Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 8
lagsins við Faxaflóa að það tæki frá því viðskipti, ísmai'kaðurinn yrði það mikill ef ísfískur yrði fluttur á enskan markað. Skiptar Skoðanir Á Alþingi Á Alþingi 1895 voni þessfr póstflutningai' mjög tLL umræðu. Eins og eðlilegt má telja var Tryggvi Gunnarsson helsti talsmaður þess að fisveiðifélagið Dan fengi að flytja póst milli íslands og útlanda, en Sameinaða gufuskipafélagið hafði haft þessa flutninga frá 1880. Hugmyndin vai' ekki sú að gufu- skipafélagið missti flutningana, heldur að Danfélagið mætti fá hluta af þeim svo að hægt yrði að flytja ísfisk frá ísfélaginu við Faxaflóa á erlendan mai'kað. Tryggvi sagði í umræðum að skipafélagið vildi fá 5.000 kr. styrk til að flytja póst 14. hvern dag frá Vestfjörðum til Englands. Þessi styrkur sem félagið biðji um sé litlu meira en það sem póstflutningarnir hafi hækkað í verði þegai’ póstur verði kominn í land á Eng- landi. Skip félagsins þurfi að fara héðan á mánudegi til að vera komið til Englands á fimmtudegi, en sá dagur sé besti söludagur fyrir fisk á Englandi. Hér megi setja þau skilyrði að skipið komi við í Reykjavík bæði til og frá Vestfjörðum og milli út- landa. Skipafélagið geti ekki látið skip sín koma hingað tvisvar í mánuði fyrir 5.000 kr. einar, en Sameinaða gufuskipafélagið fékk 55.000 kr. styrk á ári úr landssjóði til strandferðanna kringum ísland. Þetta sé einungis boðið vegna þess að félagið ætli að flytja fisk fyrir ísfélagið við Faxaflóa. Þannig vilji Isfélagið reyndar hjálpa lands- mönnum að fá póst hingað reglulega tvisv- ar í mánuði.1 Ýmsir þingmenn voru sammála Tryggva Gunnarssyni að heppilegt væri að styrkja þessa póstflutninga ef það gæti orðið til að efla Isfélagið við Faxaflóa. En aðrir voru því andvígir. Á þessu sama þingi var nokk- uð rætt um að stofna íslenskt eimskipafélag og var vonast til að það gæti annað þeim vöruflutningum milli íslands og útlanda sem hið danska Sameinaða gufuskipafélag gæti ekki sinnt. Þingmenn töldu að skipa- ferðir þessa nýja félags gætu rekist á fyrir- hugaðar ferðir Danfélagsins og styrkur því ónauðsynlegur fyrir tíðari póstferðir. Nið- urstaðan verð þvi sú að tilboð hins danska fiskveiðifélags var fellt.2 Þessi úrslit hljóta að hafa orðið Tryggva mikil vonbrigði. Hann hafði þegar við stofn- un ísfélagsins haustið 1894 ætlað að reyna að selja á erlendum markaði frystan eða ísvarinn fisk, einkum heilagfiski. Dan Fær Ekki Styrk Til PÓSTFLUTNINGA Drechsel hafði seinast skrifað Tryggva 2. ágúst. Því bréfi svaraði Tryggvi 14. októ- ber. Þar minnist hann fyrst á niðurstöðu Alþingis um póstflutningana. Hann hafi þó reynt allt sem hann gat til að fá málið sam- þykkt. Þingmenn hafi verið tortryggnir í garð fiskseljandans í Hull sem Dan hafi útveg- að. Eitt sé vist að ísfélagið muni ekki senda eitt pund af fiski í hans hendur. Höfuðstóll félagsins sé aðeins 3.500 kr. og við sölu hans á fiskinum hafi félagið tapað 3.000 kr. Verst sé þó að almenningur hér hafi enga trú á þessu fyrirtæki. Hann fái engan til að selja hlutabréf og standi því nánast einn. Samt sé hann að láta byggja nýtt ísþús, að mestu fyrir peninga sem hann láni ísfé- laginu. Ef ekki verði hægt að selja fisk erlendis með hagnaði þá sé þó gerlegt að selja íslenskum sjómönnum ís og frysta síld. Aldrei í sumar hafi verið kvartað yfir vondri lúðu frá félaginu, mest af henni hafi heldur ekki verið fryst í íshúsinu. Hann segist því ekld skilja hvað hafi valdið þess- um lélega árangri á Englandi. í sumum tilvikum hafi verðið á Englandi verið lægra en hér. Ishúsið sem hann sé að byggja sé vel stórt og næsta sumar verði hægt að af- henda nægan ís.5 Nýja íshúsið sem Tryggvi nefnir hér er viðbygging við íshús ísfélagsins við Hafnar- stræti og sem reist var þetta haust. Tryggyi á Að Re yna Sölu- manninn aftur Drechsel svaraði bréfi Tryggva 2. nóvem- ber 1895. Hann harmar að