Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 8
ístaka af Tjörninni. Til hægri á myndinni má sjá menn koma ísklumpi á sieða. Margir verkamenn fengu vinnu þegar ís var tekinn af Tjörninni og fluttur í íshús. Myndin mun tekin skömmu eftir síðustu aldamót. Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar/ljósmyndari ókunnur. s Isfiskur og póst- ur til útlanda Um síðustu aldamót má eygja nýja dagsbirtu í íslenskri atvinnusögu. Þá var stofnað til nokk- urra framfarafélaga sem áttu að bæta hag þjóðarinnar, fá landsmenn til að læra af því sem vel væri gert erlendis svo að þeir gætu 1. hluti Hér er hluti af atvinnusögu okkar sem sýnir hvað var við að berjast. Aðeins rétt fyrir aldamót var til lánastofnun og íslendingar áttu engin skip til að flytja vörur milli landa. Aftur á móti sáu menn erlendu togarana veiða inni á fjörðum. stígið af þúfnakollunum og séð út fyrir túngarðinn. Til þess að svo mætti verða varð að auka samskiptin við útlönd. Vandi forystumanna þessara félaga var ærinn þegar í fyrstu. Stofnfé var ekkert, engin lánastofnun í reynd fyrr en rétt undir aldamót og íslendingar áttu engin skip til að flytja vörur milli landa. Menn sáu erlendu togarana veiða inni á fjörðum, en landar drógu mest á handfæri þótt línuveiðar þekkt- ust. Eins og jafnan vill verða þar sem at- vinnulíf er fábreytt og breytíngar litlar sem engar voru menn hræddir við nýjungar. Framfaramenn lögðu því upp með bjartsýni og dugnað að vopni til að sigrast á tregðu og fordómum. Þeim sveið samanburðurinn við grannþjóðirnar, vildu læra af fyrirtækj- um þeirra og fá þær til samstarfs við íslend- inga. Einn þessara bjartsýnismanna var Tryggvi Gunnarsson, lengi kaupstjóri Gránufélagsins en síðar bankastjóri Lands- bankans. Tryggvi var einn helsti frumkvöðull íshúsa á íslandi. í þessari og fjórum öðrum greinum verður einkum skýrt frá einum þætti í íshús- rekstri Tryggva: Tilraun hans að koma ís- fiski á erlendan markað til að treysta grunn ísfélagsins við Faxaflóa þar sem hann var formaður. ÍSFÉLAGIÐ YIÐ FAXAFLÓA TekurTilStarfa ur samskiptaleysi) hans við móðursjúka unn- ustu, daðri hans við heimsfræga kvikmynda- stjömu og förum með honum í nokkur gáfu- leg en vonlaus parti. La dolce vita er sannarlega ekki bjartsýn mynd eða uppörvandi, enda má segja að afstaða höfundar sé klár. Ýmsir hafa litið á myndina sem eina alls herjar móralíseringu (siðapredikun), meðan aðrir hafa ásakað Fellini um að velta sér uppúr spillingu og óhamingju ákveðinna þjóðfélagshópa. La dolce vita þóttí óhemju djörf og óskammfeilin á sínum tíma. Þegar hún var frumsýnd, árið 1960, brugðust flestir áhorf- enda ókvæða við, púuðu og létu öllum illum látum, það var jafnvel hrækt á leikstjórann og hann sakaður um að hafa dregið Ítalíu uppúr forinni. Sovéski sendiherrann á Ítalíu sá myndina hins vegar í öðru ljósi. Hann kyssti „félaga“ Fellini kammeradakossi, því hann sá á tjaldinu hina sönnu ásjónu kapítal- ismans. Kirkjan réð sér vart af reiði og á þingi ræddu stjómmálamenn um það af fullri alvöru að leggja blátt bann við frekari sýn- ingum á ósómanum. En ósóminn varð ekki stöðvaður; verðlaun i Cannes