Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Ásdís HJÁLMAR H. Ragnarsson, forseti Bandalags fslenskra listamanna. verði aðeins notaðir til framleiðslu á kvikmynd- um en síðan verði sérstakri kynningarmiðstöð komið á fót sem hafi með höndum kynningu á bæði sjónvarpsefni og kvikmyndum." Gagnrýni á borgina Það kemur fram hörð gagnrýni á borgaryfir- völd í ályktun ykkar frá fundinum. „Já, við erum mjög hissa á því hvað undir- búningur fyrir menningarborgarárið 2000 fer hægt af stað og er ekki enn þá búið að koma á laggirnar framkvæmdastjórn fyrir verkefnið hvað þá heldur að búið sé að ráða fram- kvæmdastjóra. í hinum borgunum átta, sem verða einnig menningarborgir Evrópu þetta ÞETTA er fyrsta Ijósmyndin af mörgum sem Giséle Freund tók af André Malraux. fólkið, en leiðir þeirra lágu í rauninni aldrei saman þótt vissulega hafi þeir hist. Þeir voru alltof ólíkir. Sartre, sem var fjórum árum yngri, vaknaði ekki til pólitískrar meðvitundar fyrr en í síðari heimsstyrjöldinni. Þá var Malraux búinn að beita sér á virkan hátt gegn nýlendu- kúgun og fasisma í tæpa tvo áratugi. Báðir voru menntamenn, þótt aðeins annarr þeirra, Sartre, hafi verið langskólagenginn. Malraux lauk ekki einu sinni stúdentsprófi þótt hann væri sólginn í þekkingu sem hann sótti í þær bækur sem vöktu áhuga hans. Hann varð mjög ungur virkur þátttakandi í bókmenntalífi París- ar - þökk sé fomsala sem hann útvegaði bækur, fékk birtar greinar í tímaritum og fyrstu skáldsöguna, Pappírstungl, útgefna þeg- ár, virðist undirbúningur vera kominn betur á veg og sýnist okkur við því vera að missa af ýmsum möguleikum til samvinnu við þær. Þessi seinagangur er algerlega óskiljanlegur því hann gerir störf þeirra sem nú eiga að taka við undirbúningnum miklu erfiðari en þau annars hefðu þurft að vera. Það stingur einnig í augu að borgin áætlar að skera niður um tæp 7% til menningarmála á næsta ári. Þetta er meiri niðurskurður en á öðrum sviðum og mun koma hart niður á helstu menningarstofnunum borgarinnar en þó kannski harðast niður á þeirri sjálfsprottnu list- sköpun sem um þessar mundir blómgast hvað mest hér í borg. Þegar maður fær svona frétt- ar hann var aðeins tvítugur. Hann hræddist hvorki áhættu né ævintýri og datt aldrei í hug að fá sér „heiðarlega vinnu“. Hann fékkst við útgáfu vafasamra bókmennta og braskaði með hlutabréf. Lagði upp í fornleifaleiðangur til Indókína í þeim tilgangi að komast yfir kmer- ískar styttur. Var handtekinn og átti í margra mánaða útistöðum við réttvísina í Saigon sem dæmdi hann til fangelsisvistar. Á endanum var dómnum áfrýjað og hafði þar sitt að segja stuðningur fremstu listamanna og rithöfunda í París sem lofsungu gáfur hans og hæfileika í þarlendum dagblöðum. Malraux var aðeins 22 ára þegar þetta var, tiltölulega nýkvæntur Klöru Goldschmitt og orðinn vanur hinu ljúfa lífi. En í Indókína komst hann í náin kynni við kúgun og ofríki eigin þjóðar á innfæddum sem ofbauð réttlætiskennd hans og sannfærði hann um að hann gæti ekki horft aðgerðarlaus á ástandið. Innfæddir áttu rétt á mannsæm- andi lífi, þeir væru ekki minni manneskjur en nýlenduþjóðin. Tilraunir hans til að koma hreyfingu á hlutina með útgáfu dagblaðs runnu út í sandinn. Dagblaðið, sem fór brösulega af stað, var litið hornauga af nýlendustjórninni. Fáránleikinn ag geróirnar