Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 6
sögu og hefur hugsanlega lifað síðan. Samkvæmt manntali 1703 bar 21 kona það ...“ (bls. 219). - Fljótsdæla saga er talin rituð á fyrri hluta 16. aldar, og er hæpið að treysta á, að efni, sem hún hef- ur umfram eldri sögur, standi á gömlum merg. Hér er þess hins vegar ekki getið, að í Flóamanna sögu, sem sennilega er rituð 1290-1330, er nefnd Eyvör, amma Þorláks biskups helga (d. 1193), og í Þor- láks sögu, sem rituð mun skömmu eftir 1200, Eyvör, systir biskups. Ekki getið elztu dæma í formála segja höfundar, að á eftir hveiju nafni og beygingarmyndum þess sé „þess getið frá hvaða tíma elstu heimild- ir okkar eru um nafnið" (bls. 5). Þeim frásögnum er oft ærið ábóta vant, svo sem þessi dæmi sýna: Bjartey: í bókinni er nafnsins fyrst get- ið í nafnatali séra Odds á Reynivöllum 1646 (bls. 157). - Bjartey er samt nefnd í Njáls sögu og í fornbréfi 1393 (DI III, 488, sbr. Lind: Dopnamn I, 137). Afleið- ingarnar af vinnubrögðum höfunda láta ekki á sér standa: Gísli Jónsson fyrrv. menntaskólakennari skrifar um kven- mannsnafnið Bjartey í Morgunblaðinu 7. nóv. sl. og styðst augljóslega við Nöfn íslendinga. Fyrir vikið missir hann alveg af elztu dæmunum um nafnið. Freyr: „Nafnið virðist ekki hafa verið notað sem skímamafn fyrr en á þriðja áratug þessarar aldar að einum dreng var gefið það.“ (Bls. 230). - Frey, syni Þor- steins Gíslasonar skálds, var gefíð þetta nafn árið 1911. Gunnbjöm: Ekkert segir í bókinni frá nafninu hér á landi fyrr en í manntalinu 1910. Hins vegar er sagt: „Gunnbjern hefur verið notað í Noregi frá fomu fari.“ (Bls. 263). - Tveir íslendingar með Gunn- bjamar-nafni eru nefndir í Landnámu, og að auki er nefndur Gunnbjörn Úlfsson, bróðir landnámsmanns, sá sem Gunnbjam- arsker em við kennd á Grænlandi. Hinrik: „íslensk mynd þessa nafns, Heinrekur, kemur meðal annars fyrir í riddarasögum. Heinrekur Aðalráðsson var konungur á Englandi samkvæmt Mágus sögu jarls og sonur hertogans af Braband hét Heinrekur samkvæmt Partalópa sögu. Heinrik og Hinrek kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646.“ (Bls. 299). - Hér er þess ekki getið, að Heinrek- ur kemur fyrir sem föðumafn hér á landi á 13. öld: systkinin Bóthildur, Guttormur og Þórður Heinreksböm (sjá Sturlungu) og Snærir Heinreksson (sjá Biskupa sög- ur), enn fremur að Heinreks Árnasonar er tvívegis getið í fombréfum á 15. öld í Austur-Skaftafellssýslu (DI V, 510; VI, 304). Ingi: „Nafnið kemur fyrir í Finnboga sögu og fombréfí frá 14. öld.“ (Bls. 322). - Þess er ógetið, að nafnið kemur fyrir á 12. öld í biskupasögum og Sturlungu og í fombréfí um 1220 (DI I, 399). Ingi á Jökulsá í Finnboga sögu er að líkindum ósannsöguleg persóna (sjá Dopnamn I, 626). Jakob: „Nafnið kemur fyrir í Landnámu og Heimskringlu en nafnberar voru erlend- ir. Það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646.“ (Bls. 335). - Ógetið er elztu dæma um nafnið hér á landi: Einars Jakobssonar á 12. öld í Guð- mundar sögu hinni elztu, Odds Jakobsson- ar 1309 (DIIII, 10) og Jakobs Brandsson- ar 1505 (DI VII, 80,1). Játvarður: Fyrsti íslendingur, sem höf- undar kunna að greina frá með þessu nafni, er drengur, sem „var gefið nafnið á þriðja áratug þessarar aldar.“ (Bls. 338). - Hér vantar Játvarð Guðlaugsson á 13. öld, fylgdarmann Órækju Snorrasonar og systurson Þóris jökuls, en Játvarðs er all- víða getið í Sturlungu. Játvarður Jökull Júlíusson, bóndi og rithöfundur á Miðja- nesi í Reykhólasveit, fæddist 1914. Órækja: „Nafn á syni Snorra Sturluson- ar á 13. öld.