Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 10
Fljótlega eftir seinna stríð héldu nokkrir íslending- ar í ýmsum greinum lista og mennta til náms í útlöndum. Þar kynntust þessir aðiljar lífi lista- manna og vina þeirra sem fram fór á krám og kaffíhúsum. Ýmsir ungir lista- og menntamenn Flóki um 1960. Hér segir frá þeim tímum þegar Laugavegur 11 var listamannakrá og höfundurinn ásamt Flóka og vinum hans, um og innan við tvítugt, er að feta sig inní hið bóhemíska líf í Reykjavík nokkru fyrir 1960. Kafli úr nýrri bók, helgaðri er Alfreð Flóka myndlistarmanni sem lést fyrir aldur fram 1987, og Nína Björk Árnadóttir hefur skrifað og safnað efni í. Eftir BRAGA KRISTJÓNSSON voru um tíma í París eftir stríð og þar hitt- ust þeir á frægri krá, Select. í Kaupmanna- höfn höfðu íslendingar lengi komið saman á nokkrum veitingahúsum, þ. á m. Nellunni, Den rode pimpemel, í Kattesundet, nærri Ráðhústorginu. Þegar þessir ungu menn og konur komu aftur heim til íslands eftir dvölina, söknuðu þeir óhjákvæmilega þessa þáttar í fábreyttu Reykjavíkurlífinu. Hér voru engir slíkir stað- ir, sem buðu uppá þessi andlegu mök. Á gamla Hressingarskálanum var að vísu allfom skáldaklíka. Þar kom oft Tómas Guð- mundsson, Steinn Steinarr sat þar löngum, líka séra Sigurður í Holti, Kristmann Guð- mundsson, Jón Kristófer kadett og Vilhjálm- ur frá Skáholti. En þetta var næsta kynslóð á undan þessari, menn fæddir árin 1900— 1910, ekki 1925—1935 eins og flestir þeirra, sem ungir voru listamenn uppúr 1950. Einhvemveginn varð það svo, að kaffistof- an á Laugavegi 11 varð samastaður þessara manna og kvenna. Staðurinn var í gömlu timburhúsi á jarðhæð. Það vom þeir kumpán- ar Silli & Valdi, umsvifamiklir kaupmenn í Reykjavík um áratuga skeið, sem ráku þenn- an stað. Húsnæðið var að vísu frámunalega lítilfjör- legt og alveg laust við huggulegheit. Á hægri hönd, þegar inn var komið, blasti við röð með ijögurra manna básum, plastsóffar og borð úr harðplasti og borðum af ýmsum stærðum dreift um húsnæðið að öðru leyti. Þrír veggir vom klæddir speglum, svo allir þar inni gátu séð sig og aðra í speglum. En þessi veitingastaður varð samt um 10 ára skeið helsta athvarf og samastaður fjöl- margra listamanna, mennta- og háskólanema og annarra heppnaðra og misheppnaðra menntamanna, áhugafólks um listir og mennt, smáþjófa og sérvitringa, ritstjóra og blaðamanna og hálfmglaðs fólks. Síðar, þegar orðspor fór af staðnum vegna hins margvíslega mannlífs sem þar blómstr- aði, tók forvitið fólk að leggja þangað leið sína til að kíkja á og virða fyrir sér þessi skringilegheit — úr hæfilegri fjarlægð. Og þama völdust til starfa ungar og blíð- lyndar gengilbeinur, sem sýndu stammgest- unum mikið umburðarlyndi og létu það oftst afskiptalaust, þó tekinn væri tappi úr flösku undir borði, ef það fór fram án röskunar fyrir aðra gesti. Við Flóki hófum að sækja þennan stað árin 1954—1955 og kynntumst því spenn- andi lífi sem þar hverfðist og þeim persónum flestum, sem hér er að nokkur minnst. Flóki hafði, þrátt fyrir ytri feimni, mikla þörf fyrir snertingu af undarlegu mannlífí. Á listamannakránni Laugavegi 11 vom margar vistarvemr, stórir heimar og litlir og sumir lokaðir. Þangað komu líka einstakling- ar, sem gáfu sig aldrei að neinum, sátu ein- ir og störðu útí tómið, fengu að dvelja í friði einsog þeir óskuðu. Svo vom einnig ýmsar mislokaðar klíkur, sem hittust að því er virt- ist með reglubundnum hætti, — eða duttu alltíeinu inn óvænt. Helgi skepna sat alltaf einn í tveggja manna bás og það settist aldrei neinn hjá honum. Hann var illúðlegur á svip, ergjó, drakk