Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Blaðsíða 7
við og athuga, hvers konar heimild nafna- tal séra Odds er. Er það eingöngu heimild um nöfn, sem notuð voru á hans tíð, fyrri hluta 17. aldar, eða er þar einnig að finna nöfn, sem séra Oddur þekkti úr fyrri tíðar ritum og gátu verið fallin úr notkun um hans daga? í fyrirsögn kallar séra Oddur ritið „Nafnatal ..., hvað þessi þjóð um hönd hefur,“ eins og áður segir, en óvar- legt væri að álykta af þeim orðum, að rit- ið sé einskorðað við mannanöfn, sem í notkun voru á dögum höfundar, enda hafa mörg nöfn frá fyrri tíð verið alkunn á dögum séra Odds, þó að þau hafí þá ekki tíðkazt lengur. í formála séra Odds að nafnatalinu kemur ekki fram, að hann hafi sett sér það markmið að skrá ein- göngu samtímanöfn. Og jafnvel þótt svo hefði verið, má telja líklegt, að hann hefði fljótlega komizt í vanda, því að engin að- staða var til þess fyrir daga manntala og þjóðskrár að komast í öllum tilvikum að raun um, hvort tiltekin nöfn, sem höfund- ur nafnatals þekkti, hafí verið til í landinu á ritunartímanum. Ékki þarf lengi að blaða í nafnatali séra Odds til að sjá, að með öllu er ólíklegt, að sum nafnanna hafi verið íslenzk mannanöfn um daga hans. Má þar í fyrsta lagi nefna nöfn eins og Fjölmóður, Gormur, Refur, Þangbrandur og Ölmóður, sem engin dæmi eru um hér- lendis á síðari öldum, og sumra er hvorki getið hér á landi að fornu né nýju (Fjölmóð- ur, Gormur). I annan stað eru nöfn, sem koma fyrir að fornu og síðan ekki fyrr en í manntölum á 19. öld, t. d. Bolli, Eiður, Flosi og Hallmundur. Liggur beinast við að ætla, að slík nöfn hafí séra Oddur úr fornum heimildum, enda vitnar hann stundum til fornrita. En séra Oddur tekur upp í nafnatal sitt fleiri nöfn en íslenzk og norræn mannanöfn. Fyrstu nöfnin, sem hann fjallar um, að vísu utan stafrófsraðar og í heiðursskyni, eru Jesus Christus, María og Jósef, en í stafrófsröðinni eru goðanöfn og önnur goðfræðileg nöfn eins og Baldur, Þór, Grímnir og Völva, sum trúlega vegna hugsaðra tengsla við mannanöfn. Auk þess eru í nafnatalinu ýmis erlend mannanöfn, sem koma ekki fyrir í manntalinu 1703, og verður að telja 'Vafasamt, að sum þeirra hafí nokkru sinni verið notuð hérlendis. Nafnatal séra Odds getur því ekki talizt óbrigðul heimild um mannanöfn, sem tíðkazt hafí í landinu árið 1646 eða litlu fyrr. Aftur á móti hef- ur nafnatalið hugsanlega gildi sem heimild um nöfn á fyrri hluta 17. aldar, þegar þar er getið um mannanöfn, sem eru ekki til í eldri heimildum, en koma fyrir í mann- tölum 1703 og síðar, t. d. nýjar samsetn- ingar eins og Kristbjörg, Sigurleif og Sól- björg. í inngangi Nafna íslendinga segir, að ritgerð séra Odds sé „heimild um nöfn sem hann þekkti á fyrri hluta 17. aldar“ (bls. 11). Hins vegar er þar ekki tekið af skarið um það, að nöfnin þurfí ekki að hafa tíðkazt á dögum séra Odds, enda er í inngangi Nafna íslendinga engin tilraun gerð til að vega og meta heimildargildi nafnatals séra Odds. Hrapallegar afleið- ingar af þessum vinnubrögðum höfunda koma brátt í ljós: þeir nota nafnatalið hvað eftir annað glæfralega og óleyfilega sem heimild um nöfn, sem séra Oddur hafi vitað, að voru notuð á fyrri hiuta 17. aldar. „En virðist síðan ekki VERA NOTAÐ AFTUR HÉR- LENDIS FYRREN .. Athugum dæmi um það, hvernig höf- undar Nafna ísiendinga nota nafnatal séra Odds sem heimild: Hallmundur: „Nafnið kemur fyrir í Grettis sögu og í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646 en síðan virðist það ekki notað fyrr en í iok 19. aldar (leturbr. hér).