Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 16
B M 1 L A R BMW 316i kostar liðlega 1.100 þúsund krónur. M 'y á 1 > 3$SSjjít 5 -H>' BMW 316i Uppfyllir vonir hinna kröfuhörðu BMW-bílar hafa átt nokkuð sveiflukenndum vin- sældum að fagna á íslandi á liðnum árum og hefur verðþróunin Sennilega ráðið þar mestu. Stundum hafa þeir náð góðri samkeppnisstöðu við hliðstæða bíla en stundum hafa þeir orðið að víkja. Vissulega hljóta tíska og sókn inn- flytjenda á íslenskan markað að ráða hér nokkru líka. Bílaumboðið hf. heitir núver- andi innflytjandi BMW og hafa forráðamenn þess alið með sér góðar vonir um aukna markaðshlutdeild BMW. Með 316i sem við skoðum hér í dag ætti það að vera raun- hæfur möguleiki. Þama er um að ræða ijög- urra strokka, rúmlega 100 hestafla bíl með vökvastýri og fimm gíra sem kostar stað- greiddur 1.130 þúsund krónur auk ryðvam- ar og skráningar. Með öðrum orðum hér býðst innihaldsríkur vagn sem stendur fýrir sínu í flokki meðalstórra bíla. Vilji menn stærri bfla er auðvelt að fikra sig upp eftir BMW-línunni og stökkva á 500- eða 700- bíiana en þá emm við farin að tala um verð á bilinu 1,7 til 6,6 milljónir króna. BMW 316i státar sig einkum af nýrri 1,6 lítra fjögurra strokka vél sem veitir 102 hestöfl og er með beinni innspýtingu. Hún er tæknilega skyld 12 strokka vélinni sem finna má í dýmstu útgáfum BMW (750i sjálfskiptum) og er stjórnað af svokölluðu Digital Motor Electronics. Skynjarar veita upplýsingar um hita, um vélina og átak og stjórna innspýtingunni og neistafluginu. Þá er vélin hljóðlát og eyðslan sögð vera kring- um 10 lítra á hundraðið í borgammferð en fara allt niður undir 6 lítra á jöfnum 90 km hraða. Mælaborð sver sig í ættina. Sportlegur Segja má að engar stórbreytingar séu á ferðinni hjá BMW hvað varðar ytra og innra útlit bílsins. Framendi sem afturendi hafa sömu einkenni og fyrr, mælaborðið kemur kunnuglega fyrir sjónir en allt er samt orð- ið með sportlegra yfirbragði en var. Línur em mjúkar hið innra sem ytra og bíllinn er í senn glæsilegur og látlaus. Varla þarf að fjölyrða mjög um sætin og þægindin hið innra. Ökumaður sem far- þegar geta haft það gott og ekki er erfitt í tvennra dyra bílnum að skjótast í aftursæt- ið. Framstólamir renna auðveldlega það langt fram með einu handtaki að menn eiga auðvelt með að ganga um en vissulega ættu menn þó að hugsa um að bæta við þeim tæpu 50 þúsund krónum sem þarf til að fá femra dyra bíl. Miðstöðin eða loft- ræstikerfið er gott, hægt er að fá blásturinn út á sjö stöðum og er miðstöðin fljót að hita upp bílinn og trúlega jafn öflug við kælingu þótt lítið hafi reynt á það í þessum akstri. Framleiðendur BMW hafa látið öryggis- mál mikið til sín taka á liðnum ámm við alla hönnun bíla sinna. Þannig staðhæfa þeir nú að framendi 300-línunnar sé hannað- ur þannig að við árekstur á allt að 50 km hraða sé farþegarýmið óskemmt. Einnig er bent á að fram- og afturstuðarar þoli hnjask og færist í samt lag eftir högg á allt að fjögurra km hraða. Það er kannski ágætt að vita það þegar menn þurfa að ryðja sér pláss í stæði! Mjúkur akstur Annars þarf ekki að hafa áhyggjur af því að menn þurfi að ryðjast mikið í stæð- in. Gott útsýni, hliðarspeglar og vökvastýrið gera það að leik einum að leggja bílnum. Það er raunar leikur einn að aka þessum bíl hvar sem er og er óhætt að segja að það á við flest svið akstursins. Hér er á ferðinni kraftmikill bíll sem líður yfir holt og hæðir á vegum úti um land í fjórða gír ef aðstæð- ur leyfa ökumanni að halda ferðahraða (og jafnvel fimmta ef verkast vill). Auðvitað þýðir ekki að aka hugsunarlaust gegnum þvottabretti í beygju á fullri ferð og ætlast til að allt sé í lagi — hér þarf eins og í öll- um bílum að sýna aðgát. En holóttur og grófur vegur er annars ekki vandamál. Hávaði frá vél, hjólbörðum og vegi er ekki teljandi og ásamt mýktinni má segja að BMW 316i sé einkar hentugur ferðabíll. Farangursrými er allgott og ekki þarf að endurtaka það sem áður sagði um góð sæti og gott útsýni sem skiptir sköpum ætli menn sér að aka langar dagleiðir. Hámarks- hraðinn er gefinn upp 180 km sem dugar vel við íslenskar aðstæður eins og við höfum minnst á hér áður. Vélin gefur gott við- bragð enda 102 hestöfl og bíllinn vegur lið- lega eitt tonn. Þá má einnig hæla gírskipt- ingunni og var eftirtektarvert hversu stöng- in var vel staðsett — það var eins og hönd- in væri alltaf komin á stöngina um leið og eftir henni var leitað. Sem fyrr segir kostar BMW 316i kr. 1.130 þúsund krónur miðað við staðgreiðslu. Sjálf- skipti bíllinn kostar 1.238 þúsund krónur staðgreiddur og hér er um tvennra dyra bíla að ræða. Vilji menn taka þá femra dyra þarf að greiða 47.500 kr. í viðbót og er uppgefið verð fyrir utan ryðvörn og skráningu. Niðurstaða BMW 316i má hiklaust telja góðan val- kost sem meðal stóran fjölskyldubíl á þessu verði. Hann fullnægir öllum venjulegum kröfum til þægilegs aksturs í borg og bæ sem úti á vegum og hann stendur líka fyrir sínu fyrir þá sem gera annað og meira en venjulegar kröfur. Ökumaður sannfærist fljótt um að gripurinn sé vandaður og ljóst er að kostimir yfirgnæfa gallana og spurn- ing hvort gallarnir eru í raun og vem fyrir hendl- JÓHANNES TÓMASSON BMW 316i — nokkrar tölur: lengd 4,325 m, breidd 1,645 m, lengd milli hj'óla 2,57 m, breidd milli framhjóla l, 407 m, breidd milli afturhjóla 1,415 m, þyngd 1.065 kg, burðargeta 460 kg, burðargeta á toppi 75 kg, há- markshraði 182 km/klst, strokkar 4, hestöfl 102, rúmtak 1596.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.