Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK \10liCl\IÍIU)SI\S - MIWIM./IISIlli 33. TÖLUBIAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Forsíðumyndin er af Páli Torfasyni og er hún meðal ljós- mynda á sýningu, sem haldin er í tilefni þess að í dag eru hundrað ár eru liðin frá fæðingu portrettljósmyndarans Jóns Kal- dals. Einnig kemur út bókin Kaldal Ljós- myndir og er hún á annað hundrað síður og í henni yfir 100 myndir. A sýningunni eru meðal annars allar myndir sem voru á ljósmyndasýningu Kaldals 1966, en það var í fyrsta skipti sem einstaklingur hélt ljósmyndasýningu á Islandi. Hundraó ár eru nú liðin frá því Suðurlandsskjálftinn reið yfir. Fullyrða má, að 100 ára afmæli Suðurlandsskjálfta er ekkert fagnaðar- efni því eftir því sem lengri tími líður því stærri verður skjálftinn og afleiðingarnar ógurlegri. Allt bendir til að stór jarð- skjálfti muni riða yfir Suðurland á næstu áratugum og víst að með hverjum degin- um sem líður er einum degi styttra í skjálftann. Islömsk list er nú uppi við í söfnum í kaupmanna- höfn. Meðal þess sem einkennir íslamska list er að hún er ekki einstaklingsbundin og höfundanna er þannig ekki getið, sömuleiðis er hún ekki list einnar þjóðar heldur margra þjóða sem aðhyliast sömu trúarbrögð, og einkenni hennar eru skýr og ótvíræð þrátt fyrir hina miklu fjöl- breytni. Jane Austen er höfundur sögunnar Hroki og hleypi- dómar, sem í fyrra sat vikum saman í efstu sætum breska metsölulistans. í skoðanakönnun The Sunday Times nefndu flestir lesendur blaðsins hana sem eftirlætisskáldsögu sína og nú hefur verð sjónvarpsþáttaröð eftir þessari sögu. Hún er sögð hafa allttil að bera, sem prýða má góða sögu: margbrotin persónusköp- un, spennandi atburðarás, hárfín, oft háðsleg samfélagslýsing, ástir, rómantík, húmor og siðferðisboðskapur. Bókin kom út 1956 undir heitinu Ást og hleypidómar og er þýðanda ekki getið. Sagan kom aftur út undir nafninu Hroki oghleypi- dómar í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur 1988. Þessi saga er sú eina eftir Jane Austen sem þýdd hefur verið á íslensku, en hún skrifaði alls fimm fullgerð skáld- verk á stuttri ævi. RAINER MARIA RILKE PARDUSDÝRIÐ í JARDIN DES PLANTES, PARÍS Gauti Kristmannsson þýddi Augað er af lestrí slíkra stafa, svo lúið að það fær því ekki beitt. Því sýnist vera þúsund staf að hafa, á bak við þúsund stafi ekki neitt. Á mjúkum þófum sterkir fætur ganga í hring sem nánast ekkert fyrir fer, líkt og aflið dansins vilji fanga þann deyfða vilja sem í miðju er. En stundum lyftist tjald frá Ijóssins opi og hljóðlaust líða inn þau myndar skil sem sjást í spenntra lima þöglu hopi og hætt’ í hjartanu að vera til. Rainer Maria Rilke ( 1875 - 1926 ) var þýzkumælandi skáld, fæddur í Prag, en bjó víða í Évrópu. Hann er eitt þekktasta Ijóðskáld þýzkrar tungu og eftir hann hafa verið þýdd mörg Ijóð á íslenzku. Hann skrifaði einnig prósa og á íslenzku hefur komið verkið Sögur af himnaföður. UM HUGREKKI Hugrekki er höfuðprýði á manni. Þessi staðreynd gleymist æ oftar eftir því sem þægindasamfé- lagið dylur okkur meir ógnir mannlífsins. Það fer ekkert á milli mála í því samfélagi sem ís- lendingasögurnar segja frá að hugrekkið er undirstaða manngildisins. I þjóðveldinu gat það ráðið úrslitum um líf og dauða hvort hægt væri