og Óskar. Siða- postulum Italíu var gefið langt nef. La dolce vita er löng mynd, jafnvel of löng. Og hún er misgóð. Hún nær að vera frábær á köflum, en þar sem boðskapur verksins er að mestu kominn til skila eftir venjulega bíómyndalengd, er ekki laust við að hún þynnist í annan endann. Það er ljóst að Fellini þótti alla tíð vænt um La dolce vita og varði hana einatt. Hann gat ekki stillt sig um að hæðast að þeim sem létu hæst í vandlætingu sinni, í stuttri mynd, Le tentazioni del dottor Antonio, Freistingu Doktors Antonios, sem var hluti Fellinis af samvinnuverkefni fjög- urra ítalskra leikstjóra, De Sica, Viscontis, Monicelli, og svo auðvitað Fellinis. Heildar- verkið nefndist BOCCACCIO 70. Aðalper- sóna Fellinis, Doktor Antonio, er siðapostuli sem fellur fyrir risastóru auglýsingaskilti, n.t.t. mynd af kynþokkafullri konu (Anitu Ekberg). Þessi bráðskemmtilega og per- sónulega satíra varð fyrsta litmynd Fellinis. Fellini lét litina lönd og leið í næsta verki, en hann hélt áfram að vera persónulegur. „Sjálfsfróun snillings“ var ein af mörgum athyglisverðum lýsingum á næstu kvikmynd meistarans. Sjálfsfróun, sennilega vegna þess að kvikmyndin fjallar um kvikmynda- gerð og aðalpersónan er leikstjóri í hug- mynda- og tilvistarkreppu. (Mastroianni túlkar hann eins og aðrar persónur sem líkj- ast leikstjóranum sjálfum). Persónuleg, vegna þess að Fellini þorði að horfast í augu við, og vinna með, eigin vanmátt. Titillinn er sjálfsævisögulegur. 8V2. Fellini taldi sig hafa gert 7 fullgildar myndir, 3 töldust hálf- ar, ergo; átta og hálf mynd. 8V2 er tvímælalaust með merkari myndum Fellinis. Þrátt fyrir að margir kvikmynda- leikstjórar hafi farið flatt á því að fjalla um svo nákominn hlut sem starf þeirra er, tekst FeUini að sigla heilu fleyi allt á leiðarenda, og mörg atriðanna eru stórbrotin (Nota Bene) á tjaldi. Það er með 8V2 eins og svo margar aðrar myndir Fellinis, að sá sem reynir að skilja þær til fullnustu mun aldrei fá þeirra notið. Við reynum ekki endilega að skilja tónlist, við annaðhvort njótum hennar eða njótum ekld. Þeir voru margir sem urðu til að njóta 8V2 og verðlaunin helltust yfir Fellini, þ.á m. enn einn Óskarinn. Árið 1982 kusu nokkrir af frægustu kvikmyndagagnrýnendum heims bestu myndir allra tíma. 81entí í fimmta sæti á lista þeirra. Með 8V2 breyttust vinnuaðferðir Felhnis gagnvart leikurum. Hann hætti að gefa leik- urum nákvæmar upplýsingar, og það fór að heyra til undantekninga ef þeir fengu að sjá meira en nokkrar blaðsíður í handriti. Þetta olli mörgum leikaranum hugarangri, sér í lagi stjörnum, því þetta þýddi að leikarinn, sem varla vissi í hvaða mynd hann var, varð að vera tilbúinn til þess að treysta leikstjór- anum í fullkominni blindni. Þetta fyrirkomu- lag hentaði hins vegar leikmönnum ágæt- lega. (Fellini var ávallt veikur fyrir fólkinu af götunni) og losaði leikstjórann við langar gáfulegar umræður sem að hans matí flæktu meira en þær einfolduðu. Fellini hafði tekið sér óskert alræðisvald á tökustað. 