Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 11
Jane Austen byijaði snemma að skrifa. Aðeins fjórtán ára skrifaði hún skáldsögu, eins konar skopstælingu á vinsælum rómun- um samtímans, Love and Friendship, sem þykir hnyttin og vel skrifuð. Fimmtán ára skrifaði hún hvorki meira né minna en sögu Englands, A History of England, eftir hlut- drægan, fávísan og helypidómafullan sagn- fræðing eins og hún tók fram. Vitað er um fleiri æskuverk hennar, en fyrstar hinna miklu skáldsagna voru Príde and Prejudice og Sense and Sensibility, ritaðar á árunum 1796-1798. Þær voru endurskrifaðar og gefnar út löngu seinna, fyrst Sense and Sensibility, 1811. Höfundar er ekki getið, einungis tekið fram að sagan sé „eftir dömu“ og reynt að halda nafni hennar leyndu. Pride and Prejudice kom út tveimur árum síðar og var þá sögð eftir sama höfund og Sense and Sensibi- lity. Bækurnar hlutu góðar viðtökur og smátt og smátt f spurðist nafn Jane Austen út, ekki síst fyrir tilstuðlan - - Henrys bróður hennar, sem átti bágt með að leyna stolti > sínu og aðdáun. Eftir dauða Jane Austen lá við að nafn hennar félli í gleymsku. Hún átti sér vissulega aðdáendur víða, en fátt eitt var um hana rit- að og rætt. Það var ekki fyrr en frændi hennar, prest- urinn Edward Austen- Leigh, gaf út endurminningar móð- ursystur sinnar 1870 að áhug- inn á Jane Austen tók að glæðast til muna og Jane Aust- en dýrkunin, eins og það er stundum kallað, fór að taka á sig mynd. Breska þjóðskáldið Tenny- son setti Jane Austen á stall með Shakespeare og um 1860 þakkaði hann í bréfi almættinu fyrir að Jane Austen væri veröldinni með öliu ókunn, og að hvorki hefðu varðveist bréf frá henni né Shakespeare, að þau hefur ekki ver- ið rist upp eins og svín. Orð skálds- ins eru nokkuð brosleg nú um 130 árum síðar þegar segja má að Jane Austen hafi verið brotin til mergj- ar. Allt sem hugsanlegt er hefur verið grafið upp og grandskoðað. Hún var ötull bréfrit- ari og mörg bréf sem hún skrifaði höfðu varð- veist og hófst prentun þeirra og útgáf'1 1870, en því gat Tennyson ekki órað fyrir. Bréf Jane Austen gefa fræði- mönnum og aðdáendum meira?“ Það fylgir reyndar sögunni að fyrir þetta fé munu mæðgurnar ekki geta leyft sér mikið - hvorki vagn né hesta og aðeins örfáa þjóna. Austen fjölskyldan bjó í góðu tveggja hæða húsi með risi, átti vagn og hesta og hafði þjónustufólk, en barst ekki mikið á. Frú Austen sá sjálf um ýmis verk á heimilinu og dætrunum var ætlað hið sama. Ritstíll Jane Austen er afar fágaður, en SBNSB STSVSlBlLXTXt RMnWUO* BT A allar meðal fólks í eftri stéttum þjóðfélagsins í Bretlandi um og eftir aldamótin 1800. Stærstur hluti þjóðarinnar bjó við kröpp kjör og vann baki brotnu á meðan helsti vandi hástéttarinnar fólst í því að finna sér eitt- hvað skemmtilegt til dundurs og láta tímann líða. Persónur Jane Austen ganga sér til heilsubótar, fara í ökuferðir, spila á spil, leika á hljóðfæri, syngja, lesa bækur, hlusta á upplestur, spjalla saman, skrifa bréf. Stundum voru haldin boð í heimahúsum, dansleikir á stærri sveitasetrum og hótelum og þóttu jafnan miklir viðburðir. Skroppið er í heimsóknir milli bæja til lengri og skemmri dvalar, eða farið í skemmtiferðir til Lond- on eða Bath eða í önnur héruð: Stétta- skiptingin er rígföst, auður og ætterni skipta öllu máli. Pride and Prejudice hefst á þessum orðum í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur: „Það er kunnara en frá þurfi að segja að piparsvein í góðum efn- um hlýtur að vanta eiginkonu. Þó að grannarnir þekki tilfinn- ingar slíks manns og skoðanir sáralítið þegar hann sest að í héraðinu eru þeir svo vissir um þetta að þeir líta strax á hann sem lögmæta eign ein- hverrar heimasætunnar.