Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 8
Andlitsmynd af Gierlöff, þeim er gaf Listasafni Islands grafíkmyndir eftir Munch. málverk með þeim titlum eru meðal fræg- ustu verka Munchs. Munch flutti til París- ar í febrúar 1896 og sama ár sýndi hann 12 málverk og 40 grafíkmyndir í Salon de l’Art Nouveau. Þetta var fyrsta stóra sýning hans á grafíkverkum en næstu tutt- ugu árin var grafíkin mjög veigamikill þáttur í listsköpun hans. Fyrsta grafíksýn- ing Munchs var haldin árið 1900 og urðu fjöldamargar eftir það. Þýski listfræðingurinn Julius Meier-Gra- efe var vinur og stuðningsmaður Munchs og gaf út fyrstu grafíkmöppu hans. Hann taldi að í svart-hvítum ætingum væri meiri ró og kyrrð en í málverkunum og þar nyti myndefnið sín betur. Þessi skoðun Meier- Graefe kom þó ekki í veg fyrir að Munch reyndi fýrir sér með lit í grafíkinni. Hann handlitaði nokkur verk, gerði tilraunir með mismunandi pappír og mörg verk voru þrykkt á litaðan pappír. Það kom því að sjálfu sér að hann gerði litprentuð verk og þá lá tréristan beinust við. Margir lista- menn höfðu notað tréristuna við litprentaða grafík og japanska tréristutæknin var vel þekkt. Til að þrykkja marga liti varð sam- kvæmt henni að gera eina plötu fyrir hvem lit og þá mátti engu skeika ef liturinn átti ekki að lenda á röngum stað. Það sem ein- kennir tréristur Munch var að myndirnar lágu alltaf samsíða æðunum í viðnum og hann notaði oftast gegnsæja vatnsliti, sem gáfu myndunum japanskt yfirbragð og undirstrikaði vægi æðanna í viðnum. Það átti ekki vel við skapferði Munchs að gera litprent á hinn hefðbundna hátt með mörg- um plötum. í stað þess þróaði hann nýja aðferð, sem fólst í því að saga tréplöturnar í marga búta, setja lit á hvem fyrir sig og raða þeim síðan saman eins og púslu- spili. Plötumar voru gjaman sagaðar eftir útlínum í verkunum og bilin á milli bút- anna komu þá fram eins og hvítar línur. Þessa aðferð þróaði Munch á margvíslegan hátt og tókst að skapa ótrúlega fjölbreytni í lit með örfáum prentplötum. I nokkmm myndum sínum notaði hann bæði tréristur og steinprent og nýtti sér möguleika grafík- tækninnar til hins ýtrasta. Munch vann koparstungur fram til árs- ins 1915 og svo virðist sem hann hafí á tímabili notað koparplöturnar eins og skissublokk. Teikningin er frískleg og allt að því tilviljunarkennd stundum og margar skemmtilegustu andlitsmyndimar em þannig gerðar. Síðar á ævinni hætti Munch að vinna beint á stein eða koparplötur og lét gera steinprent eftir teikningum. A öðmm og þriðja áratugnum gerir Munch einkum tréristur og hefur þær til mótvæg- is við málverkin. Á löngum ferli sínum gerði Edvard Munch um það bil 800 grafíkverk. Mörg þessara verka vom þrykkt í aðeins örfáum eintökum meðan önnur em til hundmðum eða jafnvel þúsundum eintaka. Munch setti engin númer á blöðin og tók sér þann rétt að þrykkja hveija mynd eins oft og hann vildi og í eins mörgum eintökum og nann lysti. Stundum gerði hann breytingar á plötunum fyrir seinni þrykk og í öðmm tilvikum bjó hann til nýjar þrykkplötur með eldra myndefni og þá óhjákvæmilega með einhveijum breytingum. Grafíkmyndir Munchs em víða til