Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1992, Blaðsíða 5
„Míirgir telja að kirkjulegar athafnir séu orðnar lítið annað en veraldlegir tilburð- ir. Eg held að þetta sé laukrétt og að kirkjan sé fyrst og fremst veraldleg menn- ingarstofnun, að mesttí hætt hinu trúarlega miðlunarstarfi, sem felst ævinlega í því að kynda undir kristinni dulúð. manna um langa hríð, fer því fjarri að nútím- afólk standi almennt á eigin fótum, sé frjálst og ábyrgt og móti sér skynsamlegar lífs- skoðanir til leiðsagnar í samskiptum sínum og öliu lífi. Mér virðist að helstu uppeld- isstofnanir nútímaþjóðfélags þurfi heldur betur að endurskoða sinn gang, ef þær ætla að rækja það hlutverk sitt að kenna fólki að móta líf sitt á skynsamlegum for- sendum. III Hvers vegna veita skólar ekki þá andlegu aðstoð og undirstöðu sem fólk þarfnast til að koma sér upp skynsamlegri lífsskoðun og losna úr viðjum forneskjulegra trúar- bragða? Ég held að ástæðan sé sú að lífs- skoðunarvandinn, sem ég nefndi í upphafí máls míns, er enn ekki viðurkenndur sem höfuðverkefni okkar: hvetju eigum við að trúa og treysta, þegar við vitum að við höfum ekkert öruggt til að reiða okkur á? Skólar landsins leiða þennan vanda einfald- lega hjá sér. Nú fer fjarri að ég telji mig hafa nokkra einfalda lausn á umræddum vanda, sér í lagi ef fólk gerir sér vonir um að lausnin sé fólgin í lífsskoðun sem leysi gátu tilver- unnar. Ég hef þegar nefnt að ég tel það vera hlutskipti nútímafólks að búa við spennu í huganum milli löngunar til að vita, geta trúað og treyst og vissunnar um að forsendur allrar trúar og þekkingar séu tak- markaðar og vafasamar. Þessari spennu eða mótsögn í sálinni er iðulega afneitað. Þá getur tvennt gerst. Annars vegar gerist fólk kreddufullt og öfgakennt í skoðunum: það hefur uppgötvað sannleikann í eitt skipti fyrir öll og þarf ekki lengur vitnanna við. Hins vegar fyllist fólk algerri efahyggju um öll rök, allar skoðanir og forsendur og telur þá gjarnan hveijum og einum í sjálfsvald sett hvað hann eða hún megi hafa fyrir satt. (Eitt skoplegt afbrigði þessarar efa- hyggju er viss tegund hentistefnu sem lýsir sér í því að fólki er talið fijálst að trúa hveiju sem er svo fremi það hafi gott af trú sinni — rétt eins og sannleikurinn skipti engu máli!) I báðum þessum tilfellum er öll rökræða vonlaus eða vonlítil, því að rök eru hætt að skipta máli. í rauninni er ofbeldi allsráðandi í hugum þeirra sem trúa án allra raka. Sérhver trú eða trúarbrögð sem neitar að leggja spil sín á borðið og ræða forsendur sínar eftir leikreglum skynsamlegrar rök- ræðu er málsvari og fulltrúi andlegs ofbeld- is. Ef kristin kirkja vill stuðla að vitibornum samskiptum fólks, verður hún að gerast opinber málsvari skynsamlegrar rökræðu og hugsunar um allar lífsskoðanir og allar spurningar sem á mannsandann leita. IV Hvernig á kirkjan að taka þátt í eða standa fyrir þeirri rökræðu um lífsskoðanir og lífsstefnu sem samtíminn þarfnast? Ég er þess að sjálfsögðu ekki umkominn að svara þessari spumingu með viðunandi hætti. En ég vil benda á tvennt sem þarf að hafa í huga og skoða vandlega, eigi að takast á við hana. Annað lýtur að hlutverk- um kirkjunnar. Hitt lýtur að áhrifamestu starfsmönnum kirkjunpar, prestunum. Þessi tvö atriði em raunar nátengd og nauðsyn- legj; að ræða þau saman. Eg ætla þó að ræða fyrst um