Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 2
H E I LSUFRÆÐ I Kalkið styrkir beinin K Eftir Ólaf Sigurðsson alk er algengasta steinefnið í mannslíkaman- um eða um 1,5—2,0% af heildarþyngd hans. 99% af kalkinu er í beinum sem kalk-fos- fatsölt. Um 1% kalksins er í vökvum og vefj- um líkamans. Meginhlutverk kalks er því að styrkja beinin. Frá fæðingu og til um 20 ára aldurs eru beinin að vaxa. I því felst lenging og útvíkkun beina. Einnig mótast lögun bein- anna á þessu tímabili. Á sama tíma eða milli 12—40 ára aldurs eru beinin einnig að þéttast og ná hámarks- þéttni milli 35—40 ára aldurs. Þetta getur verið breytilegt eftir einstaklingum. 10—15% af heildarbeinmassa bætist við á fuliorðinsárunum vegna þéttingar fullvax- inna beina, sem á sér stað allt að fertugu. Beingisna eftir fertugt? Þrátt fyrir að lögun og vöxtur beinanna stöðvist á sama tímabili, á sér stað endur- myndun beina á fullorðinsárunum. í því felst að beinið er leyst upp og nýtt myndað í staðinn, þ.e. einhverskonar nýmyndunar- eða viðgerðarferli, sem er sífelld hringrás beineftia til og frá beinunum og blóðvökva. Hér geta erfðir og umhverfisþættir eins og hreyfing, kalk í fæðu o.fl. haft mikii áhrif á. Milli 30—40 ára aldurs hefst útskilnaður beinefna og getur þá meiri beinmassi tap- ast, en sá sem myndast í staðinn (úrkölk- un). Þessi útskilnaður getur aukist verulega eftir því sem við eldumst. Beingisna er einn kostnaðarsamasti sjúk- UHt “ --kaiiunlur koceuria: 55-*« nis taö- IIMI £ M>kki M)iiIUrn4ar. 750- ItWM* ins kaB. MMt g skaountur tUÍÍDC 40-5« ms 1-41. (00 i* skammtur tl.Ui.4l: 55-*« hik Laik MMI £ skammlur IlvUíluirliu: 40-5« mg Latk Bestu kalkgjafarair Nokkrar rannsóknir til ákvörðunar jafnvægis í kalkbúskap Höfundar R. Heany R. Heany H. Spencer Fjöldi 130 heilbrigðar ungarfullorðnar 181 karlmaður, þátttakenda: konur, 30-35 ára. konur. 34—71 árs (54 ára að meðaltali). Magn kalks til að ná jafnvægi: í mataræði að eigin vali, 1200 mg/dag 1000 mg/dag 1000-1200 mg/dag* RDS: 800 mg/dag 800 mg/dag 800 mg/dag *) Magn kalks sem þarf til að ná jafnvægi eða aðeins meir. Uppbygging beina á þessu tímabili er talin mikilvæg til að hindra út- skilnað beineftia (beingisnun) á efri aldursárum og til að beinin nái eðli- legri lengd og þéttni, þ.e. fullurn þroska. dómur þjóðfélagsins og leggst bæði á karl- menn og konur. Beingisna veldur því að beinin gisna að innan vegna úrköikunar þegar beinefni eins og t.d kalk losna innan úr beinunum. Við það missa þau mikið af styrk sínum. Þetta hefur verið nefnt beinþynning en beinin þynnast ekki heldur gisna. Þroski tanna hefst snemma Tennur eru einnig kalkaður vefur eins og beinin. Tannhnappar sem eru forstig tanna, byija að myndast í 4—6 vikna fóstri og hefst uptaka kalks í tannvefinn eftir u.þ.b. 5 mánaða meðgöngu. Kalkupptaka í fullvaxinn tannvef hefst 4—6 mánuðum eft- ir fæðingu og er ferlinu talið lokið á 19.—23. aldursári. Til að allt gangi vel við myndun tanna þarf nægilegt magn. £if m.a. eftirtöldum eftium úr fæðunni á þeim tíma sem tennur eru að myndast: Kalk, fosfór, prótein, magnesium, fiúor, vítamín A, C og D. Talið er að tennumar sjálfar losi ekki kalk eins og beinin gera þegar kalkþörf lfk- amans er ekki fullnægt með fæðunni. Kalkið í beinunum er sá forði sem geng- ið er á þegar þörf er á kalki fyrir nauðsyn- lega líkamsstarfsemi. Beinin eru því kalk-banki líkamans og þegar kalkneysla okkar er of lítil, er kalk tekið úr beinunum til að uppfylla þarfír lík- amans. Það kalk sem við söfnum á æskuár- unum mun því nýtast okkur seinna meir. Það skiptir því miklu máli að eiga góða innistæðu til að geta notið hennar síðar meir. Kalkþörf einstaklinga á ýms- um aldursskeiðum og RDS Ráðlagðir dagskammtar (RDS) fyrir ýmsa