Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 10
" kynnst og hrifist af. Ef hins vegar litið er á málverk Carls Fredriks sést að hann gaf sér aldrei tíma til þess að komast inn í lista- stefnur, hann skrapaði aðeins yfirborðið. Óeirð hans og leit var svo viðþolslaus að hann komst aldrei alla leið. Hin andlega áreynsla varð honum ofraun; Carl Fredrik bugaðist. Wilhelm von Geger- felt tók hann að sér og fór með hann gegn viija hans til geðlæknisins Blanche í Passy. Sjúkdómsgreiningin var geðklofi. Á meðan Carl Fredrik var hælinu í Passy málaði hann í ákafa. Þótt flestum málverkunum væri hent er vitað að myndefnið var einkum landslag í Svíþjóð. 1881 var farið með hann til Danmerkur á Sankti Hans geðsjúkrahúsið í Hróars- keldu. Þar lagðist hann í sinnuleysi og málaði hvorki né teiknaði. Ef til vill gafst honum ekki heldur færi á slíku. Aðferðir dr. Blanche í Passy að lækna geðsjúka meðal annars með endurhæfingu og þjálfun töldust framúrstefna og höfðu enn ekki breiðst út. Carl Fredrik batnaði hvorki né versnaði við dvölina í Hróarskeldu. Þar sem hann var ekki ofsafenginn var hann sendur aftur á æskuheimili sitt í Lundi þar sem móðir hans og Hedda systir hans gátu ann- ast hann. Systir hans lét hann fá pappír og krít og hann fór að teikna að nýju. Lista- safnið á næstum allar teikningar hans frá þessum tíma eða um 2.600 teikningar frá árunum 1883—1911. Af teikningunum frá Lundi má fá hug- mynd um hvemig ævi Carls Fredriks leið. Hér era tilfinningar hans og þrá. Vissulega bjó hann ekki lengur í stórborginni París heldur í litla bænum Lundi. Hann lifði kyrrl- átu lífi og hafði lítið samneyti við umheim- inn. Stundum fór hann með fjölskyldunni til Kaupmannahafnar eða Stokkhólms. Helst sótti hann fróðleik í myndablöð þau og bækur sem nutu vinsælda á þessum tímum. Þangað sótti hann innblástur og fyrirmynd- ir þegar hann teiknaði eigin heim á pappír- inn. Sýningunni í Norræna húsinu er ætlað að leiða fram sameiginlega drætti og sam- hengi í list hans frá Parísarárunum og tím- anum í Lundi. í málverkum hans sést næstum aldrei fólk. Og þegar sjá má einhveijar verur eða “ hluti eru það ætíð aukaatriði í myndbygg- ingunni. Áftur á móti eru teikningarnar frá Lundi fullar af slíku, þar eru bæði menn og dýr. Frá þeim árum eru líka til hreinar landslaglsmyndir. Carl Fredrik sneri baki við heiminum og skapaði eigin raunveruleika. Hann teiknaði heim sem var honum raunverulegur. Þar gátu draumar hans ræst og þar gat hann öðlast það sem hann þráði. En það var einn- ig angist og illska í veröld hans. í teikningunum var hann listamaðurinn mikli sem hafði hlotið frægð og frama. Frægð hans var slík að hann hafði eignast eigið safn. Gullið gat hann lesið af tijánum eða það rann stríðum straumum móti honum yfir landið svo að hann fór á kaf í silfri og gulli. Hann bjó til eigið mál sem var blanda af sænsku, frönsku og latínu. Með nýtilbún- um orðum skrifaði hann setningar sem stundum voru óskiljanlegar þeim sem ekki þekktu sérstaklega til. Hann skrifaði á teikningamar ábendingar sem stundum voru tengdar myndefninu en stundum gjör- samlega án samhengis við það sem myndirn- ar sýndu. Hann teiknaði stórar hallir þar sem hann bjó en tígrisdýr vörðu dyr. Og félagsskapur hans var á stundum sóttur í sögubækur. Auðvitað voru það alltaf miklir og frægir menn sem birtust á myndunum þar sem Carl Fredrik áleit sig mestan allra. Þannig samneytti hann aðeins stórmenni. Hann var guðinn mikli, hann var Seifur. Hann teiknaði sig sem stjörnumerki á himni, langt yfir jörðinni. I París hafði hann við og við samskipti við landa sína og starfsbræður. Hann bland- aði einnig geði við hinn alþjóðlega lista- mannahóp og umgekkst ungverska og þýska listamenn. I