Eftir aðeins fáa mánuði neyddust André og Klara ti! að snúa aftur heim til Frakk- lands, slypp og snauð. En þótt Malraux neydd- ist til að láta undan að sinni hafði hann ekki gefist upp. Rúmlega tveggja ára dvöl í Indó- kína hafði sterk áhrif á hann og hann notaði reynslu sína af dvölinni sem uppistöðu í næstu skáldsögur. Þær draga upp svo raunsanna mynd af afskiptum Evrópubúa af málefnum Asíu að halda mætti að höfundurinn hefði tekið fullan þátt í byltingartilraunum komm- únista í Kína. Svo var þó ekki, heldur hafði frjótt ímyndunarafl hans náð að höndla ein- hvern sannleiksneista sem nýttist honum í þrjár skáldsögur sem allar bera einkenni fréttalegrar frásagnar; Freisting Vesturlanda (1926), Sigurvegararnir (1928) og Hlutskipti ir fyllist maður svartsýni um að Reykjavík muni standa undir nafni sem menningarborg Evrópu árið 2000.“ Borgaryfirvöld hafa þegar gefið út þá yfir- lýsingu að þau ætli ekki að fara út í miklar byggingaframkvæmdir fyrir árið 2000. Eruð þið sammála því? „Nei, við styðjum eindregið hugmyndir um byggingu tónlistarhúss og teljum brýnt að áformum um bygginguna verði hrint í fram- kvæmd sem fyrst. Við bindum vonir við að ríkið taki forystu í þessu máli en borgin hefur ekki sýnt neinn áhuga á því nema hvað hún er tilbúin til að leggja til lóð. Það mætti auðvit- að athuga hvort nágrannasveitarfélögin séu tilbúin til að taka þátt í þessu verkefni. Við teljum það vera forgangsverkefni á sviði bygg- ingarmála í menningargeiranum." Þið mótmælið enn skattlagningu á sölu bóka og hljómplatna. „Það er ljóst að bókaskatturinn hefur skaðað bókaútgáfu í landinu. Fjármálaráðuneytið reyndi að sýna fram á annað en sú úttekt var svo gölluð að henni var vísað til föðurhúsanna af fræðimönnum. En sem betur fer er ekki byijað að skattleggja leikhús- og tónleikamiða. Kvikmyndahús eru hins vegar skattlögð. Færð hafa verið rök fyrir því að ríkið hafi meiri tekj- ur af menningarstarfsemi í landinu en hún leggur til hennar.“ Góóar hugmyndir Er nógu mikil áhersla lögð á að styðja við nýsköpun og skapandi hugsun yfirleitt af ís- lenskum stjórnvöldum? „Nei. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að menningin og menningarleg verðmæti eru í stöðugri endurnýjun. Við getum því aldr- ei lagt árar í bát. Það er gríðarlegur sköpunar- kraftur í þjóðinni og það þarf að leyfa honum að fá að njóta sín á öllum sviðum þjóðlífsins; þetta afl getur smitað út frá sér og eflt nýsköp- un á öðrum sviðum, í atvinnulífinu, hugmynda- iðnaði og svo frarhvegis. Það vill gleymast að sköpunarkrafturinn er á bak við allar framfar: ir. Erlendis hafa menn áttað sig á þessu. í Brandeisháskólann sem ég sótti í Bandaríkjun- um komu ár hvert fulltrúar stórfyrirtækja að leita að efnilegu fólki; þeir leituðu ekki aðeins í viðskiptafræðideild heldur lögðu þeir ekki síð- ur áherslu á að ná til fólks sem hafði að baki nám í listum og hugvísindum. Það þarf að ýta undir skapandi hugsun og þar með gagnrýna hugsun; við þurfum að draga viðtekin gildi og viðtekinn sannleika í efa til þess að geta komist eitthvað áfram, til þess að finna nýjan sannleika. Það var einmitt hug- myndaafl af þessu tagi sem varð til þess að menn uppgötvuðu að jörðin er ekki flöt og ekki miðpunktur sólkerfisins. Við lifum á eins konar endurreisnarskeiði hugsunar þar sem verið er að taka gamlar hugmyndir til endur- skoðunar, þar sem verið er að leysa upp gaml- ar klisjur. Góðar hugmyndir skapa mestu verð- mætin, eru dýrustu vörurnar á markaðnum í dag. íslenska þjóðin þarf að átta sig á því.