Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 2
VEGAKORT sem sýnir leiðir suður frá Munchen, m.a. til Benediktbeuern. usar, sem höfðu frumkvæðið að því að boða heiðnum íbúum þarna fagnaðarerindið. Svo mjög sópaði að klaustrinu að nafn klaustur- föðurins mikla, Benedikts frá Núrsíu (480-553), færðist af klaustursetrinu yfir á fjallið fyrir ofan. Því þykir svæðið þarna mjög kristilegt. Skammt er til bæjarins Oberam- mergau, þar sem helgileikimir miklu eru sett- ir á svið af leikmönnum á föstunni á 10 ára fresti. Sjálfur upphafsstaður Benediktsregl- unnar á Italíu er ekki kenndur við meistarann sjálfan, heldur heitir Monte Cassino, sem í dag gæti verið nafn á spilakassasal eða skafmiðahappdrætti. Kaþólska kirkjan gegndi miklu menningar- og líknarhlutverki í álfunni á óróatírnum mið- aldanna, s.s. að reka menntastofnanir og skóla, sjúkrahús og munaðarleysingjahæli og að annast framfærslu aldraðra og lasburða, sem er hlutverk „velferðarkerfisins" margum- talaða í löndum mótmælenda nú á dögum. Eitt af því sem kirkjan lagði mikið upp úr á miðöldum var fyrirgreiðsla af. ýmsu tagi, m.a. að greiða götu ferðamanna á langleiðum, sem einmitt voru oft kirkjunnar þjónar. Það var ekki aðeins veður sem voru válynd á fjöll- um, heldur sátu oft óvinir á fleti fyrir, stiga- menn og ræningjar. Mönnum veitti því ekki af uppörvun og hughreystingu á áningarstöð- um. Ekki báru menn heldur með sér nein verðmæti í slíkum háskaferðum, til að draga ekki að sér misyndismenn, sem stundum voru félitlir lénsherrar héraðsins. Klaustrin fengu þess vegna sjaldnast beinar greiðslur fyrir næturgreiðann og hughreystinguna, en áttu þá oft inneignir upp á sama hjá öðrum klaustrum eða kirkjum eða hjá veraldlegum höfðingjum í öðrum héruðum. Sumir ferðalangar greiddu þó fyrir sig með því að segja sögur, bera fréttir eða flytja ljóð eða drápur fyrir heimamenn og gesti á staðn- um, kannski með hljóðfæraslætti og söng. Aðrir greiddu fyrir sig með bókagjöfum eða helgigripum. Margar heimildir eru til um það, að ferðalangar þóttust heppnir að vera samgesta trúbadúrum í klaustrum. Margir slíkir farandsöngvarar urðu mjög vinsælir og þekktir. Ekki voru þeir alltaf vandir að málf- ari eða efnisvali í söngvum sínum. Oftast þótti ekki við hæfi að bræðurnir í klaustrinu tækju þátt í kvöldgleði gestanna. Á síðasta jólabókamarkaði var bók (Feginn mun ég fýlgja þér) um einn af þekktari trúbadúrum riddaratímans, Blondel hinn franska, þjón Ríkharðs ljónshjarta, og um ferðalög hans einmitt um þessar slóðir. Upphaf ferðamennsku og „túrista-þjón- usta“ má því að nokkru rekja til klaustra miðaldanna. Ákveðnar leiðir þóttu greiðfær- ari en aðrar. Þannig mynduðust nokkuð fjölf- arnar ferðaleiðir um meginland álfunnar, þvert og endilangt, sem oftar en ekki lágu um Rómarvegina marglofuðu. Leiðalýsingar voru samdar og byggðir meðfram þeim efld- ust. Kiaustrin og kirkjurnar á þessum píla- grímsleiðum döfnuðu líka, því þær fengu oft myndarlegar gjafir frá höfðingjum í formi landareigna og hlunninda, eða arf og áheit frá ferðafólki sem vildi launa þeim lífsbjörg eða annan greiða. Víða í álfunni standa enn merkir minnisvarðar um þennan tíma í lista- fögrum kirkjum og skrautlegum klaustrum. Oftast ferðuðust menn aðeins á farskjótum postulanna, en höfðingjar fóru þó gjarnan ríðandi ef unnt var og stundum með fríðu föruneyti. Vegirnir hentuðu sjaldnast fyrir hestvagna pg því síður fyrir þungaflutning á varningi. Á ófriðartímum var umferð harla lítil, en á friðartímum var það helst