Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 2
Sjónvarps- þáttur um Sverri o g fleira úr myndlistargeiranum Það var nýmæli að sjá á síðustu dögum ársins 1991 sjónvarpsþátt um Sverri Haraldsson mál- ara; nýmæli vegna þess að Sjónvarpið hefur ekki staðið sig sem myndmið- ill í því að kynna og fjalla um myndlist. Þó bregður því nú lítillega fyrir í Litrófi Arthúrs Björgvins Bollasonar og er skyit að þakka það sem vel er gert. Þátturinn um Sverri Haraldsson var að vísu einkaframtak manna, sem hafa sér- stakan áhuga á honum, en það er sama hvaðan gott kemur. Raunar sást þama mæta vel, hvað áhugamenn á ýmsum sviðum gætu gert, ef öruggur markaður væri fyrir það hjá Sjónvarpinu. Síðan Sverrir féll frá fyrir aldur fram, hefur verið hljótt um hann og mér skilst að hjá þeim sem höndla með myndlist hafí komið fram, að eftirspurn eftir verkpm hans væri lítil, og verðið lágt þegar þau komu í sölu. Skýtur það skökku við frá því sem áður var, því verðlag á Sverr- ismyndum var með því hæsta sem lifandi listamenn fengu fyrir verk sín. Einhver skýr- ing hlýtur að vera á þessu, sem ekki var reynt að kafa eftir í þættinum. . Við sem vorum jafnaldrar og kunningjar Sverris um áratugi, vissum vel að hann hafði alltaf notið nokkurrar sérstöðu, sem sumir hafa kannski öfundað hann af. Þessi sérstaða, sem heldur ekki var minnst á í þættinum, fólst í því að frá unga aldri hafði Sverrir í kringum sig einlæga aðdáendur, einn eða fleiri. Sumir sögðu, að einhverjir hefðu alltaf borið Sverri á höndum sér, eins og stundum er sagt. Það voru menn, sem léttu honum róðurinn og snerust í kringum hann. Þetta hefur þá ugglaust verið vegna persónutöfra listamannsins og áreiðanlega eitthvað sem ekki öllum er gefíð. Við því er ekkert að segja og þýðingarlaust að öf- undast yfír því. Það var fyrir starf sumra þessara aðdáenda, sem hömpuðu verkum Sverris við hvert tækifæri, að verðið á þeim varð verulega hátt á íslenzkan mælikvarða. En þegar málarinn er fallinn frá og enginn sem sinnir almenningstengslunum, má vera að verðið falli. Svó virðist sem það gerst, en ég er sannfærður um að það er þá stundarfyrirbæri. Sverrir var málari þeirrar gerðar, að honum lét ekki að þróa sinn , myndstíl í heillegri samfellu. Eftir nokkurn tíma var sem hann hefði rekizt á vegg og þar lét hann þá staðar numið. Hann varð nokkrum sinnum að skipta um gír, ef svo mætti segja og taka þá upp nýtt viðhorf. Það var hans aðferð til að koma í veg fyrir stöðnun og er virðingarvert, því til þess þarf kjark. Sverrir hafði ekki geð í sér til að endurtaka sjálf- an sig til langframa og leit- aði því sífellt nýrra leiða. Það er svo annað mál, að margir kollegar hans voru mjög ósátt- ir við þær leiðir, sem þeir töldu liggja aftur á bak í tímann og þjóna þeim tilgangi einum að framleiða stofulist handa góðborg- urum. Auðvitað var þetta góð og gild stofulist, en myndir hinna sem voru að hneykslast á Sverri, eru það bara líka. Þó ekki geti talizt langt um liðið síð- an Sverrir féll frá, er þó komin smáveg- is fjarlægð á lífsverk hans og að ein- hvetju leyti nægilegt til þess að hægt sé að leggja á það hlutlægt mat. Megin ágall- inn á sjónvarpsþættinum var einmitt sá, að höfundamir leiddu þetta hjá sér. Það hefði þurft að fá einhvem, einn eða fleiri, til þess að rekja á faglegum grundvelli og í örfáum orðum, hvar styrkur Sverris liggur. Ég hef reynt að gera mér grein fyrir þessu og komizt að þeirri niðurstöðu, að sumt í geómetríska abstraktmálverkinu frá því fyrr á árum, lofí meistarann meira en nokkuð annað sem hann málaði síðar. Sjálf- ur hefði Sverrir verið innilega ósammála þessu. En ég tel samt burtséð frá því, að styrkur Sverris liggi í teikningu fremur en sJfÉik, - Sverrír Haraldsson: Sjálfsmynd, 1977. mm I JM Hr'r. Teikning eftir Sverri Haraldsson frá árinu 1977. lit. Bent hefur verið á með réttu, að Sverr- ir hafi í raun og veru beitt blýantinum eins og pensli og á sama hátt og væri hann að mála. Það er út af fyrir sig rétt; Sverrir var ekki maður línunnar og teikningar, sem byggjast á einfaldri línu, vom sjaldgæfar frá hans hendi. Ég ætla samt að halda mig við það, að blýantsmyndir hans séu teikning- ar; portrettið af Þórbergi til dæmis og konu- myndir hans „í minningu liðins kvennaárs" og fleira af því tagi. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því, að þær muni bezt duga til að bregða ljóma á nafn Sverris Haralds- sonar í framtíðinni, ásamt geómetríunni frá 1951, sem mér fínnst um leið að geti hugs- anlega verið það bezta í íslenzkri abstrakt myndlist. AKILLESARHÆLLINN Snilli Sverris Haraldssonar í teikningu leiðir hugann að því, að fæmi í teikningu hefur verið fremur fátíð meðal þeirra, sem hæst ber í íslenzkri myndlist. Kjarval bregst aldrei að þessu leyti. Af pennateikningunum í Brennunjálssögu má sjá, að Þorvaldur Skúlason hefur haft afar gott vald á þessum miðli og fleiri góða teiknara mætti nefna úr hópi genginna myndlistarmanna: Sche- ving, Jón Engilberts og Barböru Ámason til dæmis. Þegar flett er í gegnum hinar ágætu bækur Björns Th. Björnssonar, íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, er hinsvegar áberandi, þegar á heildina er litið, hvað teikningin er stirð hjá flestum íslenzkum myndlistarmönnum, sem sumir voru þó góð- ir málararar. Björn gerir þetta raunar að umtalsefni í bókinni og telur að þessi aug- ljósa vanhæfni í teikningu hafi háð þeim. Björn segir: „Þessi ágalli kemur raunar ótrúlega víða fram í íslenzkri list, og jafnvel meðal beztu málara okkar. Til hans liggja vafalaus þrjár ástæður fyrst og fremst, ónóg teikniþjálfun heima fyrir áður en lagt var á frekari náms- braut erlendis, landslagshefðin, er reyndi lítið sem ekki á líkams- eða hreyfiteikningu, og loks sá landlægi misskilningur, sem lista- mennirnir hafa lítið reynt til að leiðrétta, að teikning sé aðeins forstig eða undirbún- ingur málverks, en ekki fullgild myndlistar- grein. Því er það grátlega sjaldgæft að sjá hreinar teikningar á íslenzkum listsýning- um, og hafí það borið við, hefur fólk naum- ast á þær litið. Sögulega hefur teikningin og orðið útundan í list okkar af því, hversu tiltölulega stutt tímabilið var milli alræðis landslagsmálverksins og hinnar óhlut- bundnu listar Teikningin var augljóslega Akillesarhæll- inn í myndsköpun okkar manna. I því sam- bandi ætla ég ekki að nefna nein nöfn, en minni á að fyrir svo sem þremur áratugum heyrði ég málara oft halda því fram, að það væri bara verra að vera góður teikn- ari. í því sambandi var óspart vitnað til Svavars Guðnasonar, sem sá ekki til- ganginn með því úti í Kaupmannahöfn ? að teikna kvenmannsbelgi í hinni konunglegu Akademíu og fór bara ?f ?i að mála eins og hugur hans stóð til. Það er misjafnt hvað reynir á teikninguna í verkum nútíma „Jistamanna okkar. Mér £*- finnst ég samt aldrei * sjá á sýningum dæmi s>! um augljósan klaufa- ' skap eins og mörg dæmi eru um frá því fyrr á öld- inni. Fæmi eins og hjá Sverri Haraldssyni sést heldur ekki og því miður stendur það enn í fullu gildi, sem Björn Th. segir í bók sinni fog fyrr er til vitnað, að ekki er litið á teikn- ingu sem fullgilda grein innan myndlistar- ÞUNNILDI I RAÐHUSIÐ Síðastliðið haust voru kynnt hér í Lesbók þau listaverk í nýtt ráðhús borgarinnar, spm bezt þóttu að mati dómnefndar. Fljótt á lit- ið virtist vel að verki staðið með því að fá þá til að gefa sig fram, sem áhuga hefðu á verkefninu. Þeir reyndust vera 80, ef ég man rétt, og í þeim hópi voru margir reynd- ir og hæfír listamenn. Dómnefndin þótti aftur á móti undarlega skipuð; menn þótt- ust ekki vita til þess að Markús Örn og Jón G. Tómasson hjá borginni hefðu mikið verið orðaðir við þekkingu eða áhuga á myndlist. Þeir voru nú þarna samt ásamt listamönnum af yngri kynslóðinni. Af úrtakinu, sem átti að keppa til verð- launanna, var strax ljóst, að ekki var til þess ætlast að salur borgarstjórnar yrði lát- inn skarta rismiklu listaverki. Það hefur þótt brenna við, að arkitektar vinni beinlín- is á móti myndlist og sé meinilla við eitt- hvað, sem gæti orðið fyrirferðarmikið og áberandi. Þau fyrirmæli fylgdu enda, að verkið í salinn yrði að vera á daufu nótun- um; það mátti a.m.k. ekki vera mjög áber- andi. Þess var dyggilega gætt mestan part; eitt bitastætt málverk lagði Sigurður Örl- ygsson fram, hliðstætt því sem hann hefur áður sýnt. Það eða eitthvað álíka hefði sómt sér vel á stórum vegg í salnum. En það var ekki verið að leita eftir neinu slíku og þess- vegna varð fyrir valinu algert þunnildi: Föl- blár flötur á miðju veggsins og á hann dregnar fimm láréttar línur. Hugmynda- fræði höfundarins, Kristjáns Guðmundsson- ar, var álíka djúprist og verkið sjálft: Að rekstur borgar minnti hann á tónverk, sem sífellt væri verið að semja. Láréttu línumar áttu víst að hafa vísun til tónverks sem eftir er að semja og vonandi er, að þeir sem koma í ráðhúsið, átti sig á því. Svo mikið kappsmál virtist vera að Kristján kæmist að með tillögur, að hann var einnig látinn keppa um veggteppi á öðrum stað í húsinu. Svo slappt þótti dómnefndinni allt, sem þar kom til álita, að ekki þótti fært að verð- launa neitt af því. Niðurstaðan hlýtur að vera sú, að ef þessi samkeppni og einkum þó verðlaunaverkið, gefí hugmynd um stöðu myndlistar okkar í samtímanum, þó hljóti maður að verða sammála listfræðingnum, sem nýlega sagði í útvarpsþætti, að íslenzk myndlist væri í kreppu um þessar mundir. GÍSLI SIGURÐSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.