“ manns (1933), bókin sem aflaði honum frægð- ar langt út fyrir frönsku landamærin, fjalla allar um ástandið í Asíu. Frægðin barði því að dyrum sama ár og Hitler komst til valda í Þýskalandi. Þá urðu kaflaskipti í lífi André Malraux. Hann hóf virka baráttu gegn uppgangi fasismans í Evrópu, gekk til samstarfs við kommúnista án þess að ganga í flokkinn og tjáði vissan stuðning við stefnu þeirra í ræðu sem hann hélt á alþjóð- legri ráðstefnu rithöfunda í París árið 1935. Ári síðar gerðist hann sjálfboðaliði í flugsveit lýðveldishers spönsku ríkisstjómarinnar. Hann gaf sig allan í þá baráttu, því að hann trúði á sigur. En eins og ávallt var ekki nóg fyrir hann að beita aðeins einni tegund vopna og því skrifaði hann skáldsöguna Vonina og leik- stýrði samnefndri kvikmynd sem segja báðar frá_ atburðunum á Spáni. í skáldsögum sínum fjallar Malraux um ástand mannsins og vonlaust hlutverk einstakl- ingsins í harmrænum fáránleika lífsins. Hann er sannfærður um tilgangsleysið, en getur þó ekki fallist á að það sé afsökun fyrir aðgerðar- leysi. í huga hans er eina ráðið fyrir manninn að láta til sín taka og reyna að hafa áhrif á rás örlaganna. Það er ekki vetjandi að láta lífið og söguna líða hjá án þátttöku. Maðurinn sem einstaklingur á að hafa áhrif á aðstæður mannsins almennt og reyna að koma á breyt- ingum þar sem grundvallarmannréttindi eru fótum troðin. Malraux áttaði sig snemma á því að sá kúgaði tekur að sér hlutverk kúgara síns um leið og hann losnar við hlekkina. En virðist baráttan þá ekki vonlaus? Jú, svarar Malraux, en það er engin afsökun fyrir því að fallast hendur. Líklega eru það áhrif frá lestri Bergsons sem telur betra fyrir manninn að spyija sig ekki hvers vegna hann fer á fætur á morgnana, heldur drífa sig framúr. Og André Malraux lá aldrei lengi í rúminu þótt honum hafi dvalist í sólinni suður við Miðjarðarhaf á meðan norðurhluti Frakklands var undir jámhæl Þjóðveija í síðari heimsstyrj- MARGT ENN ÓBREYTT r RIÐ 1936 samþykkti Bandalag ís- lenskra listamanna afar framsækna stefnuskrá sem var svo endurskoðuð og samþykkt einróma á aðalfundi Bandalagsins 23. nóvember 1958. Bæklingur með stefnuskránni var prentaður ári síðar og nýlega kom hann í leitirnar eftir að hafa ver- ið týndur um nokkurt skeið í skjalabunkum Bandalagsins. I stefnuskrárnefnd Bandalags- ins árið 1958 voru Þorsteinn Ö. Stephensen (form.), Sigurður Guðmundsson (ritari), Guð- mundur G. Hagalín, Jón Leifs, Guðmundur Matthíasson og Bryndís Schram. „Þegar þessi stefnuskrá er skoðuð," segir Hjálmar, „kemur í ljós að margt af því sem við erum að hugsa núna hefur verið hugsað áður. Sumar þær kröfur sem iistamenn settu fram snemma á öldinni hafa ekki enn náðst fram, aðrar hafa hlotið hljómgrunn hjá stjórnvöldum." Sumar tillögur í stefnuskránni eru börn síns tíma eins og til dæmis sú að „Bandalagið fái tillögurétt um öll opinber íslenzk listmál". Einnig það markmið að „vekja skilning á því, hve mikilvægt það er fyrir allt listrænt starf, bæði listastofnana og einstaklinga, að rituð sé gagnrýni fyrir almenning og til þess valdir þeir menn, er þekkingu hafa á þeim