Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 10
✓ Kafli úr nýrri bók, A flugskörpum vængjum, sem er endurminningabók listakonunnar Bat Yosef. -----------------------------------7----- Sem kona Errós ótti hún um tíma heima ó Islandi og hefur alltaf haldið sambandinu lifandi, en hér segir hún fró því þegar fundum þeirra Guðmundar Guðmundssonar, sem þó nefndi sig Ferró, bar saman í listaborginni Flórens. EFTIR ODDNÝJU SEN TVÍTUG að aldri tók ég mér nafn- ið Bat-Yosef, sem þýðir dóttir Jósefs, í minningu föður míns. Það vakti hneykslun mína að í ísrael tíðkast ekki að kalla sig dóttur einhvers, aðeins son. Samkvæmt trúarlegum, hebr- eskum hefðum má kalla sig ýmist Ben-Yosef, son Jósefs, eða Beite-Yosef, úr húsi Jósefs. Iðulega var þó nafn mitt skrif- að Ben-Yosef eða Beite-Yosef vegna þess að hefðin var svo sterk. Það taldist óhugsandi að skrá sig dóttur. Móðir mín var nógu raunsæ til að gera sér grein fyrir að óvíst væri að ég gæti haft ofan af fyrir mér með myndlistinni einni saman. Hún sá til þess að ég legði fyrir mig list- kennslufræði og einnig fóstrunám. Ég útskrif- aðist úr menntaskóla með þessar tvær auka- námsgreinar og fór síðan beint í herskóla og æfmgabúðir þar sem ég dvaldi í tvö ár. Árin í hernum þroskuðu mjög tilfinningu mína fyrir skyldu og aga. Líflð í búðunum var tíðindalaust. Ég vann sömu skylduverkin og gerði æfmgar frá morgni til kvölds alla daga. Þetta gerði mér gott og styrkti ýmsa eðlis- þætti mína sem ég bý að enn þann dag í dag. Mér fannst ég alltaf þurfa að hafa eitthvað fyrir stafni, stefndi óhikað að sérhveiju marki og varð vel skipulagsfær. Ég bjó mér til skyldu- störf til að sitja ekki auðum höndum og reyndi alltaf að nota tímann eins vel og ég gat. Þetta átti ég hemum að þakka. Þegar ég útskrifaðist úr herskólanum árið 1952 tilkynnti mamma mér að hún ætlaði að senda mig til framhaldsnáms við listaakadem- íuna Beaux Arts í París. Fréttin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég var í senn bæði spennt og ráðvillt. Ég gat ekki hugsað mér að fara frá Dúdú og þeim örugga heimi, sem ég þekkti í ísrael, en hlakkaði mikið til að kynnast París á nýjan leik. Með þessu sló mamma tvær flugur í einu höggi. Hún skildi okkur Dúdú að og lét mig halda áfram að stunda myndlistarnámið. Hún lét í veðri vaka að hún væri stórkostleg móðir sem færði þá miklu fórn að senda mig frá sér út í hina víðu veröld, mér til þroska og velgengni. Hún þótt- ist leyfa mér að fljúga á eigin vængjum þó að ég flygi í reynd á vængjum hennar. Það var ekki fyrr en löngu síðar, þegar hún skildi að líf listamannsins er eilíf barátta og sífellt öryggisleysi, að hún sá eftir að hafa ýtt mér út á. listabrautina. Ég var harmi lostin vegna aðskilnaðarins frá Dúdú en ég var mjög þakklát síðar fyrir að þetta skyldi gerast. An afskipta mömmu hefði ég kannski orðið eiginkona skiltagerðar- manns og hlaðið niður börnum. Ég hefði ekki kynnst framandi löndum og óvenjulegu fólki. Ég_ hefði aldrei kynnst Erró. í Róm kynntist ég listamanninum Gideon Gratz, auðugum ísraela sem var á leið til Flór- ens til að læra höggmyndalist. Ég kvaddi feg- in harmi lostinn Holíendinginn og fór með Gideon til Capri. Við tókum bátinn frá Napólí til að skoða bláa hellinn. Vegna ljóssins sem skín inn í hellinn frá sjónum virðist hellirinn blár að innanverðu, enda er hafið í kring óvenju skærblátt. Ég naut þess að vera með jafn blíð- um og örlátum manni og Gideon; ég fann hvað ég hafði saknað þess iengi að fá notið slíkrar blíðu. Ég kom alflutt til Flórens í september 1955 og skráði mig í listaakademíuna. Mér til furðu tók skólastjórinn persónulega á móti mér og fór síðan með mér út til að leita að húsnæði! Meðan ég skoðaði herbergi beið hann mín á járnbrautarstöðinni. Þetta fannst mér ótrúleg riddaramennska. Ég fann stórt og rúmgott herbergi í þriggja herbergja íbúð hjá tveimur konum sem höfðu sitt herbergið