Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 2
ALLT ÖNNUR MANNESKJA SMÁSAGA eftir KRISTÍNU BJARNADÓTTUR Auður Ósk stóð fyrir framan spegilinn og velti því fyrir sér hvort hún væri ekki um það bil að verða fullorðin. Að vera fullorðin var að geta unnið fyrir sér og ráðið sér sjálfur. Ráðið sínum tíma. Að vera fullorðinn var að geta sagt nei án þess að fá magapínu og andateppu bara við tilhugsunina, hugsaði Auður Osk og hneppti frá sér kápunni. Hún var of þröng þessi kápa. Skrítið að þau skildu ekki sjá það. En auðvitað plataði ég þau, viðurkenndi Auður Ósk með sjálfri sér. Ekki gátu þau vitað að ég dró inn magann allan tímann meðan ég hringsneri mér fyrir framan þau og lét þau dást að því hve vel hún færi mér. Það var eins og hún vildi að allt færi sér vel. Að allt yrði fallegt einmitt á henni. Líka flíkumar sem Ebba frænka var vaxin upp úr. Eins og þessi kápa, sem þau full- yrtu að væri eins og sniðin á hana. „Það held ég einhver verði skotin í þér í þessu,“ hafði pabbi hennar sagt. En af hverju hafði hann sagt það? Af því hún sýndist grennri en hún í rauninni var eða af því hún sýnd- ist fullorðnari en hún var. Og vildi hann þá að einhver yrði skotinn í henni. Hann sern var alltaf að vara hana við. Eigin- lega skyldist henni að það væri hættulegt að vera ein með karlmönnum. Að hans dómi. Ekki það að hún tryði því, það hlaut að minnsta kosti einhvem tíma að hætta að vera hættulegt, en það var þetta með vandaðar stúlkur og óvandaðar. Það hafði oft valdið henni heilabrotum. Stundum sat hún heilu tímana og reyndi að gera sér grein fyrir hveijar stelpumar í bekknum væra vandaðar og hveijar óvandaðar. Að dómi pabba hennar. Þær hressustu vora víst flestar óvandaðar. Oft var niðurstaðan sú að það væri miklu meira spennandi að vera óvandaður. En í aug- um pabba síns vildi hún vera vönduð. „Hvernig líst þér á?“ Það var móðir hennar sem kallaði. Þau sátu bæði fram í eldhúsinu og biðu eftir henni. „Vel“, kallaði Auður Ósk á móti. „Ég er bara að greiða mér“, bætti hún svo við en fann um leið að það hljómaði eins og lygi. Aumingja mamma, hugsaði hún um leið og hún tók vara- lit móður sinnar og gerði á sig munn. Konumunn. Mamma er fullorðin en samt getur hún ekki ráðið sér sjálf. Af því hún er gift pabba. Og pabbi vill ákveða hvað er rétt og hvað er rangt. Vill ákveða í hvað má eyða og í hvað ekki. Vill alltaf hafa síðasta orðið. Ann- ars verður hann reiður. Og þegir kannski í fleiri daga. Það er bara eitt gott við það, hugs- aði Auður Osk og reyndi að finna upp viðeigandi hár- greiðslu. Það góða er að þá fæ ég að vera í friði. Þá gleym- ir hann að faðma mig jafnvel þó hann rekist á mig eina. Eða sér mig ekki. Og þá verður allt eins og mér að kenna. Af því ég á leyndarmál sem ég get ekki talað um við mömmu. Og ekki við neinn. Það var eins og .. . alltaf of seint. Það hafði verið of seint svo lengi sem hún mundi. Næstum jafn lengi og hún mundi eftir sér. Svo var heldur ekkert auð- velt að tala um eitthvað sem maður vissi ekki sjálfur hvað var... Hún hafði einu sinn reynt það en móðir hennar hafði víst ekki almennilega skilið hvað hún var að fara og hvorag þeirra varð nokkra nær. Og í stað þess að koma föður sínum í vand- ræði með því að gera mál úr einhveiju sem kannski var ekki