og í mörgum eintökum og það má því með sanni segja að honum hafí orðið að þeirri ósk sinni að verk hans kæmust fyrir augu sem flestra. ÞORGEIR ÓLAFSSON. Edmund Burke - heimspekingur, stjórnmálamaður og ræðusnillingur En öld riddaramennskunn- ar er liðin. Öld skram- ara, fésýslumanna og reiknimeistara hefur tekið við og ljóminn yfír Evrópu er slokknaður um aldur og ævi. Aldrei framar munum við líta svo einlæga lotningu fyrir mannvirðingum og kynjamun, svo stolta undirgefni og virðu- lega hlýðni og þá auðmýkt hjartans sem meira að segja í þrældómsfjötrum lét anda háleitrar frelsiskenndar aldrei deyja út. Burtu er sú mannlega reisn sem ekki varð keypt verði, hin auðfengna vörn þjóðanna, lífæð karlmannlegra tilfínninga og hetju- dáða! Á burtu er næmið fyrir megingildun — hinn flekklausi heiður... o.s.frv.". (Úr Hugleiðingum um byltinguna í Frakklandi eftir Edmund Burke. Þýðing Atla Magnús- sonar) „Ýmsum þótti ívið fast að orði kveð- ið“ bætir þýðandinn við, jafnvel 1970, þegar þessar línur voru skrifaðar. Öld aristókratíisins var að síga til viðar í þeim blóðugu skýjum sem Burke sá hrann- ast upp við sjóndeildarhringinn þegar í upp- hafí frönsku stjómarbyltingarinnar. Hug- leiðingar hans um öld riddaramennskunnar vora blandnar eftirsjá, en arfleifð þessarar sömu siðmenningar lifði áfram í ensku sam- félagi þar sem aðall og kirkja mótaði smekk og lífsstíl þeirra, sem töldust ekki til æðstu stiga hins foma stigveldis. Skoðun Burkes á arfhelginni kemur víða fram í ritum hans og bréfum og kunnasta lýsing hans á æski- legu samfélagi er í „Hugleiðingum um bylt- inguna í Frakklandi". Þar ræðir hann um hið nauðsynlega jafnvægi sem sé grundvöll- ur siðaðs samfélags og ábyrgð hinna lifandi á fortíðinni og framtíðinni. Burke og samtíð hans naut þeirra breytinga sem gerðar voru á ensku réttarríki með réttarbótunum 1689. Burke fæddist í Dyflinni á írlandi 1727. Faðir hans var lögfræðingur, mótmælenda- trúar, en móðir hans kaþólsk. Hann hlaut menntun sína í Trinity College. Áhugamál hans vom stjórnmál og heimspeki. Hann Burke sá fyrir blóði driflnn hryllinginn sem fullkomnaðist í ógnarstjórninni í Frakklandi 1793-94 og einnig framhaldið. Hann sá og glöggt hættuna sem hlaut að stafa og stafar alltaf af því valdi, sem einlægt er að réttlæta gerðir sínar með „almannaheill, velferð og jöfnuði“. Eftir SIGLAUG BRYN- LEIFSSON Edmund Burke. varð þingmaður 1765 og taldist vera Whigga, sem töldu sig vera arftaka Bylting- arinnar 1689. En jafnvægi skapaðist þá milli konungs, þings og milli stéttanna með almennum mannréttindum og vísi að því sem kallast opið samfélag sem tryggt er með málfrelsi og ritfrelsi þegnanna. Burke vissi það manna best að fullkomið og samhæft þjóðfélag verður aldrei skapað. Pólitík er jafnvægislist, samkomulag sem breytist við breyttar aðstæður, aðstæður sem em mót- aðar af mönnum, hugkvæmni þeirra og valdi á umhverfí og eigin örlögum svo langt sem það nær. Aðrar lífverur er bundnar umhverfí og náttúru, en maðurinn breytir bæði umhverfí og náttúm. Hann hefur fmm- kvæði til umsköpunar umhverfísins og eigin samfélagshátta. Gmndvöllur þeirra breyt- inga er réttarríkið