léttavara sem flutt var á milli landshluta, skrautvarn- ingur og listiðnaður, sem menn báru oftar en ekki á bakinu um langan veg. En þýðingar- mestur var kannski hinn andlegi varningur sem fluttist eftir þessum leiðum, ný þekking, hugmyndir, tíska, tækninýjungar og önnur menningarfyrirbæri, sem ferðalangarnir báru aðeins í hugskoti sínu. Á kvöldum stungu menn samán nefjum og skiptust á skoðunum og fréttum, stunduðu rökræður og þrætulist, oftast á latínu. Þetta var því „veraldarvefur" síns tíma. Þannig var líka með klaustrið undir hamra- veggnum, á Benediktsbæ. Þar fóru um hundr- uð manna af ólíku þjóðemi og uppruna og skildu eftir sig gripi eða tíðindi, mótuðu skoð- anir heimamanna eða annarra ferðalanga. Eftir erfiði ferðadagsins sátu menn oft yfir góðum veigum og nutu lífsins. Þá hlýtur ýmislegt skemmtiiegt að hafa flogið. Sumir söngvamir vom skildir eftir skrif- aðir eða heimamenn skráðu þá seinna eftir eyranu. Sumir textanna voru á latínu, sem þá var ekki aðeins mál guðsmanna heldur og menntaðra leikmanna, og voru kallaðir Carmina. Önnur ljóð voru á mállýskum, sem vom í þá daga mjög fjölbreytilegar. Sumir þessara söngtexta þóttu ekki við hæfí bræðra í klaustrinu á Benediktsbæ, um hið ljúfa líf fijálsra manna utan klausturveggjanna, um svall, drykkju og ftjálsar ástir. Ábótarnir stungu því þessum ljóðum undir stól, þar sem þau skorpnuðu og rykféllu. Kannski kíktu menn í skræður þessar, ef enginn sá til. Nokkurt safn slíkra forboðinna lagatexta fannst vel falið í bókasafninu fagra í Bene- diktsklaustrinu, þegar munkalíf var fellt niður þar (1803) og vora kallaðir Carmina Burana, því manna í meðal var klaustrið oft aðeins kallað Beuern (Bær eða Bæir), sem á latínu varð Buran eða Burana. „Söngvarnir frá Bæjum“ fengu á sig svipað orð þarna úti og Bósasaga fékk á sig hér á landi, þótt stigs- munur milli efnis þeirra sé nokkuð mikill. Hvort tveggja var fært í letur um svipað leyti. Annaðhvort var slíkum söngvum ekki safn- að í öðmm klaustram eða þá að seinni tíma ábótar brenndu þá eins og annan ósóma sem á vegi þeirra varð við tiltekt á bókasafninu. Kirkjan stundaði nefnilega bókabrennur langt fram eftir öldum, undir marvíslegu yfirskyni. Greiðasala og gistihúsarekstur var aðeins aukabúgrein hjá mörgum stóra klaustranna. Ýmislegt annað nytsamt starf fór þar gjarnan fram. Að Bæjum stunduðu bræðurnirtil dæm- is líka mikinn bóklestur og kirkjuleg fræði- TÓNLEIKAR í barroksalnum. störf. Þeir skráðu þar ýmis kristileg verk, s.s. sáima og helgra manna sögur sem víða eru til í fallegum handritum. Á sama tíma og Snorri sat við skriftir í Reykholti voru bræðurnir í Bæjum að skreyta sín handrit með listafögrum lýsingum. í gegnum tíðina safnaðist því að bræðranum þar mikið magn bóka, sem þeir þurftu að byggja yfir. Staður- inn auðgaðist vel og efldist á ýmsa lund. Enn stendur þar mjög myndarleg bókhlaða, fagur- lega skreytt fyrir um 250 árum í barokkstíl, með hiilum uppeftir öllum veggjum, með dragkistum og bakskotum, yfirhlaðin alls kyns bókum, skjölum og skræðum. Slík bóka- söfn þóttu mörg hver hin mestu völundarhús og vöktu beyg með sumum leikmönnum, sem slæddust þangað inn á dimmum kvöldum. Sagan „Nafn rósarinnar", eftir Umberto Eco, sem mikla athygli vakti fyrir nokkrum árum og var meðai annars kvikmynduð (með Sean Connery í aðalhlutverki), gerðist í þess- um furðuheimi miðaldanna. Þungamiðja spennunnar í sögunni var einmitt forboðin lesning af einhveiju tagi sem geymd var í leynihólfum og skúmaskotum í firnastórum