Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 6
Fræðsli - aðgen sálarlífi unglinga? Hverju reiddust goð- in . ..? Vandi skólans er fylgja þjóðfélags- breytinganna sem sérfræðingar hafa af veik- um mætti reynt að andæfa. Þeir ráða ekki byr. Það er algengt í þessarí gagnrýni að halda því fram að hin svokallaða „nýskólastefna" boði „innrætingu viðhorfa“ í stað hefðbund- ins staðreyndanáms. Þetta er bara orðaleikur. Hvað er stað- reyndanám? Hvað eiga menn við með hug- takinu “staðreynd"? Staðreyndir eru merk- ingarlausar nema í samhengi sínu. Stað- reyndaþekkingin bilar af því að samhengi þeirra hefur brostið. Staðreyndum Islands- sögunnar var haldið saman af innrætingunni sem var markmiðið sem Jónas frá Hriflu setti þessari námsgrein i bókum sínum. Mig grunar að menn eigi oft við rammann — þjóðlega innrætingu — þegar þeir kvarta yfír því að nemendur þekki ekki staðreyndir Islandssögunnar. Gildi staðreynda breytist með þróun samhengisins sem þær falla inn í. Nýja líffræðin, ný efnafræði, ný eðlisfræði kalla á nýjar staðreyndir og gera flestar þær staðreyndir sem mín kynslóð varð að leggja á minnið úreltar. Við lærum ekki til áð leggja staðreyndir á minnið, heldur til að skilja samhengi þeirra. I rauninni er þetta ekki umdeilt. Þetta veit hver kennari. Að baki liggja átök um hvað nemendur eigi að læra — og til hversi Staðreyndahugtakið er víg- orð í þessari deilu og sérlega illa til þess fallið. Hvað er staðréynd í stærðfræði eða íslensku? Það væri lítið eftir af menntagildi þessara greina, ef nám í þeim miðaði að stað- reyndaþekkingu. Þegar námsefnið var endurskoðað á 7. áratugnum var það gért með þessar spurn- ingar í huga: Hvað eiga nemendur að læra og til hvers? Hvaða staðreyndir eiga þeir að muna af því að þær hafa þekkingargildi? Hvaða samhengi milli staðreynda eiga þeir að skiljai Hvaða aðferðir og reglur eiga þeir að kunna og geta beitt að námi loknu? Er ætlast til að þeir temji sér einhver við- horf í náminu? Eiga þeh- t.d. að Sjfikjast eftir góðum stíl, elska ljóð, fínna til ábyrgð- ar gagnvart öðrum? Eiður Guðnason krafð- ist þess í þingsályktunartillögu í „sögu- kennsluskammdeginu" fyrir áratug síðan, að sögunám í skólunum ætti að efla trú á landið. Ekki er það staðreynd. í rauninni er krafan um staðreyndanám einber fyrir- sláttur. Kröfurnar um þekkingu, skilning, kunnáttu og færni hafa aukist, en nemendur eru verr í stakk búnir en fyrr til að upp- fylla kröfurnar og kennarar starfsþreyttari fyrir vikið. Staðreyndahugtakið er vígorð til að hafná greiningu á raunverulegum vanda námsins þar sem ávallt verður að setja markmið. Um Innrætingu Viðhorfa Þegar faríð er að setja staðreyndirnar í samhengi við samfélagsgerðina og þróun hennar er þá farið að segja einhvexja sögu sem ekki má segja á Islandi? Eg geri ráð fyrir að þessi spuming höfði til deilunnar um samfélagsfræðina sem Helga Sigurjónsdóttir vekur upp eftir 10 ára svefn. Markmiðið með samfélagsfræðinni var að byggja upp námsgrein eða efnisþætti sem vantaði í grunnskólanámið hér. Samfé- lagsfræði (social studies) er hvergi umdeild grein nema hér á landi. Það er út af fyrir sig forvitnilegt að svo skuli vera. Að baki þessari samþættu grein lágu tillögur nefndar frá 1972 sem lagði til að samþætta sögu, landafræði og félagsfræði. Tilgangurinn var að tengja þekkingu á þjóðfélaginu við sögu og landafræði, og Islandssögu við mannkyns- sögu. Sjaldan hefur jafn mikil deila spunnist af jafn litlu tilefni. Ef