Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 10
bönd, tryggingastofnanir, lögreglu og heila hersveit sérfræðinga er kunnu ráð við öllum heimsins vandamálum. Allt varð svo blátt áfram og stærðfræðilegt að ekki var við nokkurn mann að sakast. Samkvæmt Foucault má rekja þessa „gegnsæju“, „sótthreinsuðu" tilvistarskynj- un til breska heimspekingsins Jeremys Bent- hams (1748-1832), frumkvöðuls nytjastefn- unnar. Það kom síðar í hlut arkitekta eins og Le Corbusier að svæla út alla „mýtu“, bábylju og órökræna hugsun með bygging- um þar sem áherslan var lögð á geómetr- ískt veggjasamspil, ljós og heilsusamlegt umhverfi. Með aðstoð ljóss og birtu spom- aði nútíminn við hinu svarta rými dauðans og þeim trúarbrögðum sem upplýsingastefn- an óttaðist svo mjög; Guð, djöful og eilíft líf. Einveldi, kirkja, trú og dauði voru m.ö.o. jarðsett beint fyrir framan nefið á okkur í ljósi þess „sannleika" sem vísindin grófu upp. Söguskýring Foucaults er þó aðeins „rétt“ að vissu marki, því valdhafinn heldur alltaf yfírráðum og hollustu þegna sinna í krafti samspils þessara tveggja þátta, gegn- sæis og torræðis, ekki með einhliða útskúf- un hinna „svörtu afla“ eins og hann vildi halda fram. Án þess að við gerum okkur grein fyrir því erum við alltaf að gæla við dauðann, á stöðugu eintali við hann í undirmeðvitund- inni, og það er í honum sem við felum allar okkar dýpstu þrár, vonir og ótta. Hið „bjarta“, lifandi rými skynreynsluheimsins er grannt, óstöðugt, staglkennt, þversagna- fullt, fallvalt. Dauðinn er aftur á móti þög- ull, máttugur og djúpur, óbifandi og óhagg- andi „massi“. Það er hann sem „blæs lífí“ í þá rýmisfælni sem við köllum innilokunar- kennd og viðáttubijálæði (tvær hliðar á sama málinu), þar sem mönnum fínnst ann- að hvort eins og verið sé að þjappa þeim saman í örlítinn „svartan bolta“ eða þeir séu að leysast upp í einhveiju óendanlegu svartnætti. Þessar hugsanir sóttu á mig þegar ég leit inn á mjög athyglisverða sýningu um dauðann í hinu Nýja samtímalistasafni í Soho á Manhattan, sem opnaði fyrir skömmu og ber heitið „Hið ónáðaða líf“ („The Interrupted Life“). Verkin á sýning- unni, sem eru unnin í ýmiss konar tækni („multimedia"), voru valin með það fyrir augum að reyna að varpa sem fjölbreytt- ustu ljósi á þessa spurningu spuminganna, dauðann og um hvað hann snýst. Það er kannski ekki alveg rétt að segja að dauðinn hafí verið útskúfaður úr samfélaginu, en það sem haldið er að okkur lon og don í bíómyndum og fjölmiðlum miðast ekki eins mikið að því að „sýna“ dauðann eins það að forða okkur frá honum. Dauðin er mat- reiddur í spennandi hryllings- og afþrey- ingarumbúum og höndlaður eins og hver önnur markaðsvara. í Schwartzenegger- myndunum hrynja menn niður með næstum sekúndu millibili, ristir á hol og skotnir í tætlur, og í blöðum og tímaritum er fregnum af morðum, flóðum, jarðskjálftum, stríðum, árekstrum, brotlendingum og hungursneyð daglega slegið upp á forsíðu. Og þó hefur öll þessi þjáning lítil sem engin áhrif á okkur — „ekkert mál“ að skófla í sig maísflögum og dreypa á kaffí á morgn- Christian Boltanski. Innstilling fyrir Safn barnanna (Musée des Enfants), 1989. Dáin stúlka sitjandi í sófa eftir óþekkt- an Ijósmyndara frá því um 1852. Dagu- erreaðferð. í skjalasafni Stanleys B. Burns, læknis. „Ónefnd“ eftir Geneviéve