Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 8
-H ÞAÐ ER varla hægt annað en að hafa gagn og gaman af löndum, þar sem eitt helzta verkefnið á vettvangi efna- hagsmála er að halda hagvexti í skefjum. Þannig er Taíland, eitt af undralöndunum átta í Austur-Asíu, þar sem mikil gróska hefur á einum mannsaldri lyft lífskjörum almenn- ings í áður óþekktar hæðir. Taíland á sér langa og merkilega menningarsögu. Þar býr eina þjóðin i Indókína, sem aldrei hefur þurft að lúta erlendum yfirráðum, þótt búrmanskir ófriðarseggir hafi að vísu heijað á Taíland fyrr á tímum. Taíiartdi svipar til Frakklands að mannfjölda og flatarmáli. Þarna búa næstum 60 milljónir manns á meira en 500.000 ferkílómetrum. Þetta er mikið land. Ég kom þangað fyrst fyrir 18 árum og var á leiðinni til Búrmu á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, þar sem ég vann í all- mörg ár, og síðan aftur nú um dag- inn að tdnna tveggja vikna verk í Bangkok fyrir sama sjóð. í fyrra skiptið var Taíland blásnautt og býsna líkt mörgum öðrum þróunar- löndum, en sýndi samt þá þegar ýmis þroskamerki. Síðan 1978 hafa þjóðartekjur á mann í Taílandi þre- faldazt, á meðan tekjur á mann hér heima hafa aukizt um aðeins fjórð- ung til samanburðar. Nú eru tekjur á mann í Taílandi komnar upp fyr- ir þriðjung af tekjum á mann á Is- landi skv. kaupmáttartölum Al- þjóðabankans (sjá World Bank Atl- as, 1996). Fyrir 18 árum var tekju- munurinn meira en sexfaldur. Þetta eru mikil umskipti. Tai- lendingar hafa dregið á íslendinga og aðrar hátekjuþjóðir undangengin ár. Með sama áframhaldi hljóta þeir að fara fram úr okkur innan tíðar. Hvenær gerist það? Skoðum það. Síðustu 18 ár hafa þjóðartekjur á mann í Taílandi vax- ið um 6% á ári að jafnaði, á meðán hagvöxturinn á mann hér heima nam aðeins rösklega 1% á ári. Ef þessi fímmfaldi hagvaxtarmunur heldur áfram, verða tekjur á mann í Taílandi á kaupmáttarkvarða komnar fram úr tekjum á mann á íslandi árið 2010. Ef hagvöxturinn þarna austur frá hægir á sér, svo sem gæti gerzt, getur þessi ferill tekið nokkur ár í viðbót, en það ætti þó að vera orðið löngu ljóst, hvert stefnir. UMFERÐIN í Bankok. Umferðaraungþveiti er daglegt brauð og veldur bæði töfum og mengun. Fjöldi fólks er einn til tvo tíma í vinnu á morgnana. taílenzkir unglingar sæki fram- haldsskóla, svo sem tíðkast hér heima, og að þriðjungur eða jafnvel helmingur þeirra gangi í háskóla og aðra sérskóla, svo sem algengt er í Evrópu. Menntun nýtur virðing- ar. Sjö af hvetjum tíu þingmönnum í Taílandi hafa lokið háskólaprófi. Seðlabanki Taílands hefur marga unga hagfræðinga á sínum snærum við doktorsnám í bandarískum há- skólum, þar af nokkra í sumum beztu háskólum landsins (Harvard, MIT, Yale og Stanford). Þegar þeir snúa aftur heim, getur bankinn væntanlega státað af óvenjulega harðsnúinni hagfræðingasveit á heimsvísu. Margir Taílendingar virðast vel að sér um bókmenntir og listir Vesturlanda, langt umfram kynni flestra Evrópumanna af austurlenzkri menningu. Þessi árangur Taílendinga er aðdáunarverður m.a. fyrir það, að þeir stóðu nokkurn veginn í sömu sporum og nágrannar þeirra í Búrmu, Kambódíu og Laos fyrir aðeins fáeinum áratugum. Þar er nú allt í kaldakoli. Þjóðartekjur á mann í Laos eru aðeins einn sjö- undi af tekjum á mann í Taílandi. Búrma og Kambódía telja þjóðar- tekjur sínar ekki fram í alþjóðlegum hagskýrslum, en þessi tvö lönd eru sennilega á svipuðu róli og Laos. Þar er áætlunarbúskapur enn á dagskrá. Arangurinn blasir við. II. Skuggar Því er samt ekki að leyna, að á hagvaxtarundrinu í Taílandi og annars staðar í Austur-Asíu eru ýmsar skuggahliðar. Taílendingar hafa t.d. gengið of nærri skógum landsins. Skóglendi rýrnaði úr 35% af landsflatarmáli árið 1980 niður í 25% 10 árutn síðar. Timburútflutn- ingur er hins vegar hættur að skipta Taílendinga nokkru máli, svo að hér er því eingöngu um náttúruspjöll að ræða, en engin veruleg efna- hagsspjöll. Til samanburðar var um íjórðungur íslands viði vaxinn á milli frjalls og ijöru á landnámsöld, en síðan hefur skóglendið _ rýrnað niður í 1% af flatarmáli íslands. Til frekari samanburðar má geta þess, að ofveiði okkar íslendinga á eigin fiskimiðum hefur rýrt helztu fiskstofna okkar á svipuðum hraða og Taílendingar hafa rýrt skóga sína. í okkar dæmi er þó um hvort tveggja að tefla, umhverfis- og