Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 13
mér upp stöðluðu svari: „Ég held þetta stafi að einhveiju leyti af uppeldi. En ég hef þá trú að þetta sé að breytast, og ég vona, að þátttaka okkar hér stuðli að því.“ Við vorum í dýragarðinum allan morgun- inn. Milli upptaka var heilsað upp á panda- bimi, kengúrur, kóalabimi og fjölda annarra dýra. Og það verður að segjast eins og er, að við biðum spennt eftir útkomunni næstu daga; við höfðum meira að segja gert ráðstaf- anir til að taka þáttinn upp á myndband. Við urðum því heldur sneypt og vonsvikin, þegar ágreiningur kom upp milli forráða- manna keppninnar og sjónvarpsstöðvarinnar og ekkert varð af útsendingu. MannlIf í ástralíu Ástralía er mjög sérkennileg fyrir margra hluta sakir. Þegar ég lagði af stað í ferðina, bjóst ég við að finna þama fyrir mannlíf, sem væri einhvers konar blanda af bresku og bandarísku lífi, eða þar mitt á milli. Það, sem við blasti, var þó allt annað. Allt yfirbragð var mjög langt frá því að vera breskt, en hins vegar svipaði ýmsu til bandarískra stað- hátta, einkum af því, að þama er allt ein- hvem veginn svo nýtt. Flestar byggingar eru nýjar, sumar hveijar reyndar stórglæsilegar og rúmt um þær, greinilega mikið í þær lagt. Ekki virtist vera skortur á fé til fram- kvæmda, en hins vegar var einhver nýríkur keimur af öllu saman. Ég gæti trúað þetta yrði orðið mjög aðlaðandi eftir svosem eina öld, þegar allt hefur veðrast og kannski tek- ist að mynda heild. Mikil byggingaráform em á pijónunum og verið er að reisa söfn og hvers kyns menningarmiðstöðvar. Og þama eru gerðar áætlanir fram í tímann. Til dæmis ætluðum við einn daginn að skoða það, sem kallað er „Discovery village" og við getum svona til bráðabirgða kallað Upp- götvanaþorpið. Það átti að vera skemmti- garður, þar sem kynntar yrðu ýmsar tækn- inýjungar, meðal annars eðlisfræðileg fyrir- bæri. Við gengum okkur upp að hnjám um Sydney þvera og endilanga, en ekki tókst okkur þó að koma auga á þetta ágæta upp- götvanaþorp, þó að við þættumst reyndar fullviss, að okkur hefði ekki borið mikið af leið. Þá er það að ég vind mér að næsta götusópara og spyr hann til vegar. Jújú, víst gat hann bent okkur á staðinn, „en hann verður ekki tilbúinn fyrr en árið 1994“ (eða hvaða ártal hann nú nefndi). Framsýnir menn, Ástralir, búnir að merkja þetta vand- lega inn á kortin sín og setja greinargóðar lýsingar á þessu í ferðamannapésa! Canberra Dögunum í Sydney var semsagt varið til skoðunarferða (bæði þá á því sem til var og því, sem í vændum er!), bréfaskrifta og til að blanda geði við hina keppendurna. Þess á milli var svo litið í stærðfræðibækur, svona rétt til þess að halda sér í þjálfun. En fimmtu- daginn 14. júlí var haldið til höfuðborgarinn- ar, Canberra, þar sem sjálf keppnin átti að fara fram. Og þar fengum við inni í Can- berra College of Advanced Education (CCAE). Dómneftidin hafði verið send þang- að nokkrum dögum á undan og komið sér saman um keppnisdæmi. Opnunarhátíðin fór fram sama dag, en á föstudeginum og laugar- deginum var komið að erindinu sjálfu, og glíman hófst við dæmin. Ekki voru allir jafn ánægðir að keppni lokinni og er það kannski að voiium. Flestum bar þó saman um, að dæmin hefðu verið erfiðari en undanfarin ár, enda bar stigagjöf því reyndar vitni. Meðan farið var yfir lausnirnar, skoðuðum við okkur um í Canberra. Meðal annars var okkur boðið að skoða nýja þinghúsið þeirra Ástralíumanna, en það er svo splunkunýtt, að það var opnað í maí síðastliðnum. Frómt frá sagt, marmari í hólf og gólf. Ætli það sé ekki best fyrir ríkiskassann, að okkar þing- menn sjái ekki það hús. Canberra er nokkuð ólík Sydney og þá einkum að því leyti, að hún er þrælskipu- lögð. Þróun borgarinnar hefur eingöngu far- ið fram á teikniborðinu. Og víst ber hún með sér glæsileika. Stórar breiðgötur, þar sem það þykir eiga við, víðir vellir og jafnvel fög- ur tún. Borgin teygir sig yfír allmikið svæði og er víða skógi vaxin; stundum fínnst manni maður vera fremur uppi í sveit en í stórborg og höfuðborg. Margt bar fyrir augu. Ekki þurfti að fara langt til að hitta