neitt... nema eðlilegt, þá hafði Auður Ósk byijað að spuija móður sína nærgöngulla spuminga. Spyija hana hvemig allt væri þegar þau væra saman, hvað hann gerði og hvað hún gerði og hvern- ig henni þætti það. Svo bar hún saman. Sumt stemmdi, en alls ekki allt... En eitt þóttist hún viss um: Að móðir sín léti oft sem henni þætti gott, líka það sem hún naut ekki vitund, bara til að hafa hann góðan. Og með sjálfri sér ákvað hún snemma að gera hið sama. Auður Ósk vildi vera jafn mikil kona og henni fannst móðir sín vera. Milli þess sem hún lagaði sig til fyrir framan baðherbergis- spegilinn og notaði snyrtivörar mömmu sinnar óspart, reyndi hún að setja sig í ólík- ar stellingar, sem minntu á hennar. Þegar best tókst til fann hún örla á þessari blendnu tilfinningu sem hún hafði svo oft og sem stundum gerði hana svanga. Annars vegar var ánægjan yfir að vera velheppnuð og hinsvegar samviskubit yfír að standa á ein- hvem hátt í veginum fyrir því að mömmu hennar gæti liðið reglulega vel. Hefði ég ekki verið þá hefði pabbi ekki þurft að eiga leyndarmál fyrir mömmu, hugsaði hún með sér. „Ertu ennþá að spegla þig, Auður mín.“ Henni fannst eins og verkjaði undan blíðlegri rödd móður sinnar. Verkjaði einhvers staðar þar sem hún ekki þekkti sig. Lengst inn í tóminu. „Nei, ég var bara að hugsa. Vilduð þið sjá mig aftur?“ Áður en hún var farin að bíða eftir svari og áður en hún náði að snúa sér við, fann hún að hálfluktar dymar opnuðust. Hún greip andann á lofti... það var þá of seint. Líka núna. Alltaf of seint. „Hún getur ekki hætt að dást að sjálfri sér í nýju kápunni.“ Það var faðir hennar sem stóð í dyranum og beindi orðunum aftur fyrir sig, eins og skilaboðum til móðurinnar. „Þarftu að komast að,“ spurði Auður Ósk, og furðaði sig á hvað hún varð mjó- róma alltaf þegar hún reyndi að vera sak- leysisleg og ákveðin. Hún vissi vel hvað hann vildi. Fyrst. Það var ekki hjá því kom- ist. Hann hallaði dyranum á eftir sér, hló þegar hann sá framan í hana og tók utanum hana án þess að reyna að kyssa hana. Þeg- ar hann hélt henni svona þétt að sér og byijaði að hvísla, eins og í leit að viðurkenn- ingu, þá gerðist alltaf eitthvað. Það gerðist í hennar eigin líkama en hún vissi ekki hvað það var. Hafði aldrei skilið það. Það eins og dró úr henni allan mátL Þar til hún fann ekki lengur fyrir eigin líkama. Bara hans. Hún hafði oft velt því fyrir sér hvernig það væri að deyja. Helst vildi hún geta horfið án þess að deyja. Bara hverfa og þurfa ekki að finna svo mikið fyrir sér. Geta samt séð og verið til í augum ann- arra. En meðan hann hélt henni svona að sér þá hugsaði Auður Ósk sem allra minnst. Hún brosti og beið. Hún beið eftir að hann sleppti sér og þá brosti hún enn meir. Ef hún lét hann finna að hann gerði hana glaða, hlaut honum að þykja meira vænt um hana. Fannst henni. Og hann var sá sem sá fyrir henni. Mest. Hann átti hana. Hann hafði tilkall til hennar. Ennþá. Kannski ekki mikið lengur. Kannski... Móðir hennar var að undirbúa kvöldmat- inn. Það glumdi í matarílátum og eldhús- áhöldum. Samt fannst Auði Ósk að minnsta hljóð annað hlyti að heyrast. Hún læddist að herbergisdyranum sínum, opnaði þær varlega og skellti þeim síðan aftur. Eins og til að þykjast koma þaðan út, áður en hún gekk fram til móður sinnar. „Er að koma matur,“ sagði hún og gerði sér far um að vera blátt áfram. Henni fannst notalegt að vera með andlitið falið undir meikinu. Eins og auðveldara að láta sem ekkert væri og ekkert hefði gerst þegar hún mætti augliti móður sinnar. „Já, elskan mín, maturinn er til eftir fáeinar mínútur. Heldurðu að þú leggir ekki á borðið fyrir mig. Nei, mér þykir þú vera búin að punta þig. Bara eins og fullorðin dama.