“ (Bls. 439). - Þess er ekki getið, að nafnið kemur fyrir áður hér á landi: Órækja Hólmsteinsson af Fljóts- dælaætt á 11. öld (í Landnámu) og Hallur Órækjuson, heimildarmaður Ara fróða (í íslendingabók), e. t. v. sonur Órækju Hólmsteinssonar. Sá Hallur kann að vera afí Halls Órækjusonar, sem nefndur er í Sturlungu, föður Þuríðar, móður Órækju Snorrasonar (sjá ísl. fomr. I, xx-xxi, 297). Sigurfljóð: Það er fyrst sagt frá nafn- inu, að tvær konur hafi borið það í mann- tali 1703 (bls. 485). - Hér vantar baga- lega Sigurfljóðu ekkju í Jökulfjörðum, sem eftirminnileg er úr Fóstbræðra sögu. Snjófríður: Fyrst er sagt frá nafninu í manntalinu 1703 (bls. 501). - Snjófríður er nefnd þrívegis í fombréfum á 15. öld (DI V, 415, 686; VI, 353). Nöfn útlendinga talin MEÐAL NAFNA ÍSLENDINGA Herbjöm: „Nafnið kemur fyrir í fom- bréfí frá 15. öld. ... Það hefur þekkst í Noregi og Danmörku síðan á miðöldum.“ (Bls. 291). - Nafnið, sem um ræðir, er föðumafn norsks manns, Þorbjamar Her- bjamarsonar (Thorbemus Herbemi), júst- itíaríusar í Björgvin í Noregi 1426 (DIIV, 337, sbr. IO, 258). Hildiríður: „Nafnið kemur fyrir í Land- námu og Egils sögu en þar er nefnd Hildiríður Högnadóttir móðir þeirra Há- reks og Hræreks. Eftir það virðist nafnið ekki notað.“ (Bls. 298). - Hér er um að ræða Hildiríði, móður hinna frægu Hildi- ríðarsona; hún var norsk, átti heima í Leku á Hálogalandi að sögn Egils sögu. Ekki er vitað til þess, að íslenzk kona hafí nokkm sinni borið þetta nafn, og það á því ekki heima í bók um nöfn íslend- inga. Hins vegar kemur nafnið fyrir í norskum fombréfum 1364 (DN III, 269) og 1520 (NRJ II, 211), og því er rangt að segja, að það hafí ekki verið notað eft- ir daga Hildiríðar í Leku (þ. e. ef vitleysan ætti að vera samræmd). Kormlöð: „Nafnið kemur fyrir í Land- námu. Þar er nefnd Kormlöð Kjarvalsdótt- ir írakonungs. Kormlöð drottning Ólafs konungs kvaran er einnig nefnd í Gunn- laugs sögu og í Njálu.“ (Bls. 369). - Hin írska konungsdóttir er í Landnámu sögð móðir Þorgríms Grímólfssonar, sem fylgdi Álfí egðska út til íslands, og liggur ekk- ert fyrir um, að Kormlöð hafi hingað kom- ið. Ekki er vitað til, að íslenzk kona hafí nokkru sinni borið þetta nafn, og á það því ekki heima í bókinni Nöfn íslendinga. E. H. Lind birtir nafnið að sjálfsögðu ekki í riti sínu um norsk-íslenzk mannanöfn. Oddvör: „Nafnið kemur fyrir í Orms þætti Stórólfssonar en virðist ekki notað aftur fyrr en á þessari öld.“ (Bls. 431). - Oddvör er sögð móðir Sáms og Sæmings í dánaróði Ásbjamar í Orms þætti. Hún er eflaust uppspunnin persóna og að auki erlendis. Rögnvaldur: „Nafnið kemur fyrir í Landnámu, Egils sögu og fombréfum frá 15. öld. Það kemur einnig fyrir í riddara- sögum.“ (Bls. 468). - Hvorki í Landnámu né Egils sögu er um íslenzka menn að ræða (Rögnvald Mærajarl í báðum ritunum og Rögnvald, son Eiríks blóðöxar, í Eglu). Hins vegar er þess að engu getið, að sex íslenzkir menn með Rögnvalds-nafni em nefndir í Sturlungu á 12. og 13. öld. NORSK TRÖLL OG DAVÍÐ KONUNGUR Skjalddís: „Skjalddís Járnskjaldardóttir kemur fyrir í Þorsteins sögu uxafóts en virðist ekki notað eftir það.