Lundi hitti hann nánast enga utan fjölskyldunnar en í teikningunum gat i hann rætt við hvern sem hann vildi. | Þegar Carl Fredrik var í Stokkhólmi og stundaði nám í Listaakademíunni taldi faðir hans að hann ætti að gera eitthvert gagn. , Faðirinn stóð í hlutabréfaviðskiptum og fól ‘ syninum að fara á hluthafafundi, á því hafði Carl Fredrik mikla andstyggð. Nú launaði i hann fyrir sig þegar hann teiknaði fagrar, > naktar, lostafullar konur á nokkur þessara j hlutabréfa. Einnig teiknaði hann í gamlar 1 minnisbækur föður síns. Það gefur þessum ; teikningum enn nýja hlið. Allt í einu er það r ekki aðeins Carl Fredrik sem er þarna held- ur einnig faðirinn. Þýðing: Aðalsteinn Davíðsson. J oseph de Maistre fulltrúi evrópskrar menningar og siðfágunar Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON Joseph de Maistre hæddi hug- sjónir skynsemishyggju og upplýsingar og leit á Frönsku stjómarbyltinguna sem guð- legan refsidóm yfir þeim öfl- um, sem höfðu leitast við að- koma til móts við hugmynda- fræði frönsku byltingamann- anna. Hann var meðal snjöllustu höfunda á síðasta hluta 18. aldar og fyrri hluta þeirrar 19. Hann var hnittinn, raunsær og háðsk- ur. Hann skopaðist að hugmyndum Rouss- eaus um „að maðurinn væri fæddur fijáls en hann væri alls staðar í hlekkjum”. Hvað þýðir þessi setning? „Þetta stangast á við allan sannleika”. Maistre hefði áreiðanlega samþykkt háðsglósu Faguets: „Sauðkind- uraar eru fæddar kjötætur, en maður sér þær alls staðar bíta gras ...” Skynsemis- hyggjan var að dómi Maistres velviljað ein- feldingslegt gutl og sjálfsunun skillítilla manna sem byði upp á einföldustu iausnir bamalega trú á einskisverð mýraljós og væri þeirrar náttúru að halda að maðurinn væri fæddur góður og dyggðugur og væri einnar gerðar, þar bæri engan skugga á. Skynsemishyggja og upplýsing átti eitt sam- eiginlegt, sem var afneitun á erfðasyndinni, þeirri neitun fylgdi trú þeirra á að uppeldi og fræðsla gætu gert manninn að dyggðug- um þjóðfélagsþegni í samfélagi sem væri í stöðugri þróun. Gegn þeirri trú snerist Maistre af meiri ákafa og ritsnilli en flestir aðrir höfundar og hann sá sömu hættuna og Burke þegar kom að stefnumörkum Frönsku stjórnarbyltingarinar. Einfeldings- legar lausnir lýðskrumaranna. Joseph de Maistre fæddist 1753 í Chamb- éi-y í Savojen, sem þá var hluti konungsrík- is Sardiníu. Hann var ættaður frá Nissa af frönskum aðli og þar sem hann mátti kall- ast búa á jaðri Frakklands, og alla ævi var Frakkland hans land. Hann nefndi Frakk- land: „Fegursta konungsríkið, næst kon- ungsríki himnanna”. Hann stundaði nám í Torino og að aflokn- um prófum varð hann senator í Savojen 1788. Frakkar tóku Savojen 1792 og 1793 neitaði Maistre að sveija frönsku byltinga- stjórninni hollustueiða og flúði til Sviss. Stjórnarbyltingin vakti hrylling í Savojen og þegar fréttist af ógnarstjórninni virtist heimurinn svartur. Maistre hafði ekki verið óvinveittur tak- mörkuðum fijálsræðishugmyndum í æsku sinni, en með atburðunum í París sá hann hvert stefndi og þessar vægu fijálsræðis- hugmyndir þurrkuðust út í huga hans í eitt skipti fyrir öll. Það voru margir vítt um heim, sem tóku fyrstu hræringum byltingar- innar opnum huga, en fljótlega sáu glöggir menn eins og Edmund Burke, hvert stefni og strax á fyrsta ár byltingarinnar skrifaði hann þá frægu bók „Reflections on the Revolution in France”. Mörgum þótti nóg um og töldu að ótti og svartsýni höfundar- ins væri ástæðulaus. Burke ásamt Goethe og fleirum sáu höfuðinntak byltingarinnar, alræðið, náin afskipti af öllum þegnum ríkis- ins hið algjöra hópefli í nafni ættjarðar, frelsis, bræðralags og jafnréttis. Þar með var einstaklingshyggja, persónulegur smekkur og einkalífið sem