Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 2
HUGMYNDASAGAN o g ALDALOKINII Hugmyndir ólíkra menningar- heima hafa runnið saman JÁKVÆÐ VlÐBRÖGÐ VlÐ ÞRÓUNARKENNINGUNNI Bjartsýnni menn sáu, er þeir athuguðu lífheim- inn, að barátta og grimmd eru ekki einu eðlis- þættimir sem gera lífverur lífvænlegar, því víða í lífheiminum má fínna dæmi um sam- vinnu og félagsmódel. Þeir bjartsýnu sáu þrátt Mannlífspistill Atvinnulaus Vinur minn er atvinnulaus. Ég heim- sótti hann einn sólbjartan eftirm- iðdag í vor, um vertíðarlok, ein- mitt á þeim árstíma sem hann var vanur að vera hvað hressastur og ánægð- ur með að loks væri ströng vertíð á enda. Með að geta hvílst og glaðst í faðmi fjölskyld- unar, ef til vill fengið sér ofurlitla „bijóst- birtu“ meðan maður sagði vinum og kunn- ingjum svolítið ýktar sögur frá liðinni tíð, þegar fískurinn gekk í þykkum torfum á grunnmið, til að hrygna og lemja yfírborðið með stæltum sporðum sem giampaði á í skini morgunsólar um nývaknað vor. Og á þessum árstíma hafði hann alltaf nóg milli handanna — gat gefíð konunni eitthvað fal- legt sem hana hafði lengi langað í, eða kannski aldrei langað í nema í hans eigin hugarheimi. Það skipti ekki máli, heldur hugurinn sem að baki bjó, þörfin fyrir að sjá konuna brosa að heldur klaufalegum til- burðum hans til að vera herramaður og löng- unin til að sjá bömin gleðjast yfír því sem pabbi hafði verið svo sniðugur að kaupa handa þeim daginn sem netatrossumar voru allar komnar upp í verbúð, báturinn skrúb- baður og þveginn stafna á milli og ilmurinn af klórnum barst upp úr lestum bátanna og boðaði nýja tíma, nýtt úthald að loknu nokk- urra vikna stoppi. Þá var atvinnuleysi eitthvað sem, hann hugleiddi aldrei. I þá daga mátti hann helst ekki láta sjá sig niðri á bryggju milli úthalda, því alltaf voru einhveijir gamlir kunningjar sem vant- aði mann á sjóinn. „Ég ér svo sem hvorki fugl né fískur,“ sagði hann og kveikti í sígarettu. „Það er bara auglýst eftir einhveijum embættis- mönnum með menntun og starfsreynslu. Ég er fimmtugur sjómaður sem kominn er í land. Slíkt telst víst ekki starfsreynsia." Mér dettur í hug að það skjóti nokkuð skökku við að þessi þjóð sem byggir alla sína afkomu á sjávarfangi skuli ekki hafa nein úrræði fyrir menn sem alla ævi hafa starfað við að afla þessara sömu verðmæta, en þurfa einhverra hluta vegna að fara í land. Ég held að þetta geti ekki verið. Þess vegna hvet ég hann til að reyna bet- ur og fer að fylgjast með tilburðum þessa sjómanns, sem kominn er af Iéttasta skeiði og getur ekki lengur stundað sjó vegna heislubrests, til að fá vinnu við hæfí í landi. Ég sé hann ganga milli vinnustaða til þess eins að fá neitun. Sums staðar mætir hann jafnvel fyrirlitningu og ég fer að skilja hvað aðstöðumunur getur verið gríðarlega hár veggur manna f milli og hvernig hann er misnotaður af þeim sem hafa lent réttu megin við þann vegg. Margir eru þar fyrir hreina tilviljun. Eða fyrir annars verðleika. Margir starida á gömlum merg feðra sinna og mæðra. Hann er aðeins einn af „máttarstólpum þjóðfélagsins". Það er að minnsta kosti sagt um hann í hátíðarræðum þjóðarleiðtoganna. Máttarstólpi sem hefur misst máttinn, af því hann stendur ekki lengur á sínum afmarkaða stað í byggingunni. Hinn mikli arkitekt, sem skóp þetta verk, gerði ekki ráð fyrir því að stoðir þær og styttur sem mynda samfélagið gætu einhverra hluta vegna þurft að flytjast frá einum stað til annars í byggingunni. Að maðurinn, sem eitt sinn sótti gull í greipar Ægis, sé þess ekki lengur umkominn þótt hann gæti sem best verið gjaldgengur á ein- hveiju öðru sviði. Getur verið að þetta sé skólunum að - kenna? Hafa þeir stuðlað svo mjög að sérhæfingu vinnuaflsins; að ef maður dugar ekki lengur til þess verks sem hann valdi sér, eða ef því verkefni er lokið, þá sé ekkert hægt að gera annað en setja viðkomandi út í hom og geyma hann þar uns dauðinn loksins kemur og leysir vandann. Allt þetta kemur upp í hugann, þegar ég fylgi vini mfnum á píslargöngunni. Og sársaukinn er mikill þegar hann þarf að leggja leið sína