menn hafa enn áhuga á þessum uppvakningi er þeim bent á ágæta grein eftir JGunnar Karlsson prófessor [í Tímariti Máls og menningar 1984] þar sem hann rekur efni og tildrög deilunnar og kall- ar „sögukennsluskammdegið“ af því að deil- an var mönnum til skemmtunar í skammdeg- inu. Hvemig sem menn vilja leysa málið, þá verður það ekki gert með staðhæfingum um innrætingu viðhorfa og eyðingu sögu- þekkingar í skólanum. Minnið og tíminn eru takmörkuð. Menn verða að gera sér Ijóst, hvað á að kenna og til hvers. Það verður að takmarka námsefnið; það verður að setja því ramma; það verður að skilgreina mark- mið fyrir námið, og þau verða ekki skil- greind með kröfunni um staðreyndanám. Enginn kennari sem lið er í sættir sig við að kenna staðreyndir einar saman. Engin gi-ein verður kennd með því að kenna stað- reyndir hennar slitnar úr samhengi við þekk- ingarramma greinarinnar og markmið. Markmiðin birtast í kunnáttu, færni, tækni og viðhorfum. Forvitni og löngun til að læra eru viðhorf, að hafa ánægju af því að lesa og „að læra meira og meh-a“. Það eru líka viðhorf að vilja skilja aðra, hafa samúð með þeim eða beita sér fyrir því að koma á betri og réttlátari samskiptum, til dæmis í skólan- um. Allt eru þetta gömul og viðurkennd við- horf og námsmarkmið. Vandinn er sá, að hinn sjálfsagði menningargrunnur, sem við- horf og markmið vora reist á, hefur brostið. Þess vegna væri þörf á upplýstri umræðu um markmið meðal kennara og foreldra. Mælir ekki skynsemin með því að þjóðfélag- ið og skipan þess séu kynnt í náminu eins og náttúran og skipan hennar? Hvað háir okkur meira en félagslegt ólæsi? Stöndum við ekki áttavillt og ráðalaus gagnvart þeim þjóðfélagsbreytingum sem eiga sér stað í kringum okkm- og móta tilveru okkar? Væri ekki ástæða til að gera einhverjar lágmarkst- ilraunir til þess að nemendur fái tækifæri til að átta sig á samfélaginu sem þeir lifa og hrærast í og eiga að taka við, hvernig sem við skiljum það? Gæti ekki verið að uppeldiskreppan og unglingavandamálin standi í einhverju samhengi við samfélags- blinduna í landinu? Hefur Sjónyarpið Tekið VÖLDIN? En hvers er skólinn yfírleitt megnugur til mótvægis við mótunaröfl samfélagsins? Við eram vissulega vanmegnug að ráða við félagslegar og félagssálfræðilegar breyt- ingar í þjóðfélaginu, þar sem miklu sterkari öfl en skólinn era að verki: hagfræðileg öfl, vistfræðileg öfl, félagsleg öfl. Eg tel að við öll sem um þetta fjöllum, bæði Helga Sigur- jónsdóttir og ég svo og kennarar yfirleitt, séum íhaldsmegin í þessum átökum. Við vilj- um viðhalda gildum sem við höfum þegið í arf frá fyrri tíð. Við lítum á breytingarnar með skelfingu. Hins vegar erum við á ólíku máli um hvað hafí komið þessum breytingum af stað. Við eram sjálfsagt ósammála um þann þátt, sem fjölmiðlarnir allt frá Morg- unblaðinu til sjónvarpsstöðvanna eiga í þess- ari þróun. Margt bendir til þess að fjölmiðl- arnir hafi djúp, og sumum fínnst uggvænleg áhrif á gildisbreytingai’ meðal einstaklinga og einkum æskunnar, sem verður fyrir þess- um fjölmiðlum tiltölulega óvarin. Þessir áhrifavaldar eru miklu öflugri en skólinn. Rannsóknir hafa sýnt, að tíminn sem t.d. bandarískir unglingar verja fyrir framan sjónvarpsskerminn til 18 ára aldurs er jafn- mikill og allur skólatími þeirra samanlagð- ur: 15 þúsund klukkutímar. Svipaðar tölur þekkjast frá öðrum löndum. Og því er oft haldið fram, og fyrir því era allgóð rök, að sjónvarpstíminn sé miklu áhrifameiri