sitt svarta kaffí, sat oft lengi, lengi, yrti varla á nokkum mann. Fyrir kom að á hann var yrt, þá svaraði hann venjulega fúk- yrðum einum saman. Helgi skepna þótti dul- arfullur maður. Það var pískrað um hann í homum. Einkum var fjallað um „svarta skúr- inn“. Svarti skúrinn var pínulítið bikað hús í Þingholtunum í Reykjavík. Stundum var skrifað um hann í Mánudagsblaðið. Þar átti að fara fram allskyns óttaleg starfsemi: Svallveislur, eiturlyfjapartý, mellur. Það var sagt, að Helgi stjómaði starfseminni í svarta skúmum. En hvar var sannleikurinn um svarta skúr- inn? Sigurður Berndsen, sem á þessum árum og mörgum liðnum var umsvifamikill fjár- málamaður í Reykjavík, hafði eignast þennan litla kofa mörgum ámm fyrr. Hann leigði hinum og þessum kofann og á tímabili leigði hann Stefáni Herði Grímssyni sjómanni og skáldi. Stefán Hörður var oft til sjós á þess- um ámm eða fjarverandi af öðmm ástæðum. Og hann þekkti Helga skepnu og lánaði hon- um skúrinn, því Helgi var húsnæðislaus. Og Helgi lenti á fylleríi, sem varð nokkuð langt, háreysti barst frá þessu litla svarta húsi í nokkrar vikur, menn og dularfullar konur komu og fóm og gula pressa þess tíma, Mánudagsblaðið, komst í málið og blés það upp með fjörugu ímyndunarafli ritstjórans, Agnars Bogasonar, og árum saman lifðu þjóðsögurnar um dularfulla starfsemi í svarta skúmum við Bókhlöðustíg. Hitt vissu færri, að Helgi skepna var skáld. Hann sat og keðjaði saman ljóð og prósa, en birti nánast aldrei neitt. Höfundamafn hans var Helkmundur. Ekki beint aðlaðandi nafn fremur en persóna höfundarins. Meðan við fáum ekki yfirunnið veikleika okkar fremur en þaggað rödd betri vitundar njótum við þess sælunka hlutskiptis að geta hvorki orðið guðir eða djöflar heldur aðeins misjafnlega gerðir menn. höfðu mnnið til í seðlinum. Bankagjaldker- ann fór að gmna margt og vesalings sprútt- salinn lenti í heilmiklum vandræðum vegna falsaða fímmhundmðkallsins. En hann mundi hvar hann hafði fengið hann og Siggi Zeto viðurkenndi eins og skot að hann hefði hand- málað seðilinn. Fyrir þetta uppátæki varð hann að fara í tugthúsið. En áður en til þess kom hafði hann málað fjölda málverka „eft- ir“ Ásgrím Jónsson, Kjarval og fleiri, sem hann seldi áhugasömum listunnendum. Sum þessara verka vom seld í listaverkasölu Guð- mundar Ámasonar, sem þá starfaði við Týs- götu í Reykjavík. Myndimar vom afbragðs- vel gerðar og enn í dag veit enginn svosem nema myndir eftir Sigga Zeto undir nöfnum Ásgríms og Kjarvals séu stofuprýði hjá góð- borgumm. Þegar Siggi Zeto var sendur að Litla Hrauni í afplánun vegna falsanana frétti Jóhannes Kjarval um það. Hann fór í Málar- ann og keypti heilmikið af litum og striga og sendi austur fyrir Fjall. Enda málaði Siggi Zeto mikið í vistinni og kom með margar myndir til bæjarins. Guðmundur stofnauki Flóki og konurnar hans, sem voru tvær um tíma: Annette Bauder og Aija Vahatalo. Þetta var Helgi skepna að dunda við, þeg- ar fólk hélt hann vera að úthugsa allskyns skepnuskap í garð náungans. Helgi var óreg- lusamur, fátækur einfari, sem sætti misblíð- um kjörum á stuttri ævi. Hann kvæntist öðm sinni skömmu fyrir 1960. Kona hans var heilsuveil. Hann reyndist henni eins vel og hann mátti; hvarf af kaffihúsinu. Fáir létu sig það nokkm skipta. Hann lést fyrir mörgum ámm, einn og yfírgefínn. Ein dálítil glæpaklíka hittist af og til á Laugavegi 11. Þetta vom misjafnlega sympa- tískir menn. Einn þeirra var Óli fígúra. Óli fígúra var bráðmyndarlegur náungi, reyndar með pönnuflatt boxaranef, en hávaxinn og reisnariegur í fasi, alltaf með sama virðulega brúna Battersby-hattinn á