Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 4
Umferðin í Berlín 1929; sporvagnar og fjöldi fótgangandi vegfarenda á Königstraze. Horft er í áttina út á Alexanderplatz. Alfred Döblin: Berlin Alexanderplatz Roman _________________________dtv Forsíðan á bók Alfreds Döbins: Berlin Alexanderplatz. Eftir sögunni gerði þýzki kvikmyndahöfundurinn Fass- binder sjónvarpsþætti, sem sýndir voru í íslenzka sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. "f- F ranz Biberkopf og villta austrið H ann er í gulum sumarfrakka og hikar. Spor- vagnarnir stöðvast með ískri og keyra svo áfram. í gær vann hann úti á kartöfluakri, klæddur fangabúningi. Stundin er runnin upp. Lífið byrjar upp á nýtt — eða kannski íslenzkir sjónvarpsáhorfendur þekkja Franz Biberkopf úr þáttum Fassbinders, Berlin-Alexanderplatz, sem sýndir voru fyrir nokkrum árum. Ef Biberkopf væri að koma út úr fangelsi núna, sæi hann að múrinn hefur verið rifínn og hann sæi margt fleira. Við fylgjum honum eftir. Eftir HJÁLMAR SVEINSSON er það refsingin sem hefst nú fyrir alvöru. Hann er frjáls. Áður en hann lenti í fangelsinu hafði hann unnið fyrir sér sem byggingaverkamaður, mublutransporter og melludólgur. Hann hafði neytt vinkonu sína til að selja sig úti á götu og kálað henni þegar hún, alveg upp úr þurru, sagði „drullusokkur" upp í opið geðið á hon- um. Hann er stór og feitur og fékk fjögur ár. Hann er aðalpersónan í frægri skáldsögu sem kom út i Berlín 1929. Hann heitir Franz Biberkopf og er harðákveðinn að gerast heið- virður borgari. Sagan heitir Berlin-Alexanderplatz og varð bestseller um leið og hún kom út. Hún var kvikmynduð strax árið 1931 og 50 árum síðar gerði Fassbinder ógleymanlegan sjón- varpsmyndaflokk eftir henni. Berlin-Alex- anderplatz er stórborgarróman og á sér varla sinn líka í sögu bókmenntanna nema ef vera kynni New York-sagan Manhattan Transfer eftir John Dos Passos sem kom út nokkru áður. Sagan af Franz Biberkopf gerist í austur- Rosenthalerplatz hefur lítið breyst. Blikkandi Ijósadýrð og flennistórar myndir af nautnalegum stúlkum með stór brjóst. Þarna er risin glæsileg klámhöll og eigandinn er Beate Ushe, sem þekkt er í Þýzkalandi fyrir umsvif á þessu sviði. Ljósm. Ósk Vilhjálmsdóttir. hluta Berlínar, nánar tiltekið í skuggahverf- inu milli Rosenthalerplatz og Alexanderplatz. Þetta hverfí er kallað Scheunenviertel og hafði á sínum tíma slæmt orð á sér. Þama bjuggu melludólgar, hórur, þjófar og morð- ingjar og þar að auki þúsundir gyðinga sem flúið höfðu ofsóknir í Áustur-Evrópu. Sóma- kærir borgarar frá vesturhluta borgarinnar stigu aldrei fæti sínum í þetta hverfi og urðu guðslifandi fegnir þegar nasistar hreinsuðu þar til eins og þeim einum var lagið. Scheunenviertei slapp að mestu við sprengjuregnið í heimsstyijöldinni síðari. Erich Honnecker & Co létu það hins vegar grotna niður, enda stóð víst til að rífa stærst- an hluta þess. Ég fór þangað ekki alls fyrir löngu með það fyrir augum að þræða göturn- ar sem Franz Biberkopf átti að hafa þramm- að árið 1928. Höfundur Berlin-Alexander- platz, Alfred Döblin, þekkti Scheunenvirtei eins lófann á sér og þess vegna er bókin afar traustur leiðarvísir. Döblin bjó þarna rétt hjá; hann var læknir og sjúklingarnir hans áttu flestir heima í þessu fátækasta hverfi Berlínar. Franz Biberkopf tekur á sig rögg og stíg- ur upp í sporvagn númer 41. Heiðvirður borg- ari þarf ekkert að óttast. Hann er kominn á meðal fólks. Hann fær sér sæti og snýr höfð- inu við. Sporvagninn rykkist af stað og skil- ur höfuðið eitt andartak eftir þar sem það starir á rauðleitan fangelsismúrinn. Eftir svolitla stund beygir vagninn og hús og tré stökkva fram; síðan koma iðandi stræti. Heiðvirður borgari þarf ekkert að óttast. Franz Biberkopf fer út á Rosenthalerplatz. Sporvagnamir eru löngu hættir að sjást í Vestur-Berlín er keyra eins og ekkert sé sjálf- sagðara um austurhluta borgarinnar og stoppa með ískri. Rosenthalerplatz hefur lítið breyst. Þarna er gamla apótekið og hinum megin gamla bókabúðin. Á horninu beint á móti ber hins vegar