hlutverk kirkjunnar eins og ég sé þau fýrir mér — með hliðsjón af rök- ræðuhlutverkinu sem ég ætla henni að sinna. Síðan mun ég víkja að prestunum. Það hvarflar ekki að mér að reyna að fjalla skipulega um hin mörgu og flóknu verkefni sem kirkjan sinnir í þjóðfélagi okk- ar. Fyrir mér vakir eingöngu að lýsa megin- hlutverkum hennar eins og ég tel að þau eigi að vera og muni verða í framtíðinni, ef kristin kirkja á að lifa af þann dauða trúarbragðanna sem ég hef áður lýst. Auk hins almenna og víðtæka rökræðuhlutverks, sem ég' ætla að lýsa nánar á eftir, hefur kirkjan, að mínu viti, tvö önnur meginhlut- verk. Ég verð stuttorður um fyrra hlutverk- ið. Það felst í að viðhalda ákveðnum hefðum og siðum og treysta þar með líf okkar sem framvindu ákveðinnar sögu. Hér gegnir kirkjan afar mikilvægu menningarhlutverki og er löngu orðin ómissandi þjónustustofn- un. Hitt meginhlutverkið er miðlun og boðun kristinnar trúar fyrir þá sem kjósa að leita sér andlegs þroska eftir brautum kirkjunn- ar. Vafalaust telja margir þetta vera höfuð- hlutverk kirkjunnar. í reynd hefur það fall- ið í skuggann af menningarhlutverkinu sem er orðið svo fyrirferðarmikið að margir telja að kirkjulegar athafnir séu orðnar lítið ann- að en veraldlegir viðburðir. Ég held að þetta sé laukrétt og að kirkjan sé fyrst og fremst veraldleg menningarstofnun, að mestu hætt hinu trúarlega miðlunarstarfí sem felst ævinlega í því að kynda undir kristinni dulúð, en undir hana fellur allt það í kristni sem stuðlar beinlínis að sameiningu sálar- innar við guðdóminn. Ef kristin kirkja er fyrst og fremst veraldleg menningarstofnun, vaknar sú spurning hvort ekki eigi að ganga skrefið tii fulls og leggja af alla tilburði til að viðhalda hinni kristnu dulúð. Ég tel að slíkt væri misráðið af tveimur ástæðum. Önnur er sú að einn helsti þáttur- inn í menningarviðleitni kirkjunnar á rætur í dulúð; hér á ég við tónlistina og sönginn sem ber uppi flestar kirkjulegar athafnir. Hin ástæðan er sú að fólk þráir dulúð og þarfnast hennar jafnvel til að ná fótfestu í lífínu. Vera má að ein helsta ástæðan fyrir því að alls konar hjátrú og hindurvitni af dulhyggjuætt hafa náð mikilli útbreiðslu hér á landi og víðar sé sú að kirkjan hefur van- rækt þennan höfuðþátt kristindómsins. Ég tel því biýnt að fundnar verði nýjar leiðir til að gera fólki kleift að gerast virkir þátt- takendur í kristinni dul. Til að slíkt megi verða þarf kirkjan að hvetja til þess að stofn- uð verði innan vébanda hennar „fijáls trúfé- lög“ eða reglur þar sem meðlimir taka sam- eiginlega þátt í trúarathöfnum og móta sjálfir sitt sameiginlega trúarlíf með viðeig- andi dul. Það er viss áhætta tekin hvar sem dulúð er stunduð, svo að hér þarf kirkjan að fara að með mikilli gát. En það breytir engu um nauðsyn þess að leggja rækt við þennan innsta kjarna trúarlífsins sem er um leið það sem tengir hina trúuðu saman. Söfnuð- ir þjóðkirkjunnar deila mér vitanlega litlu öðru en minningum, sögum og hefðbundinni kirkjutónlist. Dulúðin er á hinn bóginn leið að andlégri endurfæðingu og andlegu sam- neyti sem fóik á hugsanlega ekki kost á eftir öðrum leiðum. V Til að rækja eiginlega kristna trú nú á dögum (sem felst í því að taka þátt í krist- inni dul) tel ég nauðsynlegt að fók fái áður eða jafnhliða þeirri ástundun vandaða og ítarlega fræðslu um kristna menningu