Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1996, Blaðsíða 1
ORGUNBLAÐS Stofnuð 1925 6. tbl. lO.febrúar 1996 — 71. árg. Söngvarnir frá Benediktsbæ Eftir ÞORSTEIN MAGNÚSSON BENEDIKTSBÆR - klnustur við norðurhlíðar Alpafjallanna, þar sem fyrr á tímum var vinsæll áningar- og gististaður við forna þjóðbraut yfir fjöllin. KÓRAMÓTí barrokkirkjunni. íslenska Óperan hefur í vetur flutt Carmina Burana, sérstætt og magnað verk eftir Carl Orff, við forna latneska texta sem urðu til í klaustrinu Benediktsbæ. Hér er fjallað um átthagafræði og tíðaranda söngtextanna. HÉRAÐSHÁTÍÐí klausturgarðinum. kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Utan með fjallinu lá forna þjóðleiðin, og þar mynduðust snemma áningastaðir ferðalanga, hvort held- ur þeir voru kvíðnir að leggja á fjöllin á suður- leið eða að koma fegnir niður síðasta Qalla- skarðið á norðurleið. Á slíkum stöðum settu munkar sig gjarnan niður til að greiða götu ferðamanna, og gefa þeim hugarró og blessun Guðs. Klaustur var því stofnað þarna undir hamrinum og kallað Benediktbeuern. f forn- um germönskum mállýskum á þessum slóðum voru bóndabæir og bændaþorp gjarnan kölluð beuer, beuren eða beuern, sem eru samstofna íslenska orðinu bær og bú. Héruðin fengu einnig nöfn eftir þessum bæjum. Bayern heit- ir héraðið enn, sem við köllum Bæjaraland. Bæheimur er einnig skammt undan. Á slétt- unni nokkuð fyrir norðar klausturstaðinn er þorp sem heitir Beuerberg og tveir aðrir bæir öllu vestar sem heita Bernbeuer og Kaufbeuren. Þá er þekkt gullfallegt klaustur í Ottobeuren (skammt frá Memmingen). Það var nokkuð snemma sem klaustri var komið á fót þarna undir Veggnum, eða um 740, og er það elsta klaustrið á stóru land- svæði. Þá var byggð mjög lítil á þessum slóð- um, dimmir skógar huldu landið og byrgðu mönnum sýn. Það voru munkar úr reglu heil- ags Benedikts undir stjórn hins helga Bonifat- æjaraland er syðsta hérað Þýskalands í dag, en var áður sjálfstætt ríki. Þá var Miinchen höfuðborg landsins með konungsgarði og til- heyrandi skrautbyggingum, sem ferðamenn hafa enn yndi af að skoða. Allra syðstu sveit- ir Bæjaralands ná nokkuð upp í Alpafjöllin, en landamærin við Austurríki liggja víða um hátinda og fjallseggjar. Þar skammt frá eru helstu skíðalönd Þjóðveija, Garmisch-Part- enkirchen, með Zugspitze (2.764 m), hæsta fjalli þeirra, en Austurríkismenn eiga helming þess. Héraðið fyrir sunnan Múnchen mætti kalla vatnahéráð Þýskalands, því þar er mergð ijallavatna meðfram rótum Alpanna, allt sannkallaðar náttúruperlur og mörg þeirra sögufræg. Lúðvík Bæjarakonungur (1845-86), sem stundum hefur verið kallaður bijálaði byggingameistarinn, skrejdti byggðir þessa héraðs með mörgum fögrum en furðu- legum byggingum, svo sem ævintýrakasta- lanum Neuschwanstein og skrauthöllinni Lindenwirt, sem nú eru einhveijir eftirsótt- ustu ferðamannastaðir í álfunni. Listhefð var mjög rík með fólki þama, og því eiga barrokk- stíllinn og rókokkóskreytiverk sér mörg falleg dæmi víða um héruð, reyndar beggja vegna landamæranna. Frá fyrstu tímum lá þjóðbraut í hásuður frá Múnchen yfir fjöllin til Innsbruck, þar sem íjallgarðurinn Karwendel, breiður og hár (2.756 m), skýlir Inndalnum fyrir norðanvind- inum napra. Schamitzpass heitir fjallaskarðið (924 m), þar sem enn hefur ekki verið gerð nútíma hraðbraut og er það því mikill þrö- skuldur í hraðvaxandi bílaumferð. Á miðöld- um var þetta þegar orðin fjölfarin þjóðleið hvort heldur þar voru á ferð farandsalar, hersveitir, förumunkar, háskólastúdentar, iðnsveinar, suðurgöngumenn á leið til Rómar eða pílagrímar á píslargöngu, og þótti hún mikið torleiði vegna hárra fjallaskarða og þröngra gilja. Fyrsta fjallið sem blasir við ferðamönnum af flatlendinu á suðurleið frá Múnchen, skammt frá Bad Tölz, er þverhníptur veggur, sem rís beint upp af sléttunni, Benediktenw- and (1.801 m), Benediktsveggur, sem enginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.