en skólatíminn. Nú er gervihnattasjónvarp að bjóðast ís- lendingum. Hvernig á skólinn að verjast þeim áhrifum sem af því verða? Þar á ég ekki aðeins við inntaksleg áhrif á börnin, þá innrætingu sem sjónvarpið býður heim, heldur framtaksleys- ið sem sjónvarpsglápið elur á. Börn sitja undir áreiti sjónvarpsins sem kennir þeim að leita ekki sjálf eftir neinu, nema þá tökk- unum til að stilla á næstu rás. Það er mjög líklegt að innræting á námsviðhorfum sé miklu sterkari en inntakið: Sjónvarpið inn- rætir ákveðin viðhorf um hvað sé skemmti- legt og hvað sé leiðinlegt, hvað sé eftirsókn- arvert og hvað menn eigi að gera til að afla sér þess. Sjónvarpið kyndir undir því við- horfi að menn eigi heimtingu á því að þeim sé skemmt að staðaldri. Neil Postman hefur sagt að við skemmtum okkur til ólífis. Eg held því ekki fram að skólinn sé einskis megnugur, en í samanburði við hin gíf- ursterku áhrif „meðuppalenda" virðast áhrif skólans takmörkuð, þannig að vegur hans minnkar hlutfallslega. Það er best að treysta skólanum ekki um of. Þetta stendur í undar- legri mótsögn við það sem skólanum er allt- af kennt um. Það á að vera skólanum að kenna að börnin séu eins og þau eru! Það gleymist að allt umhverfí barna er ger- breytt frá því sem var fyrir aldarfjórðungi. Efnahagslegt og félagslegt umhverfi er allt annað. Skólanum eru ætluð hlutverk sem heimilum var áður ætlað að leysa af hendi. Hvenær byrja nemendur að vinna fyrir sér með skólanum og hvernig? Hvaða tíma hafa þeir til að lesa og læra? Tómstundaiðja er gerbreytt. Félagsleg umgerð skólans er öll önnur en áður. Við geram okkur tæplega ljóst hve lítið við gerum til þess að skólinn geti haft þau áhrif sem við viljum að hann hafi. Skólinn er vanmáttug stofnun. Það Er Þörf Á Nýrri Skólastefnu Hvaða menntastefnu eigum að reyna að fylgja? Verðum við ekki að reyna að andæfa í ólgusjó áhrifavaldanna? Allir halda að þeir séu skipstjórar, en svo er það bara byr og bára sem ráða. En það er að nokkra leyti af því að viljum ekki leggja á okkur að stýra! Hverjir eru „við“? Við öll og ekki síst stjórnmálamenn og kennarar. Það er auðvitað hægara ort en gjört að ætla okkur að stýra: Við eram ósam-. mála í grundvallaratriðum, eins og sjá má. Við virðumst sammála um það eitt í öllum átökunum, að byr og bára séu betri en vilji manns. Við gefum eftir. Ég er að vísu ekki mjög vongóður um að það sé hægt að stýra þjóðfélagshreyfingum frá skólanum — að skólinn hafi eitthvert vald til að ráða þróun- inni. Ég held að sú gagnrýni hafi töluvert fyrir sér, að bjartsýni 7. áratugarins hafi verið grannhyggin. En skólinn gæti gert meira til að andæfa. Og það eru enn miklar væntingar í garð skólans og böndin berast víðast hvar að honum. Ef skólamir stæðu sig myndu þeir skila frá sér fólki sem stæði af sér stórsjó breytinganna. Skólanum hefur alltaf tekist ætlunarverk sitt best þar sem hann hefur fylgt félagsleg- um gildum eftir. Skólarnir vora sterkir þar sem þeir vora í samræmi við samfélagsleg gildi. Þetta má lesa út úr sígildum kenning- um Emile Durkheims og Max Webers. Lærði skólinn og gömlu menntaskólarnir vora augljóslega í góðu samræmi við bænda- og embættismannaþjóðfélagið sem ríkti á íslandi á seinni hluta 19. aldar og jafnvel fram undir miðja þessa öld. Svo kemur hin mikla þjóðfélagsbreyting um miðja öldina. Hún er ekki runnin undan rifjum skólanna heldur hrandið fram af Nýsköpunarstjórn- inni þegar skipastóllinn er endurnýjaður. Miðað við íslenska