“ (Bls. 499). - Skjalddís í Þorsteins þætti uxafóts er norsk, býr á Heiðarskógi í Noregi og er að auki tröllkona, svo að vandséð er, hvaða erindi hún á í bókina Nöfn íslendinga. Haki: „ ... tveir karlar bám það í íslend- inga sögum." (Bls. 273). - Þess er ekki getið, að annar þeirra var skozkur þræll, sem Ölafur konungur Tryggvason er sagð- ur hafa gefíð Leifí heppna og var með Þorfínni karlsefni á Vínlandi (Eiríks saga rauða), og hinn var tröll í Noregi, bróðir Skjalddísar (Þorsteins þáttur uxafóts, sjá hér á undan). Davíð: „Nafnið kemur fyrir í fornbréfí á 13. öld en hefur tæplega tíðkast hér mikið fyrr en eftir siðaskipti." (Bls. 181). - Davíðs-nafnið, sem kemur fyrir í fom- bréfí á 13. öld, er nafn Davíðs konungs í ísrael í bréfí Árna biskups Helgasonar um hið minna bann 1281. „Davíð segir í sálminum," stendur í bréfinu (DI II, 215; stafs. samr.). Nafnið Davíð kemur ekki fyrir á íslandi (þ. e. sem nafn á íslend- ingi) á miðöldum (skv. Dopnamn I, 199). „Aðrir nafnberar voru NORSKIR JARLAR“ Hákon: „Nafnið kemur fyrír í Landnámu en það bar Hákon á Hákonarstöðum á Jökuldal. Hans er einnig getið í Fljótsdæla sögu. Aðrir nafnberar vom norskir jarlar. Nafnið kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646.“ (Bls. 282). - Ummælin, að aðrir nafnberar hafí verið norskir jarlar, em a. m. k. villandi. Hákon Þórðarson undan Laufási (d. 1198) kemur við eftirminnilega atburði í Sturlungu, og hans er einnig getið i biskupasögum, og Hákon smiður Móðólfsson á Hörgslandi á Síðu er nefndur í Sturlungu um miðja 13. öld. Mannanöfn og bæjanöfn Ummæli höfunda um mannanöfn og bæjanöfn em víða einkennileg og sums staðar óljós: Hnefill: „Nafnið kemur fram í bæjar- nafninu Hnefilsdalur í N.-Múl. og var upp- haflega viðumefni á bónda þar.“ (Bls. 305). - Það er undarlegt og óljóst orðalag að segja, að .nafnið’ (þ. e. mannsnafnið HnefiII) ,komi fram í bæjamafninu Hnefíls- dalur’. Hér hefði þurft að geta þess, að fjallið Hnefíll er vestan Hnefílsdals, sem dregur þá að öllum líkindum nafn af fíall- inu, sbr. einnig Eiríksstaðahnefía ofar á Jökuldal. Á síðustu tímum var viðumefni dregið af bæjamafninu og síðan skímar- nafn. Kolviður: „Nafnið kemur fyrir í ömefn- inu KoIviðarhóII en virðist fyrst notað hér sem eiginnafn á sjötta áratug þessarar aldar.“ (Bls. 367). - Hér er aftur einkenni- legt og óljóst orðalag, sem hætt er við, að lesendur skilji svo, að mannsnafnið Kolviður komi fyrir í bæjamafninu. Fyrri liður bæjamafnsins er að öllum líkindum no. kolviðr ’tré, sem gerð era að viðarkol- um’, en það orð kemur fyrir í Grágás (sjá Fritzner). Á Ketilsstöðum í Hvammssveit í Dölum er KoIviðarhóII, og segir í ömefna- skrá, að „sagnir hermi, að þarna hafí far- ið fram viðarkolabrennsla áður fyrr.“ Kol- viðarhólar era einnig á Bjamastöðum í Saurbæ. Höfundar geta þess ekki, að höf- undur Kjalnesinga sögu hafí orðið fyrstur til að lesa mannsnafn út úr bæjamafninu, en í sögunni er Kolfíður, Kolfínnur eða Kolviður sagður hafa búið á.Kolviðarhóli. HRÓBJÖRG OG HRÓBJARGARr STAÐIR Hróbjörg: „í fombréfí frá 16. öld er nefnd Hróbjörg og Hróbjargarstaðir í Kol- beinsstaðahreppi." (Bls. 312). - Lesandinn hlýtur að ætla, að í einu og sama fom- bréfí frá 16. öld sé getið um konuna Hró- björgu og Hróbjargarstaði í Kolbeinsstaða- hreppi, og væru það nokkur tíðindi. Því er ekki að heilsa. Hróbjörg, kona í Tálkna- fírði, er nefnd í reikningi Skálholtsstóls 1570 (DI XV, 483), en Hró(ð)bjargarstað- ir í Kolbeinsstaðahreppi era nefndir í reikn- ingsskap 1504 (DIVII, 745) og í Gíslamál- dögum 1574 (DI XV, 611). Þess má geta, að bærinn stendur undir hinum sérkenni- legu Hróbjörgum, en Hrói er þekkt fjalls- nafn, hjá Hafnarfjalli og ofan við Olafs- vík, sbr. no. hró ’smáhæð’. „Lifir einnig í bæjar- NAFNINU SKJALDARSTAÐIR“ Skjöldur: „Nafnið kemur fyrir á sænsk- um manni í Njálu og lifír einnig í bæjar- nafninu Skjaldarstaðir í Ey. en virðist ekki hafa verið notað hér