Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 12
RANNSÓKNIR í HÁSKÓLA ÍSLANDS Umsjón: Hellen M. Gunnarsdóttir Mælingar á beinþéttni í íslenskum konum Rannsóknir hafa sýnt að beinþéttnin í líkamanum (þ.e. magn steinefna á rúmeiningu beins) nær hámarki um þrítugt. Hversu sterk beinin verða |á þeim aldri í hverjum einstaklingi er háð kyni (karlar hafa þriðjungi meiri beinþéttni en konur), erfðum, líkamsáreynslu og næring- arþáttum. Af næringarþáttum hefur athygl- in einkum beinst að kalkinu í fæðunni þar sem verulegt magn er af kalki í beinum og magn þess er í réttu hlutfalli við styrkleika beinsins. Vert er að benda á að bein er lif- andi vefur sem er í stöðugri umsetningu alla ævi. Eftir 40-50 ára aldur minnkar beinþéttnin vegna þess að beinmyndunar- frumur fylla ekki upp í þær eyður sem bein- úráturnar mynda. Þessi beinþynning á sér stað í báðum kynjum en mun hraðar meðal kvenna. Ef þetta beintap einstaklingsins er óeðlilega mikið, eða hafi hámarksbeinþéttn- in (um þrítugt) verið lág, getur þetta leitt til þess að á 10-20 árum verði beinstyrkleik- inn það lítill að geti hlotist brot af við tiltölu- lega lítinn áverka sem ekki ylli broti í öðrum einstaklingum með hærri beinþéttni. Beinþynning Mun Algeng- ARIMEÐAL KVENNA Beinþynning stuðlar að vissum tegundum beinbrota, einkanlega framhandleggsbrot- um, samfalli á hryggjarliðum og brotum á lærleggshálsi. Þessi brot eru a.m.k. þrefalt algengari meðal kvenna en karla. Fram- handleggsbrotum kvenna fjölgar mjög um 50 ára aldurinn (eftir tíðahvörf) og ná há- marki um sextugt. Þessi brot eru árstíða- bundin og fjölgar mjög á hálkudögum. Tíðni samfalla í hryggjarliðbolum eykst verulega um sextugt og vex stöðugt eftir það. Flest þessara brota verða innan dyra við tiltölu- lega litla áreynslu, t.d. við að lyfta upp hlut eða við að hrasa. Brotum í lærleggshálsi fjölgar verulega eftir 65 ára aldurinn og tvöfaldast við hver 10 ár eftir það. Karlar geta vissulega einnig fengið þessi brot en að jafnaði tíu árum seinna en konurnar. Flest þessara lærbrota verða innan dyra við fall á gólfi. Þessi brot, einkanlega samfall á hryggjar- liðum og lærbrot, valda viðkomandi einstakl- ingum verulegu áfalli og sjúkrahúsvist (lær- brot þurfa að jafnaði aðgerðar við með öllum Einingar v ~<D -CL C '<D Grannar konur sem reykja niikið eru taldar í hættu gagnvart beinþynningu þegar þær eldast. Eftir 40-50 ára aldur minnkar beinþéttnin vegna þess að bein- myndunarfrumur fylla ekki uppí þær eyður sem beinúráturnar mynda. Þessi beinþynning á sér stað í báðum kynjum en mun hraðar meðal kvenna. Eftir GUNNAR SIGURÐSSON Gegnumskurður af hryggjarliðbol í ungum einstaklingi, og eldri, með verulega beinþynningu. Algeng sjón: Eldri kona með herðakist- il vegna samfalls á hryggjarliðum. Er unnt að finna hvaða konur eru líklegri en aðrar til að verða fyrir þessu og fyrirbyggja það? þeim hættum sem því fylgir) og því væri til mikils að vinna ef unnt væri að finna þær konur (helst þegar við tíðahvörf áður en hraðasta beinþynningin verður) sem helst ættu á hættu síðar meir að hljóta þessi brot. Mikilvægi Kalks Enn Umdeilt En áhrif KVENHORMÓNA GLÖGG Það er þegar þekkt að grönnum konum sem reykja mikið og hafa jafnframt sterka ættarsögu um beinbrot og stunda auk þess lítið íþróttir, er sérstaklega hætt við þessum brotum. Mikilvægi kalkinntöku um og eftir breytingaskeiðið er enn til rannsóknar enda þótt mikilvægi kalksins sé e.t.v. mest í æsku í sambandi við uppbyggingu beinanna og síðar meir á ævinni eftir 60 ára aldurinn þegar frásog kalks úr fæðu minnkar. Hins vegar hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að hormónabreytingar við tíðahvörf, þ.e.a.s. lækkun kvenkynshormóns í blóði, veldur því að verndandi áhrif þess hormóns á bein tapast. Þar með er ekki sagt að allar konur ættu að fara á hormónalyf eftir tíðahvörf til að hindra beinþynningu síðar meir en vaxandi líkur benda til þess að viss hluti þeirra (hugsanlega 20-30%) myndi njóta verulega góðs af. Stóra spurningin er því sú hvernig unnt sé að finna þennan hóp kvenna. Nýleg Tækni Til Mælinga Á Beinþéttni Á síðustu árurn hefur komið fram tækni til mælinga á steinefnamagni beina (sem endurspeglar styrkleika þeirra). Við höfum kannað allstóran hóp íslenskra kvenna á aldrinum 35-65 ára til að gera okkur grein fyrir beinþéttni þeirra miðað við aldur og einnig miðað við aðrar þjóðir. Við höfum mælt beinþéttni í hryggjarliðbolum og notað til þess tölvusneiðmyndatæki Borgarspítal- ans. Rannsóknirnar eru enn á frumstigi en hafa vissulega bent til verulegs beintaps í hryggjarliðbolum íslenskra kvenna á fyrsta áratugnum eftir tíðahvörf og það svo að um 60 ára aldur hafa þær að jafnaði tapað um 30% þess steinefnamagns sem þær höfðu fyrir tíðahvörf. (Sjá mynd.) Verið er að kanna hvort sumar konur tapi beini hraðar en aðrar eða hvort béinþéttnin fyrir tíða- hvörf sé það sem mestu máli skiptir. Einnig er verið að kanna hvaða áhrif kalkinntaka (sem að meðaltali er há hér á landi í saman- burði við aðrar þjóðir enda þótt brotatíðni hér sé há) og líkamsáreynsla hafi. Slíkar upplýsingar gætu gefið vísbend- ingu um hjá hvaða konum væri æskilegt að mæla beinþéttnina um tíðahvörf því varla verður mögulegt að gera slíka rannsókn á öllum konum. Að verkefninu unnu: Gunnar Sigurðsson yfirlæknir lyflækningadeildar Borgarspítalans, Birna Jónsdóttir röntgenlæknir á Landakotsspítala, Hrefna Guðmunds- dóttir aðstoðarlæknir á Borgarspítala, Smári Kristins- son tæknifræðingur á röntgendeild Borgarspítala.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.