“ „Hún er eins og allt önnur manneskja." Það er faðir hennar sem er kominn fram og sest niður og horfir á hana meðan hún leggur á borðið. Hún er enn í kápunni og flýtir sér að leggja á borð fyrir tvo. „Hvað, ætlarðu ekki að borða með okkur,“ spyr móðir hennar, þegar hún áttar sig. „Nei, ég ætla í sund,“ svarar Auður Ósk lágt. „Sú held ég ætli í sund. Sérðu ekki að hún er að fara á stefnumót,“ segir faðir hennar og Auður reynir að átta sig á því hvort hann sé að segja að í rauninni væri það allt í lagi þótt hún væri að fara á stefnu- mót. Henni fínnst hún alltaf þurfa að túlka það sem hann segir. Veit svo sjaldan hvað hann á við. Eða það stangast á við annað, sem hann hefur sagt áður. Og nú vildi hún óska að það væri satt. Að hún væri að fara á stefnumót. Hún þekkir bara engan þann- ig. En hann hefur að vissu leyti rétt fyrir sér. Hún ætlar ekki í sund. Hann sér gegn- um allt. Hún ætlar ekkert. Ætlar bara út. Kannski í göngutúr. Kannski í sund. Kannski í bíó. Kannski bara út í sjoppu. Hvað sem er. „Ég sem hélt að þér þætti gellur svo góðar.“ Auði Ósk finnst hún heyra greinilegan tón vonbrigða í rödd móður sinnar. Eins og hún sé svikin og særð. Og það verði ekki aftur tekið. Og það verkjar. „Ég ætla nú samt í sund,“ segir hún hljómlaust og finnur sig hverfa meira og meira við hvert ósatt orð. Hvert atriði sem ekki stenst eða sem hún ekki er viss um að geta staðið við. „Er það ekki í lagi?“ spyr hún og þráast við að fara fyrr en hún hefur fengið sam- þykki móður sinnar. Að vera ósátt við móð- ur sína er það versta sem hún getur hugsað sér. Þá finnst henni betra að þurfa að laga sannleikann aðeins til. Hún er þrátt fyrir allt sú sem hún trúir fyrir flestu. Eiginlega öllu sem hún á annað borð getur talað um. Enginn stendur henni nær. „Auðvitað er það í lagi elskan mín. Þú færð þér bara bita þegar þú kemur aftur,“ heyrir hún móður sína segja. Og hún finnur að henni er alvara. Það er í lagi. Þau vita ekki að kápan er of þröng og ég veit ekki hvert ég ætla, hugsar hún meðan hún tínir saman dótið sitt og lætur ofan í bakpokann. Handklæði, sundbol, tannbursta og annað snyrtidót, stílabók og penna, litla sjálfvirka myndavél, tusku- brúðu, sandala og stutt bómullarpils. Maður hlýtur að komast langt á heilli sumarnóttu þegar maður er orðinn tólf ára og á leið á stefnumót hugsar Auður Ósk og slengir pokanum upp á öxlina. „Bless á meðan,“ segir hún um leið og hún gengur út og lokar snyrtilega á eftir sér. Hún gengur hægt niður tröppumr. Eins og í leiðslu niður allar tröppumar. Niður allar hæðir. Fyrst á neðstu kjallaratröpp- unni rankar hún við sér. Hún er löngu kom- in framhjá dyranum út. Kannski era engar dyr út. Kannski. Hún situr á neðstu kjallaratröppunni og grætur. Höfundur er skáld og leikkona og siarfar í Svíþjóð. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.