slíkt gert útlægt og þar með frelsi til vals. Maðurinn var gerður að pólitískri dýrategund. Svar Burkes við byltingunni var reist á siðakenningum ensku kirkjunnar og svar Maistres: „Considérations sur la France”, sem kom út 1797 er einnig reist á guðfræði- kenningum, kaþólskum kenningum um til- gang og vald Guðs og staðgengils hans páfans. Maistre sá guðs vilja birtast í bylt- ingunni, hann skrifaði, „að aldrei hefði guð sýnt vilja sinn svo glöggt, en með því að svipta þá völdum, sem nöfðu reynst ódygg- ir ráðsmenn guðlegrar forsjónar”. Byltingin skapar byltingamennina og þeir verða fórn- arlömb hennar í lokin. Þótt ýmsir þættust sjá þessa afdráttarlausu niðurstöðu af rök- færslum ritgerðarinnar, og páfadómi þætti nóg um, þá vantaði ekki harða gagniýni höfundarins á flest öll þau stefnumið sem talin voru efla frelsi, jafnrétti og bræðralag og ekki síður á þann hernað sem byltinga- Joseph de Maistre Maistre virðist hafa skyggnst langt í meistaraverki sínu, sem hann samdi í borg zarsins, hann sá fyrir pólitíska baráttu 20. aldar, framfarir tækninnar og afleiðingarnar. menn stóðu í gegn elgin þjóð. Hann telur að konungdæmi verði aftur endurreist á Frakklandi. Textinn Iifir á síðum þessa harkalega ádeilurits, sem er að undanskildu riti Burk- es skeleggasta árásin á alla hugmyndafræði þeirra sem fetuðu í slóð upplýsingamanna og afneituðu þar með þeim gildum, sem voru inntak siðaðs samfélags að dómi Burke og Maistres. Maistre hlaut að hrekjast frá yfirráða- svæðum Frakka á byltingaárunum, Sard- iníustjórn tortryggði hann, kenningar hans og skrif voru þess eðlis að þau kröfðust dýpri skilnings, en hægt var að vænta í kammerráðum smáríkis á Italíuskaganum, sem leitaðist við að halda góðan frið við alla nágranna sína. Það ráð var tekið að senda „þetta órólega höfuð” til Sankti Pét- ursborgar og skipa Maistre sendiherra Sard- iníuríkis á þeim norðlægu breiddargráðum. Sankti Pétursborg var um þetta leyti ein glæsilegasta höfuðborg Evrópu, þangað hafði verið flutt ókjör listaverka og bestu arkitektar álfunnar störfuðu þar, bæði hjá zarnum og aðlinum. Maistre dvaldi í 14 ár í Sankti Pétursborg við hirðina og í salónum rússneska aðalsins. Hann varð rússneskur ríkisborgari en hélt jafnframt ríkisborgara- réttindum í Sardiníuríki. Hann var ráðgjafi zarsins í nokkur ár og gaf honum holl ráð og varaði hann við hættulegum nýjungum, t.d. taldi hann mjög hættulegt að leysa bændur úr ánauð og taka upp raungreina- kennslu í skólum. Maistre var ákaflega ljúf- ur i viðmóti, orðheppinn og flestum mönnum menntaðri, hann varð dáður ekki aðeins sem salónhetja heldur ekki síður sem samræðu- snillingur og fulltrúi franskrar og evrópskr- ar menningar og siðfágunar. Hann hafði dijúg afskipti af rússneskri pólitík og það sem honum kom síðar verr, trúmálum. Hann lagði mikla stund á að turna vinum sínum og vinkonum til kaþólskrar trúar og það var ekki vel séð af ortódoxu kirkjunni né zarnum. Það var þessvegna sem hann hvarf frá Sankti Pétursborg 1917 og til Parísar, síðar til Toríno. En árin sem hann dvaldi í Pétursborg voru þau ár sem hann vann að meistara- verki sínu „Soirées de Sainte Petersbourg” — einkum á árunum 1809-1813. Það var á bökkum Nevu, þegar borgin var böðið hvítu ljósi, næturnar vora bjartar af norðurljósum og morgunroðinn var skæ- rastur að hann skrifaði þessa mögnuðu þætti; Kvöldin í Sankti Pétursborg, samtöl við rússneskan aðalsmann ýmist í höllum borgarinnar eða á landsetrum utan borgar. Inntak þessara þátta er mannlegt eðli, útlist- un þess og saga, frameigindir mannsins og eðli. Sagan er blóðidrifin áfangi til nóttanna í Pétursborg, allt frá falli mannsins og ál- agðri erfðasynd. Þar var kveikjan. Á hvem annan hátt fínnst svar