Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 5
þramm kemur hún auga á „nýjan bláma undir himninum" langt í burtu, sem „sameinaði alt dulræði fjarlægðanna“. Hún verður að spyija föður sinn hvað þetta geti verið. Það er hafið, segir hann henni. Er þá ekkert hinumegin? spurði hún að lokum. Hinumeg- in eru löndin, sagði hann hróðugur af því að kunna skil á þessari sjón, löndin sem talað er um í bókmenntunum, konúngsríkin. Þau koma í fiskiþorp og fá inni á hávaðasömu, subbulegu gistiheimili, þar sem þau verða að deila sama rúmi. Um nóttina leitar telpa smeyk eftir föður sínum, og eitt andar- tak eru viðbrögð hans við henni sem manns við konu - hann leggur hönd á hana bera. Agndofa yfir sjálfum sér rýkur Bjartur upp úr rúminu og knýr fast á um að þau haldi tafarlaust heim á leið. Dóttir hans, sem ekki hefur órað fyrir nokkru kynferðislegu við snertingu hans, er furðu lostin. En Bjartur sér til þess þaðan í frá að engin kynferðisleg samskipti verði milli þeirra. „Hjúskapur" þeirra skal vera algerlega flekklaus.“ Síðan rekur Leithauser að Ásta lætur flekkast fyrr en varir. Fimmtán ára verði hún vanfær eftir mislyndan kenn- ara, sem fenginn er til að uppfræða hana og bræður henn- ar en Bjartur slái hana utan undir og reki hana úr húsi: „Hann lætur hana vita að hún hafi gert honum „skömm“ - sem kann rétt að vera, en auðvitað er hann einnig bugað- ur af óheimfærðri sektartilfínningu og afbrýði sem hann getur engan veginn kannast við. Þannig fer Ásta að heiman ein um miðja nótt í ískaldri rigningu. Þrátt fyrir það sem nýlega hefur fyrir hana bor- ið, er hún enn óragjarn unglingur og dreymir um að finna sér elskhuga sem eigi sér „lönd með sólgullnum pálma- göngum". Ár líða. Leithauser lýsir því hvernig Bjartur rís úr krepp- unni, en Ásta dregst niður í örbirgð - hún lýsir því af ró- semi „þegar ég svalt með telpunni minni í ofnlausum kjall- ara hér inn með firðinum." Þau tvö hittast aldrei. Hvorugt vill leita á fund hins. Hvorugt vill heldur vægja, jafnvel eftir að Ásta smitast af berklum: Ennfremur: „ Bjartur hefur alltaf litið á sjálfan sig sem hermann og þótt sem „stríð“ hans stæði um kindur, en það verður ljóst að hin raunverulegu átök í bókinni eru milli feðginanna. Og þau eru svo hnífjöfn í andstöðu sinni, að um tíma virð- ist næstum svo sem sagan muni aldrei fá neina viðunandi lausn. Ásta er eina manneskjan í veröldinni sem nokkurn tíma hefur tekist að komast inn úr skrápi Bjarts. Hún er ómótstæðilegt afl. En hann er óhagganleg fyrirstaða. Og hvernig í ósköpunum (er lesandinn stöðugt að bijóta heilann um) á að sætta þetta tvennt?" Með Hálfum Huga Leithauser kveðst fyrst hafa tekið sér Sjálfstætt fólk í hönd með nokkrum ugg, því undirtitillinn, Hetjusaga, hafi gert sig hálfafhuga lestri. Hann var hræddur um að hann ætti í vændum sögu samda í einörðum, þjóðernislegum anda - upptendrandi vitnisburð um hreysti og óbuganleik íslensks lundernis. Mundi hér ekki boðið upp á ofgnótt hörku og ónóga fína kaldhæðni, spyr hann og segir síðan: „En maður þarf ekki að lesa lengi til að láta sér skiljast hve algerlega óhæfur Bjartur er sem neins konar tákn þjóð- legra dyggða. Til þess er hann allt of sérlundaður og skapst- irður. Og of mikið flón. Bókin er jafnmikil grínsaga og sönn hetjusaga. Þegar Bjartur og hundurinn hans skálma fyrst inn dalinn og hann lætur út úr sér fyrsta orðið í sögunni - „Nei“ - þá er þegar ljóst að hann er kreppuútgáfa af Ódysseifi, og ormaveikur, lúsugur hundurinn hans er afslátt- ar-Argos.