8% var erfið í fæðingu. Fellini hafði sjálf- ur átt í eins konar tilvistarkreppu sem lista- maður. Hann hafði sökkt sér niður í sálfræði- rannsóknir og gengist undir sálgreiningu, án þess að fá svör við vandamálum sínum. í gegnum Emst Bernhard, nemanda Carls Gustavs Jung, hafði hann kynnst fræðum meistarans og fyllst áhuga á þeim. Niður- lag í næstu Lesbók. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. Eftir HAUK SIGURÐSSON Árið 1894 telst upphafsár íshúsa á ís- landi. Það sumar kom H.Th.A. Thomsen kaupmaður í Reykjavík sér upp litlu íshúsi í EUiðaárhólma. Þar geymdi hann lax í ís og flutti síðan á erlendan markð. Áður höfðu verið ískjallarar hér, einn fyrir vestan Tjöm- ina, annar í Borgamesi og sá þriðji á Seyðis- firði. Isak Jónsson, sem varð helsti frum- kvöðuU íshúsa á íslandi, segir í bréfi tíl Tryggva Gunnarssonar 30. júní 1889 og sem hann skrifaði frá Kanada að síðastliðið haust hafi maður komið frá Islandi og sagt sér að Ottó Wathne, sem var þá helsi útgerðar- og kaupmaður á Seyðisfii-ði, hafi reynt að koma sér upp íshúsi en frost hafi ekki reynst nægjanlegt.1 Þetta hefur því ekki verið seinna en 1888. Sjálfm- hafði Tryggvi reynt áður að sjóða niður sild tU beitu með engum árangri. Sumarið 1894 var Tryggvi Gunnarsson, þá bankastjóri Landsbankans, búinn að fá verulegan hug á að koma upp íshúsi í Reykja- vík. Hann var þá formaður Verslunarmanna- félags Reykjavíkur. Félagið hafði beitt sér fyrir að C.F. Drechsel sjóliðsforingi hélt fyrirlestur í Reykjavík í júlí þetta sumar. Þar talaði hann um tilraun að flytja nýjan fisk í ís frá Reykjavík tU hafna erlendis. Á fundi í félaginu 15. september þá um haust- ið hélt Tryggvi erindi um „klakageymslu- hús“. Hann taldi Reykjavík vera á eftir öðr- um kaupstöðum í ýmsum greinum. Hann hvattí menn tU að koma upp íshúsi og voru fundarmenn því hlynntir, t.d. Helgi Helga- son kaupmaður og Halldór Jónsson banka- gjaldkeri. Matthías Jóhannessen kaupmaður vUdi fara varlega í sakimar. Kosin var nefnd tíl að fylgja málinu eftir og sátu í henni auk Tryggva Guðbrandur Finnbogason konsúll, Matthías Jóhannessen, Bjöm Jónsson rit- stjóri og Helgi Helgason. Á fundi í félaginu 22. september var nefnd- in komin með tillögur sínar. Hún lagði til að ísgeymsluhúsi yrði komið upp, stofnfé yrði 8-10.000 kr. en Landsbankinn væri til- búinn að leggja fram helminginn. Hinn helm- ingurinn skyldi koma frá einstaklingum sem keyptu 50 kr. hlutabréf. Einnig var lagt U1 að húsið yrði reist á stakkstæði Christens Zimsens, sem var á lóð Hafnarstrætis 23. Hafist yrði handa þetta sama haust. Fundar- menn lýstu áhuga sínum á málinu og nefnd- inni var falið að ganga frá stofnun. I boðs- bréfi frá nefndinni var félagið nefnt „Klaka- geymslu- og fiskifélag Reykjavíkur".2 Á stofnfundi 5. nóvember 1894 fékk félag- ið heitið „Isfélagið við Faxaflóa". Af þessum gögnum verður því ljóst að fyrsta ísfélagið á Islandi var stofnað að frumkvæði Verslun- armannafélags Reykjavíkur, sem varð hundrað ára á síðasta ári. Tryggvi Gunnars- son var þá formaður félagsins, en hann hafði þá þegar fengið nokkur bréf frá ísak Jóns- syni um þetta framfaramál, en hann hafði kynnst rekstri íshúsa við Winnipegvatn í Kanada.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.