Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1990, Blaðsíða 3
LESBOE m ® ® [ö] m [nj 11 e r*j © ® m ® a Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er mynd eftir finnska listamanninn Olli Lyytikainen, og birt í tilefni sýningar á verkum hans í Listasafni íslands. Lyytikáinen var óskólað náttúrubarn í list- inni, hamslaus í líferni sínu og dó af völdum of- drykkju fyrirþremur árum, aðeins 37 ára. Helmingur verka hans eyddist í eldsvoða, en meðal þess sem eftir stendur, eru margar perlur. Um þenna sérstæða Finna er nánar fjallað á bls 8-9. Hernám íslands 10. maí 1940 markaði tímamót og á sínum tíma yfirskyggði atburðurinn allt annað hér, sem sést af 50 ára fréttasíðum úr Morgunblaðinu, sem birtar eru ábls. 2 og4—6. Malta er auðug af sólskini og góðhjörtuðu fólki og eyjan er ferðamannastaður, sem lítið hefur verið sinnt hér til þessa. Björn Jakobsson, sem seztur er að á Ítalíu, hefur verið á Möltu við að koma á ýmisskonar íslenzk- maltverskum samskiptum, segir frá Möltu í Ferða- blaði Lesbókar. Hermann Pálsson fyrrum prófessor í Edinborg heldur áfram að rýna í forn fræði og í þetta sinn gaumgæfir hann Vopnfirðinga sögu og viðureign þeirra Geitis og Brodd-Helga, sem var slíkur ójafnaðarmaður, að hann hélt enga samninga og fórst illa við alla, sem hann hafði einhver samskipti við. GRÍMUR THOMSEN Þorbjörn kólka - BROT- Á áttæríngi einn hann rerí, ávallt sat á dýpstu miðum. Seggur hafði’ ei segl á kneri, seigum treysti’ hann axlaliðum. Enginn fleytu ýtti úr sandi, ef að Þorbjörn sat í landi. Vissu þeir, að veðurglöggur var hann eins og gamall skarfur, hjálparþurfum hjálparsnöggur, í hættum kaldur bæði og djarfur. Forustu garpsins fylgdu allir, en — flestir reru skemmra en kallinn. Spölur er út að Sporðagrunni, — Spákonufell til hálfs þar vatnar, og hverfur sveit í svalar unnir, — sækja færri þangað skatnar. Einn þar færi’ um gildar greipar í góðu veðrí Þorbjörn keipar. Sér hann, upp að sorta dregur suður yfir Kaldbakstindi, hankar uppi, heim er vegur helzt til langur móti vindi. Tekur Þorbjörn þá til ára. Þykknar loft og ýfist bára. Á Olbogamið er inn hann kemur, ofsarok af landsynningi sópar loft og sjóinn lemur saman upp í skaflabingi. Ein þar hrökklast ferðlaus ferja, fyrðar uppgefnir að beija. Tók hann skipið í togi’ á ettir. Tveimur árum hlýddu bæði. Fótinn annan fram hann réttir. Fleyin óðu á bægslum græði. Bólgnar skafl til beggja handa. Bognir menn í austri standa. Göður fyrir ekkert-gerðin Lengi vel þótti það sjálfsögð staðreynd að mannskepn- an raðaði sér nokkurn veg- inn jafnt á þessi tvö kyn sem fyrir liggja. Öllum var það ljóst að þessi kyn voru ekki alveg eins, og flestir gerðu sér ekki mikla reglu vegna þess heldur sáu í þessum mun tals- verða möguleika, jafnvel skemmtilega möguleika. A síðustu árum hefur það hins vegar orðið að sérstakri íþróttagrein að hvort kyn- ið rembist við að skilgreina hitt og er þá stundum ekki smátt skammtað. í allri þess- ari skilgreiningaráráttu er náttúrlega ekki ein báran stök og ljóst orðið að þessi tvö kyn eru stórlega varasöm, einkum hvort öðru. Nu fyrir skemmstu barst mér í hendur nýtt eintak af tímaritinu Vikunni, því gamla blaði sem samt ætlar að verða eilíft eins og Frónkex. Þar fann ég grein sem ég las með mikilli athygli enda þykir mér sem körlum beri skylda til að fylgjast vel með skilgreiningum á þeim. Grein þessi heitir „Stelpur, hvar er hinn trygga og feimna mann að finna?