fyrir kengúrur, svosem vera ber í Ástralíu. Semsagt í sínu náttúrulega umhverfi. En hvað kemur þá í ljós? Hélduð þið, að það væri bara til ein tegund af keng- úrú? Ekki aldeilis! Þetta eru beinlínis margir flokkar. Sumar eru stórar, aðrar litlar, sum- ar brúnar, aðrar gráar, enn aðrar meira að segja rauðar. Það sást líka glitta í kóala- bjöm, lítinn, gráan depil, lengst uppi í tré. Hann var ekki heima, ef svo má segja, dagur- inn er nefnilega hans svefntími og ekkert fékk raskað ró hans. Fleira var sér til gamans gert og af ólíku tagi. Þegar það var ekki kóalabjöm, þá var Berfætt í Bangkok. Verðlaunahafinn og prófessor Lenín. Sjónvarpsviðtal í Dýragarðinum. Ásta og óperuhúsið fræga í baksýn. það geimstöð, en Ástralir vinna að ýmsum geimrannsóknum, stundum í samvinnu við aðrar þjóðir. Ekki var síður gaman að hitta nemendur á okkar aldri, fyrst að fá að koma í skólann þeirra og svo að þiggja heimboð þeirra. Allir vita, að maður kynnist þjóð allt öðmvísi, þegar manni hlotnast að fá að koma inn á heimili, í stað þess að vera ferðamaður götunnar. LokKeppninnar Stigatöflu hafði verið komið fyrir í matsal CCAE. Andrúmsloftið var vægast sagt mett- að og þrúgandi, og það gaf ekkert eftir söngvakeppninni margumræddu, þegar beðið var eftir stigagjöfinni. Hver keppandi var auðkenndur með einkennisstöfum síns lands, auk þess sem hann hafði tölusetningu innan liðsins sjálfs. Þar var farið eftir stafrófsröð föðumafna, og allan tímann bárum við þessi einkennisskilti í barminum. Þannig bar Hall- dór táknið ICE 1, Guðbjörn ICE 2, greinar- höfundur ICE 3, og Sverrir ICE 4. Smám saman bárust tölurnar. Hljóð nokkuð mis- jafnt í fólki. Tölurnar voru svo að tínast fram allan þann mánudag, en á þriðjudag voru línur famar að skýrast. Lokaathöfnin fór svo fram í leikhúsi í Canberra miðvikudaginn 20. júlí. Verðlaun- um var skipt þannig, að helmingur þessara 270 þátttakenda, sem þama hafði verið stefnt saihan, hlaut verðlaunapening. Einn sjötti hluti þeirra hlaut gullverðlaun, tveir sjöttu hlutar silfurverðlaun og þá þrír sjöttu hlutar bronsverðlaun. Til þess að hljóta gullverðlaun að þessu sinni, þurfti 32 stig af 42 möguleg- um, þar eð fyrir hvert af þessum 6 dæmum vom gefin 7 stig. Til þess að hljóta silfur þurfti að verða sér úti um 23 stig, en 14 stig til að hljóta bronsið. Guðbjörn fékk 15 stig og þarmeð bronsverðlaun. Þetta er í fyrsta skipti, að íslendingur vinnur 'til verð- launa í þessari keppni. Við verðlaunaafhendinguna vom einnig aukaverðlaun fyrir bestu lausn á sjötta og síðasta dæminu, sem líka var það erfiðasta. Svo strembið var það, að sex ástralskir pró- fessorar í talnafræði (og dæmið var einmitt úr þeirri grein), sem sent hafði verið umrætt dæmi, gátu ekki leyst það innan sex klukku- stunda. Eigi að síður tókst 11 nemendum af þessum 270 að leysa dæmið; langflestir fengu nú reyndar fyrir það hreint núll. Um kvöldið var svo efnt til lokahófs í boði menntamálaráðherra Ástralíu: Og að hófi loknu var komið að kveðjustund. Ymsir eiga trúlega eftir að taka þátt í keppninni að ári; Guðbjöm, Halldór og sú, sem hér heldur á penna, hafa að minnsta kosti aidur til þess næsta ár, hvernig sem að öðm leyti tekst til. Menn skiptust þarna á heimilisföngum og hétu bréfaskriftum, jafnvel því að koma í heimsókn hver í annars land á vit sinna nýju vina. Alþjóðleg keppni af þessu tagi er nefnilega svo miklu meira en að sitja inni í skólastofu hálfa og heila dagana og glíma við níðþung dæmi. Svona keppni er auðvitað frábær kynning á því landi þar sem hún fer fram, en að öðm leyti mjög svo til skilnings- auka þjóða í milli, kynning á námskerfi, við- horfum og menningu almennt. Heimskur er heima hver og margt má af öðmm læra og nýta sér heima fyrir. Svo er það náttúrulega stórkostleg upplifun að taka þátt í leikunum. Að sjálfsögðu gaman, ef vel gengur, en kannski ekki endilega aðalatriðið. Haldið Heimá Leið Árla morguns fimmtudaginn 21. júlí var svo ekið frá Canberra til Sydney-flugvallar. Nú skyldi haldið til Thailands og þar dvalist tvo daga. Þegar á Bangkok-flugvöll kom, vomm við varla búin að stíga fæti til