staðhætti er þetta upphaf stóriðnaðar. Fólk flyst á mölina. Félagsleg umbreyting á sér stað sem svipar til iðnbylt- ingarinnar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það sem Helga Sigurjónsdóttir álasar nýskólamönnum fyrir er að reyna að kalla á hlutverkabreytingu í innra starfi skólanna sem svarar þessum þjóðfélagsbreytingum og kemur á einhvers konar sáttum á milli skóla og samfélags. Það er vissulega til efs að þær hafi tekist. Helga og hennar líkar telja að þessi tilraun til sátta hefði betur verið ógerð. Það má vera. Ég held að end- urnýjun skólans hafi verið óhjákvæmileg. Þjóðfélagið hefði ekki þolað skólanum úreld- ingúna. Skólinn afsalar sér ekki formi sínu fyrir utanaðkomandi áhrif, heldur vegna þess að hann heltist úr leik ella, hann fellur úr samsinni við samfélagið. Hins vegar breytir enginn skólanum utan frá ef skóla- menn æskja ekki breytinga. Síðan hefur það gerst sem enginn sá fyrir að skólinn, líkt og fjölskyldan, líkt og aðrar félagslegar stofnanir, líkt og atvinnuvegirnir, hefur orð- ið að leiksoppi afla sem hafa gerbreytt ís- lensku þjóðfélagi. Við hverfum ekki aftur til fyrri tíma. Hinn klassíski skóli varð til áður en nokkur skóla- stefna varð til af því að hann óx beint upp úr samfélaginu. Ef eitthvað vex upp úr sam- félaginu beint nú á dögum er það óskapnað- ur. Menntastefna er viðleitni til að sporna gegn þeim óskapnaði. Við mótun mennta- stefnu getum við valið milli tveggja leiða: Við getum reynt að loka skólann af, að við- halda fyrri sjónarmiðum. Við getum reynt með öllum ráðum að endurreisa gamla skól- ann. Ég hef litla von um að slíkt geti tek- ist. Hin leiðin er að reyna að sætta að ein- hverju leyti upplýstar þarfir þjóðfélagsins og uppeldishætti skólans. Það er síður en svo auðvelt mál. Auðvitað deilum við um hverjar séu upplýstar þarfir þjóðfélagsins. Ég fyrir mitt leyti held að það séu þarfir samfélagsins fyrir þekkingu og siðgæði sem krefjast þess að kennarar séu miklu meira og betur menntaðir en reyndin er nú. Þeir afli þeirrar sérfræði sem veitir þeim yfirsýn yfir starf sitt og geri þeim kleift að bera höfuð og herðar yfir báruna. Kennurum munu tæplega takast að ná áheyrn nem- enda, ef þeir byggja kennslu sína á skýring- arlausum staðreyndum. Hins vegar er ég sammála andstæðingunum að skólinn eins og hann er veldur ekki hlutverki sínu. Deil- urnar um skólann benda til þess að málið er óráðið. Það er þörf á nýrri skólastefnu. Vonandi verða átökin um stefnuna nægilega upplýst til að gefa skólunum vísbendingu um leiðir og vísa kennaranáminu áttir. Per- sónulega held ég að skólastefna sem svari vanda skólanna kalli einkum á breytingar í starfsnámi kennara jafnframt dýpri skilningi kennarans á siðferðisstöðu sinni andspænis þjóðfélagsbreytingunum sem og innan þeirra. En hvort hann fær ráðið við flaum- inn, það er allt annað mál. Höfundarnir eru heimspekingar. Wolfgang Edelstein er forstöðumaður Max Planck-stofnunarinnar í Berl- ín. Itilefni af 20 ára afmæli liðnu hausti veitti stjó: fyrir bestu frumsömdu 1992: Annars vegar fy og hins vegar fyrir fræð Þótt markverðar undantekningar megi finna, vantar verulega uppá að íslenskar fræðibækur séu búnar þeim hjálparskrám, sem æskilegt er að þar fylgi með, svo sem að deili séu sögð á höfundum, að bókfræðileg skrá fylgi, einnig um ítarefni, að ýmsum tegundum nafna sé haldið til haga í sérskrám. Eftir ÞÓRDÍSIT. ÞÓRARINSDÓTTUR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.