Alþingi hafi hafnað að styrkja póstflutninga Cimbríu. Samt telur hann rétt að skipið sigli til Reykjavíkur, ekki verði við þessa einu til- raun unað. Unnið í íshúsi. ísklumpum hefur veríð staflað til hægri. ískvörn sem malaði ísinn sést á miðri mynd. Til vinstri er muidum ís mokað í poka handa kaupendum. Myndin mun vera úr Isbiminum sem stóð við Skothúsveg. Ljósmyndari ókunnur/Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar. ísfiskur og póstur til útlanda III Velja þarf góðan umboðsmann E/ / ftir erfítt upphafsár Isfiskútflutnings frá Is- landi reið á að missa ekki kjarkinn. Islending- ar urðu að selja útgerðarmönnum meiri ís. Fjölga þurfti íshúsum. En Alþingi varð einn- ig að ákveða hvort Danfélagið fengi styrk til Tryggvi Gunnarsson helsti talsmaður þess að fisveiðifélagið Dan fengi að flytja póst milli Islands og útlanda, en Sameinaða gufuskipafélagið hafði haft þessa flutninga frá 1880. póstflutninga til Englands. í bréfi sínu frá 2. ágúst 1895 segist Drechsel harma að tap hafi orðið á fisksendingunni árið áður. Hann vill fullyrða að Danfélagið muni gera allt sem það geti til að verða við óskum Isfélags- ins, setja frystiklefa í skipið og gera flutn- ingana eins ódýra og hægt verði. Kostnaður af útgerð Cimbríu sé mikill. Tekjur af þess- um flutningum hafi orðið mun betri í ár en í fyrra, en erfitt sé að ná tekjuafgangi. Mögulegt geti verið að fá afslátt af dýrum fiski eins og laxi. Enn minnist Drechsel á 5.000 kr. styrkinn vegna póstflutninganna. Áhyggjum valdi hve verð hafi verið lágt á heilagfiski og kostnaður mikill af sölunni í Hull. En verðið sé breytilegt og þau mörgu gufuskip sem hafi veitt heilagfiski á Is- landsmiðum hafi valdið að mikið hafi borist af fiskinum á markaðinn, í raun orðið of- framboð. Kostnaður af sölu hafi hinsvegar verið lægri en í fyrra, 5% fyrir utan vinnu- laun. AUt hafi verið gert til að lækka kostn- aðinn. Félagið hafi góða skipstjóra og fiski- fulltrúa á Englandi sem fylgist með sölu. Drechsel segist ekki gera ráð fyrir að verð í þýskum hófnum verði hagstæðara. eftir HAUK SIGURÐSSON ÍSHÚS VlÐ ÖNUNDARFJÖRÐ? Þá segist hann vona að veiðifélagið geti fengið fsinn í Reykjavík er tímar h'ða. Laut- inant Kjær hafi verið beðinn að athuga all- ar aðstæður hér. Drechsel telur hann enn þeirrar skoðunar að heppilegra sé að taka ísinn í Noregi næsta ár. Allra mikilvægast sé að ísinn sé tilbúinn til afhendingar að vorinu. En hann segist vera sammála Tiyggva að reyna ætti að taka allan ísinn á Islandi. Einnig segist hann hafa fengið bréf frá Torfa Halldórssyni á Önundarfirði. Hann hafi leyft sér að greina stjóm Danfélagsins frá hlutafélagi sem hafi verið stofnað þar í firðinum. Stofnfé hafi verið 7.000 kr., 14 hlutir og hver á 500 kr. Félagið eigi að koma upp íshúsi á Önundarfirði. Drechsel biður Tryggva að greina sér frá þvi hvort í raun og sannleika sé rætt um að reisa íshús þar. Hann fullvissar Tryggva síðan um að allt verði gert til að koma þessu máli fram svo að það verði Islandi hagkvæmt. Danfé- lagið verði líka að hagnast.1 Engar sögur fara af þesu ísfélagi við Önundarfjörð. Eyjólfur Jónsson frá Flat- eyri segir að Nielsen verslunarstjóri á Flat- eyri og séra Janus Jónsson í Holti í Önund- arfirði hafi gert með sér samning 30. maí 1894 um að reisa íshús í landi Hóls fyrir innan Flateyri. Hann telur að húsið hafi ekki verið reist, en grunn þess megi enn sjá.2 Þama kann að vera komin sú ís- geymsla sem Torfi sagði Drechsel frá í bréfi sínu. Ishúsfélag Flateyringa var síðan stofnað löngu síðar eða 1915. Ekki er hægt að sjá í bréfi hverju Tryggvi svaraði Drechsel um íshúsframkvæmdir við Önundarfjörð. En Torfi Halldórsson hafi sagt Drechsel að Tryggvi hefði átt frum- kvæðið og hvatt menn til dáða. Tryggvi hefur ekki litið svo á að íshús við Önundar- fjörð yrði í slíkri samkeppni við íshús Isfé-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.