“ Staða yfirstéttarkvenna á þessum tíma var á vissan hátt . fremur bágborin. Framtíðar- möguleikar þeirra voru af- skaplega takmarkaðir, valið snerist um að giftast eða giftast ekki. Konur nutu ekki erfðarétt- ar til jafns við karlmenn. Synir erfðu allar eigur. Bennet-hjónin í Pride and Prejudice eiga engan son, en þrátt fyrir það erfa dæturn- ar ekki foreldra sína. Eignirnar ganga í stað þess til karlmanns sem gengur næst hr. Bennet að skyldleika. Að föðurnum látnum munu dæturnar standa uppi því sem næst slyppar og snauð- ar. Þess vegna verða þær að gifast vel til þess að tryggja framtíð sína. Til þess að giftast þurftu konur jafnan að geta lagt með sér eitthvað í heimanmund, og í efnaminni fjölskyldum þar sem dætur voru margar var ekki við því að búast að þær gengju allar út. Mjög stór hluti yfirstéttar- hennar ómetanlega innsýn í daglegt líf hennar og samtíma, en segja hins vegar ekki margt um skáldkonuna Jane og þegja að mestu um tilfinningalíf hennar og innri mann. Vitað er að Cassandra ritskoðaði síðar bréfin, en Jane virðist ekki hafa verið fyrir að afhjúpa sig og tjá djúpar kenndir. í bréfunum átti hún það til að vera kvikindisleg og gróf í orðavali og sumt af því sem þar er að fínna hefur kom- ið illa við viðkvæma lesendur sem tekið hafa hana í dýrlingatölu. „Frú Hall í Sherbourne lagðist á sæng í gær og fæddi andvana barn, nokkrum vikum fyrir tímann, vegna ótta. Ætli henni hafi ekki orðið á að líta á mann- inn sinn.“ Um nágranna sína, Debary syst- urnar segir hún, „Ég var eins almennileg við þær og andfýlan úr þeim framast leyfði.“ Það ber að hafa í huga að bréfin voru vita- skuld ætluð systur hennar einni. Samband þeirra var náið og óþvingað og margt því látið flakka. Jane Austen var af breskri yfirstétt enda þótt hún teljist ekki hafa verið af háum stig- um. Faðir hennar var prestur í ágætu brauði. Fyrir það mun hann hafa þegið um sex hundruð pund í árslaun, en auk þess drýgði hann tekjur sínar með því að taka nemendur á heimili sitt og veita þeim tilsögn. í Sense and Sensibility segir frú John Dashwood (mágkonan andstyggilega): „Til samans munu þær [Dashwood-mæðgurnar] hafa fimm hundruð pund til ráðstöfunar, og hvað í ósköpunum hafa íjórar konur að gera við FRUMUTGAFUR skáldsagna Jane Austen. kvenna giftist ekki, og bjuggu oft við heldur bág kjör að meira eða minna leyti á framfæri bræðra eða ann- arra ættingja. Rómantískar hugmyndir um að giftast af ást voru fjarri raunveruleik- anum. Til flestra hjóna- banda var stofnað af hag- kvæmnisástæðum. Sögur Jane Austen eru að nokkru leyti ævintýrasögur, Öskubusku- ævintýri í ýms- um myndum þar sem söguhetjan fær prinsinn að launum vegna verðleika sinna og aldrei þrautalaust. Systurnar Jane og Elísabet Bennet í Pride and Prejudice, og Elinor og Mar- ianne í Sense and Sensibility giftast af ekki ljóðrænn. Þar fer lítið fyrir náttúrulýs- ingum, en þeim mun betur lýst hegðun og tilfinningum af miklu sálrænu innsæi. Sam- töl eru veigamikill þáttur í verkunum. Snilld Jane Austen felst einkum í færni hennar til þess að gæða fremur hversdagslegar persón- ur og atburði lífi og spennu. Sögurnar eru gjarnan skilgreindar sem „Novel of mann- ers“ eða skáldsögur þar sem athygli er beint að samskiptum fólks og siðvenjum og hvern- ig þær móta örlög og lífshætti. Þær gerast ást, efnuðum og góðum mönnum, en í bókunum eru líka dæmi um raunsæislegri sambönd. Hr. Collins, frændi og erfingi Ben- net-fjölskyldunnar, biður um hönd Elísabet- ar, og miðað við aðstæður er það hreint ekki fráleitur ráðahagur. Hr. Collins er hins vegar óttalegur auli og kjáni og Elísabetu dettur ekki í hug að þiggja bónorðið, móður sinni til mikillar hrellingar. Þegar Collins nokkru síðar biðlar til vinkonu Elísabetar, Charlotte Lucas, játast hún honum eftir að hafa vegið og metið stöðu sína. Ef konur úr efri stéttum giftust ekki og voru ekki á framfæri bræðra eða frænda voru þeim flest- ar bjargir bannaðar. Þeim stóðu sjaldnast Um þessar mundir sýnir sjónvarpidframhalds- þættifrá BBC sem hyggdir eru á skáldsögunni Pride and Prejudice eftir Jane Austen. Þcettim- irþykja velgeröir og nutu vinsælda í Bret- landiþegarþeir voru sjndirþar ífyrra. Jane Austen er í hópi kunnustu skáldsagnahöfunda, en ef til vill ekkiýkjaþekkt hér á landi. til boða nokkur störf nema þá að gerast heimiliskennarar eða fylgikonur eldri hefðar- meyja. Hvoru tveggja voru vanþakklát störf, erfið og illa borguð. Það þótti heldur ekki eftirsóknarvert hlutskipti að verða piparkerl- ing, enda þótt Emma í samnefndri sögu sé staðráðin í að giftast ekki og láti sér það vel líka. Þegar Jane