Dadieux, 1991. Ljósmyndaþrykk. ana um leið og maður les um hræðilegt banaslys. Dauðinn er orðinn eins og hver annar neysluvarningur. Þannig fáum við daglegan skammt af mótefni í gegnum Ijölmiðlana sem sljóvgar og gerir okkur ónæm fyrir aðstöðu og tilfínningum annarra og þeim ógnum sem steðja alls staðar að okkur sjálfum. Andy Warhol sýnir í verkinu „Dauðaslys í umferðinni“ hvernig þessi deyfíaðgerð fer fram með stöðugum endur- tekningum þar til að blóðsletta hefur vart meiri þýðingu fyrir okkur en (rauða) blekið á pappímum sem „táknar" hryllinginn. Dauðinn er líka falinn bak við glæsilega hönnun og fágað útlit: Við erum t.d. ekki minnt á í bílaauglýsingu að tíundi hver maður eigi eftir að lenda í alvarlegu umferð- aróhappi einhvem tíma á lífsleiðinni. Hvemig er þá hægt að komast hjá þessu klisjujapli og nálgast dauðann á persónuleg- um grundvelli? Er líf okkar og dauði ekkert merkilegri en tilvist randaflugu sem einn góðan veðurdag hrekkur upp af í glugga- kistunni? Listin getur kannski reynt að keppa við lífíð, jafnvel við stórfenglegt sól- setur, en hefur hún eitthvað fram að færa um dauðann, getur hún hjálpað okkur að skilja og horfst í augu við hann? Og hvað á listin svo sem að sýna — lík, ótta, orma, tár, bein, fölleika, lokuð augu, kross, kistu, grettu, óp, krans, hjartaslag, veikt bros, engla eða púka? Auðvitað er dauðinn ekk- ert nýtt í myndlistinni; hann liggur eins og rauður þráður í gegnum alla listasöguna. Hins vegar hafði kirkjan lengst af „einkaum- boð“ á honum og því sem gerðist „hinum rnegin" og öll túlkun gekk því út frá kristi- legum forsendum. I lok síðari heimsstyijaldarinnar kom af skiljanlegum ástæðum mikill ljörkippur í alla umræðu um dauðann, en í það skiptið gengu listamenn aðallega út frá rökum til- vistarstefnunnar (t.d. abstrakt-expressjón- isminn). Síðan kom dálítil pása og það var ekki fyrr en að fígúruatíva málverkið skaut aftur upp kollinum í byrjun síðasta áratug- ar, eftir að konseptið og harðlínumyndlistin höfðu riðið yfír listaheiminn eins og hol- skefla, að menn virtust á ný fá áhuga á þessu viðfangsefni. Sá usli sem alnæmisveir- an hefur valdið spilar ekki síður inn í þenn- an áhuga og sú staðreynd að hún hefur ekki lagt færri en 300 þúsund manns að velli, en stór hluti fórnarlambanna hafa verið listamenn. Eins og verða vill eru verkin á sýning- unni mjög misjafnlega áhrifarík. Margir listamannanna fela vangetu sína bak við hina ógnvænlegu grímu dauðans með ógeð- felldum ljósmyndum af sundurskornum búk- um og andlitum, hausum og líffærum í form- aldehýðkrukkum. í bók sinni Camera Lucida talar franski hugspekingurinn Roland Barthes um að við getum ekki horfst beint í augu við dauðann og því þurfi að koma til einhvers konar sjónrænn hryllingsventill. Hann veltir líka heilmikið fyrir sér hvemig hægt sé að nálgast hann án þess að hefð og siðalögmál fái spillt íhugun okkar og tilfinningu. Við höfum öll einhveija skoðun á hinstu rökum tilverunnar og þess vegna getur myndlistin aðeins þjónað tilgangi sín- um ef henni tekst að benda á dauðann þar sem við sáum hann ekki áður, hrært upp í okkur og fengið okkur til að endurskoða afstöðu okkar. Þannig hvísla sterkustu verk- in „á orðlausu máli“ dauðans að láta lítið yfir sér. Þetta á sérstaklega við um hina heillandi ljósmynd Jeffreys Silverthornes af „Stúlk- unni sem dó í svefni...