höfðinu. Tók hann ekki ofan. Óli fígúra var frægur maður á kaffístaðnum: hann var sagður vera ein af fyrirmyndum Halldórs Laxness í Atómstöð- inni, auk þess ein af fyrirmyndum Elíasar Mar í hini frægu bók hans Vögguvísu, sem mjög var til vitnað á þessum ámm. Óli fígúra var laginn þjófur. Hann var útsmoginn bóka- og fataþjófur. Hann fór alltaf í hádeginu, þegar færra var um af- greiðslufólk í bókabúðunum og stal nokkmm bókum, sem hann seldi síðar um daginn áhugasömum lesendum eða þeim, sem keyptu þýfi á þessum ámm. Það komst sárasjaldan upp um Óla fígúm. Leikni hans var við brugð- ið. Hann hafði líka nokkmm sinnum fatað sig upp í verslunum og gengið út í nýja dress- inu. Enda var hann mikið snyrtimenni í klæðaburði. Oftast vom glæsikvendi í för með Óla fígúm. Hann hafði áður verið kvænt- ur stórættaðri stúlku, en þau skildu eftir skamma sambúð. Seinna gerðist Óli tónlistar- kennari úti á landi. Hann var á nokkmm stöðum, hleypti öllu í bál og brand og spóler- aði nokkmm hjónaböndum. Fyrir nokkmm ámm flutti hann til Danmerkur og hefur búið þar síðan. í klíkunni með Óla fígúm var Siggi Zeto. Hann varð landsfrægur, þegar hann falsaði fímmhundraðkallinn. Siggi Zeto var góður Iistamaður. Hann hafði handmálað fímm- hundmðkrónaseðil. Fór svo með hann til sprúttsala og keypti fyrir hann brennivín. Þegar sprúttsalinn fór í bankann með seðil- inn, hafði komist raki að honum og litirnir var einn þeirra sem stundum sat hjá glæpak- líkunni svokölluðu. Guðmundur stofnauki var enginn glæpamaður, en hann var mikill óreglumaður, bæði á vín og Iyf. Árin eftir seinni heimsstyijöld var skömmtun á íslandi á nær öllum vamingi. Faðir Guðmundar var skömmtunarstjóri ríkisins. Meðal þeirra skömmtunarmiða sem völ var á var svokallað- ur stofnauki nr. 13. Fyrir hann var hægt að kaupa fatasett eða kjól. Sagt var að Guðmundur hefði einu sinni hnuplað nokkmm stofnaukum frá föður sínum og selt fyrir brennivíni. Þaðan fékk hann auknefnið. Guðmundur stofnauki hafði verið afburða íþróttamaður. Hann var hægri framherji í fótbolta hjá knattspymufélaginu Val. í nokkur ár var hann meðal frægustu íþróttamanna landsins. Svo lagðist hann í óreglu og féll frá á unga aldri. I Reykjavíkurlífínu var Guðmundur stofn- auki aðallega þekktur fyrir fylgispekt sína við tvo annálaða óreglumenn, syni Sigurðar Bemdsens fjáraflamanns, þá Ewald og Pét- ur. Hann fýlgdi þeim um öngstræti myrkvið- anna, smávaxinn og kiðfættur, fyndinn og orðheppinn, átti létt með að setja saman vís- ur og var hverjum manni ljúfari og skemmti- legri. En hann var brellinn og viðsjáll og átti það til að plata náungann, þegar hann var undir áhrifum. Annars var aðalvettvang- ur Guðmundar stofnauka ekki á Laugavegi 11, heldur Langabar við Aðalstræti, þar héldu margir óreglumenn til vikum saman. Óskar bamaræningi var einn þeirra, sem stunduðu það að kíkja við hjá glæpaklíkunni á Laugavegi 11. Óskar var ósköp meinleysis- legur að sjá, en ef hann lenti á fyllierístúr- um, stundaði hann þá óþokkaiðju að halda til fyrir utan bankastofnanir í miðbænum og bjóða bömum, sem komu með sparíbauka sína að hjálpa þeim að leggja inn í bankann. Auðtrúa bömin létu Óskar oft fá baukinn sinn, en þá tók hann á rás og stal sparipen- ingum bamanna. Fyrir þetta óhugnaðarat- ferli varð hann illa þokkaður hjá öðmm, sem höfðu misséð sig á hinum þrönga vegi dyggð- anna og var honum yfírleitt illa tekið og vildu fáir vera í félagsskap hans. Ymsir aðrir smáglæpamenn kíktu við hjá félögum sínum: Helgi fleygur, sem tekið hafði sér nafnið Austmann Thors, Helgi bjóla,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.