Austen skrifaði fyrstu bækur sínar var hún rétt um tvítugt,- en þegar Enmm varð til var hún komin hátt á fertugsaldur og af bréfum að sjá ágætlega sátt við hlutskipti sitt. Um þrítugt hafði Jane Austen „sett upp húfuna“. Það merkti að hún dragi sig út af hjónabandsmarkaðn- um og hyggist eldast með reisn og virðingu. Jane Austen er alin upp á upplýsingaöld, fyrir daga Viktoríu drottingar og það tíma- bil tepruskapar og hræsni í siðferðismálum sem við hana er kennt. Engu að síður var siðprýði æðsta dyggð hverrar stúlkur. Stúlk- ur urðu í senn að nota kynþokkann sem tálbeitu og vernda meydóm sinn. Getnaðar- varnir voru vart fyrir hendi (þó þekktust frumstæðar skinnveijur og ýmsar skottu- lækningar) og eitt víxlspor gat kostað konu æruna. Örvænting Bennet-ijölskyldunar í Hroka og helypidómum þegar Lydía hleypur á brott með alræmdum flagara er því auð- skiljanleg. Ef ekki hefði á elleftu stundu tekist að pússa þau saman hefði Lydíu beð- ið fátt annað en útskúfun - og hugsanlega gatan. Vændi var útbreitt í borgum, oft eina leið útskúfaðra kvenna að sjá sér farborða. Þar skorti ekki viðskiptavini, því þrátt fyrir strangar siðareglur í orði þótti það ekkert tiltökumál þótt karlmaður keypti sér blíðu. Talið er að um aldamótin 1800 hafi verið um 70 þúsund gleðikonur í London, sem þýðir að um sjöunda hver kona í borginni hafi stundað vændi. Menn eru ekki á einu máli hvort Jane Austen verði talin kvenfrelsissinni. Framan af var slíkt hreinlega ekki rætt, en í seinni tíma hafa bækurnar verið grandskoðaðar út frá femínískum sjónarhóli. Rithöfundurinn Anthony Trollope sagði árið 1870: „í öllum verkum hennar er ævinlega ljúf tilsögn í heimilislegum kvenlegum dyggðum. Jane Austen er barn síns tíma og í verkum henn- ar eru ekki að finna neinar róttækar hug- myndir um breytingar á stöðu kvenna. Hins vegar er þar ýmslegt sagt beinum og óbein- um orðum sem túlka má sem gagnrýni á ríkjandi ástand, ekki síst í menntunar- og fjármálum kvenna. Enda þótt konurnar í bókunum eigi sér oftast þann draum heitast- an að giftast hinum eina rétta og sögunum ljúki við brúðkaupið eru þær síður en svo neinar undirlægjur. Með hjónabandinu (þær giftast allar vel efnuðum mönnum) komast þær til frekari áhrifa, og lesandinn veit að þeim á eftir að farnast vel. Áður en til hjóna- bandins kemur hafa þær mátt þola margs konar mótlæti og ekki síst takast á við ýmislegt í eigin fari.“ Jane Austen lifði mikla umbrotatíma (Franska byltingin, Napóleonsstríðin, átök við Bandaríkjamenn, Iðnbyltingin o.fl.), en þessara ytri þátta gætir ekki að neinu marki í verkum hennar. Sumir hafa fundið það þeim til foráttu, en sögusvið Jane Austen var einfaldlega annað. Heimur hennar er þröngur og athyglin beinist fyrst og fremst að einstaklingum, samskiptum fólks og gild- andi siðareglum. Hún er gagnrýnin og oft háðsk, en það fer ekkert á milli mála að hún virðir leikreglur samfélagins og dregur rétt- mæti þjóðfélagsgerðarinnar ekki í efa. Þeir sem helst fá háðulega útreið eru þeir sem ekki vita sín takmörk, hegða sér ósæmilega, eru eigingjarnir, skortir sjálfsaga eða láta stjórnast af öðrum Jane Austen væri vellauðug ef hún fengi að njóta afrakstursins af verkum sínum nú, en meðan hún var og hét græddi hún lítið á bókunum sínum. Mönnum reiknast til að hún hafí fengið 700-800 pund í ritlaun, og víst er að hún leit ekki á ritstörfin sem neitt föndur. Kvikmyndaframleiðendur þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir réttinn til að kvikmynda nýjar sögur, en útgáfuréttur að gömul sögum er öllum frjáls. Það spillir ekki fyrir, en hefur vart úrslitaáhrif. Sögur Jane Áusten eru heillandi og hitta alltaf í mark. Þær eru margslungnar og það sem við fyrstu sín virðast léttvæg ævintýr eru þegar grannt er skoðað djúpvitur skoðun á eðli mannfé- lagsins. Að lokum er rétt að nefna að heimildir í grein þessa eru að nokkru sóttar á alnetið, en þar er hægt að nálgast allar sögur Jane Austen, bréf hennar og margvíslegan fróð- leik um ævi hennar, samfélag og höfundar- verk (http://uts.cc.utexas.edu/churc- hh/janelife.html). Höfundur er bókmenntafræðingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.