bókasöfnum í klaustrum víða í áifunni. Það voru einmitt víðförlir förumunkar, sem fengu það verkefni að leysa morðgátuna. Það sem gerir þá sögu svo vinsæla er án efa sú raun- sanna mynd, sem þar var dregin upp af klausturlífi og hugarheimi síðmiðalda. í Benediktbeuem eru nú öll hús uppistand- andi og í afar góðu standi, ekki síst bókhlað- an. Þar er ekkert munklífi lengur, heldur prestaskóli og fræðslumiðstöð kaþólskra safn- aða í Bæjaralandi. Trúarlíf er þar því enn í fullu gildi, þótt í öðru formi sé. Ferðamönnum er fijálst að skoða sig um í þessum bygging- um, sem skarta ekta rókokkóskreytingum, með björtum helgimyndum og berum engla- bossum. í kirkjunni er lítil bænastúka, Anast- asiakapelle, sem þekkt er í listaverkabókum um barrokktímann fyrir afar vandaðar skreyt- ingar. Benediktsbær er einn af mörgum vemduðum sögustöðum Þýskalands, og hefur á sér menningarlegt yfirbragð. Þar er mynd- arlega að öllu staðið. í óbeinum tengslum við klaustrið er merk- ur vísindastaður, gömul stjörnuathugunarstöð í glerhúsi, þar sem Frauenhofer nokkram lærðist fyrstum manna að nota ljósbrot til stjömumælinga, og er safnið opið áhugafólki í faginu til skoðunar. Nú liggur bílvegurinn reyndar ekki um hlaðið á Benediktsbæ, eins og gönguslóðinn forðum, svo hann er ekki eins í alfaraleið á bílaöldinni. Kannski hafa íslenskir ferðamenn þó komið í annað tveggja þekktra barokkk- laustra, sem liggja betur við höggi, þ.e. í Melk á Dónárbökkum skammt frá Vínarborg eða í áðumefndum Ottósbæ vestur í Svaba- landi. Þau líkjast um margt klaustrinu undir Benediktsveggjum í Bæjaralandi, og öll standa þau í býsna fögrum sveitum, grænum og búsældarlegum. Carl Orff fann ekki þessa texta en hann samdi við þá löngu seinna (1936) hina vin- sælu tónlist, sem ber sama nafn og söngvarn- ir, Carmina Burana, og hefur verið flutt oft hér á landi, nú síðast með glæsibrag í ís- lensku óperanni í vetur. Orff var Bæjari að ætt og uppruna, þótt hann starfaði lengi í Frankfurt sem tónlistarkennari. Hann valdi sér þetta sérstaka viðfangsefni úr heima- byggð sinni til að semja stutt sönglög fyrir nemendur sína, þar sem margvísleg tilbrigði koma fram svo að æfa mætti sem flest tón- eða raddbrigði í hveiju lagi, eins og oft er gert í skólaverkefnum. Tónlist og texti voru fléttuð saman á nýstárlegan hátt, með mik- illi áherslu á sönginn. Stundum bregður fyrir tónum sem gætu minnt á klaustursöng. Marg- ar sviðsuppsetningar taka mið af klausturlífi. Þetta var á bernskudögum Þriðja ríkisins í Þýskalandi, þegar frumlegum og þjóðlegum listum var gjarnan hampað, eins og t.d. tón- list Jóns Leifs. Það virðist þó aðallega vera á síðustu áratugum sem verkið varð svo vin- sælt. Ein ástæða þess að svo margir vilja setja upp þetta verk er án efa á hversu marg- víslegan hátt má útfæra það á sviði og í flutn- ingi. Án þessarar sérstæðu tónlistar væru vísurnar „Ijósbláu" varla svo þekktar sem raun ber vitni í dag. Efni textans hneykslar varla nokkurn mann lengur, svo siðspilltur sem heimurinn er orðinn. Undirritaður var í Herragarðsveislu (Son Amar) á Majorku í vor þar sem dýrð var gerð í mat og músík og ekki síður í dansi og sjón- rænni uppsetningu á mjög ijölbreytilegan hátt á nútímalegu leiksviði, eins og gerist aðeins í fínustu næturklúbbum heimsborg- anna. Eitt viðfangsefna spönsku senjórítanna var slæðudans við titillagið í Benediksbæjar- söngvunum, 0 Fortuna, þar sem á svo skemmtilegan hátt skiptast á blíðir tónar og hijúfir, eins og í hverfulu mannlífinu, skin og skúrir, stríð og