sem tryggir frelsi ein- staklingsins. Siðmenningin var að dómi Burkes, arfleifð genginna kynslóða, ávöxtuð af samtíðarmönnum og skyldan var að gera næstu kynslóð og kynslóðum fært að halda því verki áfram. Lokun samfélaganna, mið- stýring og fullvissa um lokalausn allra vand- amála hiaut að afskræma og eyðileggja mennsk samskipti og leiða til valdatöku lýðskrumaranna, valda og fégráðugs undir- málslýðs. Með afneitun kristinna kenninga og siða- boðunar var samfélagið svipt stoðum og grundvelli allrar siðmenningar. Því var af- staða Burkes afdráttarlaus gegn upptöku ríkisvaldsins á kirkjueignum í Frakklandi og því sem hann taldi að fylgja myndi (1789). Kveikjan að „Hugleiðingum um bylting- una á Frakklandi“ sem kom út 1790 vom ræður prestsins Richards Price til stuðnings byltingunni og þar með upptöku kirkju- eigna. Þessar ræður snertu Burke, einmitt vegna þess að hér stóð embættismaður kirkjunnar í ræðustól og „hrærði saman siðferðilegum kristnum kenningum og póli- tísku blaðri, sullumbulli kristindóms og fé- lagshyggju, mannúðarvæli undir kristileg- um forteiknum“. Fyrstu þijátíu blaðsíður „Hugleiðing- anna“ em um England, byltinguna 1689 og gagnrýni á ræður Price prests. Afstaða hans dregur upp skýra mynd af því sem gæti gerst á Englandi, ef Englendingar gerðu sér ekki ljósa hættuna sem steðjaði að ensku réttarríki, kæmist óvandaðir póli- tíkusar til áhrifa og ef hugmyndir byltinga- manna næðu að rugla hópa enskra lág- klerka eins og Price prests. Þótt Burke spar- aði ekki útlistun á fulltrúum þriðju stéttar á franska þinginu, þá sá hann ekki að kveikjan að byltingunni var uppreisn aðals- ins gegn konung^svaldinu 1787-88. Eftir þá atburði stóð konungur höllum fæti fyrir frekari takmörkunum á valdi hans. Þessi staðreynd var útlistuð af Joseph de Maistre í „Considerations sur la France", sem kom reyndar ekki út fyrr en 1797, en var þegar kunn um það leyti sem Burke skrifar hug- leiðingar sínar, af þeim sem gjörst þekktu til ástandsins á Frakklandi. Sá kurr meðal aðalsins gegn ýmsum ráð- stöfunum konungs og uppreisn parlament- anna átti sér gildar ástæður, og viðbrögð konungs og hirðarinnar vom ekki til að fylkja aðlinum til vamar konungsveldinu þegar svarf til stáls í ágúst 1789. Aðfara- nótt 4. ágústs 1789 varð örlaganótt stigveld- isins á Frakklandi og upphaf þeirrar sam- kenndar sem kveikti þjóðemiskenndina í þeirri mynd sem hugtakið bar í sér þaðan í frá. Burke fylgdist með atburðunum á Frakk- landi sumarið og haustið 1789 og sá fyrir, öðmm mönnum skýrar, framhaldið. Hann skrifar hugleiðingarnar í uppnámi og af ástríðu þess manns sem telur að vafa- söm öfl stefni að hruni siðmenningar ekki aðeins á Frakklandi heldur einnig um gjör- valla Evrópu og á Bretlandseyjum. Hugleið- ingamar vom skrifaðar á skömmum tíma sem vamaðarrit og hvatningarrit gegn kraftbirtingu undirdjúpanna, eins og at- burðarásin kom Burke fyrir sjónir. Hann sá fyrir blóði drifínn hryllinginn sem fullkomnaðist í ógnarstjórninni 1793-94 og einnig framhaldið. Hann óttaðist einnig um afstöðu sumra flokksmanna sinna í hópi Whigga sem margir hveijir litu upphaf bylt- ingarinnar velþóknunaraugum. En