“ (Bls. 277). - í nafnatalinu segir séra Oddur frá vísu Hallmundar, er hann kvað til Grettis og skýrði nafn sitt (43. vísa í Grettis sögu), og er líklegt, að séra Oddur hafí sótt nafn Hallmundar þangað. Fráleitt er að draga þá ályktun af nafnatal- inu, að nafn Hallmundar hafí tíðkazt á dögum séra Odds, enda eru í tali hans fleiri nöfn, sem allar líkur eru til, að sótt séu í fomsögur, eins og fyrr segir. Undarlegt er að lesa ummælin um nafnið Hallmund- ur á bls. 277, sem hér var vitnað til, þeg- ar þess er gætt, að í inngangi bókarinnar segir, að nafnið komi fyrir í nafnatali frá 18. öld (bls. 51). Ottó: „Nafnið kemur fyrir í handritum til forna og er hliðarmynd við —Otti og Ótta. Það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646 en virðist síðan ekki vera notað aftur hérlendis fyrr en seint á 19. öld (leturbr. hér).“ (Bls 435). - Menn með nafninu Ottó í fornum íslenzkum heimildum eru allir útlendingar, einkum þýzkir keisarar. í nafnatali sínu segir séra Oddur: „Otte, Otho á Gauta tungu, sama og Abba á hebresku." Það dugir ekki séra Oddi, að hann tekur fram í innskoti, að Ottó (Ótho) sé mynd nafns- ins Otti á erlenda tungu, höfundar Nafna íslendinga skulu samt vitna til hans um það, að nafnið Ottó hafí verið notað hér á landi á dögum séra Odds. í manntalinu 1703 bera þrír menn á landinu nafnið Otti, en enginn heitir þá Ottó (sjá Ólafur Lárusson: Nöfn íslendinga 1703, 21). Tilgreina mætti mörg dæmi um hlið- stæða varhugaverða notkun nafnatalsins, þar sem brúað er bilið milli dæma um nöfn, sem koma fyrir að fomu og síðan ekki fyrr en á 19. eða 20. öld, með tilvitn- un í nafnatal séra Odds 1646 og orðum einatt hagað svo, að lesandinn hlýtur að halda, að tiltekin nöfn hafi verið notuð á 17. öld. Má t. d. benda á greinamar um nöfnin Boiii, Hámundur og Hrói. Sennileg- ast er, að séra Oddur hafi sótt slík nöfn í fornrit, eins og áður segir. GOÐANÖFN OG MANNANÖFN Lítum á tvö dæmi um nöfn, sem þekkt em úr norrænni goðafræði: Baldur: „Nafnið kemur fyrir í Snorra Eddu, Bretasögum og í bæjarheitinu Bald- ursheimur í Þing. Það kemur fyrir í nafna tali séra Odds á Reynivöllum frá 1646 en virðist ekki hafa verið notað hér aftur fyrr [en] á síðustu öld (leturbr. hér) að einn karl í ís. bar það í manntali 1855 ... Baldur var heiti á guði af ásaætt. ..." (Bls. 137). - Lesandi hlýtur að skilja orð þessi svo, að höfundar telji mannsnafnið Baldur hafa verið notað hér á 17. öld, Ekki er haft fyrir því að vitna til greinar um bæjarnafnið Baldursheimur í Grímni 1983, en þar er nafnið skýrt ’vindheimur’ Þór: „Þór var nafnið á þrumuguðinum í norrænni ásatrú. Nafnið kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646 en það var ekki notað aftur sem eig- innafn fyrr en á 19. öld (leturbr. hér) )ótt það væri afar algengt sem fyrri liður samsettra nafna.“ (Bls. 592). - Énn hlýt- ur lesandi að ætla, að átt sé við, að Þór komi fyrir sem mannsnafn á 17. öld, ekki sízt þegar hann sér, að höfundar nota orðið eiginnafn í merkingunni ’mannsnafn’ annars staðar í bókinni, svo sem í grein- inni um Braga, þar sem segir: „Gagnstætt )ví sem var um önnur goðanöfn þá voru nöfn þeirra hjóna notuð sem eiginnöfn í heiðnum sið.“ (Bls. 164-65, sbr. einnig bls. 367). Það eru engin smátíðindi í íslenzkum nafnfræðum, sem lesandinn hlýtur að lesa út úr þessum frásögnum: að goðanöfnin Baldur og Þór hafí verið komin fram sem mannanöfn á dögum séra Odds á Reyni- völlum á fyrri hluta 17. aldar, en þau hafa hingað til ekki verið talin notuð hér á landi sem mannanöfn (nema Þór sem nafnhluti í nöfrium eins og Þórdís) fyrr en á 19. 