“ Þetta er þýdd grein af Bryndísi Hólm en ekki er getið úr hveiju þýtt var. Á þessum dýrlegu orðum hefst svo greinin um karl- menn vorra tíma: „Jæja, loksins er komin til ný tegund af karlmönnum! Þið Irafið örugglega allar séð eitt eintak. Hann er þessi manngerð sem þið vinnið með, farið út á lífið með eða eyðið lífinu með. Hann er hinn nýi óskuld- bundni maður." Því skal ekki leynt hér að ég las greinina a.m.k. með öðru auganu til að komast að því hvernig konur vilja hafa karla sína. Það getur alltaf komið sér vel. Ég komst að því að hér var verið að lýsa hættulegri tegund, þfeijandi og óalandi gerð karlmanna. „Hann er mjög ástríðufuliur og tekur öil- um áskorunum, líkamlegum jafnt sem and- Iegum. “ Því er ekki að leyna að nú fóru vandamál- in að hrannast upp. Þetta með að vera ástríðufullur fannst mér ég skilja — en með líkamlegar og andlegar áskoranir — það var öllu verra. Að vísu þóttist ég sjá að þetta væri fögur íslenska og fór að gæla við þá hugsun að í stað einhvers hallærisins í Eg- ils sögu stæði svo: „Ljótur hinn bleiki ávarp- aði Egil: „Ég vil nú skora á þig líkamlega að þú beijist við mig..Svona er nú hægt að komast fallega að orði með hvaða hætti konur senda körlum líkamlegar og andlegar áskoranir og ég fór að verða von- daufur um að ég yrði stórum fróðari af lestr- inum heldur héldi áfram að vera sami hall- ærisgæinn eins og hingað til. Samt gafst ég ekki upp. Litlu síðar las ég eftirfarandi um kynbræður mína: „í fyrstu virðist þetta vera þessi mann- gerð sem auðvelt er að elska — en í raun er málið ekki svo einfalt. Konur, sem eru í tygjum við slika menn, sjá að oft er fiagð undir fögru skinni. Hlýtt hjarta og hlýr líkami munu ekki breyta þeirri staðreynd að slíkir menn hafa kalda fætur. Ef við ætlum að finna menn með kalda fætur verð- ur við að þekkja einkenni þeirra." Þetta er fagurt tungutak en skapar því miður nokkur vandamál. Að vísu get ég ekki státað mig af þvi að nokkur maður segi um mig að oft búi flagð undir fögru skinni — og á ég það vandamál við þann sem forðum daga tróð mér í skinnið. Hins vegar þykir mér horfa öllu óvænlegar með hitalögnina. Ég held að hjartahlýindi mín séu svona í meðallagi og líkamshiti sömu- leiðis. En ég verð að viðurkenna að fyrir kemur að mér verður ansi kalt á fótunum. En ég á bara í nokkrum vanda með að skilja af hveiju konur vilja endilega snuðra uppi karla sem sífellt er funheitt á fótum. I þessari lærdómsríku grein kemur fram að til eru alls þijár gerðir karla sem ekki þola langtíma skuldbindingar og konur eru stórlega varaðar við — líklega af því að þær eru í sífelldri leit karla sem hafa mikinn áhuga á langtíma skuldbindingum. Þessar eru gerðirnar: 1) „Hann dugar alveg“-gerðin. 2) „Þessi yndislegi í dag, farinn á morgun“-gerðin. 3) „Ekki góður fyrir neitt“-gerðin. (Ég bið lesendur að virða fyrir sér hina fögru þýðingu orðanna ensku „good for nothing"). Um þriðju gerð karlmanna „Ekki góður fyrir neitt“-gerðina, sem hlýtur einna verstu dóma greinarhöfundar, stendur þetta: „Hann getur ekki verið í ástarsambandi -og hann getur varla sagt orðið „samband“ án þess að vera að kafna. “ (Nú geta menn velt því fyrir sér hvemig færi ef forstjóri SÍS teldist til þessarar hættulegu gerð karl- manna.) Mér þótti líka athyglisverð lýsing á 2. gerð karlmanna sem ekki eru fyrir langtíma skuldbindingar: „Þegar hann er of nálægt konum finnst honum sem hann sé að missa hluta af sjálf- um sér.“ Þetta er skemmtilegt. Allir kannast við þetta — nema mér þykir sögnin „að missa“ ekki verulega heppileg. Enda var skaparinn svo líknsamur að ganga svo frá málum að þessi umræddi hluti mannsins kemur von bráðar í leitirnar að mestu óskaddur — og svo hafa menn bara gaman af þessum „missi“ — en það er nú önnur saga. Að lokum skora ég á Bryndísi Hólm, þýðanda greinarinnar, líkamlega og andlega að láta ekki deigan síga en halda ótrauð áfram að þýða lærdóma af þessu tagi okkur karimönnum til ómetanlegs gagns. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MAÍ 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.