hvor. Onnur þeirra var gift kvikmyndagerðarmanni, sem vann öllum stundum í Róm og kom afar sjald- an til Flórens. Ég fékk leyfi til að mála að vild í herberginu og taka á móti karlmönnum. Víða annars staðar var það bannað með öllu. Ég kynntist fljótlega fólki í Flórens fyrir tilstilli Gideons sem bauð mér oft út að borða eða í bíó. Sem endurgjald sat ég fyrir hjá honum með síða, svarta hárið mitt slegið og hlustaði á grammófónsplötur. í lok október var ég búin að kynnast jafn mörgu fólki í Flórens og ég hafði kynnst i París á heilu ári og var því boðin á örlagaríkt grímuball á Via Panicale sem skipti sköpum í lífi mínu. Ballið var eingöngu haldið fyrir iistafólk og var ekki ósvipað öðrum böllum sem ég hafði farið á í París: Hálfrökkur, seiðandi danstónl- ist, vín og listamenn í grímubúningum. Ég var klædd í síðbuxur og mussu með_ áþrykktum ferhyrningum í anda Mondrian. Ég tók eftir nokkrum karlmönnum sem voru klæddir í kvenmannsföt með bijóstahöld, í blúndusam- fellum og netsokkum með hárkollur og eyrna- lokka. Mér fannst þeir ógeðfelldir og sneri í þá baki. Þá sá ég tvo karlmenn koma í áttina til mín. Annar þeirra var dulbúinn sem svert- ingi í strápilsi og hinn var í Ku Klux Klan búningi. Sá síðarnefndi bauð mér upp í dans. Við töiuðum saman meðan við dönsuðum og hann sagðist vera tuttugu og þriggja ára gam- all listmálari frá íslandi, héti Guðmundur Guðmundsson en væri kallaður Ferró. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði heyrt ísland nefnt á nafn og hafði ekki hugmynd um hvar það var staðsett á kortinu. Eg hélt því að hann væri frá írlandi, enda var hann ljós yfir- litum. Svo skemmtilega vildi til að skömmu áður hafði hann-verið í tygjum við ísraelska stúlku, Étiönu -Dori, dóttur hershöfðingja í ísrael. Þess vegna tók hann eftir ísraelsku yfirbragði mínu. Síðar um nóttina bauð hann mér í vinnu- stofu sína í næsta herbergi, þar sem listmálar- inn Degas hafði búið forðum, og sýndi mér verkin sín. Ég varð ákaflega hrifin af þeim. Þau voru abstrakt en þrungin djúpum tilfinn- ingum og mögnuðu ímyndunarafli. Ég fann fyrir stórfenglegum sköpunarkrafti í návist hans sem hreif mig meira en hann sjálfur. Daginn eftir fór hann með mig í Carmine kirkjuna hinum megin við Arno til að skoða freskurnar sem sýna Frans frá Assisi líkna sjúkum. Hann sýndi mér listaverk frá miðöld- um og þarna sköðaði ég í fyrsta sinn trúar- lega list af alvöru. Á eftir ræddum við lengi saman. Hann sagði mér frá íslandi, námsdvöl sinni í Noregi og mósaíkborginni Ravenna. Eftir skoðunarferð okkar um Carmine kirkjuna fórum við saman út nær öll kvöld og ég hreifst af greind hans og næmni. Ég varð fljótlega ástfangin af honum. Flórens var þrungin tónlist og tónlistarhá- tíðir og uppákomur á götuhornum voru dagleg- ur viðburður. Við fórum á tónleika og hlust- uðum á fimmtu sinfóníu Beethovens. Það kvöld borðuðum við á litlum veitingastað þar sem tónlistarmenn spiluðu forna flórentínska tón- list á lútur og tambúrínur. Þar voru allir ungu listamennirnir, sem við þekktum, samankomn- ir umhverfis langborð; vín og kræsingar flóðu og við skemmtum okkur frábærlega. Eitthvert laugardagskvöldið fékk einn af vinum okkar rausnarlega matarsendingu frá Mexíkó svo Ferró sló upp veislu á Via Panicale með kerta- ljósum og mexíkóskri tónlist. Við höfðum eng- in hnífapör svo við borðuðum með fingrunum. Þar voru heldur engir stólar svo við sátum á gólfinu, á kössum og viðarkubbum. Á eftir vorum við boðin til amerísks listmálara í Fier- solé, einu af úthverfum Flórens, þar sem við sátum á dýrindis teppum, drukkum vín og dönsuðum við undirleik gítartónlistar frá Na- BÍÓLC UÓÐ handa Thor Vilhjálmssyni. Málverk eftir Bat Yosef frá 1986. BAT YOSEF á árunum þegar leiðir þeirra Guð- mundar Ferrós lágu saman. GUÐMUNDUR Guðmundsson, sem á kal ársbyrjun 1956 flutti Bat Yoí UNG OG ASTFA 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.