eitthvað nýrra við. Blikk- andi ljósadýrð og flennistórar myndir af nautnalegum stúlkum með stór bijóst. Þarna er risin glæsileg klámhöll og eigandinn er enginn annar en vestur-þýska klámdrottning- in Beate Ushe. Þeir sem fara þarna inn em á svipinn eins og þeir séu á leiðinni í læknis- aðgerð. Á gangstéttinni fyrir utan stendur flóttalegur Víetnami í steinþvegnum galla- buxum og býður vegfarendum að kaupa af sér smyglaðar sígarettur. Ef lögreglan grípur hann glóðvolgan verður honum kannski vísað úr landi. Ef nýnasistar rekast á hann verður hann áreiðanlega laminn. Vinkona hans stendur á verði. Biberkopf gerir engan stans á þessu torgi heldur gengur rakleitt niður Rosenthaler- strasse. Honum líður ekki alltof vel. Hann sér mann og konu sitja út við glugga á lít- illi knæpu. Þau heiltu í sig bjór, og hvað með það, þau voru bara að drekka, þau héldu á göfflum og stungu kjötbitum í munninn, síðan drógu þau gaffiana aftur út og það blæddi ekki. Oh, líkami hans fór í keng, ég held þetta ekki út, hvert á ég að fara? Hann beygir inn í Sophienstrasse. „Hér er dimmt,“ hugsar hann „þar sem er dimmt er gott að vera“. í dag hefði hann ekki farið þarna inn. Sophienstrasse var pússuð upp fyrir fimm árum í tilefni 750 ára afmælis borgarinnar. Hún átti að verða eins konar sýnishorn af gömlu Berlín; sleikt og fáguð en steindauð. Á einum húsveggnum gefur að líta bron- stöflu þar sem stendur: „í þessu húsi, árið 1928, var Félag byltingarsinnaðra öreigarit- höfunda stofnað.“ Meðlimir þess gagnrýndu Berlin-Alexanderplatz harðlega. Franz Biber- kopf passaði ekki inn í mynd þeirra af stétt- vísum verkamanni. Þegar nasistar hrifsuðu til sín völdin 1933 kom aftur á móti í ljós að þýskir verkamenn voru alveg jafn leiðitam- ir og Franz Biberkopf sem langaði mest af öllu til að gerast heiðvirður borgari. Á horninu á Sophienstrasse og Rosenthal- erstrasse er stór og mikil húsasamstæða, kölluð „Hackische Höfe“. Þar eru ein níu „Hinterhof" eða bakgarðar og veggirnir skreyttir fjólubláum og rauðbrúnum flísum í Jugendstíl. Biberkopf leitar þarna skjóls. Hann svimar af hinu nýfengna frelsi, véla- gnýnum, hávaðanum og mannmergðinni á götunum. í einum bakgarðinum hittir hann gyðing með rautt alskegg. Er eitthvað að yður? Líður yður illa? Þér eruð svo undarleg- ur? Gyðingurinn talar stanslaust, tekur undir handlegginn á honum og leiðir hann heim til sín. Hann á heima í Gormanstrasse sem liggur mitt í gyðingahverfinu. Gormannstrasse, Mulackstrasse, Aug- ustusstrasse, Grenadierstrasse, Munzstrasse, Hirtenstrasse; í dag sjást engin merki um mannalífið sem dafnaði hér. Hér voru sý- nagógur, talmundskólar og ótal bænastofur; koscher-veitingahús, jiddísk leikhús, bóka- búðir, bakarí -og grænmetissölur. Hingað komu frægir rabbíar frá Póllandi og Rúss- landi með heilu hirðirnar af aðstoðarmönnum í eins konar vísitasíur og hér voru gefin út blöð og tímarit á hebresku og jiddísku. Hebr- eskar áletranir blöstu hvarvetna við og karl- mennimir sem bjuggu hérna, síðskeggjaðir og með slöngulokka, gengu um í síðum, svört- um frökkum og vom með svarta velúrhatta á höfðinu. Undirheimalýður borgarinnar bjó í sátt og samlyndi við gyðingana. í hverfinu vom hóru- hús og alræmdar knæpur. Ein þeirra hét „Mulackritze“ og þar hittust bófagengin til að leggja á ráðin um næsta innbrot. Þau hétu nöfnum eins og „Immertreu", „Felsen- fest“ og „Zyklopen". Döblin lætur Franz Biberkopf gerast meðlim í „Pums-genginu“, nauðugan viljugan. Á nasistatímanum varð Mulackritze að griðastað ofsóttra homma. Húsið var ævagamalt og merkilegt í bygging- arsögunni. Austur-þýsk yfirvöld létu samt rífa það. Ég kom einu sinni í Scheunenviertel áður en múrinn var rifinn niður. Þá bjó héma enginn fyrir utan nokkur gamalmenni sem virtust hafa gleymst. Göturnar voru fullar af drasli og megn brúnkolafnykur í loftinu. Húsin stóðu flest hver auð. Gluggarúðurnar brotnar og pússningin á húsveggjunum al- sett götum eftir vélbyssukúlur líkt og hún væri maðkétin. Og stóra sýnagógan við Or- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.