aldurshópa era það magn nauðsyn- legra næringarefna sem fullnægir næring- arþörfum alls þorra heilbrigðs fólks að mati Manneldisráðs íslands. Þarfír einstaklinga era breytilegar, og era skammtamir settir með tilliti til þessa, því era RDS-gildin hærri en þörf allflestra ein- staklinga. Þar af leiðir að ekki skyldi túlka RDS sem einstaklingsbundna næringarþörf, heldur fremur sem ráðleggingar eða viðmið- unargildi er meta skal næringu hópa fólks. RDS fyrir kalk (tafla 1) era byggðir á hugtakinu kalkjafnvægi sem er reiknaður mismunur á upptöku kalks úr fæðu og því sem tapast með saur, svita og þvagi. RDS er því reiknað sem kalkjafnvægi viðmiðunar- hóps, það er: kalkupptaka + kalktap = 0,0 mg kalks. Tafla 1. Ráðlagðir dagskammtar kalks Aldun Magn úrfæðu 0—0,5 ára 360 mg 0,5—1,0 ára 540 mg 1—10 ára 800 mg 11-18 ára 1200 mg 19 ára og eldri 800 mg Óléttar konur eða þær sem hafa bam á bijósti þurfa 400 mg kalks til viðbótar RDS. RDS-gildin fyrir kalk hafa verið gagnrýnd fyrir að vera í reynd of lág fyrir suma ald- urshópa. Vilja sumir sérfræðingar tala um RDS sem lágmarksskammt fyrir þá hópa. En meira um það síðar. Allir þurfa kalk — alla daga til æviloka Sífelld endumýjun beina á sér stað alla okkar ævi. Því breytist RDS fyrir kalk eftir aldri og þörfum líkamans á mismunandi tímabilum. Til að átta okkur betur á því hvemig kalkið úr matnum nýtist okkur er rétt að skoða beinvöxt og beinþroska m.t.t. kyns • og aldurs og skoða þá nánar hvaða þættir hafa áhrif á kalkbúskapinn á hinum ýmsu tfmabilum mannsævinnar. Talið er að um 70% af því kalki, sem er okkur aðgengilegt úr faeðunni, komi úr mjólkurvöram. Vegur mjólkin þar þyngst. UNGBÖRN (0—1 árs): Fyrsta árið eykst kalkmagn m.t.t. lfkamsstærðar hraðar en á nokkra öðra tfmabili ævinnar. Við bijósta- gjöf þarf móðirin að auka neysluna um 400 mg/dag eða samtals 1200 mg/dag. Kalk úr móðurmjólk nýtist ungbami betur en úr tilbúinni mjólk (kúa- eða þurrmjólk). Ekki er víst að öll ungböm aðlagist kalk- skorti með betri nýtingu þess úr fæðunni eins og gerist hjá fullorðnum. Það er því nauðsynlegt að ungböm á fyrsta aldursári fái nægju sína af kalki til að beinvöxtur verði með eðlilegum hætti á svo öra vaxtarskeiði. BÖRN (1—10 ára): Hjá bömum er upp- taka kalks hægari en hjá ungbömum. Samt þurfa böm 800 mg/dag eða tvisvar til fjór- um sinnum meira en fullorðnir miðað við líkamsþyngd. BÖRN OG UNGLINGAR (11-18 ára): Tímabil mesta beinvaxtar og kalkupptöku. Um 45% af beinmassa fullorðins einstakl- ings myndast á þessu aldursskeiði. Hér er því upptaka likamans á kalki í hámarki miðað við magn þess. Mesti vöxtur drengja er frá 12 ára aldri og nær beinvöxtur hámarki við 14 ára aldur. Mesti vöxtur stúlkna er á 8.—10. aldurs- ári og nær beinvöxtur hámarki á 12. aldurs- ári. Hér eykst kalkþörfín um 400 mg/dag eða 1200 mg/dag alls fyrir bæði kynin. Hér fer fram lenging og þétting beina samtímis. Kalkskortur á þessu tímabil hefur því áhrif á stærð einstaklings og þéttni beina sem hefur svo aftur áhrif á beingisnun á efri árum. FULLORÐINSÁRIN (19 ára og eldri): Á fullorðinsáranum á sér stað samtímis uppbygging og útskilnaður beinmassa. Fram að fertugu á sér stað beinþétting (hægari en á yngri áram) sé nægilegt kalk í fæðunni. Án nægilegs kalks er ekki vfst að bein nái fullum þroska eða þéttni því eftir um 40 ára aldur verður útskilnaður kalks úr beinum meiri en upptaka þess. Til að ná að einhveiju leyti jákvæðu jafn- vægi í kalkbúskapinn — í stað þess að stefna að jafnvægi milli upptöku og losunar kalks úr beinum til 35—40 ára aldurs telja sumir sérfræðingar að auka þurfí kalkneysluna umfram RDS-gildin. í töflu 2 er vitnað í nokkrar rannsóknir því til stuðnings.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.