“ (1972). Það fyrsta sem áhorfandinn tekur eftir er fegurð henn- ar, fíngerð líkamsgerð og stelling hand- anna, líkt og hún væri að stíga hugljúfan dans. Ekki fyrr en síðar gerir maður sér grein fyrir að hún er ekki með risastóra perlufesti um hálsinn, heldur hefur líkami hennar verið ristur upp og saumaður aftur saman á mjög groddalegan máta, og samt hrökklast maður ekki undan við þessa upp- götvun. Skötuhjúin ást og dauði, eða Eros og Thanatos eins grikkir kölluðu þau, stíga hér hárfínan línudans. Svipað má segja um ljósmynd Geneviéve Cadieux („Ónefnd", 1991) af hálfluktum augum (er manneskjan dauð eða lifandi?) og Söru Charlesworth, sem sýnir konu hrapa til dauða af hótel Corona í Madrid árið 1979. Þá myndar inn- stilling franska konseptlistamannsins Christian Boltanski frá 1989 áhrifamikla þagnarlaug og nauðsynlegt mótvægi við myndbandsverkin í aðalsalnumn og þann glymjanda sem af þeim stafar. Verkið samanstendur af hillum og þúsundum barn- afata. í fyrstu áttaði ég mig ekki alveg á hvert listamaðurinn væri að fara, en svo þyrmdi allt í einu þeirri tilfínningu yfír mig að ég væri umkringdur veraldlegum leifum barnanna sem lágu í hrúgu eins og yfirgef- in lirfuhýði. Myndband Fredericks Wiesmans („Ná- lægt dauðanum" (1989), sem varla er síðra en verk Boltanskis, fjallar um það starf sem fer fram á gjörgæsludeild Beth Israel spítal- ans í Boston, þá ringlureið, kvöl og álag sem læknar og aðstandendur þurfa líða þegar dauðinn heldur innreið sína. „Réttu mér skærin fljótt", segir einn læknirinn. „Ég held að hann sé að fara.“ En allt kemur fyrir ekki. Eftir mikinn hamagang og marg- ar lífgunartilraunir lýsir hann því yfír að sjúklingurinn sé látinn. Það er átakanlega sorglegt að vita til þess hvað við erum hjálp- arvana gagnvart dauðanum og koma allar framfarir læknavísindanna þar að engu haldi. Við opnun sýninga er gestum oft boðið upp á eitthvert góðgæti. Olíkt sjálfum mér hafði ég þó í þetta sinn einhvern veginn ekki lyst á snittubrauði og frönskum ostum. Ég hafði verið rækilega minntur á að lífið er eitt nötrandi smáblóm og í höfðinu á mér glumdi síðasta erindið í ljóði Jóhanns Siguijónssonar, Bikarinn: „Bak við mig bíð- ur dauðinn, / ber hann í hendi styrkri / hyldjúpan nætur himinn / helltan fullan af myrkri." Ég ákvað því að drífa mig heim og nota daginn vel, skimaði til hægri og vinstri alveg eins og mér hafði verið kennt að gera í ísakskóla og fór sérstaklega var- lega yfir Broadway-stræti þegar ég gekk út af safninu. Höfundur er lístfræöingur og starfar í New York. HARALD SVERDRUP Þrettán krákur Sigurjón Guðjónsson þýddi Með samanfellda vængi sitja stjórnmálaforingjar, fræðingar og atvinnuhöldar ígráum ogsvörtum fjöðrum, tólf krákur kringum borð í tijátoppi. Þær eru einmitt nýkomnar frá arðbærum sorphaugi, þær hafa yfirgefið fátæktarþef á smáeyðibýli, sjávarþorpi og smábúðum, fnyk frá menguðum firði. I huga hýsa þær tólf góðan frið dauðans. Með léttu Kra! flýgur þrettánda krákan niður í ttjátoppinn, sezt við fundarborðið, hringlar hátt í silfurpeningunum þrjátíu. Móðgaðar tólf krákur fljúga upp ogstinga upp á þvíaðloka hana inni, eftil vill krossfesta. „ Við skulum láta hana hengja sig íjúdasartrénu. Kra!“ Höfundur er nqrskt skáld. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.