'öld, eins og reyndar kemur fram í inngangi (bls. 19). En það er ekki eina dæmið um mótsagnir og ósamræmi í ritinu (sjá hér á eftir). IÐUNN OG BRAGI Höfundar virðast eiga bágt með að fóta sig í glímunni við fleiri nöfn, sem koma bæði fyrir sem goða- og mannanöfn. í inngangi segir Guðrún Kvaran, að til nor- rænnar goðafræði hafi verið sótt ýmis mannanöfn. „Elst þessara nafna er Iðunn sem kemur fyrir í manntalinu 1703.“ (Bls. 19). í megintexta bókarinnar segir hins vegar, að nafnið Iðunn komi fyrir „á tveim- ur konum í Landnámu og í fornbréfum frá 16. öld“ (bls. 319). Ekki tekur betra við í frásögnum af karlmannsnafninu Bragi, en svo hét einnig skáldskaparguðinn, maður Iðunnar, sam- kvæmt Snorra-Eddu. í inngangi segir Guðrún Kvaran, að mannsnafnið Bragi sé sótt til norrænnar goðafræði, en getur ekki um, að gömul dæmi eru um nafnið sem karlmannsnafn (bls. 19), elzt skáldið Bragi gamli Boddason í Noregi á 9. öld, sbr. hins vegar áðurnefnd ummæli hennar um Iðunni. I greininni um Braga í megin- texta er Bragi gamli talinn „þekktastur fornmanna með þessu nafni“, og síðan segir: „Ekki er vitað með vissu hvenær farið var að nota nafnið sem skírnamafn en það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646. ... í manntali 1703 bar einn karl í Gull./Kjós. nafnið." (Bls. 165). Hér hefði þurft að geta þess, að Bragi Hallsson, vel líklega íslenzkur, er nefndur í Flateyjarannál 1392 (Isl. Annaler (1888), 420) og að heimild er um Braga hér á landi á 17. öld; hann átti börn, sem dóu í stórabólu 1707, og er því eldri en Bragi í manntali 1703, sem þá var eins árs (sjá Annálar 1400-1800 IV, 202; Manntal á íslandi árið 1703, 17, sbr. Lind: Dopnamn I, 162). Skips- og fjallsheiti TALIÐ MANNSNAFN Elliði: „Nafnið kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646. Einn karl í Gull./Kjós. bar nafnið í manntali 1910.“ (Bls. 204). - í nafnatali séra Odds segir: „Ellendur. Ell heitir eitt fljót eða á í Þýzkalandi, sem flóir í Rín. Elliði heitir langskipið, Elliði það fjall, sem skapt er so sem kjölur á langskipi, það fjall er nærri Hólastað, item Elliðaár era syðra, sem undan renna Elliðafjallinu. En ef það skrifast Erlendur, hvað eg meina ei sé réttara, þá er það erlandi, af erii dregið eða örli, örglandi, sá árla er, matutinus (þ. e. ’morgun-’); hér á Erlingur skylt við.“ (Lbs. 1199, 4to, með hliðsjón af Lbs. 437, 4to og Lbs. 756, 4to; stafs. samr.). Eins og ráða má af samhenginu, er séra Oddur ekki að ræða hér mannsnafnið Elliði, held- ur langskips- og fjallsheitið, sem hann fjall- ar um undir mannsnafninu Ellendur, þar sem hann virðist telja tengsl milli upphafs- atkvæða nafnanna (EII-). Oþarfar og þarfar ÍVITNANIR Höfundar Nafna íslendinga taka að þarflausu fram, að mörg hin algengustu mannanöfn frá því að fomu og fram á okkar daga séu nefnd í nafnatali séra Odds 1646, nöfn eins og Bjarni, Björn Einar, Eiríkur, Guðmundur, Helgi, Sigurð- ur, Þórður. Hins vegar ganga þeir allvíða fram hjá nafnatalinu, þar sem vitnisburður þess getur verið mikilvægur, svo sem þeg- ar þar er fyrst skýrt frá nöfnum, sem síð- ar koma fram í manntölum (sjá hér að framan), t. d. samsettum nöfnum eins og Álaug, Haugborg (sbr. Hugborg 1703), Kristbjörg, Sigurhildur, Sigurleif og Sól- björg. ELZTA íslenzka tvínefnið? í kafla um tvínefni í inngangi segir Guðrún Kvaran: „í Sturlunga sögu er maður nefndur Magnús Agnar Andrésson og virðist hann eini tvínefndi maðurinn í dví verki.