skýrast sá hann hættuna af óprúttnum lýðskrumur- um, síngjörnum pólitíkusum, undirmálsfólki sem gæti eins fyllt þingsalina, svipað lið og hann lýsir í „Hugleiðingunum" og sátu á stéttaþinginu og þjóðþinginu franska. Burke sá glöggt hættuna sem hlaut að stafa og stafar alltaf af því valdi sem ein- lægt er að réttlæta gerðir sínar með „al- mannaheill, velferð og jöfnuði“. Réttarríkið á að tryggja rétt og eignarrétt hvers ein- staklings, ritfrelsi og málfrelsi og útiloka algjört ríkisvald. Hugleiðingarnar komu út í nóvember 1790 og seldust á næstu sex mánuðum í 19.000 eintökum, salan varð einnig mikil í Frakklandi og þýðingar birtust fljótlega á frönsku og þýsku. Áhrif Hugleiðinganna urðu mikil þegar í stað og enn meiri þegar á leið, þýðingarmestu áhrifín urðu þau, að gera mönnum ljósara en áður þá hættu sem bjó í algjöm ríkisvaldi og miðstýringu. Áhrif Burkes á pólitíska framvindu á Englandi á 19. og 20. öld urðu þau að Burke formaði meira en lítið stefnu enska íhaldsflokksins og annarra afla og öfunda sem telja að „réttur“ sé undirstaða siðmenn- ingar og frelsis fremur en „almannaheill". Lagalegar takmarkanir ríkisvaldsins em gmndvöllur réttarríkisins. Burke hafði tekið þátt í deilum um þau efni sem hæst bar í enskri pólitík síðari hluta 18. aldar. Hann barðist fyrir trúfrelsi á írlandi og Englandi, rétti kaþólskra manna, fyrir friðsamlegri lausn deilnanna í nýlendubúa til sjálfræðis. Afstaða hans var gegn misbeitingu valds og aðstöðu breskra nýlenduherra og verslunarfélaga á Ind- landi. Hann krafðist afnáms þrælahalds í breskum nýlendum. Viðbrögð hans við frönsku byltingastjóminni vom því sam- kvæmt fyrri skoðunum hans um valdníðslu og gjörræðisstjómun sem er alltaf andsnúin siðmenningu og þar með allri arfhelgi og helgi einstaklingsins. Burke vakti fyrst á sér athygli með riti sínu „A Philosophical Enquiry into the Orig- in of Our Ideas of the Sublime and Beauti- ful“ sem kom út 1756. Ritið er heimspeki- leg fagurfræði og sálfræðileg útlistun á áhrifum listanna. Hann var ritstjóri — „The Annual Register “ 1758. Fjöldi annarra rita og ræða kom út eftir hann, sem flest snertu enska pólitík. Bréfasafn hans í 10. bindum hefur verið gefið út. Burke var einhver snjallasti ræðumaður enska þingsins um sína daga og ræður hans voru svo vel upp- byggðar að hann átti það til að tala andmæl- endur sína í kaf. Burke og dr. Johnson áttu oft orðaskipti á þeim fræga klúbbi Johnsons og hann mat Burke meira en aðra menn. Burke kvaðst stunda eina tegund skemmt- unar, og það var landbúnaður, sem hann stundaði á setri sínu Beaconsfíeld. Átti í bréfaskriftum við ýmsa áhugamenn um landbúnað, en það var einmitt mikill áhugi á sauðijárrækt á Englandi á þessum ámm og einnig öðrum greinum landbúnaðar. Burke er almennt kunnastur fyrir „Hug- leiðingar um byltinguna í Frakklandi", stíl- snilldina og innsæið. Hann fer á kostum gegn hræsninni, sýndarmennskunni og sér- hagsmunapoti, „þess safnaðar meðal- mennskunnar" sem sat á Stéttaþinginu fyr- ir hönd Þriðju stéttar. Þetta er klassísk lýs- ing á slíkum söfnuði. Edmund Burke lést 1797.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.