efnahagsspjöll. Við þetta bætist svo ofboðsleg umferðarmengun í Bang- kok. Hún á sér að sumu leyti sögu- lega skýringu. Framan af öldinni BROSANDI LAND EFTIR ÞORVALD GYLFASON Lífskjarabyltingin í Taílandi er engin tilviljun. Hún er órangur erfióis. Hún er óvöxtur skynsamlegrar hagstjórngr og heilbrigós hugarfars. Veróbólgu hefur verió haldió í skefjum, fjórfesting sem hlutfall af landsframleióslu hefur tvöfaldast síóan 1965 og fjórfesting Taílendingg er aó langmestu leyti ó vegum einkafyrirtækja, sem hafa aró aó leióarljósi. I. Engin tilviljun Lífskjarabyltingin í Taílandi er engin tilvilj- un. Hún er árangur erfiðis. Hún er ávöxtur skynsamlegrar hagstjórnar og heilbrigðs hug- arfars. Þrennt stendur upp úr; við skulum stikla á stóru. Taílendingum hefur í fyrsta lagi tekizt að halda verðbólgu í skefjum. Verðbólgan þar nam um 6% á ári að jafnaði frá 1965 til 1994 á móti 26% á ári hér heima til samanburðar. Tiltölulega stöðugt verðlag í Taílandi stuðlaði að mikilli og hagkvæmri íjárfestingu og um leið að örum hagvexti. Fjárfesting í Taílandi hefur meira en tvöfald- azt sem hlutfall af landsframleiðslu síðan 1965: hún jókst úr 19% af landsframleiðslu í 41% frá 1965 til 1994. Hér heima minnk- aði fjárfesting hins vegar á sama tíma um næstum helming miðað við landsframleiðslu, eða úr 26% af landsframleiðslu árið 1965 niður í 15% árið 1994, auk þess sem gæðum fjármagnsins hrakaði, m.a. vegna of mikilla afskipta stjórnmálamanna af bönkum og sjóð- um og annarra skaðlegra skipulagsbresta. Fjárfesting Taílendinga er að langmestu leyti á vegum einkafyrirtækja, sem hafa arð að leiðarljósi. Hagkvæmni og arður eru ekki blótsyrði þar austur frá. Taílendingar hafa í annan stað gætt þess vel að haga gengisskráningu myntar sinnar svo, að útflutningur og innflutningur gætu blómstrað. Þannig hefur hlutfall útflutnings af landsframleiðslu hækkað úr 18% upp í 45% frá 1965 til 1994. Hér heima hefur útflutn- ingshlutfallið hins vegar hangið nálægt þriðj- ungi allan þennan tíma. Það er óeðlilega lágt hlutfall í svo litlu landi. Taílendingar hafa byggt upp öflugan iðnað og leggja jafnframt mikla rækt við þjónustu, m.a. með því að reka tvö beztu hótel í heimi (Oriental og Shangri La) og frábært flugfélag (Thai Airways). Bangkok er verzlunarborg af glæsilegri gerð, og þannig mætti lengi þylja. En Taílendingar flytja ekki aðeins út vörur og þjónustu, heldur einnig fjármagn, með því að selja útlendingum hlutafé í taílenzkum fyrirtækjum. Þannig hefur þeim tekizt að laða til sín erlenda fjárfestingu í stórum stíl undanfarin ár - og um leið erlenda sérþekk- ingu og tækni. Taílendingar hafa í þriðja lagi lagt mikla rækt við menntun á öllum skólastigum. Öll taílenzk börn njóta nú orðið grunnskólamennt- unar. Meira en þriðjungur allra unglinga sæk- ir framhaldsskóla. Fimmtungur hvers árgangs sækir háskóla og aðra sérskóla af sama tagi. Þess er trúlega ekki langt að bíða, að allir voru síki svo mikilvægar samgönguleiðir í borginni, að hún var stundum nefnd Feneyjar austursins. Eftir miðja öldina var talin stafa sýkingarhætta af síkjunum, einkum vegna útbreiðslu malaríu, svo að þau voru þá flest fyllt og lagðir vegir í staðinn. Gatnakerfi borgarinnar hefur aldrei getað borið umferð- ina síðan. Öngþveitið veldur miklum töfum og mikilli mengun. Fjöldi fólks er einn eða jafnvel tvo tíma á leið til vinnu á morgnana og aftur heim á kvöldin. Sumir vegfarendur ganga með hvíta sótthreinsipoka fyrir vitum sér eins og skurðlæknar til að veijast loft- menguninni. Á þessum vanda er samt einföld lausn. Hún er sú að láta ökumenn sjálfa greiða kraðakskostnaðinn, sem þeir leggja hver á annan með ofakstri. Öllum þykir sjálfsagt, að ökumenn greiði stöðumælagjald fyrir kyrr- stæða bíla í borgum. Það er upplagt að út- rýma öngþveitinu í Bangkok með því að leggja sams konar gjald á bíla í akstri. Öku- menn myndu þá greiða eiganda gatnakerfis- ins afnotagjald óháð því, hvort ökutækin eru kyrr eða á hreyfingu, því ella gætu aðrir notað plássið og greitt fyrir það. Með þessu móti væri hægt að draga úr umferð og annarri mengun, svo að um myndi muna, og borgarsjóður myndi afla mikilla tekna, sem hægt væri að nota t.d. til að bæta samgöngur enn frekar eða til annarra þarfa 8 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 23. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.