að hann væri. Annað- hvort verður hann fullkomlega meðvitaður um þessa þversögn og orsakir hennar og slæst í hópinn með þeim sem beijast fyrir algjöru lýð- ræði, er felur meðal annars í sér upprætingu kapítalismans. Ellegar hann heldur áfram að vera fórnarlamb öfundarinnar, sem brýst fram í hjálparleysi og lýsir sér í síendurteknum dag- draumum. Þetta er höfuðástæðan fyrir því hvers vegna LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 1997 VILTU verða einn hina öfundsverðu? Tit dæmis með því að ganga með GSM-si'ma. í auglýsingum er lætt inn þeirri innrætingu að enginn sé maður með mönnum, nema hann eigi einn slíkan síma. Með þvi' að láta hendi halda á demanti í auglýsingunni er tvennt gefið í skyn: Að síminn sé ígildi demants og að þeir efnuðu sem handfjalla demanta hafi slíkan síma við hendina. auglýsingar eru ennþá trúverðugar. Bilið á milli þess sem auglýsingar bjóða og framtíðar- innar sem þær lofa samsvarar bilinu á mill þess sem skoðandinn/kaupandinn finnst hann vera og því sem hann óskaði sér að hann væri. Og í stað þess að þetta bil sé brúað með athöfn eða lifandi reynslu er það fyllt upp með „glamorlegum" dagdraumum. Vinnuaðstæður ýta oft undir þessa hugar- óra, til dæmis hjá fólki sem stundar einhæf verksmiðju- og skrifstofustörf. Hinar endalausu, innantómu vinnustundir mynda ,jafnvægi“ við dagdrauma um framtíð- ina, þar sem ímyndaðar athafnir leysa ein- hæfni líðandi stundar af hólmi. í dagdraumum sínum verður sá sem vinnur slíka einhæfa vinnu að virkum neytanda. Engir tveir draumar eru eins. Sumir eru skammir á meðan aðrir vara lengur. Draumur- inn er alltaf persónulegur fyrir þann sem hann dreymir. Auglýsingar búa ekki til draumana fyrir okkur. Allt og sumt sem þær gera er að minna okkur á, að við erum ekki ennþá orðin öfundsverð — en við eigum möguleika á því. Auglýsingar hafa öðru mikilvægu samfé- lagshlutverki að gegna: Þær breyta neyslu í staðgengil fyrir lýðræði. Réttindin til þess að velja hvað maður kaupir sér kemur í staðinn fyrir mikilvæga pólitíska valkosti. Auglýsingar aðstoða við að hylja allt það sem er ólýðræðis- legt í samfélaginu. Og þær hylja líka það sem fram fer annars staðar í heiminum. Auglýsingar mynda sjálfstætt heimsspeki- kerfí. Þær útskýra allt út frá sínum eigin for- sendum. Þær túlka heiminn. Allur heimurinn er ekki annað en leiksvið fyrir auglýsingarnar þar sem þær geta gefið loforð sín um hið ljúfa líf. Heimurinn brosir til okkar. Hann stendur okkur til boða. Og vegna þess að „hvar sem er í heiminum" er látið líta út fyrir að bjóðast okkur, er „hvar sem er í heiminum" meira og minna alls stað- ar eins (sjá auglýsingu frá Alitalia-flugfélag- inu). Samkvæmt auglýsingunum er hið ljúfa líf það sama og að vera laus við átök. Auglýsing- ar geta jafnvel túlkað byltingar sér í hag. Munurinn á milli þess hvernig auglýsingar túlka heiminn og hinu raunverulega ástandi hans er mjög mikill, og þetta kemur oft sterkt fram í tímaritum sem fást við fréttatengt efni (sjá úrklippu úr lesbók Sunday Times frá 1971). Slík andstæða ætti að vekja upp óhug hjá okkur — ekki aðeins vegna sambúðar þessara tveggja heima á sömu blaðsíðunni, heldur vegna kaldlyndis þeirrar menningar sem lætur sér detta í hug að sýna þá hlið við hlið eins og ekkert sé. Auglýsingar eru í grundvallaratriðum við- burðalausar. Þær ná aðeins upp að því marki sem eitthvað gerist. í auglýsingum eru allir raunverulegir atburðir afbrigðilegir og henda einungis ókunnuga. Auglýsingar, með því að vísa til ótilgreindr- ar framtíðar sem stöðugt er skotið á frest, útiloka nútíðina og koma þannig í veg fyrir alla framrás, alla þróun. Allt sem gerist í heim- inum gerist utan ramma þeirra. Þessi staðreynd, að allar auglýsingar eru í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.