á opinbera skrifstofu til að þiggja atvinnuleysisbætur. Svipurinn lík- astur því að salti hafí verið stráð í opna und. Og mér til furðu sé ég þennan stóra og sterka mann, sem aldrei bognaði fyrir neinum erfiðleikum, smátt og smátt beygja af og gerast vandræðalegur og bjargarlaus. Hann skortir alla hæfíleika til að biðja sér vægðar. Ailir tilburðir hans til að halda fram rétti sínum til að lifa mannsæmandi lífí virka líkt og fárámlegur brandari. Það er líkt og bjargarleysi tilheyri ekki þessum manni. Að leita til annarra er fjarri öllu því sem hann þekkir. Smátt og smátt hverfur ljóminn úr aug- unum. I þessum sálarspeglum, þar sem eitt sinn ljómaði baráttugleði og vilji til góðra verka, býr nú beiskja og sársauki. Og siggið hverfur smátt og smátt úr lófunum. Hend- umar verða sléttar og hvítar. Sléttar og hvítar, eins og vonleysið sem fyllir hús þessa máttvana stólpa. GRÉTAR kristjónsson. Það er ekki svo slæmt að vera eitt af dýrum lífheimsins, deyja og hætta að vera til. Menn geta verið lukkuleg dýr á stórum köflum. Þetta er anpar hluti af Qórum úr erindi sem flutt var í Nýlistasafninu seint á góu. I fyrsta hluta var Qallað um tilvistarkvöl nútímamannsins, sem þarf að byggja upp sína eigin trú og velja úr hugmyndasafni heimsins. Þar sagði og frá öðru falli mannsins sem varð eftir að Darwin setti fram þróunarkenninguna, með henni féll maðurinn ekki aftur í Eden, heldur niður í frumskóginn. Eftir ÞÓRUNNI VALDEMARSDÓTTUR fynr allt glætu, sáu að mannleg.greind er ákaflega skapandi tól, allir hlutir eru á hreyf- ingu og allt getur gerst og margt er hægt að laga. Það er ekki svo slæmt að vera eitt af dýrum lífheimsins, deyja og hætta að vera til. Menn geta verið lukkuleg dýr á stór- um köflum, ef þeir fá ekki eins og grimmir hundar of bijálæðislegt uppeldi sem magnar upp illskuna. Við getum heilmikið átt við ilískuna í okkur með því að njóta lista, við getum fengið útrás fyrir það sem vill gusast úr krókódílaheilanum dýpst í okkur með því að horfa á hryllingsmyndir og alla mögulega mannlega-dýrslega reynslu. Við getum myrt og fyllst okkar eigin innbyggða hatri saklaus sitjandi í bíó, og reynt allt ljótt á þann hátt, i óvirkum draumi, og liðið skrambi vel. Fordómar Hvíta Mannsins Útfrá kenningum Darwins og skrifum Spencers óx mannfræðin, sem hjálpaði fólki að sjá hvað menning er afstæð. Menn fyrri alda fyrirlitu aðra menningarheima tak- markalaust. Önnur hugsun og önnur sið- fræði en okkar eigin leiðst ekki. Hinir sódó- mísku indjánar Karíbahafsins sem hommuð- ust af fullri lyst, eins og hvítir menn hafa nýlega hætt að skammast sín fyrir að gera, þóttu svo dýrslegir að það réttlætti hrotta- lega meðferðina á þeim. Vestræn hugmynda- fræði setti menn sem ekki voru kristnir nið- ur til dýranna. Eftir að þróunarkenningin gerði alla menn að dýrum fóru mannfræðing- amir að athuga málið, hvíti maðurinn leit upp skömmustulegur og neyddist til að viður- kenna hvílík skepna hann hafði verið að telja sig öllum æðri. Viðurkenning hvíta mannsins á listum annarra menningarheima kom snemma fram í myndlist, með austurlenskum áhrifum og afrískum áhrifum. Hefðbundið form lista sprakk með vestrænu heimsmynd- inni. Það kemur ekki á óvart að súrrealista- hópurinn i París var í klíku með mannfræð- ingunum, því það að kynnast öðrum menn- ingarheimum hjálpar okkur að sjá heiminn öðruvísi. KROSSFRJÓ V GUN MENN- INGARHEIMA Það er sama hvert er litið, sú geijun sem átt hefur sér stað í menningu þessarar aldar einkennist ekki síst af því að hugmyndir ólíkra menningarheima hafa runnið saman. Svört menning hefur haft gífurleg áhrif á alla vinsæla tónlist og dans. Hippamenningin opnaði æðar, flutti svarta tónlist í nýjum hvítum búningi inn í vestrænan heim, og austræna hugmyndafræði. Einna ferskustu bókmenntir á enska tungu eru nú skrifaðar af fyrstu kynslóð. innflytjenda frá þriðja heiminum, í þeim er sterk blanda, ný skynj- un. I menningunni ríkir fijó blöndun lág- stétta- og hástéttalista heimsins og umburð- arlyndi, nema hjá forpokuðum konungssinn- um. Þótt samtíminn í listum og menningu