jarðar er leiðsögumaður var búinn að krækja í okk- ur og alveg friðlaus að fá okkur með sér í skoðunarferð daginn eftir. „Fjölskyldan" lét til leiðast og þekktist boðið. í býti næsta morgun fómm við síðan í skoðunarferð um Bangkok. Um tíma var fararskjóti okkar bátskrifli, sem flutti okkur um „hinn fljót- andi markað", sem flestir Thailandsfara munu kannast við. Leiðsögumaðurinn var ung og falleg stúlka, sem fræddi okkur ós- leitilega um það sem fyrir bar. Hún hafði þann vana að segja „left hand side" og „light hand side“, þegar hún átti við hægri eða vinstri. Thailendingar virðast nefnilega ekki gera mikinn greinarmun á r-i og 1-i. Þegar hún vildi fullvissa sig um, að Reynir missti nú ekki af neinu gullkomi af vömm hennar, kallaði hún stundarhátt eitthvað, sem líktist: prófessor Lení you listen? Eftir það var Reyn- ir að sjálfsögðu ekki kallaður neitt annað en prófessor Lenín. En þó að þessi ágæta leið- sögukona okkar hefði margt til brunfts að bera var þó fleira en stafir, sem hún ruglað- - ist á. Hún mglaðist nefnilega stoðugt á hægri og vinstri (laglegt afspurnar, ef um íslenska stjórnmálamenn hefði verið að ræða). Þannig var hún til dæmis að fræða okkur um eitthvert fallegt hof, en beindi þá um leið sjónum okkar að hrörlega kofanum á hinum bakka árinnar. Allt þetta jók bara á ánægjuna hjá okkur. Að kvöldi næsta dags var svo haldið til London. Hálfgert veðmál var í gangi hjá okkur sexmenningunum, hvaða kvikmynd yrði nú boðið upp á að sjá á leiðinni. í svona löngum flugferðum er nefnilega boðið upp á kvikmyndasýningar; svo er hægt að velja sér tónlistardagskrá og hefur hver sín sérstöku heymartól svo að ekki sé skrattanum skemmt. Það er nú að vísu sama spólan, sem fer í eilífa hringi, og eftir að hafa hlustað á aríu úr Aidu sjö sinnum, gafst ég upp á sígildu tónlistinni. Kvikmyndirnar vom líka sýndar aftur og aftur og á útleið vomm við búin að sjá ástralska hestamynd tvisvar og jafnoft mynd um Ólympíuleikaná í Los Ange- les 1984. Veðmálið snerist semsé um það, hvora myndina við fengjum nú að sjá í þriðja sinn. Sennilega hefur flugmálayfirvöldum þótt Ólympíu-mynd henta Ólympíufömm, því að hún varð fyrir valinu. Þetta hafði þann góða kost, að heyrnartólunum, sem em frómt frá sagt ógn óþægileg til lengdar, var gefið frí frá því að angra eyrun meira: Kom og ekki að sök, því að maður kunni orðið talið í myndinni nánast utanað. England Við dvöldumst einnig tvo daga í Eng- landi, svo að allt sé nú tíundað í þessari frá- sögn. Reyndar harla þægilegt að geta jafnað sig á tímamismuninum og langfluginu og stilla svolítið tækið upp á nýtt. Við tókum lest til Cambridge annan daginn, bæði til að svipast um í þessum róm- aða háskólabæ og eins til að fara í bókabúð- ir. Þar reyndist heldur ekki vandleitað að bókabúðum og sem við vomm komin inn í eina volduga og mikla búð (þar sem mikið úrval var af stærðfræðibókum!), skiptir eng- um togum, að kviknar í búðinni! Ékki veit ég hvort það var vegna þess að við þættum vígaleg, en tæma varð búðina. Þegar slökkvi- lið og lögregla vom búin að ljúka störfum sínum, var þó búðin opnuð á ný og við gátum bætt nokkmm kílóum við farangur okkar. Og skyldum við nú ætla, að allt sögulegt væri á enda, því að nú var varla annað eftir en að fljúga heim. En sem við setjumst upp í íslensku vélina sársvöng eftir að hafa geng- ið um London allan daginn, er okkur þá ekki tilkynnt að matinn fáum við engan, því mið- ur. Matarvagninum með öllum matnum hafði nefnilega hvolft! Flugleiðir höfðu heldur viljað fljúga matarlausir en bíða morguns, og því munu flestir hafa verið fegnir. En í staðinn var gripið til þess gamla ráðs að bjóða mönn- um ósleitilega áfengi, sem reyndar vakti lítinn þorsta í okkar hópi. Og nú er best að slá botninn í. Þetta var búin að vera ævintýraferð og harla lær- dómsrík líka. Vonandi að eitthvað af þeim lærdómi skili sér, þvi að auðvitað viljum við íslendingar skara framúr á sem flestum svið- Höfundur lauk 5. bekkjar prófi frá MR sl. vor. LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 27. ÁGÚST 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.