“ Svo er það kjarni málsins - sjálfstæði Bjarts. Um það segir Leithauser m.a.: „Bjartur er maður sem virðist ekki geta hýst í höfði sér nema eitt markmið - fjárhagslegt sjálf- stæði, þá trú að „sá sem borgar fyrir sig sé kóngur“ og það er svo fyrirferðarmikið að hann hefur varla rúm til að sinna neinni annarri hugsun... Hin auðuga íslenska skáldskapar- hefð er honum í blóð borin. Smám saman, næstum feimnis- lega, lætur sagan það uppi, að Bjartur er á sína vísu skáld. Kveðskapur hans var svo tæknilega flókinn að hann gat aldrei rúmað neitt innihald; og þannig var um sjálft líf hans líka.“ Eftirtektarverð er þessi skilgreining gagnrýnandans á Bjarti: „Mér er Bjartur ein af hinum stórkostlegu bókmenntaper- sónum tuttugustu aldarinnar - eins og Humbert Humbert eða Jay Gatz/Gatsby eða Gregor Samsa eða Makioki syst- urnar fjórar. Hann er smásmugulegur og hetjulegur, hrotta- fenginn og skáldlegur, napur og barnslegur. Allir þessir skapgerðarþættir kristallast á stórbrotinn hátt í hríðarkaf- lanum mikla, þegar Bjartur, sem farið hefur að leita lambs sem hann saknaði, lendir í blindöskubyl. Áður en veðrinu slotar hefur það gert Bjarti mannraunir sem jaðra við þjóð- sagnir. Og þó eru þær á dæmigerðan hátt ofnar saman við fáránlegheit, því að helstu þrautir Bjarts byija þegr hann hyggst fanga sér hreintarf með berum höndum og skepn- an, með veiðimann sinn á baki sér, steypir sér út í belj- andi, ískalt vatnsfall: „Hann sat þá hvorki meira né minna en uppundir hendur í Jökulsá á Heiði, og það ekki á neinum -venjulegum reiðskjóta, heldur á þeim eina reiðskjóta sem sæmir hinum frægustu ævintýrum." Saga Um SAUÐFÉ! „Þegar ég segi fólki sem ég kynnist að uppáhaldsbók mín eftir höfund enn á lífí sé Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, og það spyr mig um hvað hún sé, svara ég Sauðfé“, segir Leithauser. Hann segir viðmælendum sínum að þetta sé saga þar sem bændur séu sífellt að ígrunda sauðfé og athuga sauðfé: „Hún er um bandorma í sauðfé og þráðorma í sauðfé og skitu í sauðfé. Hveijir sem kostir bókarinanr eru, þá er hún laus við töfrandi glæsileik... Bókin er um heyskap og smalamennsku og gijóturð.“ Hann segir að eins og hver önnur stór og mikil skáld- saga, hvetji hún lesanda sem í alvöru glími við umfang hennar til að draga hana saman í eitt allsheijar minni. Og eins og flestar stórar og miklar skáldsögur, sé hún svo margslungin að allar tilraunir til þess arna verði fljótlega að engu vegna nauðsynjar þess að útlista og afmarka. Ennfremur: „Ég hef þegar sagt að kjarni bókarinnar sé stríð milli föður og dóttur. En ef til vill er annað viðfangsefni öllu þyngra á metunum: það stríð sem háð er innan sömu sál- ar. Sjálfstætt fólk býður upp á þá mést hrífandi lýsingu sem ég hef nokkurs staðar hnotið um á smám saman daglegum samdrætti mennskrar sálar og, áður en lýkur, frelsun henn- ar. í sigri sínum á margs konar erfiðleikum, í seinlátri og vandlega ræktaðri velgengni sinni, glatar Bjartur nefnilega einhvern veginn öllu því sem honum er mest um vert í líf- inu. Nálægt lokun bókarinnar fínnur hann, að hann hefur öðlast það sem hann hefur alltaf álitið hátind lífsins - hann er orðinn nógu efnaður til að reisa sér „alminlegt hús“ og þá kemst hann að því að sigurgleði hans er innantóm. Ekki aðeins eru báðar konur hans dánar, heldur hafa börnin hans líka dáið eða flust úr landi. Að lokum tilkynnir Gvend- ur honum - sá sonurinn sem eftir er og hinum finnst sér skyldastur - að hann sé á förum til Ameríku. Bjartur hef- ur slíkt ógeð á þessu, að hann hefur ekki einu sinni fyrir því að koma upp úr skurðinum sem hann er að grafa til að kveðja son sinn lokakveðju.