Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 9
Síðan víkur Drechsel að fisksölunni í Hull fra sumrinu. Hann segist hafa skrifað Johnson í Hull að Tryggvi viiji ekld selja honum meiri lúðu. Drechsel telji ekki að svik séu í tafli. Þeir hjá danska fiskveiðifé- laginu verði að þiggja flutning með gufu- skipum hans sem komi afla í flutningaskip frá Danfélaginu, en þetta svari ekki kostn- aði. Verðið á fisldnum sem Tryggvi hafi sent hafi verið lægra en á öðrum fiski. Hann voni að Tryggvi breyti afstöðu sinni til sölunnar. Drechsel segist leggja þetta til vegna þess að flutningaskipið hans fáist til fiskflutninga frá Reykjavík, það muni koma á átta daga fresti. Mikla þýðingu hafi að fiskurinn verði frystur. Annað mál sé hvort Tryggvi geti boðið nægan fisk áttunda hvern dag. En verði þetta gerlegt er það ráð hans að treysta á gufuskipið í viku hverri. Johnson muni ekki fallast á þetta fyrh'komulag ef hann selji ekki fiskinn sjálfur. En fiskveiðifélagið hafi nú svo góða stjórn á þessum málum að menn trúi því ekki að nokkuð misfarist við söluna. Sölu- kostnaður sé einnig mikill á Englandi. Drec- hsel leggur einnig til að áfram verði reynt að selja lax, menn þreifí sig áfram með lít- ið magn eftir því hvernig selst. Nokkurn lax megi fá í Borgarflrði. Þá segh- Drechsel að Sölling kafteinn muni skrifa Tryggva um verð. Hann hafi skrifað sér hvaða verð fáist fyrir heilagfiski í ís og sé það mun hærra en á frosinni lúðu. Sölling hafi alltaf verið á staðnum þegar fiskur frá Reykjavík hafi verið seldur og þori að fullyrða að allt hafi farið rétt fram. Hann trúi því að útkoman verði betri ef þeir reyni að koma sölumálunum í betra horf.'1 Sölling sá sem hér er nefndur hafði lengi unnið við frystingu matvæla og gert tilraun- ir á þvi sviði. Þeir Tryggvi skiptust á bréf- um um fiskveiðimál. HLUTHAFAR YILJA EKKI Senda Fisk á Erlendan Markað Síðasta bréf Tryggva Gunnarssonar um þetta mál er frá 8. desember 1895. Þar segist hann skilja af síðasta bréfi Drec- hsels að hann vilji allt gera til þess að ísfé- lagið geti selt fisk með hagnaði á Englandi næsta sumar. Það verði aðalfundur að ákveða, en lögum samkvæmt eigi að halda hann í febrúar og Tryggvi segist skyldu gera það sem hann geti til þess að hann verði haldinn áður en Laura sigli í febrúar svo að hann geti bréfað niðurstöðuna. Frá því í ágúst síðastliðnum hafi hluthaf- ar verið þeirrar skoðunar að hætta eigi að kaupa og selja fisk á erlendan markað. Landar hans hafi ekki langlundargeð þegar svona óhapp verði. Og þar sem félagið eigi ekkert fé sé erfitt fyrir hann að standa á móti straumnum. Síðastliðið haust hafi hann orðið að kaupa kjöt af 400 bændum fyrir eigin peninga og auk þess 45.000 síldar til frystingar í íshúsinu svo að það yrði ekki tómt. Enginn annar hafi viljað leggja fram peninga. Hann segist vita það eitt að John- son verði ekki send branda. En hann telur að hægt verði að selja rauðsprettu og heil- agfiski í Reykjavík fyrir ákveðið verð. Síðan spyr Tryggvi Drechsel hvort fisk- veiðifélagið sem hann starfi hjá geti ekki keypt fiskinn hér í bænum og hagnast af, tekið fisk hér á sjö eða átta daga fresti og ísfélagið skuldbindi sig til að selja engum öðrum. Fiskveiðifélagið geti hafnað allri vöru sem ekki standist gæðakröfur. Hann segist vilja heyra frá Drechsel hvort hann eða einhver annar eigi að leggja þetta til á aðalfundinum, ef fundarmenn verði and- snúnir því að senda fisk til útlanda. Ekki komi til greina að senda lax því að flutning- urinn kosti tíu aura pundið. Enginn sendi lax þar sem hann sé í svo háu verði hér í bænum.7 í árslok 1895 voru horfur því slæmar á frekari samvinnu forráðamanna ísfélagsins við Faxaflóa og Danfélagsins um fisksölu á Englandi. Niðurstaðan á Aiþingi um styrk til póstflutninga gaf ekki tilefni til bjartsýni. Tilvísanir 1. Bréf Drechsels til Ti'yggva Gunnurssonar 2. ágúst 1895. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar 4.60.2. 2. Viðtal við Eyjólf Jónsson frá Flateyri 16. september 1987. 3. Alþingistíðindi 1896, B, 1018-9. 2. Aiþt. 1895, A, 456-7. 3. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-7, 637-8. 4. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar 4.60.2. 6. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-7, 603-4. Höfundur er sagnfræöingur og kennari. íslenskur framburður FOSTROÐRA FÓR í ÞJÓLGÚSIÐ Eg er að hugsa um að setjast hér í spámanns- stól stutta stund og fyrirmynd mín er ekki ómerkari maður en Rasmus Kristján Rask. Hann lét þau orð falla í bréfi árið 1818 að hann teldi að íslenska myndi bráðum deyja Hversu lengi heldur rótarhnyðjan? Sámikli munur sem verið getur á nefnimyndum orðanna, eins og þær eiga að vera þegar hver stafur er borinn fram — og því sem út úr munnum okkar kemur, gerir þeim sem eru að læra málið erfitt fyrir, ekki bara útlendingum, heldur líka bömunum okkar. út af og að varla myndt nokkur maður skilja hana í Reykjavík að hundrað árum liðnum, og varla nokkur á landinu öllu að öðrum 200 árum þar upp frá. Þetta reyndist að vísu óþörf hrakspá,-því samkvæmt þessu ættum við sem hér erum varla að skilja nokkuð í íslensku og fáir núlifandi íslending- ar, nema kannski einhverjar hræður á Langanesi eða Vestfjörðum, Það sem Rask óttaðist vai' að danska myndi útrýma ís- lenskunni, en hann hafði vit á því að bæta því við spádóm sinn, að þetta myndi ger- ast, ef ekki yrðu rammar skorður við reist- ar, eins og hann orðaði það. Eins og allir vita varð mikil endurreisn í ræktun íslensks máls á 19. öld og er sú endurreisn gjarna sett í samband við sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Ég skal láta það liggja milli hluta, hvort rétt er að túlka það svo að rammar skorður sem reistar hafa verið tungunni til varnar hafi bjargað henni frá glötun eða hvort Rask mat stöðuna ein- faldlega ekki rétt. En oft hefur sjálfstæðis- isbaráttunni og þeirri þjóðlegu endurreisn sem átti sér stað á 19. öld verið líkt við björgun úr viðjum erlendra áhrifa og kúg- unar. sé skipt um gi-undvallarmálgerð í sögu sinni. Það mega teljast nokkuð stór orð að spá slíki'i umbyltingu í íslenskri málsögu á næstu öld og sómakær málfræðingur ætti sjálfsagt ekki að setja heiður sinn í hættu með þvi að taka svo stórt upp í sig. En það er þá ekki leiðum að líkjast og ég treysti því líka að ég verði kominn undir gi-æna torfu þegar skorið verður úr um réttmæti spádómsins. Raunar hef ég góða von með að hann rætist ekki og yrði því manna fegn- astúr. Um Málstaðal Þótt málfræðingar segi gjarna að tungu- mál breytist smám saman og að breyting- arnar fylgi ákveðnum lögmálum sem þeir þykjast geta komið auga á og skilgreint, talað um hljóðvörp, samlaganir og áhrifs- breytingar, er staðreyndin sú að ýmsar ytri aðstæður geta haft mikil áhrif á málþró- unina og t.a.m. geta mállegir staðlar og ritmál ráðið ótrúlega miklu. Verði til sterk- ur málstaðall hefur hann tilhneigingu til þess að "viðhalda sér. Þannig hefur enskan ekki orðið fyrir ýkja