Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Blaðsíða 3
LESBOK HlöllHEIlEElltHIECÐE IE Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjómarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Rit- stjóm: Kringlunni 1. Slmi 691100. Hólaskóli I framhaldi af umfjöllun um Hóla í Hjaltadal í Lesbók, skrifar Gísli Jónsson um Hólaskóla hinn forna. Eins og í dómskólum miðaldakirknanna ' tíðkaðist að kenna í Hólaskóla hinar sjö frjálsu listir, sem skiptust í þríveg og fjórveg. Siglaugur Brynleifsson hefur gluggað í kennslu- bækur í íslandssögu og mannkynssögu fyrir grunnskóla og framhaldsskóla og komizt að þeirri niðurstöðu að þar sé veruleg vinstri slagsíða, t.d. fái verkalýðsbarátta of mikið vægi, viða sé hallað réttu máli, en alveg sleppt ýmsu sem tengist at- vinnulífi. Atvinnusaga ísfiskur og póstur til Englands, er heiti á grein eftir Hauk Sigurðsson kennara. Hún er sú fyrsta í greinaflokki um hluta af atvinnusögu okkar, sem sýnir vel hvað við var að berjast á fyrri hluta aldar- innar. Fellini er einn af stórsnillingum kvikmyndasögunnar og hann féll frá á sl. ári. Það er við hæfi að minnast hans veglega og það gerir Hilmar Oddsson, kvik- myndaleikstjóri, sem rekur feril hans í tveimur greinum. Fyrri hlutinn birtist hér. VLADIMÍR MAJAKOVSKÍ Brot1* Geir Kristjánsson þýddi Ég þekki ofurmátt orða, ég þekki stormklukkuhljóm orða. Ekki þehra sem klappað er fyrir í leikhússtúkunum — heldur hinna, sem koma jafnvel líkkistum til að bregða við hart og skunda sína leið á fjórum stuttum eikarfótum. Oft er þér hafnað, þú fæst ekki prentaður og ekki gefínn út. En orðið, það herðir bara söðulgjörðina og geysist fram, það klingir um aldir, og jafnvel jámbrautarlestirnar koma skríðandi til að sleikja _ sigggrónar hendur Ijóðsins. Ég þekki ofurmátt orða. Hann virðist aðeins smáræði — einsogfallið krónublað undirhælum dansai-a. En maðurinn sjálfur, sál hans, varir og bein... (1930) Vladimlr Majakovskí, 1893-1930, var sovézkt skáld, boðberi fútúrisma og end- umýjaði rússneska Ijóðlist með málfari stórborganna. Hann var kerfinu þóknanleg- ur þvl hann vildi virkja Ijóðið I þágu kommúnismans og byltingarinnar. 11 Þetta brot fannst f minnisbók Majakovskís að honum látnum og hefiir aldrei verið lengra. A tímum hug- myndaskortsins Ijólablaði Lesbókar 1993 endaði ég umfjöllun um Edvard Munch á þeirri staðhæfingu að við lifðum nú á tímum hinnar hugmynda- snauðu meðalmennsku og átti þá fyrst og fremst við listir, en raun- ar getur það átt við margt fleira. Mig langar til að rökstyðja þetta álit frekar. Það er að visu sá hængur á þegar fjallað er um listir sérstaklega, að byggja verður á til- finningu og smekk; hér verður hvorki komið við málbandi né vog til að sýna framá að eitthvað sé óyggjandi. A fyrsta áratugi aldarinnar má segja að Evrópa og Norður Ameríka hafi verið suðu- pottur nýrra hugmynda á mörgum sviðum. Það hyllir undir stórkostleg, ný samgöngu- tæki. Bíllinn er svo að segja nýfæddur og Wrightbræður hefja sig til flugs. Véla- og tækniöld gengin í garð og ljósaperan og tal- síminn verða almenningseign. Allt hlaut þetta að hafa gífurleg áhrif. Sumir fylltust oftrú á mátt tækninnar og fjarlægðust bæði