Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.06.1989, Blaðsíða 14
íslensk náttúruskoðun Gisting við jökulrætur — í vinsælasta þjóðgarði íslands Allt frá því að bíllinn vann sér brautir yfir sanda og jökulár Skeiðársanda hefur þjóðgarður- inn á Skaftafelli dregið til sín ferðamenn — sem fer alltaf fjölg- andi. Enda er óvíða veðursælla en í skjóli jöklanna og óvíða skartar náttúran fegnrra. Að- staða í þjónustumiðstöð og á tjaldsvæði er líka til fyrirmynd- ar. En á ísaköldu landi er oft betra að eiga víst húsaskjól og gistirými er eftirsótt við þjóð- garðinn. Við skulum líta á hvað er til reiðu og hvað er í upp- byggingu. Bærinn Bölti, uppi í brekkum þjóðgarðsins, hefur um árabil verið með svefnpokagistingu. A Hofi í Öræfum — um 20 km frá Skafta- felli — er gistiheimili, með 22 gisti- rúmum — val um svefnpoka eða uppbúin rúm. Ferðafólk getur mat- reitt í eldhúsi eða keypt morgun- verð og stakar máltíðir á bænum. Gisting á Hofi hefur verið með ein- dæmum vinsæl — oft uppbókuð. Ferðablaðið spurðist frétta hjá Sigrúnu Sæmundsdóttur, húsfreyju á Hofi. Gistiheimilið á Hofí í Öræfíim — Ertu að bæta við þig, Sfgrún? „Já, við erum að taka 3 hús í notkun, sem segja má að séu eins og lítil sumarhús — hentug fyrir vikudvalir. Hvert hús er tvískipt og hver helmingur er með fjöl- skylduherbergi og sérinngangi, en snyrting er sameiginleg. Islending- ar hafa mikið spurt um svona gist- ingu og við komum nú til móts við þær kröfur“. — Dvelja gestir eitthvað á bæn- um eða fara þeir beint í Skafta- fell? „Frakkar og Þjóðverjar sækj- ast eftir að vera hér um sauð- burðinn — þeim fínnst til dæmis alveg stórkostlegt að sjá rollu bera! Útlendingar eru líka mjög hrifnir af gesta-matseðlinum hjá mér, sem hljóðar upp á kjöt og Iq'ötsúpu eða saltkjöt og baunir — úr íslensku lambalq'öti. En íslendingar fara yfírleitt beint í Skaftafell." — Er munur á íslenskum og erlendum ferðamönnum? Víða er fallegt í skjóli jöklanna. „Ótrúlega mikill! Útlendingar eru miklu betur búnir fyrir göngu- ferðir; betur skóaðir og með regn- fatnað, sem íslendingar eru oft ekki með. íslendingar virðast alltaf vera í kapphlaupi við tímann og góða veðrið — njóta ferðalagsins ekki eins mikið.“ — Hvað er löng leið að Hofi frá Reykjavík? „Þægilegur 5 tíma akstur með hvíldum. Núna er Mýrdalssandur allur malbikaður — aðeins Tung- umar og smáspotti milli Svínafells og Hofs ómalbikaður. Héðan að Skaftafelli er 15 mínútna akstur". Nýtt gistiheimili að rísa á Freysnesi Á bænum Freysnesi við Skafta- fell er líka að rísa lítið gistiheimili, með 8 tveggja manna herbergjum með baði. Að auki eru 5 gistiher- bergi, með sameiginlegri snyrtingu í íbúðarhúsi. Þjónustumiðstöðin við tjaldsvæðið verður rekin frá Freys- nesi í sumar. Við hringdum í hús- freyjuna, Önnu Maríu Ragnars- dóttur. Upp á hvemig þjónustu verður boðið í sumar? — „Við verðum með morgun- verðarhlaðborð í þjónustumiðstöð- inni. Erum búin að ráða til okkar góðan kokk og stefnum líka að betri þjónustu á kvöldin — jafnvel að bjóða upp á skemmtiatriði. Við munum reyna að gera þjónustumið- stöðina hlýlegri og heimilislegri." Helstu gönguleiðir Gönguleiðir eru margar og vel merktar. Nálgist göngubækling hjá landvörðum, með korti yfír helstu gönguleiðir, sem eru: 1) GILJA- LEIÐ AÐ SVARTAFOSSI, 1-E4 klst. — leið sem flestir ganga — og ef gengið er um hálftíma lengur er komið 2) AÐ SJÓNARSKERI," en þaðan er gott útsýni eins og nafnið ber með sér. 3) AÐ RÓTUM SKAFTAFELLSJÖKULS, 1-Uá klst. Þar sem göngustígur endar mun varúðarskilti mæta göngufólki í sumar — en óvenju mikið skrið er á jöklinum og hættulegt að koma nærri honum! 4) AÐ KRISTÍN- ARTINDUM, 5-04 klst. - fallegur og auðveldur gönguhringur. Frá efsta sjónarhóli er fallegt útsýni yfír Morsáijökul í vestri og Skafta- fellsjökul í austri. Hraustmenni ganga alla leið upp á Kristínartind! 