Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1991, Blaðsíða 5
RÚDÓLF PÁLSSON Formáli Vindurínn blæs og vegir andans duldir, vegamóður frá ókennilegum heimi og hvert hann fer til framandi ókendra landa er furðan mikla, en enn er hann á sveimi. í loftsins veröld lyftir hann vængjum sínum, lægðir hann miðar út frá kuldans sviði, jafnvægis leitar og loftsins straumakerfi er látlaust á ferð og eins og allt á skriði. Tómið skal fyllt af föngum allra nægta, fárviðrið stílar sín rök út frá straumsins kalii, hið heita og kalda hrapar og rennur saman er hæðir og lægðir jafnast í upprisu og falli. Vindurinn blæs og vegir andans skírast, vör er sú hönd er lögmálssverðinu sveipar, allt leitar síns réttar og lognið er tákn þess friðar, sem lífinu veitist, þar sem það spennir greipar. Lognið varir ef vogin mikla ei raskast, vorið ríkir í skjóli regns og sólar, haustið drottnar í dvínandi bjarma eldsins, dauði og fæðing, tilverunnar pólar jafna hæðir og lægðir lífs og anda, Ijós og myrkur benda þér áfram veginn, að nóttu skal sofa, að degi dáðir vinna, en Drottinn vitjar þín alltaf báðum megin. Vindurinn blæs og vegir andans skírast, velferðin miðast við jafnvægi laga og réttar, afturhvarfið til upphafsins, lognsins mikla, er einnig þar sem reglurnar eru settar. Höfundur er úr Mýrdal en býr í Reykjavík. Fyrsta Ijóöabók hans, „Á svörtum reið- skjóta”, kom út 1973. Höfundur er þrjátíu ára og býr í Reykjavík. / Peking-óperu eru fjögur :tðalpersónugervi; Sheng/karlhlutverk (lao-sheng: gamall maður), jing/karlhlutverk (andlit máluð í munstri), Chou/hirðfífl, trúður og dan/kvenhlutverk. Frá vinstri: Lao-sheng, dan og lao-dan (sést að hún er gömul af því að grár hárlagður er á hnakka hennar). Til hægri eru þeir fáu sviðsmunir sem oftast eru notaðir í Peking-óperu: eitt borð og tveir stólar með rauðu taui á. Drenghnokki situr á milli hermanns úr kínverska alþýðuhernum og afa síns. Þeir sitja á „fyrsta bekk”, en fyrir framan hann eru borð undir tebolla og könnur. Á milli bekkjaraðanna eru trjádrumbar sem gegna sama hlutverki. Einn daginn skein sólin glatt á hvíta trefjaplastið og stórbætti sviðsljosið. GuII- saumurinn á silkibúningunum gljáði og glampaði svo unun var að sjá. Ekki voru neinir Ijóskastarar til staðar, berar Ijósaperur voru látnar nægja, svo þessi sólar- stund var meira en velkomin. Þar að auki hlýnaði verulega í salnum svo hægt var að fara úr úlpunni. Hægra megin við sviðið er hinn helmingur hljómsveitar- innar, fjórir strengjahljóðfæraleikarar. Tveir hljóðnemar, á kassa og palli, fyrir framan sviðið. Margir hafa nesti með sér að heiman og snæða það hvenær sem er. Ekkert hlé er á sýningunni og bregða menn sér út við og við til að kasta af sér vatni, en þess er þörf í öllu því teþambi sem stöðugt var í gangi. Starfsmaður kom með jöfnu millibili og fyllti á tekönnurnar með sjóðandi vatni úr stórum tekatli. Vatnið var soðið aftast í „salnum" á kolakamínu, nóg var til af kolunum. I bakgrunni ei plastið sem skilur salinn frá Gulafljótinu, en sæmileg birta kom í gegnum það. Flestir áhorfenda eru eldri menn, enda sýningar alltaf á daginn á milli 14.01 og 17.00 og ekki hægt að búast við vinnandi fólki nema um lielgar. ÁSDÍS TÓMASDÓTTIR Haustmyndir Skerandi ljós kyssir tif klukkunnar. Birtan þrýstir sér þétt að glerinu og togar með sér húðlit ský. Fugl úr tré, annar úr málmi, margspakir álagaprinsar komandi tíma spóka sig í kvöldkyrrðinni. Þroskuð ber klasar úlfareynis. Moldugir fingur grafa blómlauka vetrarins djúpt í jörð. Lauf trjánna rauð og gul. Litlir knappar hvítra vetrargosa umvafðir þéttri mold bíða vors. Ötul kónguló leikur á þanda þræði og pakkar gróðrínum varlega inn. Koparreynir fléttaður englahárum tindrar í haustsólinni. Það hvessir og rigningin límir marglit trjálauf við húð og hár. TRYGGVI HANSEN ég hef etið hjarta Hún kom ekki aftur á móti var önnur geðþekk svört þykk flétta kona horfði á mig selsaugum eggjaði hold mitt oddmjó tunga milli tanna ... í fellingum reis hún upp úr vatninu feiminn rísastór fjallalær ég náði taki á selakonunni með spjóti efans spik hennar var heitt og sætt laun veiðimanns hjartað mjúkt af heitu blóði sullar á tungu minni selta augna þinna ímynd þín á himnum tekur að seiða mig innan heim og niður til þín í haf rökkurviljans söngur þinn sem hnífur í gegnum mig skapar kaos í n heimum þú heldur mér vakandi við efnið þú syngur í blóði mínu djúpsjávardýr Höfundur er torf hleðslumaður og grafískur hönnuður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. NÓVEMBER 1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.