“ Andartaki síðar, segir Leithauser, er öllu snúið viðá örfín- an hátt; bókin hafí boðið lesandanum upp á stóratburði - dauða, svik, blindbylji, ástarævintýri, en þegar hún rísi í hápunkt, geti frásögnin varla verið hljóðlátari. „Hann veit ekki alveg hvers eðlis það ómótstæðilega afl er, sem holdgað er í Ástu Sóllilju (það er ást), en sú óhagg- anlega fyrirstaða sem er sál hans sjálfs, hefur hnikast til. Það sem eftir er sögunnar leggst allt á eitt að lítillækka hann... Framvinda þess arna dregst á langinn. Sál Bjarts víkkar jafnhægt og hún hefur dregist saman fram að þessu. Hann er maður sem fer staðfastlega á ská og gæti aldrei fengið sig til að viðurkenna beinlínis að hann hafí gert rangt í því að afneita Ástu þegar hún var hans mest þurfí. Því þreifar Bjartur fyrst fyrir sér við hana eins og hver annar biðill, með kvæði sem Gvendur flytur henni. Þetta er rammsl- unginn kveðskapur undir þeim hefðbundna hætti sem Bjart- ur dáir mest, þrælrímuð sléttubönd þar sem hann talar um klett og blóm sem er „burt“. Ásta Sóllilja lítilsvirðir vísurn- ar: „Og segðu honum að ég kannist líka við andlausa rímn- astaglið hans, sem hann þæfir saman með höndum og fót- um. En ég, ég er trúlofuð ungum pilti sem elskar mig. Hann hefur verið í skóla og er nútímaskáld.“ Leithauser rekur síðan fyrirlitningu Bjarts á nútíma skáld- skap og ásetning hans að setja saman annað og berorðara kvæði handa Ástu með tilboði um að hún megi leggja hann til ef hann drepist. Og síðan: „Ásta segist ekki kæra sig um að heyra vísurnar, en situr þó undir þeim. Síðan þrum- ar hún: „Lifandi skal ég aldrei til hans Bjarts í Sumarhús- um,“ en hún hefur líka eftirþanka: „Mér er sama þó hann grafi af mér hræið.“ Fínofið Lokaatriði Þessar tvær stríðandi sálir hafa þegar sæst að mestu leyti. Þær eru sameinaðar um eilífð; með því að fela líkam- sleifar sínar hvort öðru hafa feðginin heitið hvort öðru trú sinni í dauðanum. Það er aðeins í lítilfjörlegum, stundlegum eijum lífsins sem ógerlegt er að þau komi saman - og sú veglynda, snjalla lausn sem Laxness finnur til að gera hið ógerlega gerlegt og knýr Bjart til sátta við dóttur sína er fínofnasta og hjartnæmasta atriði þessarar fínofnustu og hjartnæmustu skáldsögu. Svo snilldarlega eru Bjartur og Ásta dregin, að þeim hættir til að skyggja á allar aðrar persónur bókarinnar. En við hvern endurlestur sögunnar (þeir eru orðnir sex, og ég held enn áfram) finn ég til þess með aðdáun hversu allar aðrar persónur hennar eru líka listavel gerðar. Jafnvel enn betri - jafngóð á sína vísu og Bjartur og Ásta eru þriðji sonur Bjarts, Nonni litli, og amma Nonna. í þessum dal, sem á hvílir yfímáttúruleg bölvun, stafa töfr- ar þeirra tveggja úr gagnstæðri, góðkynjaðri átt. Þau eru verur út úr sólbjörtu ævintýri: Hann er þriðji sonurinn, sem hnepptur er í álög, dreymandinn, drengurinn litli sem á sér töfrum undna framtíð; og hún er kerlingin ævarandi, óháð tíð og tíma, sem ber fram furðulegar forspár og gegnir hlutverki hinnar góðu dísar. Einnig eru þau í nokkurs konar andlegum „hjúskap“. Þau eru ekki’ aðeins rekkjunautar, þau fullkomna hvort annað, gefa hvort öðru einhveija þá eiginleika sem þeim eru nauð- synlegir til lífs. Nonna er gamla konan sú kvenlega mildi og þolinmóða velþóknun sem hann missti svo hörmulega við dauða móður sinnar. Gömlu konunni er það granur, að Nonni sé sá eini sem til hennar heyrir þar sem hún umlar eða rausar allan daginn. Ekki svo að Nonni hlusti í rauninni á bænir hennar og söngl eða á orðskviði hennar...