Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1992, Blaðsíða 4
Callandish (sama orð og Kaldaðarnes eða Kallaðarnes) á Suðureyjum. Þar réði KetiII flatnefur, faðir kunnra landnámsmanna á Islandi, Auðar djúp- úðgu, Þórunnar hyrnu, IJelga bjólan, björns austræna.og Jórunnar mannvits- brekku. Steinarnir eru almanak eins og margflötungarnir fimm. Stonehenge í Wiltshire á Englandi. Táknfræði Stonehenge ernáskyld tákn- fræði íslennzku landnámsmannanna. Frummyndir Platons og Njáls saga rið 1991 kom út hjá forlaginu Heimskringlu bók eftir Árna Sigurjónsson er nefnist Bók- menntakenningar fyrrí alda. Er bók þessi „ætluð skólum og almenningi“. Að vonum er ekki mikið af nýjum athugunum í slíkri bók og er hún þó hið þarfasta verk. Þarna sér maður það helsta sem maður las á sínum tíma í skóla og nú á íslenzku. Er ekki ætlun- in að ritdæma bókina hér, en þó er rétt að kalla eftir annarri efnisskipan, ef bókin skyldi verða gefin út aftur: smákafla um Egypta- land, Súmer og Miðjarðarhafsbotna hefði verið þörf, enda þótt sagan sé „takmörkuð við bókmenntakenningar á Vesturlöndum“. Hver á að botna i áhrifum t.d. Gilgamesh- kviðunnar súmersku eða trúarljóða ísis á bókmenntir Evrópu, ef upprunans er hvergi getið? Ekki er óeðíilégt að sleppa Indlandi og Kína, ef tekið er sérstaklega fram, að svo skuli gert, en vafasamt þykir mér eigi að síður að nefna ekki þau miklu menningar- svæði svona í framhjáhlaupi. Elstu fræði ís- lendinga og hindúa eru afa sama stofni. I þessu greinarkorni skal Árna hins vegar þakkað það sem vel er gert og fengnar að láni hjá honum nokkrar setningar, sem ættu að vera íslendingum einstakt umhugsunar- efni eins og á stendur í rannsóknum forn- fræða. Fyrir íjórum áratugum tók sú niðurstaða að skjóta upp kollinum í athugunum mínum á fornu táknmáli íslenzku, að höfuðskepnurnar Qórar í elztu lærdómum Grikkja, Vatn, Eldur, Loft og Jörð, hefðu verið tengdar vissum persónum í fornritum Islendinga. Hafa þær niðurstöður festst í sessi og er svo komið, að nánast óhugsandi er að rýma þeim úr efniviðnum. Eftir EINAR PÁLSSON HÖFUÐSKEPNURNAR FJÓRAR OG TÍMINN Fyrir Qórum árartugum tók sú niðurstaða að skjóta upp kollinum í athugunum mínum á fornu táknmáli íslensku, að Höfuðskepn- urnar fjórar í elstu lærdómum Grikkja, Vatn, Eldur, Loft og Jörð, hefðu verið tengdar viss- um persónum í fornritum íslendinga. Hafa þær niðurstöður festst í sessi og er nú svo komið, að nánast óhugsandi er að rýma þeim úr efniviðnum^ Síðar bættist hugtak Tímans í myndina og enn síðar yarð það sennilegt, að ein helsta frummyndakenninga Platons, sé er nefnist Marghliðungarnir fimm (The Five Regular Soiids á ensku) hefðu verið önnur gerð sömu hugmyndar. Hafa þessi mál verið í stöðugri rannsókn síðan og er nú svo komið, að framangreind niðurstaða er sú lausn sem skýrir langflest éfnisatriði á einfaldastan hátt í „allegóríu" Njáis sögu. Þegar lesendur sáu þetta fyrst botnuðu þeir lítið-í því; enginn íslendingur mun hafa vænst neinna slíkra útlistana á íslenskum fornritum. En svo fijó hefur tilgátan um Marghliðungana fimm reynst, að engin leið er lengur að tala um fornmenningu íslend- inga án þess að hafa beina hliðsjón af forn- menningu Grikkja. Eigi aðeins bókmenntirn- ar, heldur og hugmyndafræðin og þá eigi síst goðafræðin, eru í órofa tengslum við grískar samasvaranir. Þannig má nánast lýsa „norrænni goðafræði“ svo, að hún sé ekki til sem trúarstraumur utan