að reiða sig á náungann; að öðr- um kosti var hann einskis nýtur. Drengur er sú manneskja sem stendur upprétt sem drangur og heldur reisn sinni á hættustund. Þess vegna byggir drengskapur á hugrekki. Sigurður Nordal segir í íslenzkri menningu að ef þýða ætti drengskap með einhverju einu orði öðru þá væri það orðið „máttar- gæði“. Gæzka drengsins hvílir á innri styrk hans og sjálfsvirðingu og er því óháð ytri skilyrðum. Þegar huglaus maður sýnir af sér góða breytni eru það aftur á móti hræðslugæði sem stýrast af viljanum til að þóknast og af ótta við refsingu eða höfnun. Slíkum manni er ekki hægt að treysta, því hann hagar seglum eftir vindi og gerir ein- ungis það sem honum sjálfum hentar. Höfuðástæða þess að fornmönnum var hugrekkið áleitnara en okkur er eflaust sú að lífsháskinn var þeim sýnilegri. Þeir sem gengu vaskiegar fram en aðrir í hildarleikj- um lífsins voru hylltir fyrir hetjuskap og hugrekki. Nú má ekki lengur gera slíkan mannamun og hver sá sem fellur í stríði fær þau eftirmæli að hann hafi verið hugrökk hetja sem lét lífið fyrir föðurlandið. Þessi útjöfnun, ásamt þeirri staðreynd að nú reyn- ir sárasjaldan á líkamleg hreystiverk í lífi manna, hefur gert það að verkum að hug- rekkið hefur fallið í gildi. Þetta er til marks um mikinn misskilning á þýðingu hugrekkis í mannlífinu. Þótt hugrekkið tengist óneitan- lega afreksverkum, þá er brýnt að minna á að hinar eiginlegu mannraunir gerast yfir- leitt á allt öðrum vettvangi en vígvöllum. Og hugrekki er sannarlega ekki sjaldgæf dygð sem reynir á einungis við sérstakar aðstæður. Þvert á móti er afar ólíklegt að dagur líði án þess að komi til kasta þeirra eðlísþátta sem liggja hugrekkinu að baki. Fornir spekingar töldu hugrekkið jafnan eina af höfuðdygðunum ásamt vizku, hóf- semi og réttlæti. Platon kemst skemmtiiega að orði í Ríkinu þegar hann segir hugrekkið vera eins konar varðveizluefni sem kemur í veg fyrir að sálin spillist vegna þeirra illu áhrifa sem að henni steðja í heiminum. Hugrekkið er því eins konar rotvarnarefni sálarinnar. Samkvæmt þessari hugsun sýnir sú manneskja hugrekki sem varðveitir sann- færingu sína á stund hættu, freistingar eða hópþrýstings. Þegar við skiljum hugrekkið sem slíka varðveizlu sjáum við í hendi okkar að þessi mannkostur er engu síður mikilvæg- ur í nútímanum en fyrr á öidum. Jafnvel mætti halda því fram að hugrekki sé ennþá mikilvægari nú en áður. Mig langar til að nefna nokkur dæmi um þetta. Fyrsta dæmið sem kemur í hugann varðar börn og unglinga. Mér virðist að það sé mun erfiðara að vera táningur nú á tímum en áður fyrr. Óneitanlega býr æskulýðurinn við mun betri kost í efnislegu tilliti en allar fyrri kynslóðir. Freistingarnar eru margar og til að leysast ekki upp í endalausum eltingarleik við ánægjugjafa reynir á sálarstyrk einstakl- ingsins. En ég á hér ekki bara við hið fom- kveðna að það þurfi sterk bein til að þola góða daga. Unglingar hrærast líka í heimi mikilla ógna og geta oft lent í aðstæðum þar sem sálarheill þeirra og jafnvel líf er í veði. Vímuefni standa þeim til boða í mun fjöl- breytilegri og hættulegri mæli en áður. Vissu- lega getur fræðsla um þessi efni haft veruleg áhrif, en ef einstaklingurinn sjálf-ur hefur ekki þrek til þess að segja nei þegar á hólm- inn er komið - standast