“ Að lokum segir Leithauser m.a. svo: „Þegar Laxness vísaði glaðbeittur til sjálfs sín í gervi staðgengils sem „ofar öllum íslendíngum," var hann að fullyrða það sem með tímanum mundi reynast svo voldugur sannleikur að það sýndist frem- ur eins og hlédrægni. Þegar litið er á smæð íslands og óverulegt hlutverk þess í sögu nútímans þá er það varla undrunarvert að Laxness skuli yfirleitt álitinn ekki aðeins fremsti listamaður landsins á þessari öld heldur líka áhrifa- mesti borgari þess. Hann er fremri hveijum stjórnskörungi og trúarleiðtoga. Hann hefur, ekki aðeins með skáldskap sínum heldur einnig með blaðamennsku, ritgerðum, og póli- tískri stöðu sinni, mótað siði þjóðar sinnar á skeiði örra breytinga." Hallberg Hallmundsson tók saman, þýddi og stytti. JENNY A. BALDURSDÓTTIR Númer eitt Sársaukinn er hvítglóandi með aðsetur í maganum Hann tengist þér. Sársaukinn er blár \ og býr í hjartanu Hann tengist þér Sársaukinn er eldrauður og á heima í reiðinni Sársaukinn er hugmynd að mannsmorði það tengist þér. Löngunin til að fá þig til að þagna gerir sársaukann óbærilegan. FARÐU! Númer tvö Þú stóðst fyrir aftan mig lengi, lengi, þétt upp að mér svo þétt að ég fann ekki lengur að ég væri sjálf manneskja Þú stóðst fast að baki mér lengi, lengi, svo álímdur, svo fast að hryglukenndur andardráttur þinn var orðinn að mínum Þú varst æxli á sál minni, lengi, lengi, svo stórt - svo bólgið svo illkynjað að ég hélt - að þú og ég værum óaðskiljanleg eining Þegar þú loksins losaðir krampakennt tak þitt á verund minni Fæddist ég að nýju Eftirmáli: Af ofansögðu má Ijóst vera að þetta er ekki ástarljóð. Höfundur starfaði í áratug hjá Samtökum um kvennaat- hvarf. MARJATTA ÍSBERG Morgunn í Reykjavík Grár morguninn pískar kinnina á mér. Köldum höndum klýf ég vind og regn, finn stundarskjól í rauðu biðskýlinu. Þakið á gulum strætisvagninum rís upp úr sjóndeildarhringnum. Kámugir peningarnir glampa á blautri hendinni, hárið hangir í mjóum reklum niður á hálsinn. Kuldinn smýgur inn um kragann og sest á hnakkann. Osýnilegur símaþráður leiðir upp í augnhorn og breytist þar í reglubundnar sveiflur. Skeytin berast í flokkunarstöð heilans. Bólgin liðamót fingranna springa í nístingskulda. Vatnið sem hefur safnast í stígvélin, leitar út við hvert skref. Jeppaeigandinn skvettir drullu á svörtu kápuna mína, slitna af margra ára notkun. Ég ákveð að kaupa mér lottómiða á leiðinni heim. „Góðan daginn “, segir bílstjórinn og brosir við. Mér fer að hlýna. Ég tek mitt vanalega sæti. í hlýjunni frá vagninum eru fötin enn blautari viðkomu. Vangefinn unglingur situr á fremsta bekk og geispar holóttum tönnum. Verkamaður sem angar af tóbaki og sagi sest við hliðina á mér. Verndaði vinnustaðurinn nálgast. Vangefni unglingurinn stígur út. Hinir halda áfram, hver í sína áttina, berandi sína vangefni með sér. Höfundur er kennari í Keflavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. FEBRÚAR 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.