náttúr- una og Guð, samanber það að sjóferðabænin datt uppfyrir hér eftir að bátar urðu vélknún- ir. Svo viðamikil breyting á lífsháttum hlaut að hafa áhrif á andlegar afurðir manna, sem birtast í listum. Og þær eiga að standa vel og lengi, því lífið er stutt en listin löng eins og Rómverjar vissu. Rómantíkin sem verið hafði ráðandi afl í bókmenntum, myndlist, tónlist og jafnvel í húsagerðarlist á síðustu öld, þótti bæði óalandi og púkó á tækniöld. Þessi öld heitra og kaldra stríða, geimferða og atómvopna hefur verið afskaplega óróm- antísk. Eftir fyrstu áratugi aldarinnar varð alveg ofaná að líta á hús sem afsprengi véltækni. Þarmeð var sá módernismi borinn, sem var í fyrstu merkileg bylting með nýja hug- myndafræði þar sem notagildi átti að ráða forminu og ytra skrauti var hafnað. Þessi stefna hefur verið kennd við Bauhaus í Þýzkalandi og afurðir hennar litu vel út í fyrstu. En þegar borgir heimsins fóru að fyllast af skókössum kom efinn til sögu. Við höfðum í alltof mörgum tilvikum fengið steina fyrir brauð, en það hefur orðið hlutskipti arkitekta á síðari helmingi aldarinnar að berja í brestina og gera þennan módernisma þolanlegri. Það verður að teljast dæmigert í hugmyndafátæktinni, að meðal „nýmæla“ á síðustu áratugum er svokallaður post-mód- ernismi, sem byggist á að „vitna í“ og nota sér skrautfjaðirir úr byggingarlist fyrri alda. Annað afbrigði, „New spirit" hefur öll ein- kenni skammvinnrar tízkubólu. Um íslenzkan arkitektúr má þó segja það til hróss, að hann hefur verið frekar að sækja sig uppá síðkast- ið og nokkur lofsverð hús hafa risið. Módernisminn varð ekki síður stefna í bókmenntum, myndlist og tónlist. Allt á það sér rætur aftur í öld rómantíkurinnar; endur- matið hófst uppúr 1870 og er komið á fullt um aldamótin. I bókmenntum koma á sjónar- sviðið frumherjar eins og James Joyce, Marc- el Proust og Kafka. Fyrsti vísirinn að alveg nýju viðhorfi í íslenzkum skáldskap kemur með Sorg Jóhanns Sigurjónssonar um 1908 og Söknuði Jóhanns Jónssonai’ 1928, en eftir 1945 verður módernisminn til sem bók- menntastefna og atómljóðið var eiginlega eins og atómsprengja á hina rótgrónu hefð. Merkustu nýmælin í bókmenntum okkar koma öll fram á fyrriparti aldarinnar; t.d. með Bréfi til Lái-u eftir Þórberg, Vefaranum mikla frá Kasmíreftir Halldór Laxness, Tím- anum og valninu, Ijóðaflokki Steins, Þorpi Jóns úr Vör og öðrum Ijóðum atómskáld- anna. En bókmenntahefðin er svo sterk hjá okkur, að ég tel bókmenntirnar ekki hafa lent í viðlíka kreppu hugmyndaskorts og meðalmennsku og sumar aðrar listgi’einar. Nægir að benda á Engla alheimsins, skáld- sögu Einars Más, og Eldhyl, Ijóðabók Hann- esar Pétursonar frá síðustu bókavertíð. Af þeim má ráða að bókmenntir okkar séu við góða heilsu án þess að eiginleg nýmæli hafi átt sér stað í allnokkurn tíma. Á fyrsta áratugi aldarinnar var myndlistin í hinum vestræna heimi ólgandi. Módernism- inn birtist með nýstárlegum krafti í þýzka expressjónismanum, en uppsprettan var ekki sízt hjá Munch. í Frakklandi verður hin formræna, sundurgreinandi list ofaná með kúbisma Picassos og Bracque, en algerlega óhlutlæg túlkun Kandinskys var kannski byltingarkenndust. Súrrealisminn