miklum breytingum á þessari öld og enn lesa menn auðveldlega texta, sem samdir voi-u á 18. öld og fyrr, og það er ekki mikið átak fyrir áhugasaman lesanda að gerast handgenginn Skakespe- ai-e, svona svipað og þegar við lesum íslend- ingasögur. Eftir KRISTJÁN ÁRNASON Spádómm-inn sem ég ætla að vai-pa fram hér er sá, að ef ekki verði „rammar skorð- ur við reistar“, svo ég noti orðalag Rasks, muni eiga sér stað á næstu öld eða þar næstu meiri skil í íslenskri málsögu en orð- ið hafa frá landnámstíð og sem allar hljóðdvalarbreytingar og tvíhljóðanir, sam- föll og sig munu falla í skuggann af. Þessi breyting, sem ég leyfi mér að spá, myndi líkjast þeim breytingum sem orðið hafa í sögu frændtungna eins og ensku og dönsku og höfðu það í för með sér að þær hættu að vera beygingarmál eins og fornnorrænan og fornenskan voru og eru nú með mjög takmarkaðri beygingu og væri nær að flokka sem beygingarlaus og „ísólerandi" eða „analýtísk“ mál eins og málfræðingar segja stundum. Enska og danska hafa sem Við höfum bara einn íslenskan málstaðal, Snorri Sturluson og Halldór Laxness nota sama miðilinn. Þær hljóðbreytingar og minni háttar breytingar sem orðið hafa á beygingarkerfi og setningaskipan hafa ekki valdið neinni byltingu, þaðan af síður hefur verið búinn til nýr staðall sem tekið gæti við af Snorra og Halldóri. Þegar gera skal grein fyrir miðensku og skilgreina hana sem mál er Chaucer gjarna nefndur sem fulltrúi þess staðals og skilin milli fornensku og nútímaensku eru gjarna talin verða þegar Shakespeare kemur fram á sjónarsviðið. Það má því segja að föstu punktarnir þegar talað er um þessi tvö tímabil sem aðgreind í enskri málsögu séu Chaucer fyrir miðenskuna og Shakespeare og eftfrkomendur hans fyrfr nútímaensku. Ef við berum íslenska málsögu saman við þá ensku er Ijóst að ekki er ástæða til þess að gera ráð fyrir neinni forníslensku og miðíslensku, eða þá nútímaíslensku. Staðallinn er sá sami og eins og áður sagði er það álíka mikið átak fyrir nútíma íslend- ing að lesa mál íslendingasagna eins og það er fyrir enskumælendur nútímans að lesa Shakespeare. Við höfum bara einn ís- lenskan málstaðal, Snorri Sturluson og Halldór Laxness nota sama miðilinn. Þær hljóðbreytingai' og minni háttar breytingar, sem orðið hafa á beygingarkerfi og setn- ingaskipan, hafa ekki valdið neinni bylt- ingu, þaðan af síður hefur verið búinn til nýi' staðall sem tekið gæti við af Snorra og Halldóri, líkt og þegar Shakespeai'e tók við af Chaucer. ÚR ElNUM STAÐLI í ANNAN En hvernig verða svona skil í sögu tungu- mála, þegar einn staðall týnist og annar tekur við? Það er flóknari saga en svo að hægt sé að gera henni skil hér, en ljóst er að tvennt þarf til. Annars vegar þarf það að gerast að gamall staðall verði úreltur, að menn hætti að taka mark á honum. Ef ekkert kemur í staðinn getur tekið við tíma- bil óvissu og ruglingslegrar þróunai' sem gæti einfaldlega endað með því að tunga dæi út og tekinn yrði upp eða fenginn að láni annar, innfluttur staðall. Hitt sem gæti gerst væri að fram kæmi nýr og öflug- ur innlendur staðall, eitthvað í líkingu við það sem gerðist í ensku á dögum Elísabet- ai' drottningar og Williams Shakespeares. Auðvitað veit enginn neitt um það hvort aðstæðm- hér á landi á næstu öld eða þar næstu verða til þess fallnar að skapa nýjan íslenskan staðal. Því munu ráða menningar- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19.MARZ1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.