við píslargöngu mannsins um aldirnar, sjálfseyðing, fíflska og hörmungar eru dagar mannsins. Hvers- vegna stuðlar þekkingin, vísindin og framf- arirnar ekki að mennskri hamingju? Ekkert mannlegt virðist geta bjargað honum frá villuráfi og hryllingi. Framfarirnar og tækn- in gera hann enn berskjaldaðri fyrir illum öflum, djöflum í mennsku gervi. Maistre spyr um árangur hátimbraða samfélags- bygginga á skynsemi og upplýsingu. Hann bendir út um gluggann og hann virðist heyra drunurnar í fallbyssum Napóleons, sem nálgast óðum. Og hvað síðar, kenningar hans ná okkur nú á síðasta hluta 20. aldar. Tuttugasta öldin hefur verið blóðidrifin öld, öld hlekkjanna, þjóðamorða, hungurs og stórstyrjalda og fyrst og fremst öld lyginnar. Maistre virðist hafa skyggnst langt þessar björtu nætur, í borg zarsins, hann sá fyrir pólitíska baráttu tuttugustu aldar og framfarir tækninnar og afleiðing- arnar. Kenningar Maistres voru fremur illa þokkaðar meðan framfarasinnar og vísinda- hyggjumenn réðu stefnunni. Skoðanir hans um dulin djúp sem réðu gjörðum mannanna fremur en skynsemin, ekki heldur. En þótt 170 ár séu nú liðin frá því að verk Maistres kom fyrst út þá era skoðanir hans og kenn- ingar um örlög manna og eðli samhljóma þeim kenningum, sem merkastar þykja um tungumálið, hvatalíf og dulvitund. (Jung og Chomsky.) í þessum svarta heimi taldi Maistre að viðsættanlegt ástand yrði aðeins mótað meðal manna með leiðbeiningum og stjórnun páfa og konungsveldis af Guðs náð og með samanburði liðinna alda virðist honum þetta form samfélagsskipunar sanna skoðanir sín- ar. Hann ber saman siðmenningarsamfélög Evrópu og þau samfélög villimanna, sem þá var mikill siður að dá og dýrka (sbr. Rousseau). Samanburðurinn verður heldur dapurlegur fyrir þá síðarnefndu. Sama er uppi á teningnum þegar ill öfl ná að kynda undir meinsemd, öfund og hatur múgsins og siga því fyrirbrigði gegn þeim stofnunum og því valdi, sem hafa stuðlað að siðmenn- ingu um Evrópu um aldir. Þá hefst öld ógn- arstjórna sem lýkur með hryllingi. Maistre hefur fyrir sér atburðina frá 1789 og fram undir 1810. Stríðshijáð Evrópa, og sé gerð- ur samanburður á því sem gerst hefur í álfunni þessa öld, þá er afraksturinn fyrir þjóðirnar, sem hafa orðið að þola stjórn þeirra sem hæst kvökuðu um réttlæti og jöfnuð svo hryllilegur að þær eru lamaðar og umhverfi þeirra gjörspillt af eitri og eyddu landi og menguðu vatni og hafi. J.L. Talmon og Hannah Arendt hafa fjall- að um arfleifð frönsku byltingarinnar. Talm- on skiptir henni í ef nefna mætti vinstri og hægri stefnur, réttarríkið annars vegar, sem átti sér forsendur í breytingum á stjórnar- skipun Breta á 17. öld og síðar í stofnun Bandaríkja Norður-Ameríku og í uppkomu lýðræðisríkja Evrópu. Hins vegar í alræðis- ríkjum Austur-Evrópu og nasismanum í Þýskalandi og það ar sá angi arfleifðar frönsku byltingarinnar sem Maistre sá fyrir og óttaðist að myndi yfirþyrma siðmenning- aröflin. Það er þessi neikvæða arfleifð sem mótaði og mótar alræðisríki nú á dögum. Sú hætta vofir alltaf yfir að þau öfl nái undirtökum vítt um heim. Við sjáum þessa baráttu sem baráttu milli réttarríkisins og alræðisstefna, þar sem pólitískir glæpamenn sópa til sín fylgi með aðferðum lýðskrumar- ans og styðjast við harðsvíraða hagsmuna- hópa. Maistre sá þessi skil samkvæmt heimsmynd þess tíma og þeirrar siðmenn- ingar og stigveldis sem hann mótaðist af. Joseph de Maistre hélt eins og áður seg- ir frá París til Tórínó, og þar lést hann 1821. Les Soirées de Saint-Petersbourgh kom út sama ár. Fyllsta útgáfa verka Maistres er: „Æuvres complétes de J. de Maistre, 14 bindi. Lyon/Paris 1884-87”. Höfundur er rithöfundur. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.