friður. Sérstök gæfa fylgdi okkur það sem eftir var ferðar. Fortuna hefur líka verið Benediktsbæ hlið- holl, því þar ríkir enn fegurð og dýrð á góðum degi, jafnt í náttúranni sem í mannlífinu. Ég hvet alla þá sem leið eiga á milli Múnchen og Innsbruck að fara heldur ökuveg Bll, í stað hraðbrautarinnar (A95) og gera svo stans á leið sinni miðsvegar (um 50 km frá Múnchen) og aka heim á hlað í klaustrinu í Benediktsbeuern og eiga þar nokkra stund. Fyrst ættu menn að njóta gróðurilmsins í loftinu og útsýnisins til Veggjarins og Alp- anna, ganga svo í bæinn og skoða klaustrið og ekki síst bókhlöðuna, minnugir hughrif- anna úr söngvunum, sem þar voru geymdir á laun um aldir og hins sérstæða efnis þeirra. Loks ættu menn að ganga í kirkjuna fögru (Basilica) og setjast þar niður í kristilegri hugleiðslu innan um óviðjafnanlegt skraut- verk á veggjum og í lofti sem gert var fyrir um tveimur öldum Guði til dýrðar (skoðunar- ferðir með leiðsögn eru um helgar kl. 14.30). Ef Gæfugyðjan fylgir mönnum mundu þeir lenda þar á messutíma eða á kór- eða orgelæf- ingu, sem yrði áreiðanlega kórónan á endur- minninguna um áningu á Benediktsbæ. Þar er enn eftir miklu að slægjast fyrir ferða- langa og fyrirtaks þjónusta veitt. Hafi menn góðan tíma gætu þeir drukkið bæjarabjór í Klosterbiergarten eða notið mált- íðar í Klosterbráustúberl, t.d. bæjarapylsu eða „bratwúrstl". Vildu menn eiga rýmri tíma þarna, og ef til vill fapa í gönguferðir um sveitina, eru nokkur lítil gistihús í þorpinu og næg heima- gisting hjá bændum í nágrenninu. Aðeins er um 5 mín. gangur frá járnbrautarstöðinni að klaustrinu. Tónleikar og kóramót eru haldin í aðalsal klaustursins (Barokksaal) oft á ári. í nóvember er mikil hátíð í bænum, Leonard- ifahrt, leifar frá þjóðlegum héraðsmótum á miðöldum, þar sem hámarkið er burtreiðar og riddaraslagur i klausturgarðinum stóra. Nánari upplýsingar: Kloster Benediktbeuern (sími:8857.880) Dom-Bosco-Strasse 1 D-83671 Benediktbeuern, Oberbayern Deutschland Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um ferðalög. GUÐNÝ SVAVA GUÐJÓNSDÓTTIR Vitf irrt ást Ef þú kæmir til mín mundi ég ráðast á þig og rífa utan af þér fötin Strjúka síða dökka hárið þitt og fela ahdlit mitt í því leggja höfuðið að bijósti þínu og heyra hjaitað slá. Svo mundi ég stilla þér upp á borðstofuborðið og kyssa á þér stórutána. Uppgjöf Eins og sært dýr skríður inn í skóginn til þess að deyja flýr vitund mín veruleikann og vefur sjálfa sig örmum handan þessa heims þar sem ennþá er von. Höfundur er myndlistarmaður í Reykjavík. INGIBJÖRG ALFREÐSDÓTTIR Kveðja' Kvöldið sem þú fórst nóttin þegar ég varð ein dagarnir endalausu með hrikalegu langdrégnu fólki, sem sagði sögur án endis, án upphafs. Arin sem eru farin, skilja mig eftir með gneistandi augu. Formælingar. Farðu vel. Stúlkan í turninum Nóttina eða vel ég bjartan daginn. Hvernig geturðu spurt. Haldið utan um mig og sa^t þetta? Ég vel myrkrið og hlyjuna. Ekki stingandi dagsbirtuna. Hversdagsleikann í margsögðum orðum. Nei, biddu fyrir þér, óhræddur, en ég skal brenna hverja brú að baki mér, daglega, mánaðarlega, árlega. Skilurðu þá birtu dags og nætur? Áhættuna, kjarkinn og kannski ástina til að elska þig? Þegar þú kemur Ég hefkomið ila undan snjónum þetta árið. Er of þreklítil til að hlaupast á fjöll. Verð að láta mér nægja landlagsmyndir úr sjónvarpinu. En þegar þú kemur lyfti ég vetrinum af öxlunum og set upp fjallabrosið. Höfundur er gjaldkeri i Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.