sé margþættur og flókinn ríkir hvorki stefnu- leysi né kaos. Eðlisfræði lista stýrir gangin- um eins og alltaf og seinna finnast merkimið- amir og merku verkin. Engin hugmynd er í eðli sínu annarri betri, ekki frekar en stétt- ir og fólk, en þær bera í sér mismikinn kraft. Sumar hugmyndir virka fyrir þann kraft og ná strax athygli þeirra sem eru með góð loftnet til að framkalla hugmyndir áfram. íhaldið hefur ægilegar áhyggjur af varð- veislu, af því menning rennur saman. Þjóð- minjasöfnin verða að stækka, þar lifir það sem er útdautt framhaldslífi, eins og risaeðl- urnar. Maðurinn notar alltaf gáfur sínar, í hvernig samfélagi sem hann býr, því einfald- ara og fmmstæðara sem samfélagið er því flóknari er útsaumurinn, handiðnimar eða tungumálið. íslenskan á erfitt með að standa undir sinni flóknu byggingu, nú eftir að ókyrrð mikilla samgangna truflar hana, nú eru helst sérfræðingar sem ná því að spila á tunguna eins og klassískt hljóðfæri, og fyrirlíta hina tunguvilltu svo botnlaust. Stór- þjóðirnar væla líka yfir því hvernig þær eigi að viðhalda arfleifð sinni. Þá er að setja vitið í viðhaldið, ef hægt er að fá í það peninga. Efahyggja Fyrri Alda Áður en Darwin sprengdi upp vestræna hugsun og menn bmgðust við með tilvistar- hyggju, höfðu verið til vestrænir hugsuðir sem nærðu með sér efann. Endurreisnin í Englandi og barroktíminn ól með sér efa- hyggju, það gerðu metafískisku skáldin og leikskáldin, þá leitaði á menn hugsun um svarta galdur, morð og sifjaspell. Þar má finna þræði sem komu síðar sterkt upp á rómantíska tímabilinu, þar má finna heiðna efahyggju sem- nú er hluti af viðtekinni til- vistarhugsun. Montaigne komst að þeirri niðurstöðu eins og nútímamaður, að eini tryggi sannleikurinn fælist í huga hans sjálfs, með því að skilja einn huga, sinn huga, kæmumst við næst því að skilja manninn. Og á nítjándu öld fór Kierkegaard í hljóðláta uppreisn gegn ríkjandi hugsunarhætti og lýsti manneskjunni sem einstaklingi sem væri einn, hann sagði að tilvistin skipti meira máli en inntakið. Af þeim sem reyndust þeir spámenn á nítjándu öld að tileinka sér þær hugmynir sem okkar öld síðan gerði að sínum rís Ní- etzsche hæst. Hann er mikilvægur forveri tilvistarhyggju 20. aldar. Hann sá hvað manndýrið var orðið bælt, kæft í siðferði og rökhyggju, grunnhvatir eins og kynhvötin heft af viðsnúnum siðferðishugmyndum, svo maðurinn var orðinn rúinn hinni glöðu hvat- vísi dýranna. Hann sá guðsdýrkunina og holla upphafninguna í dansi hins frumstæða manns. Þegar kom fram á þessa öld bættist Bergson við sem áhrifavaldur, og talaði um innsæi og skapandi þróun, hann lagði áherslu á hvatvísi og reynslu augnabliksins, og hafði þannig áhrif á tilvistarhyggjuna. SVARTHOL NÚTÍMAMANNSINS Sartre sag'ði að maðurinn, skilgreindur aðeins af gjörðum sínum, væri frjáls til að finna sín eigin gildi og finna þannig lífi sínu tilgang. Hann talaði um pour-soi, tilvistar- holu, sem á vissan hátt er tóm, og í henni ekkert. Hann, Camus og fleiri kenndu okkur að við þurfum í gegnum tilvistarkrísuna sem felur í sér að hvorki sé guð að finna né til- gang, en eftir að maður hefur þrengt sér í gegnum þá krísu finni maður frelsið og möguleikana. Þannig er tilvistarhyggjan já- kvæð kenning sem hvetur mann til virkni, frá ekkertinu liggur leiðin aftur til lífsins og jafnvel til guðs. Vandann leysir maður með öllu hjarta og sálu sinni og líkama, eins og Níetzsche sagði, ekki bara með rökhyggjunni. Skynsemin var fundin upp til að fela óttann, breiða yfir hann, en hann hverfur ekki við það. Níetzsc- he talaði um tvískiptinguna í díonesískt og appolónískt eðli, lagði áherslu á að gleyma ekki hinu díonesíska. Framhald í næstu Lesbók. „ Vestræn hugmyndafræði setti menn sem ekki voru kristnir niður til dýranna. Eftir að þróunarkenningin gerði alla menn að dýrum, fóru mannfræðingarnir að athuga málið, hvíti maðurinn Ieit upp skömmustulegur og neyddist til að viðurkenna hvílík skepna hann hafði verið að telja sig öllurn æðri. “ Myndin er eftir Erró.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.