Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 12
ÞÓRUNN VALDEMARSDÓTTIR Ást og þeir vessar 1 Ást er stefnumót drauma tíminn og rúmið hafa harða stjórn á hlutunum draumur rennur um mann á Laugavegi þá lýstur draumur annan í næstu götu synd alheimsklukkan býr til fingraförin gangandi klukkur með tíu vísum engar tvær stilltar eins og alheimsklukkan sjálf alltaf að skipta um hljóm svo sýnir hún náð tímaskekkja mikla tveir hljóma saman á sama stað sá stríði undirhljómur verður himneskur tónskratti og dettur áfengur dropi úr himintunglum 2 grænar frumur í húð úthaf laufa regnskógar erum við um sólsetur vefjumst saman í loga er tungl rís flýgur loginn úr rót upp í krónu sofnar jagúar páfagaukur öskurapi slanga eðla bjalla sofnum við 3 hann er áfengur ánægður eins og ostur kastali í akri sjúkra rósa speglar hana eins og síkið þreytta vatnalilju og vængbrotna önd í sefi heyra seið kvikunnar allt gufar út um sprungurnar og úr jarðmöttlinum djúpur hljómur 4 furunálafreyðibað ekki einu sinni friður fyrir deyjandi skógum í baði hann sér þá ryðjast upp úr grænu vatninu er sjálfur deyjandi í þeim sem hann elskar tvær fjarlægar sólir og lykt af kræklingi lykt af ást. Höfundur er sagnfræöingur og hefur m.a. ritaö sögu séra Snorra í Húsafelli. Ljóöið er úr fyrstu Ijóöabók höfundarins og heit- ir hún Fuglar. Útgefandi er Forlagið. Listakonan Frítse Rinds með módel af minnisverkinu. MINNISVERK UM SNORRA STURLUSON Aerlendum tungumálum eru minningarverk um stórmenni sögunnar kölluð monúment. Þó við tölum oft um monú- ment, telst það víst ekki frambærileg íslenska og íslensk ot'ðabók Menningarsjóðs nefnir það ekki. Við höfum þess í stað notazt við minnisvarða, eða minnismerki, sem hafa þó mun lítilfjörlegri hugmyndalega tilvísun og Ný tillaga um minnisverk úr 50 tonnum af áli eftir FRITSE RINDS væri nær að tala um minnisverk þegar ráð- ist er í listræn stórvirki. Því nefni ég þetta hér, að dönsk lista- kona, Fritse Rinds, hefur dvalizt á íslandi síðan í sumar og gerði þá tillögu að nýju minnisverki um Snorra í Reykholti. Fritse fékk úthlutað þriggja mánaða dvöl í gesta- vinnustofu Hafnarborgar í Hafnarfirði og notaði tímann vel. Hún ók meðal annars hringveginn og varð bæði heilluð af landinu og fornsögunum. Þessvegna var henni Snorri Sturluson hugleikinn og einsetti sér að vinna að minnisverki um hann, sem bæri svipmót nútímans. Ekki svo að skilja að Fritse Rinds væri óánægð með styttu Vigelands af Snorra í Reykholti. í minnispunktum listakonunnar frá 16. júlí sl. sumar, stendur skrifað, .. .að stytta Vigelands er svo rétt, því hún - á formmáli þess tíma lýsir hreint og klárt aðalatriðunum í lífi Snorra: valdi og andríki. ... að áhrif Snorra á norræna menningu séu svo lifandi, að hver ný kynslóð geti eða verði að taka afstöðu til hans - þá einnig ef til vill með því að reisa honum minnis- verk”. I minnispunktum listakonunnar talar hún um að gera minnisverkið úr efni, sem ekki sé „táknrænt”, heldur beri það sjálft með sér „anda og vald”. Til þess að túlka and- ann vill hún nota gufuna frá jarðhitanum í Reykholti, sem sé flöktandi, en samt viðvar- andi. „Hún kemur stanslaust uppúr jörðinni eins og á tíð Snorra - óhöndlanleg sem efni- viður andans, en mælanleg með því sem hún er látin gera. Snorri var auðugasti maður landsins á sinni tíð; átti fjölda jarð- eigna og var áhrifamikill. Hvorttveggja birt- ist í valdi. Samsvarandi vald er á okkar tím- um í iðnaðinum og fyrir utan fiskiðnaðinn vítt og breidd um landið, er álverið í Straumsvík stærsta iðnfyrirtæki landsins eftir því sem ég veit bezt. Táknmynd valds- ins eins og ég sé það eru hinir gegnheilu ál-barrar” Fritse Rinds hugsar sér hálfhring lóð- réttra ál-barra, sem hæstir eru í miðju og lækka til endanna. Hringformið tekur mið af Snorralaug og staðsetningin yrði á gras- flötinni framan við Reykholtsskóla. Ál-barr- arnir standa misháir, en herðabreiðir hlið við hlið eins og Sturlungar forðum. Það er samstaða, sem í senn er til varnar og býst til árasar. Með öðrum orðum: íslenzkt ættar- veldi á Sturlungaöld. Innan bogans er vernd- in og heildarmyndin er þaðan eins og opinn faðmur. Gufurör yrði sett inn í ál-barrann sem hæst nemur og streymir þaðan út, síbreyti- leg eftir vindinum. Ál-barrana yrði að steypa niður í grunn, sem næði niður fyrir frost. Ekki fylgir með kostnaðaráætlun, en verkið er engin smásmíði, því listakonan gerir ráð fyrir svo stórum ál-börrum, að samanlögð þyngd þeirra yrði allt að 50 tonnum. Um Fritse Rinds er það að segja, að hún er fædd 1935 og lagði stund á málverk fram- an af ævinni, en hefur í vaxandi mæli snú- ið sér að skúlptúrum og uppstillingum, þar sem hún notar efni sem nýtt eru í verksmiðj- um við framleiðslu á ýmsum iðnaðarvörum og einnig notar hún flúrljós. Ef til vill má lýsa verkum hennar sem tilraunum til að rannsaka gildi þeirra efna, sem notuð eru við fjöldaframleiðslu á iðnaðarvörum og öðru í umhverfi okkar. Fritse Rinds býr í Kaupmannahöfn og hefur haldið fjölda eink- asýninga og tekið þátt í samsýningum, nú síðast var hún með á Haustsýningunni á Charlottenborg. Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.