“ (Bls. 43). í grein um Ólaf chaim Höskuldsson, sem sá, er þetta ritar, birti í riti Norrænu nafnarannsóknanefndarinn- ar 1975 (NORNA-rapporter 8) og í Skími 1977, er vitnað til Olafs Halldórssonar handritafræðings um það, að þetta sé hæpið dæmi um tvínefni. Nöfnin koma fyrir aftast í upptalningu Andréssona, en skinnbækurnar (Króksfjarðarbók og Reykjarfjarðarbók) era glataðar á þessu bili. I eftirritum Króksijarðarbókar stend- ur: „váru þar Andréssynir Eyjólfr ór Skarði ok Brandr ór Skógum ok Magnús Agn- arr“, en í tveimur eftirritum Reykjarfjarð- arbókar vantar hið síðara ok, og gæti það bent til þess, að hér væri um tvo menn að ræða. í sömu átt bendir, að áður er í sama riti getið um Magnús Andrésson og litlu síðar Agnar Andrésson (sjá NORNA- rapporter 8, 99; Skími 1977, 148). í um- ræddri grein er fjallað um það, hvort tví- nefni hafí tíðkazt hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum að fomu, og virð- ast þau skrif hafa farið fram hjá höfundi inngangsins. Beyging nafna Á eftir hveiju nafni í bókinni era sýnd- ar innan sviga beygingarmyndir nafnsins í aukaföllunum þremur. Því miður er sums staðar að fínna bagalegar og jafnvel herfi- legar villur í beygingarmyndunum, auk þess sem ýmiss ósamræmis gætir. Þannig er sagt, að eignarfallið af Hákon sé ein- göngu Hákons og það þó að tveimur línum neðar sé nefndur Hákon á Hákonarstöðum (bls. 282). Eignarfallið hefur að sjálfsögðu frá öndverðu og fram á þennan dag verið Hákonar, sbr. Hákonarmál, Hákonar saga góða, Jón Hákonarson, og í orðabók Blön- dals er aðeins eignarfallið Hákonar. Nafn- myndin Hálfdán er birt sem aðalmynd nafnsins, en Hálfdan innan sviga, og sagt, að Hálfdán sé nefndur í Landnámu; eignar- fallið er eingöngu sagt Hálfdáns (bls. 283). Hálfdan er eldri mynd og sjálfsagt að vitna til hennar í Landnámu, og -ar-mynd eignarfallsins hefur tíðkazt frá fyrstu tíð og lifir fram á þennan dag, sbr. Hálfdanar saga svarta, Hálfdanartungur. Helgi ljóða- þýðandi og málvöndunarmaður er Hálf- danarson, en Örlygur bókaútgefandi Hálf- dánarson. Af mannanöfnunum Kiljan og Kjartan er þágufallið talið Kiljani og Kjart- ani, en Kjaran af mannsnafninu Kjaran (allt í sömu opnu, bls. 362-63). Eignarfall- ið af Ósvaldur og Rögnvaldur er sagt ein- göngu Ósvalds og Rögnvalds (bls. 440 og 468), af Haraldur Haralds/Haraldar (bls. 280), en af Ásvaldur og Þorvaldur Ásvald- ar/Ásvalds og Þorvaldar/Þorvalds (bls. 135 og 591). I öllum tilvikum era -s-mynd- imar yfírgnæfandi að fomu og hafa hald- izt fram á okkar daga, og því er undar- legt að sjá syo mismunandi frásögn af eignarföllunum. í mörgum dæmum, þar sem -ar-eignarfallsmyndir era uppranaleg- ar og lifa enn í dag, setja höfundar -s- myndimar á undan, t. d. Aðalbjöms/Aðal- bjarnar, Þorbjörns/Þorbjarnar (bls. 92 og 585). Spyija má: Ræður hér handahóf eitt, eða styðjast höfundar við rannsókn á_ tíðni eignarfallsmyndanna í nútímamáli? í for- mála er aðeins sagt þetta um beygingar- myndirnar: „Nefndar era tvímyndir í beyg- ingu séu þær ríkjandi (svo).“ (Bls. 5). Engin önnur grein er gerð fyrir vali eða röðun beygingarmyndanna, og af textan- um er engin leið að átta sig á aldri þeirra eða ferli. Óhjákvæmilegt virðist, að þessi framsetning valdi misskilningi margra notenda bókarinnar. Þeir dragi ósjálfrátt þá ályktun af röðuninni, að beygingar- myndina, sem á undan er sett, t. d. Þor- bjöms eða Þorvaldar, sé rétt að taka fram yfir hina. Sérstaklega ber að harma, að fólk, sem vill vanda beygingu mannanafna og leitar í þvi skyni til bókarinnar, fær þar í mörgum tilvikum ónógar, villandi eða jafnvel rangar upplýsingar. MÁLFAR Málfar í bókinni er of víða miður vand- að en hæfir fræðiriti af þessu tagi. Dæmi: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.