málum, hver á sínu sviði, og undir fullu nafni“. Hjálm- ar segir að á þeim tíma sem þetta sé skrifað hafi blaðaskrif um listviðburði verið með þeim eindæmum að ótrúlegt sé að þau skuli yfir- leitt hafa verið leyfð. „Þessi skrif hafa mikið batnað en listamenn verða sennilega alltaf óánægðir með gagnrýni; þeim finnst stundum eins og um þá sé fjallað sem hveija aðra hunda. Það sem við erum ósáttust við núna er að gagnrýni er oft sett fram til þess að selja eitt- hvað, eitthvað annað en listina. Þetta höfum við til dæmis séð í Dagsljósi Ríkissjónvarpsins þar sem okkur listamönnum hefur sviðið að verða leiksoppar afla sem koma listsköpun ekkert við.“ „Mál sem hins vegar hefur ekki náð fram að ganga,“ heldur Hjálmar áfram, „er til dæmis krafan um að listamannalaun og styrk- ir, heiðurslaun og verðlaun séu' undanþegin skatti. Annað mál af þessu tagi er pólitísk skipun í útvarpsráð. Krafan um tónlistarhús er líka komin fram á þessum tíma. Þarna er svo einnig komin fram krafa um að haldnar verði við og við innlendar og erlendar listahá- tíðir í Reykjavík. Hún hefur náð fram að ganga eins og við þekkjum. Einnig krafan um að stjórn listrænna mála í menningarstofnunum ríkisins verði ekki í höndum stjórnmálamanna. Okkur hefur líka fleygt fram í höfundarrétti. Það er því ýmislegt sem hefur unnist á þessum árum en annað hefur ekkert breyst." öldinni. Hann hikaði hins vegar ekki við að grípa til vopna þegar kallið kom árið 1944 og hrakti innrásarherinn á brott sem foringi frels- issveita Alsace-Lorraine, norðausturhéraða landsins. Eftir stríðið lagði hann skáldskapinn á hilluna en ekki pennann. Skömmu eftir stríð sendi hann frá sér rit um listir og menningu, „Raddir þagnarinnar", þar sem hann setur hugmyndir sínar um kært hugðarefni, listina, í fullmótað form. Hann notaði krafta sína næstu áratugina í þágu menningar og lista á sama tíma og hann studdi stjómmálabaráttu de Gaulle. Malraux gegndi starfi upplýsinga- fulltrúa flokks hershöfðingjans fram til ársins 1958 þegar hann var kjörinn forseti. Þá fékk Malraux embætti upplýsingaráðherra ríkis- stjórnarinnar, en hann þótti ekki nógu orðvar í miðju Alsírstríðinu og því var stofnað handa honum nýtt ráðuneyti árið 1959, menningar- málaráðuneytið. Malraux var fyrsti menningar- málaráðherra Frakklands. Á tíu ára embættis- ferli mótaði hann stefnu sem haft hefur merkj- anleg áhrif á menningarpólitík allra eftirmanna hans, að menningarmálaráðherra sósíalista, Jack Lang, meðtöldum. Ekki virðist menningin þó vera Chirac efst í huga aðeins tveimur vik- um fyrir minningarathöfnina, því þá sam- þykkti ríkisstjórn Frakklands að lækka fjárveit- ingu til menningarmála á fjárlögum næsta árs. Honum er líklega ofar í huga tryggð ráð- herrans við de Gaulle, sem Malraux hélt áfram að styðja eftir að hann tapaði forsetakosning- unum í kjölfar uppþotanna ’68. I hópi síðustu verka rithöfundarins André Malraux er bókin „Felldar eikur...“ þar sem hann segir frá sein- asta fundi sínum og hins sigraða hershöfð- ingja, þess sem lagt hafði sitt af mörkum til að móta sögu lands síns, Charles de Gaulle. André Malraux lést 23. nóvember 1976, þá nýorðinn 75 ára. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og stundar nám í fagurfræði við Sorbonne háskóla ! Parls. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.