fyrr en á þess- ari öld. ... Nafnið var þekkt í Danmörku og Svíþjóð á miðöldum en lifði aðeins í ömefnum." (Bls. 499). - Hugsunin í fyrri málsgreihinni er ekki rökrétt, en ætla verð- ur, að höfundar eigi við, að mannsnafnið Skjöldur hafí ekki verið notað hér aftur fyrr en á þessari öld. Ekki hvarflar að höfundum, að Skjaldarstaðir kunni að eiga sér aðra skýringu en þá, að mannsnafn sé fyrri liður, og það þótt þeir segi, að mannsnafnið hafí ekki verið notað hér fyrr en á þessari öld. (Reyndar geta þeir þess ekki, að Skjöldur í Tröð er nefndur í Bárðar sögu, eflaust uppspunnin pers- óna). Sennilegri skýring á Skjaldarstöðum blasir við: Skjöldur er sums staðar hér á landi heiti kringlóttra eða þríhymdra bletta (sbr. mismunandi gerðir skjalda) og kemur fyrir sem bæjamafn: Skjöldurí Helgafells- sveit, byggður um 1850 „á grandinni er áður bar það nafn“ (Byggðir Snæfellsness (1977), 444). Skjöldurheiúr þríhymd gras- brekka á Gunnsteinsstöðum í Langadal og grashall á Kirkjubóli í Norðfírði (ör- nefnaskrár í Ömefnastofnun). Viðbúið er, að Skjaldarstaðir dragi nafn af slíkri brekku eða svæði, sem minnt hefur á skjöld að lögun. Skjaldarlögun virðist mönnum einmitt hafa verið mjög hugstæð í nafn- giftum, sbr. fjalls-, hæðar og svæðisheitið Skjaldbreið(ur) (einnig vatnsnafn í Nor- egi) og bæjar og víkumafnið Skjaldarvík (þar trúlega átt við bogmyndaða vík, sem minnir á skjaldarrönd, sbr. Skálderviken á Skáni, sjá Grímni 1980, 128-29). Tindur: „Tindur á Tindsstöðum var uppi á landnámsöld samkvæmt Landnámu.“ (Bls. 536). - Þetta er ranghermi. Tindur Hallkelsson skáld er nefndur í Landnámu, en hins vegar er sagt í Kjalnesinga sögu, að Helgi bjóla hafí fengið skipveijum sín- um land: „Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífí í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tindsstöðum“ (ísl. fomr. XIV, 5). Nöfn persónanna (skipveijanna) hefur höfundur sjálfsagt lesið út úr bæjanöfnunum, eins og hans er siður (sjá um Kolviðarhól hér á undan). Tindsstaðir standa undir Dýja- dalstindi og draga að öllum líkindum nafn af honum (sjá Grímni 1983, 130-31). Þó að höftindar dragi víða ályktanir af bæjanöfnum um mannanöfn, verður þeim hvergi úr vegi að vitna til þeirra rann- sókna, sem fram hafa farið hér á landi undanfama áratugi um samband manna- nafna og ömefna og birzt hafa m. a. í Grímni, riti um nafnfræði. Nægir þar að benda á greinar höfundanna um nöfn eins og Brjánn, Dana, Flóki, Kolbeinn, Skorri og Svanur. VITNAÐ TIL NAFNATALS SÉRA ODDS Á REYNIVÖLLUM 1646 í bókinni Nöfn íslendinga er mjög víða stuðzt við nafnatal séra Odds Oddssonar á Reynivöllum í Kjós (um 1565-1649), en nafnatalið setti hann saman ásamt skýr- ingum árið 1646, og eru handrit þess í Landsbókasafni (Lbs. 1199, 4to (frá miðri 17. öld); Lbs. 437, 4to og Lbs. 756, 4to (frá 1770-80)). Rit sitt nefnir séra Oddur „Onomatologia proprioram nominum gen- tis Islandicæ eoramqve etymon (þ. e. Nafn- fræði eiginnafna Islendinga og upprani þeirra). Nafnatal og þýðingar, hvað þessi þjóð um hönd hefur, með sínum rökum og upptökum með slíkri glóseran, sem einn lesinn maður hefur fyrir sitt leyti getað uppleitað.“ I Nöfnum íslendinga er sagt um fjöl- mörg nöfn, að þau komi fyrir í nafnatali séra Odds frá 1646, og era þær tilvitnan- ir einatt við hliðina á tilvísunum í fombréf og manntöl. Hætt er við, að lesandi dragi þá ályktun, að nafn, sem sagt er koma fyrir í nafnatalinu 1646, hafí verið notað á þeim tíma. Hér er nauðsynlegt að staldra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.