og sögu hennar sem og fræðslu um önnur trúfé- lög en hin kristnu. Þess vegna þarf kirkjan að standa skipulega fyrir námskeiðum um kristindóm og aðrar trúarkenningar þar sem ekki er ætlast til virkrar þátttöku í trúar- lífí. Það þarf að gera fólk læst á mál trúar- innar, hin margvíslegu tákn sem mótast hafa í aldanna rás, tengsl þess við reynslu og lífsvanda fólks og gildi táknanna til þess að hugsa og ræða um heiminn. Hér er komið að rökræðuhlutverkinu, sem ég hef áður nefnt að brýnt sé að kirkjan taki að rækja skipulega. Það mætti líka tala um uppfræðslu- eða menntunarhlutverk kirkjunnar, en ég kýs að notast við rökræð- una, því að hún þarf að vera burðarásinn í því starfi sem hér verður að vinna. Kirkjan á að fá til liðs við sig akademíska heimspek- inga og alls kyns hugsandi fræðimenn, sagn- fræðinga, sálfræðinga, líffræðinga, lækna, stjarnfræðinga, stærðfræðinga o.s.frv. tii þess að ræða saman um lífíð og tilveruna og miðla fræðum sínum til upplýsingar al- þýðu sem vill sjálf móta lífsskoðun sína og heimsmynd. Ein umtalsverð breyting er í þann mund að verða á afstöðu lærðra og leikra. Lærðir menn eru ekki lengur kennivöld með sama hætti og áður var. Ástæðán er sú að það verða aílir lærðir með einum eða öðrum hætti. Lærðir menn (læknar, prestar, lög- fræðingar o.s.frv.) eru ævinlega að tala við aðra lærða menn (sálfræðinga, jarðfræð- inga, búfræðinga o.s.frv.). Öll alþýða verður smám saman fræðilega þenkjandi vegna þess að öll starfsemi og rekstur þjóðfélags- ins eru háð fræðilegri og tæknilegri mennt- un fólks. Hið eðlilega samskiptaform fræðilega þenkjandi fólks er einmitt rökræðan. Þess vegna eru haldin öll þessi málþing, allir þessir fundir og ráðstéfnur sem mörg okkar eru fyrir löngu orðin dauðleið á. Enda von- ast ég til þess að kirkjan muni beita sér skipulega fyrir þagnarþingum, eins og hún hefur þegar gert í Skálholti. YI Hver eru verkefni presta í ljósi þeirra hlutverka sem ég mælist til að kirkjan taki að sér? Og hver er staða þeirra í kirkjunni? í hugum margra er kirkjan lítið eða ef til vill ekkert annað en hús klerkanna, vinnu- staður þeirra. Kirkjan er kirkja prestanna; presturinn og kirkjan er eitt. Stundum hef- ur hvarflað að mér að prestarnir sjálfír séu hallir undir þessa skoðun, líkt og okkur prófessorum háskólans hættir til að leggja háskólann að jöfnu við okkur sjálfa; alla- vega fínnst okkur erfítt að hugsa okkur háskóla án prófessora. Er hægt að hugsa sér kirkju án klerka? Vafalaust fínnst klerkum slíkt harla erfítt og trúlega er þorri almennings sama sinnis. Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nægilega vel sögu kirkjunnar til að geta rakið sögu prestskapar, sem vafalaust hefst með postulunum. En hinu vil ég ekki neita að mér finnst ævinlega vera fijálsari blær í kirkjubyggingunni þegar ég sé prestinn hvergi nærri, þar megi þá hugsanlega ganga beint og milliliðalaust til fundar við heilagan anda. Er hugsanlegt að kristin kirkjan sé í eðli sínu allt annað fyrirbæri en sú klerka- stofnun sem gengur úndir nafninu „kirkja“ í daglegu tali? Vel má vera — þó að ég tre- ysti mér ekki til að rökstyðja þá skoðun til neinnar hlítar — að kristin kirkjan sé í hefð- arfjötrum prestaveldis. Og því megi með sanni segja að höfuðvandi kirkjunnar séu klerkarnir. Þessa skoðun þarf allavega að rökræða, þó að um það megi deila hvort