5) AÐ UPPTÖKUM SKEIÐAR- ÁR, 7-8 klst. Þessi leið krefst auka- pars af strigaskóm og sokkum, því Samgöngur til Wash- ington fí’á New York — og ferðaþjónusta í Washington Sfy'ög góðar samgöngur eru á milli Washington og New York. Hoppflug eða „Shuttle flight“ er á klukkutíma fresti frá La Guar- dia-flugvelli í New York til Washington (kl. 6.30 f.h. til 21.30 e.h.). Lestarferðir eru á klukkutíma fresti frá Pen-brautarstöðinni í miðborg New York. Lestir og flugvélar Lestin reynist oftast þægilegri og miklu ódýrari kostur. Þú ferð frá brautarstöð í miðri Manhattan — ódýrir leigubflar — engin bið eftir farangri og ferðin tekur að- eins 2 tíma og 49 mínútur. Verð: 3.590 kr. Lestin heldur þó ekki alltaf áætlun og tímabundnir ferðamenn Iq'ósa kannski heldur flugið, sem er tæplega einn tími. Betra að vera á flugvallarhóteli við La Guardia — leigubfl frá Manhattan getur seinkað í um- ferðinni. Þægilegar feijuferðir eru frá Manhattan (frá 34. stræti — austurbakka, upplýsingar í síma 1-800-54) til LaGuardia, sem tengjast hoppfluginu til Washing- ton -fargjald aðra leið kr. 1.120. Venjulegt flugfargjald er 10.584 kr. -hægt að komast niður í rúm- ar 5.000 kr. ef pantað er með viku fyrirvara. Leigubíll frá Man- hattan til La Guardia kostar um 1.700 kr. Mjög góð þjónusta er í „Amt- rak“-lestunum — breið og rúmgóð sæti, sem hægt er að halla aftur (snúa öll í rétta átt) — veitingar, jafnvel sími og „telex“. Vissara að panta sæti með fyrirvara. í Washington er komið og farið frá hinni sögulegu og nýlega end- umýjuðu brautarstöð við Massac- husetts Ave. í flugvélunum er líka simi og hægt að hringja um allan heim — en háð veðurskilyrðum! Hvað kostar dvöl í Washington? Hótelkostnaður í Washíngton er mjög mismunandi. Lítil gisti- hús, „motel“, í úthverfunum eru ódýrust. Tveggja manna herbergi þar kosta um 2.800 kr. — í sömu gistihúsakeðju í miðbænum um 4.500 kr. Á stærri hótelum í mið- bænum er algengt verð fyrir tveggja manna herbergi um 9-10.000 kr. en helgarverð (frá föstudegi til mánudags) um 6-7.000 kr. Eitt skemmtilegasta hótelið, en um leið eitt dýrasta, er „ Mayflower" — eldra, virðu- legt hótel, nýlega endumýjað. Gisting í Washington er mikið bókuð á vorin og fram eftir sumri. Fæðiskostnaður er líka veru- legur, en hægt að spara með því að fá sér aðeins góðan morgun- verð og eina máltíð á dag. Á Washington-svæðinu er góð að- staða til að borða úti á fallegum stöðum — bæði í listigárðinum „Rock Creek“ og meðfram Potomac-ánni. í skoðunarferðum er hagkvæmast að nota þjónustu bíla sem fara á tveggja tíma fresti frá 17 stöðum miðsvæðis og aka á milli áhugaverðustu staðanna. Hafíð samband við: „Old Town Trolley, sími 269-3020.“ Besti tíminn til að heimsækja Wash- ington er á haustin (frá septem- berbyijun fram í miðjan nóvem- ber) — veðrið yfírleitt gott og aðalferðamannastraumurinn bú- inn. Nánari upplýsingar hjá: „Wash- ington Convention and Visitors Association, 1575 I St., N.W., Washington, DC 20005,(202) 789-7000.“ Kort yfij* gönguleiðir í þjóðgarðinum. á nokkrum stöðum þarf að vaða. Hafíð samráð við landverði og fáið lánaða stafí til að kanna botninn! Það er líka hægt að aka frá sandin- um inn á upptökunum — en gætið ykkar! Leiðin er stórvarasöm — þarf að aka yfír einn árfarveg, þar sem botninn er svo stórgrýttur að jafnvel jegpar sitja fastir á hásing- unni. 6) í BÆJARSTAÐASKÓG; 514-6 14klst. og enn lengra 7) I KJÓSARBOTN, 10-12 klst. - til að skoða hina hrikalegu nátt- úrufegurð í litfögru líparítinu. En gætið ykkar — hafíð samráð við landverði — göngubrúin yfír Morsá er brotin! 8) AÐ MÓRSÁRJÖKLI, 6-7 klst. í þessari göngu má fylgja fjallshlíðinni inn á jökli — engin vöð. Nánast daglega eru skipulagðar gönguferðir með landverði — aug- lýstar daginn áður. Þeim má gróf- lega skipta í jurta- , jarðfræði- og söguferðir. Nýjung í þjónustu sum- arsins eru „bamastundir" — farið verður í leiki með ungum bömum — reynt að vekja þau til umhugsun- ar um náttúruna og tengsl þeirra við hana. O.Sv.B. Upplýsingar: Gisting í uppbúnu rúmi kostar kr. 1.100, svefnpoka- gisting kr. 750, morgunverður kr. 450-500, á manninn í tjaldi kr. 280 (ókeypis fyrir böm innan 14 ára og 50% afsláttur fyrir ellilífeyris- þega). Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 15. september. Gistiheimilin eru opin allt árið. Þjóðgarðsreglun 1. Skaðið ekki gróður, né truflið dýralíf. 2. Fylgið merktum göngustígum. 3. Rífíð ekki upp gijót, né hlaðið vörður. 4. Einungis er heimilt að hafa tjöld og svefnbíla innan skipulagðra svæða. 5. Skiljið ekki eftir rusl, né urðið það á víðavangi. 6. Kveikið ekki elda. 7. Hellið ekki heitu vatni á gróið land. 8. För um þjóðgarðinn með gæludýr er háð sérstöku leyfí. 9. Næturró á tjaldsvæði frá kl. 23.00-7.00. 14 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.