meginstraums evrópskrar goðafræði. Þarna er allt skylt, það eina sem frá bregður er norrænt mál, sem að sjálfsögðu var notað yfir goð nor- rænna þjóða. Það gerði þetta mál örðugt fyrir ýmsa, að þeir lásu íslensk fornrit sem „bókmennt- ir“, öfugt við rannsóknir þær sem nefndar eru RÍM (stytting á Rætur íslenskrar menn- ingar). I RIM er merkinga leitað með beit- ingu hypotesu og teóríu, Iíkt og gert er í raunvísindum (þ.e. „skoðanir eru látnar lönd og leið) og reynt að rekja hina ýmsu þræði íslenskrar menningar til rótar. Bókmennta- mönnum eru gefnar tiltækar upplýsingar, en ekki farið inn á þeirra svið. Er sem mjög fáir íslenskufræðingar botni nokkurn skap- aðan hlut í verki, sem ekki er miðað við hefðbundið sjónarhorn. Sýnist því ákjósanleg leið að skýra þetta með nokkrum tilvitnunum í bók Árna um bókmenntakenningar fyrri alda. Samkvæmt miðurstöðum RIM tengdust höfuðskepnurnar Fjórar og Tíminn fimmti helstu „persónum“ Njáls sögu: sonum Njáls þrem, Grími, Skarphéðni, Helga, svo og Merði Valgarðssyni og Tíminn fimmti Kára. Þá er séð varð, að Margflötungarnir fimm komu þarna við sögu mátti setja upp töflu, svo: Grímur — Loft — Áttflötungur Skarphéðinn — Eldur —s Fjórflötungur Helgi — Vatn — Tvíflötungur Mörður — Jörð — Sexflötungur Kári — Tími — Tólfflötungur Standa þessar tilgátur óhaggaðar enn í dag, og hefur engin tilraun verið gerð til að bylta þeim. Þá hefur heldur ekki verið reynt að kryfja efnið að öðru leyti við háskólann. Standa ýmsir því undrandi frammi fyrir •niðurstöðunum, svo sem vonlegt er. FRUMMYNDAKENNING Platons Ástæðan til að ofangreind hugtök eru tengd „persónum" í Njáls sögu er sú, að Njála er rituð „ljóst", annars vegar, „dulið“ Fundarstaðir margflötunganna í stein- aldarminjum Skotlands. sumir helzt landnámsmenn Islands komu frá Suðu- reyjum, margir komu við á Orkneyjum. Á báðum þessum stöðum finnast marg- flötungar gerðir af steini. Helztu stærð- fræðingar eins og Keith CritclAow og Fridhjof Schuon telja að tölur í þessum „pýþagórsku“ fræðum hafi verið „pers- ónur en ekki stærðir" („personalities and not quantities)). hins vegar. Þar er m.ö.o. um að ræða yfir- borðsmerkingu, sem allir skilja, en að auki annarlega merkingu heimsrásar og dulfræða miðalda, sem nánast enginn norrænumaður hefur skynjað á síðari tímum. Þá fylgir og siðferðileg kenning — „mórall“ — um dýpstu helgidóma kristni, sköpunar og heimsendis, sem vitmenn virðast hafa af lesið. Höfuð- skepnurnar, Tíminn og Margflötungarnir fimm voru regintákn launsagnarinnar. Hvers vegna? Vegna þess, að alheimurinn var gerð- ur af Margflötungunum fimm samkvæmt fornum fræðum. Það voru þeir Margflöt- ungar, sem skapaðir voru í öndverðu, og það voru þeir Margflötungar sem eyddust í eldi endalokanna. Tíminn einn komst af — Kári. Og víkjum þá að ritinu um bókmennta- kenningar fyrri alda. Svo segir á bls. 35: „Platon hugsar sér að þekking eigi við svið hins skiljanlega og skoðanir við svið hins sýnilega. Vitsmunir og þekking á formum nálgast hið sanna, en almenn vitneskja, skoðanir og blekking stefna í ö/uga átt, í átt frá hirvu sanna.“ Samkvæmt RÍM er hugs- unin að baki Njálu einmitt þessi: Annars vegar er svið hins sýnilega, hins vegar „vitsmunir og þekking á formum“, sem eru hið „sanna“ eðli þessa mikla listaverks íslendinga. Þá minnist Árni Sigutjónsson á það, að Platon hafi rætt um það „sem einn mæli-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.