blómstraði á þessu hugmyndaríka vori en abstrakt og alveg óhlutlæg myndlist varð ráðandi bylgja um árabil og hafði mikil áhrif á form og hönnun nytjahluta. Á síðari hluta aldarinnar er eins og allur vindur sé úr hugmyndaflæðinu. Tilkoma popplistarinnar um 1960 er síðasta stóra nýmælið, en sú bylgja stóð stutt og varð ekld víðtæk. Síðan hefur myndlist, bæði í hinum vestræna heimi í heild og hér á ís- landi, verið í tilvistarkreppu. Málverkið hefur átt erfiðar stundir. Um tíma X’ofaði ögn til og varð smávægilegur fjöi-kippur uppúr 1980 sem nefndur var „nýja málveridð" en hafði fátt nýtt í för með sér. Jafnframt er sjálft myndlistarhugtakið komið út um víðan völl og þá er öll viðmiðun við hefðbundin gildi út í hött. Konseptlist, sem svo er nefnd, hefur á síðustu árum orð- ið haldreipi hinna innvígðu; myndlistaiTek- endanna sem stýra söfnum og opinberu sýn- ingarhaldi. Meinið er að venjulegt fólk getur ekki séð að það sé myndlist, enda oftast um að ræða hi-ærigraut úr tilfallandi dóti með heimspekiívafi. Þversögnin felst í því að þessi viðleitni er kennd við hugmynd, sem er vita- skuld alltaf lífsnauðsyn í myndlist, en síðan blasir við að nýjar hugmyndir eru einmitt það sem vantar. Ýmsar aði-ar tilraunir hafa lifnað og sumar dáið; Ijósmyndaraunsæi, flúxus og minimal- ismi, eða naumhyggja. Sú naumhyggja hefur átt sér hliðstæðu í ljóðlist. Þegar lengst er gengið er búið að skera allt kjöt utanaf bein- unum og enginn nema höfundurinn veit hverju er verið að miðla. Sú Ijóðlist skilur eftir meiningarlausa uppröðun orða og í myndlist er þetta jafn steingeld stefixa. Myndlistin í heiminum bíður í ofvæni eftir einhverjum frelsandi krafti, en nýr Picasso er ekki á sjónarsviðinu. Þjóðleikhúsið er að sýna Tsjekhov og Mill- er og það er út af fyrir sig gott. Hinsvegar vantar meira innlent nýjabrum. Ný, innlend leikrit hafa þó komið fram á þessu leikári; eitt þeiiTa féll snarlega í Þjóðleikhúsinu, annað býr enn við gott gengi í Borgarleikhús- inu. Innlend leikhúsverk síðustu ára hafa ekki rist djúpt. Okkur vantar gott leikskáld til að taka upp merkið sem féll niður með Jökli Jakobssyni. Elín Helena bendir þó til þess að mikils megi vænta af Árna Ibsen. Alvarlegai’, nútíma tónsmíðar eru fremm’ fyi’ir innvígða og njóta ekki almenm-a vin- sælda, til dæmis tölvutónlist. Þar er þó til nýjabrum. í dægui’lagaheiminum er hinsveg- ar alveg að verða heylaust og langt til vors. Gaplar lummur eru vaktar upp og flytjendur í-eyna nýjar útsetningar við lögin „frá því amma vai- ung“. Sú víðtæka og áhrifamikla nýsköpun, sem varð til með Bítlunum um og uppúr 1960 er fyrir löngu fyrir bí og vél- ræn tölvutilbúin síbyljan sem á að heita dægurmúsík er dæmigerðari en nokkuð ann- að fyrh’ þá allshei’jarfátækt og algeran skort á frumlegri, skapandi hugsun, sem einkennir alltof stóran hluta listaflórunnar. Sólai’geislarnir í þessari gráu eyðimörk eru íslenzk kvikmyndagex’ð, sem býr þó við lam- andi fjárskort, - en merkilegasta fyxirbærið er tónlist, úrvinnsla og sigrar Bjarkar Guð- mundsdóttur. GfSLl SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. FEBRÚAR 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.