prestarnir séu sjálfír heppilegustu aðilar þeirrar rökræðu. í Ijósi þeirra þriggja hlutverka, sem ég hef ætlað kirkjunni að rækja, virðist mér að prestar hljóti áfram að verða máttarstólp- ar kirkjunnar. Ég tel á hinn bóginn bráð- nauðsynlegt að þeir geri sér ljóst hvert þess- ara þriggja meginhlutverka — menningar- hlutverkið, rökræðuhlutverkið eða dulúðar- hlutverkið — þeir ætla sér að rækja fyrst og fremst og hvernig þeir hyggjast fara að því. Þetta mál má skoða frá ýmsum hliðum og sjónarmiðum, bæði almennum og ein- staklingsbundnum, og mun ég einungis tæpa á örfáum atriðum til umhugsunar. Verði kirkjunni ætlað að hafa skýra hlut- verkaskiptingu af þeim toga sem ég hef reifað þarf að taka við af því við menntun presta sem og annars starfsfólks kirkjunn- ar; og fyrsta verkefnið yrði raunar að setja á fót endurmenntunamámskeið fyrir klerka og annað starfslið eftir því hvaða þætti | starfsins fólk kysi helst að sinna. í þessu sambandi vil ég benda á að það er óskynsamlegt að ætla einum og sama manninum eða konunni að rækja í sömu andrá hin þijú mismunandi hlutverk kirkj- unnar, eins og ég hef lýst þeim. Vissulega geta þau öll farið saman og mörgum kann að þykja æskilegt að svo verði, þó að ég leyfi mér að efast um það. Ég tel að kirkj- ; unni sé nauðsynlegt að gera skýran og skarpan greinarmun á þessum þremur vídd- um starfseminnar, því að annars er hætta á að öllu verði ruglað saman og allt fari í handaskol (eins og ég tel raunar að málum sé háttað í dag). VII Við skulum nú líta örlítið nánar á hvert þessara hlutverka og hugleiða verkefni prestsins í því sambandi. Menningarhlut- verkið þekkjum við best. Þar sér presturinn um að framfylgja hefðum og siðum sem ríkt hafa í samfélaginu, sumar um aldir, og þjóðin vill viðhalda. Hér er presturinn í sínu fasta og mér liggur við að segja nátt- úrulega hlutverki, ekki ósvipað og læknirinn eða lögfræðingurinn, bóndinn eða sjómaður- inn. Um er að ræða skýrt félagslegt hlut- verk í hefðbundnu þjóðfélagi, sem menn eiga að leika eða rækja með ákveðnum hætti, samkvæmt skýrum reglum eða fyrir- mælum sem þjóðfélagið gefur. Þeir sem ætla sér að gegna prestskap gangast þann- ig undir mjög ákveðnar reglur um hegðun, verkefni og lífsmáta, sem þeim kann að reynast torvelt að breyta eða bijótast undan. Ég vil síður en svo gera lítið úr gildi hefðbundins prestskapar og tel óráðlegt að mælast til nokkurra breytinga á honum. Ef hefðbundinn prestskapur liði undir lok, yrði menningarhlutverki kirkjunnar ógnað og þar með einu mikilvægasta tæki samfé- lagsins til að viðhalda sjálfu sér og sögu sinni. Fari söguvitundin veg allrar veraldar, mun myrkur gleymskunnar smám saman leggjast yfir alla hugsun og enginn mun vita sitt ijúkandi ráð. Söguvitund Islendinga er um þessar mundir ákaflega veik — og framtíðarsýnin að sama skapi óskýr — og prestar landsins eru öðrum fremur vel til þess fallnir að styrkja þessa vitund í prédik- unum sínum. Ég hvet því presta til að segja ævinlega þó ekki væri nema örlítið brot af íslandssögunni í hverri prédikun sinni. Ég vil nefna annan þátt í menningarhlut- verki kirkjunnar sem presturinn hefur sinnt og á að sinna áfram, að ég tel. Það er sálu- sorgun og andlegur stuðningur við bág- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. FEBRÚAR 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.