Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 2
HAFSTEINN AUSTMANN LISTMALARI FULLTRÚIÍSLANDS Á TVEIMUR VATNSLITASÝNINGUM ERLENDIS HAFSTEINN Austmann listmálari verður fulltrúi íslands á tveimur um- fangsmiklum sýningum á vatnslita- málverkum í Noregi og Mexíkó í haust. Mun hann eiga fjórar myndir á sýningu sem félag norrænna vatns- litamálara, Akvarellsállskapet, gengst fyrir í Kristiansand í Noregi dagana 21. september til 13. október og jafn- margar myndir á Vatnslitatvíæringn- um í Mexíkóborg sem stendur frá 6. október til 30. nóvember. Akvarellsállskapet efndi til sam- keppni milli norrænna vatnslitamálara um verk fyrir sýninguna í Kristian- sand. Brugðust 280 listamenn við áskoruninni og sendu flestir inn lit- skyggnur af fjórum verkum. Dóm- nefnd var því mikill vandi á höndum og þurfti að vera óvægin við starf sitt, að þvi er fram kemur í bréfi hennar til þátttakenda. „Ef til vill fellur þessi aðferð ekki öllum í geð, en við lítum á hana sem mikilvægan þátt í verkefni okkar, það er að ná fram sem mestum gæðum,“ segir þar ennfremur. Allar myndirnar sem Hafsteinn sendi inn hlutu náð fyrir augum dóm- nefndar. Af því er hann montinn, eins og hann kemst sjálfur að orði, en þegar upp var staðið höfðu verk eftir áttatíu listamenn orðið fyrir vaiinu. Er það skoðun dómnefndar að þau endurspegli þetta listform, vatnslita- málun, í allri sinni breidd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hafsteinn tekur þátt í sýningu á veg- | .'V : á íL 4 Su,, }, EITT af verkum Hafsteins sem verður á sýningunni í Krist- iansand. um Akvarellsállskapet en fyrir fjórum árum átti hann verk á samsýningu sem hafði viðkomu á öllum Norður- löndunum. Hann verður ekki viðstadd- ur opnunina nú en útilokar ekki að hann „líti inn á sýninguna“ síðar. Tviæringurinn i Mexikó Aðildarríkjum Akvarellsállskapet, íslandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, var að þessu sinni boðið hveiju um sig að leggja Vatnslitatvíær- ingnum í Mexíkó til ijórar myndir. Útnefndi sýningamefnd Félags ís- lenskra myndlistarmapna Hafstein Austmann sem fulltrúa íslands. Verður sýningin á Museo Nacional de la Acu- arela. Forsvarsmenn tvíærings þessa, sem haldinn er í annað sinn, hafa í seinni tíð sýnt norrænum vatnslitamálurum nokkurn áhuga og vonast meðal ann- ars til að geta efnt til ítarlegrar kynn- ingar á verkum þeirra í nánustu fram- tíð. Þótt Hafsteinn hafí staðið lengi í eldlínunni og sýnt verk sín víða um heim hefur list hans ekki í annan tíma verið í brennidepli í Mexíkó. Leggst sýningin vel í hann. „Þetta er afskap- lega spennandi en Mexíkóar hafa átt fantagóða málara í gegnum tíðina, einkum uppúr síðustu aldamótum," segir hann. „Ég efast hins vegar um að ég hafí tök á að leggja leið mína á sýninguna. Það er svo langt til Mex- íkó.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson JÓIM Hákon Magnússon forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness afhendir Gunnari Kvaran viðurkenninguna sem fyrsti bæjarlistamaður Seltjarnarness. BÆJARLISTAMAÐUR SELTJARNARNESS GUNNAR Kvaran sellóleikari hefur verið valinn bæjarlistamaður Seltjamamess 1996. Þetta er í fyrsta sinn sem Seltjarnarnes út- nefnir bæjarlistamann og er það gert að frumkvæði Lista- og menningarsjóðs Sel- tjamarness með stuðningi bæjarstjórnar. Utnefningunni fylgir starfsstyrkur að fjár- hæð 400 þúsund krónur. í tilkynningu segir: „Tilgangurinn með vali bæjarlistamanns er að styðja listamenn búsetta á Seltjarnar- nesi í menningarstarfí sínu og veita þeim viðurkenningu fyrir framlag sitt til betra og blómlegra mannlífs. Styrkinn hyggst Gunnar nota til þess að efla hlustun á góða tónlist í skólum landsins, sérstaklega grunnskólum, með heimsóknum, tónleikum og fyrirlestr- um.“ Gunnar Kvaran var valinn úr hópi átta umsækjenda en stjóm Lista- og menningar- sjóðs auglýsti fyrr í sumar eftir umsóknum. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk einleikaraprófi frá Det Kgl. Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn 1971. Gunnar hefur haldið tónleika sem ein- leikari eða með öðrum í fjölda landa og hlotið margs konar viðurkenningu fyrir list sína. HELGI TÓMASSON HEIÐRAÐUR HELGI Tómasson, listrænn stjórnandi við San Francisco ballettinn, var í vor sæmdur heiðurdoktorsnafnbót í mannvísindum við Dominican háskólann í San Rafael. Helgi flutti ræðu yfír útskriftamem- endum af þessu til- efni og fjallaði um stöðu listakennslu í bandarískum skól- um. Sagði Helgi að kennsla í hinum ýmsu greinum lista væri ekki lengur sjálfsagður hluti af bandaríska mennta- kerfinu heldur fá- gæt forréttindi. Hvatti hann út- skriftarnemendur til að vinna að eflingu lista í samfélagi sínu og virða mismunandi menningararf hver annars. GOÐ AÐSOKN Á ÓPERU HAUKS ÓPERA Hauks Tómassonar, „Fjórði söngur Guðrúnar", var sýnd í Kaupmannahöfn í vik- unni í síðasta sinn, fyrir troðfullri þurrkví. Hefur verið uppselt á allar sýningarnar á óper- unni. í Berlingske Tidende segir að óperan, sem hafí mætt vantrú hjá stjómendum Menning- arársins í Kaupmannahöfn og hersins, en kvíin er á svæði hans, hafí reynst mikill iistrænn sigur. Og áhorfendur hafí ekki látið sig vanta. Ekki verður um aukasýningar á óperunni að ræða, segir Louise Beck, leikstjóri, sviðs- myndahönnuður og upphafskona þess að verk- ið yrði sett upp í þurrkvínni. Segir hún slíkt ekki borga sig en að fulltrúar fjölda erlendra menningarhátíða hafi séð sýninguna og vonir standi til þess að hún verði sett upp á er- lendri gmnd, m.a. í Edinborg. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til septemberloka. Safn Ásgrims Jónssonar Sýning á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Gullsmiðja Pyrit G 15 Skartgripasýning til 25. ágúst. Gallerí Stöðlakot Hrefna Lárusdóttir sýnir akrýlmyndir til 8. september. Gallerí Sævars Karls GRIM, sýning Hallgríms Helgasonar til 29. ágúst. Hornstofan, Laufásvegi Hadda og Anna Sigga sýna „Leirað á Dam- aski“ til 28. ágúst. Gallerí Listakot „Húsin í bænurn", sýn. í litla salnum þar sem 12 iistakonur sýna smáverk til 29. ág- úst. Norræna húsið KOM grúppan, íslenskir og japanskir lista- menn sýna til 8. september. Guðjón Ketils- son sýnir skúlptúr, innsetningar og lág- myndir til 29. september. Listasafn Kópavogs Síkvik veröld - japönsk þrykklist og mál- verk til 29. september. Gallerí Hornið Beatriz Ezban, mexíkósk listakona sýnir til 28. ágúst. Gallerí Úmbra Gestur, Rúna og Guðný sýna til 22. septem- ber. Listhús Ófeigs Katrín Elvarsdóttir sýnir til 31. ágúst. Nýlistasafnið Kaldal - aldarminning til 15. september. Sólon Islandus Ráðhildur Ingadóttir sýnir til 24. ágúst. Gallerí Sjónarhóll Harpa Björnsdóttir sýnir vatnslitamyndir. Snegla listhús Gluggasýning á leirmunum Arnfríðar Láru Guðnadóttur til l.sept. Gallerí Greip Ingimar Ólafsson Waage sýnir til 25. ágúst. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Höggmyndasýningin Vættatal með verkum eftir Siguijón Ólafsson og Pál Guðmundsson frá Húsafelli. Gallerí Laugavegur 20b Björn Birnir sýnir fram eftir sumri. Við Hamarinn Ásdís Pétursdóttir og Ingibjörg María Þor- valdsdóttir sýna til 25. ágúst. Myndás Ljósmyndasýning Lárusar S. Aðalsteinsson- ar til 20. september. Listasafnið á Akureyri Karola Schlegelmilch sýnir. Hótel Hjalteyri - Akyrcyri Þórey Eyþórsdóttir sýnir myndvefnað og útsaum til 1. sept. Á Seyði - Seyðisfirði Samsýning til 25. ágúst. Galleríkeðjan - Sýnirými Sýnendur í ágúst: í sýniböxi: Áslaug Thorlacius. í barmi: Alda Sigurðardóttir. Berandi er: Einar Garibaldi Eiríksson. í hlust: Finnur Arnar Arrtarson. Slunkaríki - Isafirði Björk Sigurðardóttir sýnir til 30. ágúst. Laugardagur 24. ágúst Jasstónleikar á Jómfrúartorginu milli kl. 16 og 18. Didjeri-Duo; Hayden Chisholm og Guðni Franzson með tónleika á Sóloni ís- landusi kl. 20.30. Sumarsöngvar í Félags- heimilinu Röst, Hellissandi, kl. 20.30. Sunnudagur 25. ágúst Tónleikar kl. 16. í Kornhúsinu, Árbæjar- safni. Flutt lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Sumarsöngvar í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Mánudagur 26. ágúst Sumartónleikar i Stykkishólmskirkju kl. 20.30; Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. Þriðjudagur 27. ágúst Bandaríski sellóleikarinn Nína Flyer leikur ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigutjóns Ólafssonar kl. 20.30. LEIKLIST Loftkastalinn Sumar á Sýrlandi frums. sun. 25. ágúst, fim. Sirkus Skara Skrípó lau. Á sama tíma að ári lau. 31. ágúst. Borgarleikhúsið Stone Free lau. 24. ágúst, fös., lau. Skemmtihúsið Ormstunga lau. 24. ágúst, fim. Light Nights - Tjarnarbíó Öll kvöld nema sunnudagskvöld. Upplýsingar um listviðburði, sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki, verða að hafa borisl bréflega fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 5691181. Helgi Tómasson 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.