Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 12
HÖFUNDUR: ÓÞEKKTUR MYNDASAGA: BÚI KRISTJÁNSSON Guðmundur Söl- mundarson mágur Kjartans og Þuríður systir hans komu til skips. Kjartan fagnar þeim vel. Ásgeir æði- kollur kom og til skips að finna Kálf son sinn. Þarvaríferð með honum Hrefna dóttir hans. Hún var hin fríðasta kona. Þessi tíðindi spyrjast víða, utankoma Kjartans. Þetta fréttir Ólafur faðir hans og aðrir frændur hans og verða fegnir mjög. Ríður Ólafur þegar vestan úr Dölum og suðurtil Borgarfjarðar. Verður þar mikill fagnaðarfundur með þeim feðgum. Býður Ólafur Kjartani til sín við svo marga menn sem hann vildi. Kjartan tók því vel, kvaðst sér þá eina vist ætla að hafa á íslandi. Ríður Ólafur nú heim í Hjarðarholt en Kjartan er að skipi um sumarið. Hann spyr nú gjaforð Guðrúnar og brá sér ekki við það en mörgum var á því kvíðustaður áður. Um daginn gerði á hvasst veður og hlupu þeir Kjartan þá út að festa skip sitt og er þeir höfðu því lokið ganga þeir heim til búðanna. Gengur Kálfur inn fyrri í búðina. Þær Þuríður og Hrefna hafa þá mjög brotið úr kistunni. Þá þrífur Hrefna upp moturinn og rekur í sundur. Tala þær um að það sé hin mesta gersemi. Þá segir Hrefna að hún vill falda sér við moturinn og rekur sundur. Þuríður kvað það ráðlegt og nú gerir Hrefna svo. 7--------------- Það munu menn ætla að þú mun- ir eigi kvongast vilja bráðendis en geta þá konu er þú biður. 1 • " “*% f Eigi mun mikið undirhverja égá en engrar skal ég lengi vonbiðill Hrefna tekur nú ofan faldinn og selur Kjartani mot- urinn og hann varðveitir. Guðmundurog þau Þuríður buðu Kjartani norður þangað til sín til kynnisvistarum veturinn. Kjartan hétferð sinni. Kálfur Ásgeirsson réðst norður með föður sínum. Skipta þeir Kjartan nú félagi sínu og fór það allt í makindi og vinskap. Þeir Kjartan og Kálfur sigla nú í haf. Þeim byrjaði vel og voru litla hríð úti, tóku Hvítá í Borgarfirði. /t Kjartan ríður og frá skipi og vestur i Dali. Þeir voru tólf saman. Kemur Kjartan heim í Hjarðarholt og verða allir menn honum fegnir. Kjartan læturflytja fé sitt sunnan frá skipi um haustið. Þessir tólf menn er vestur riðu með Kjartani voru allir í Hjarðar- holti um veturinn. Kjartan bauð Þuríði systur sinni að hafa slíkt af vamingi sem hún vildi. Slíkt hið sama mælti Kálfur við Hrefnu. Kálfur lýkur nú upp einni mikilli kistu og bað þær þartil ganga. Kálfur sér þetta og lét eigi hafa vel til tekist: Bið ég þig að taka ofan sem skjótast. Því að sá einn er sá hlutur að við Kjartan eigum eigi Og er þau tala þetta þá kemur Kjartan inn í búðina. Hann hafði heyrt tal þeirra og tók undir þegar og kvað ekki saka. Hrefna sat þá enn með faldinum. Kjartan hyggurað henni vandlega og mælti: I þykir mér þér sama moturinn Hrefna ætla ég og að það sé best fallið að ég eigi allt saman, mot- ur og mey. Oo

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.