freistinguna og hóp- þrýstinginn - þá bresta allar varnir. Þetta þrek er hugrekkið. En hugrekkið stendur ekki sem einangraður eiginleiki. Hugrekkið er varðveizla þess sem mótað hefur verið með uppeldi og tilsögn og þiggur kraft sinn af tilfinningalegu öryggi og sjálfsvirðingu. Sá, sem skortir þessa þætti, er ófær um að standa með sjálfum sér og berst því einfald- lega með straumnum, hvert sem hann liggur. Annað dæmið sem ég vildi nefna um þýð- ingu hugrekkis í nútímanum snertir stöðu einstaklingsins í samfélaginu. Þótt losnað hafi um viðjar hefða og dregið hafi úr beinni pólitískri stýringu á hugmyndaheiminum, þá er ljóst að einstaklingurinn er ávallt undirseld- ur ríkjandi gildismati og orði-æðu sem sníður honum þröngan stakk. Fólk er almennt und- ir töluverðum þrýstingi að haga sér á viður- kenndan hátt og að vera „eins og fólk er flest“. Þótt í orði kveðnu sé dásamað frelsi einstaklingsins til að lifa eins og hann sjálfur kýs, þá er hann gjarnan rígnegldur innan ramma hins viðeigandi af samferðamönnun- um sem vita hvernig fólk á að hugsa og haga sér. Sá, sem kýs að feta fáfarnari leið- ir, þarf því oft á miklum styrk að halda til þess að varðveita sannfæringu sína og þora að segja hug sinn. Ein mikilvæg birting- armynd þessa er líka svonefnt borgaralegt hugrekki, sem er sú þegnskylda að láta til sín heyra um þjóðmál. Þetta á ekki sízt við þegar gagnrýna þarf hin samknýttu öfl efna- hags, stjórnmála og tækniþekkingar í samfé- laginu. Nú á tímum er samfélagið samsett af kerfum sem lúta sínum eigin lögmálum og einstaklingurinn er harla máttvana and- spænis þeirri sérfræðihugsun sem þar ræður ríkjum. Kjörorð upplýsingarinnar. „Hafðu hugrekki til þess að nota eigin dómgreind" hefur því öðlazt síaukið vægi eftir því sem dregið hefur úr möguleikum einstaklingsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Þriðja dæmið um mikilvægi hugrekkis í samtímanum er líklega það algengasta. Ég kýs að kalla það að standa með sjálfum sér tilfinningalega. Á þetta reynir til að mynda þegar eitthvað er sagt við mann sem honum mislíkar og hann þarf að segja sína mein- ingu. I slíkri stöðu er algengt að fólk þurfi að yfirstíga ótta sinn við að vera hafnað. Það er afar mikilvægt fyrir hvern einstakling að setja öðrum mörk og að læra að þekkja sín eigin. Fyrr verður hann ekki fær um að veija sig yfirgangi og óréttmætri íhlutun annarra. í því verkefni gegnir hugrekkið lykilhlutverki. Það ræður einnig úrslitum þegar einstaklingurinn tekur afdrifaríkar ákvarðanir um eigið líf, svo sem þegar hann finnur sig knúinn til að gera það upp við sig hvort hann skilur við maka sinn í van- sælu hjónabandi. Það þarf líka kjark til að viðurkenna vanmátt sitt í slíkri lífskreppu og leita sér hjálpar. Þeir erfiðleikar sem fylgja ákvörðunum af þessu tagi hafa farið vaxandi vegna þess að hefðbundnar viðmið- anir gilda ekki lengur og einstaklingurinn verður að reiða sig æ meir á eigin dóm- greind og tilfinningar. Af þessum dæmum má ráða að hugrekk- ið gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í lífi okkar. Sá, sem ekki leggur rækt við þessa dyggð og lætur berast með fjöldanum hvetju sinni, mun einfaldlega glata sál sinni. Þau sannindi hafa enn ekki fallið úr gildi. VILHJÁLMUR ÁRNASON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.