Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 15
Börnin sem áttu foreldra í fangelsum og Jón var ráðinn til að kenna. vikna dvöl hjá fjölskyldum, og það gekk svona upp og niður. Eg held að ég hafi verið frekar seinn til málsins þarna, en það skapaðist nú aðallega af því að ég veigraði mér við að tala vitlaust, langaði að hafa allt rétt. Framan af dvölinni var það oft þannig að það stóð á endum að ég var kannski loksins búinn að ákveða hvernig ég ætlaði að segja eitthvað sem mig lang- aði að leggja til málanna í samræðum þegar menn voru famir að tala um allt annað, og það gat verið alveg rosalega svekkjandi. En það var um jólaleytið sem ég gat farið að tala almennilega, og þá var sko gaman og ég talaði og talaði." Þessa lýsingu kannast eflaust margir við hjá sjálfum sér. En nú vom Jóni allir vegir færir og hann 'heldur áfram. Kenndi Börnum Fanga „Þegar þessu námskeiði lauk kom að vinnunni og við fórum sitt í hveija áttina. Eg fékk vinnu á bamaheimili sem ríkið rek- ur fyrir börn fanga. Þar átti ég að kenna þeim að lesa og skrifa, og svo að leika við þau yngstu, en þarna vom börn á aldrinum tveggja ára og upp í tólf ára. Þegar ég byijaði voru þau tólf en talan var komin upp í tuttugu þegar ég hætti, tveimur mánuðum seinna. Foreldrarnir komu víst í heimsóknir stundum, en ég sá þá aldrei. Mörgum þessara barna leið mjög illa og höfðu vafalaust þurft að reyna margt misjafnt. En þau tóku mér dæmalaust vel og fannst ég skrítinn og spennandi, toguðu í hárið á mér til öryggis, héldu víst að það væri ekki alveg ekta. Og það sem gerði mig enn meira spennandi var, að ég líktist einhverri söguhetju í sjónvarpsþætti sem var vinsæll hjá krökkunum, og ekki þótti það verra. Þótt ég vissulega fyndi til með þeim, leið mér aldrei illa þama, mér fannst ég verða að gagni og þau kunnu vel að meta það sem ég gerði fyrir þau. En síðan varð ég að fara eftir tvo mánuði því þá var ástandið orðið þannig, að við fengum hvorki pappír né ritföng. Þannig var nú efnahagur- inn. Um þetta leyti kynntist ég strák sem var trésmiður, eins og ég, pabbi hans rak trésmíðaverkstæði, og þar innaf bjó fjöl- skyldan, hjónin með fimm böm, og allir smíðuðu. Það er mikið um það þarna að fjölskyldan vinni öll saman. Og þá komst ég í feitt, því nú gat ég smíðað jólagjafir handa „minni“ íjölskyldu sem ég og gerði, því aðstöðuna fékk ég hjá trésmiðnum kunn- ingja mínum. Mér fannst ofsalega skrítið að sjá mömmuna og dæturnar við smíðar með karlmönnunum, en þau framleiddu ýmislegt smálegt og einnig húsgögn." PÚÐURKERLINGAR OG FLUGELDAR Á JÓLUNUM Þarna er komið að jólunum hjá Jóni og vinum hans, og líkast til all frábrugðnum þeim sem hann átti að venjast. „Að vísu, en auðvitað var jólaundirbún- ingur mikill á bænum, þó ekki með smákökubakstri eins og heima, en konurnar bökuðu það sem kallað er „tamales“. Deigið er búið til úr maísmjöli og síðan búnar til e.k. flatkökur sem vafðar eru utan um kjöt, baunir, hrísgrjón og allskonar grænmeti. Þar næst er þessu pakkað inn í bananablöð og bundið utan um og síðan soðið í þrjá tíma, en bananablöð hafa verið notuð sem umbúðir alls konar frá aldaöðli. Ég hesthús- aði einhverjum hellingi af tamales og fannst það mjög gott. Hins vegar er kalkúnn al- gengur jólamatur hjá þessu fólki. Það kom mér á óvart hversu mikil gleðihátíð jólin eru þarna, en ekki hátíð friðar eins og hjá okk- ur. Og þegar ég segi gleði, þá meina ég hávaða og læti. Mér dauðbrá þegar allir fóru út að sprengja púðurkerlingar og skjóta flugeldum á miðnætti. Það var skálað og dansað og allir voru voða kátir. Hálf fannst mér þetta nú skrítið. Hinsvegar byrjaði fjöl- skyldan undirbúning jólanna níu dögum fyrir aðfangadag og kalla það „novena". Þá safnast fólk saman á kvöldin, stundum hja vinum, og það er lesinn húslestur. Þá er búið að setja upp líkan af Betlehem með Jesúbarninu liggjandi í jötunni og öllu til- heyrandi." VopnaðirVerðir Gættu Gatnanna En búrtséð frá framandi jólahaldi, hvað heldur Jón að hafi komið honum mest á óvart í þessu fjarlæga landi? „Það er fljótsagt. Það voru þessir vopn- uðu verðir sem gættu gatnanna í borginni. Það var þannig, að hver vörður var launað- ur af íbúum viðkomandi götu, og þeir höfðu skjól í e.k. skúr einhvers staðar í götunni. Þeir gengu um með byssur og bægðu óaldar- lýð frá. Svo voru rimlar fyrir öllum gluggum. Reyndar heyrði ég aldrei skot. Kannski var nóg að hafa mann með byssu á sveimi. Þetta voru bestu karlar og þekkti ég nokkra þeirra ágætlega. En munurinn á fátækum og ríkum er hrikalegur. Maður rakst á vægast sagt átakanleg fyrirbæri í mið- borginni. Lítil börn, allt niður í fjögurra ára, voru á þvælingi og sofandi á götunni í blaðahrúgum. Það fannst mér hræðilegt. En ég varð ekki mikið var við eiturlyf, eins og ég hafði jafnvel búist við. Það var þá helst að maður sá Indíána vera að japla á coca-laufum. En úr þeim er kókain unnið. En þegar ég minnist á Indíána, dettur mér í hug ferð sem ég fór upp í fjöllin Sierra Nevada til að hitta Arauco-indíána. Þar búa þeir í þröngum dal, um tvö hundruð manns, og í dalbotninum er smáþorp sem eingöngu er notað til hátíðahalda og trúariðkana. Efniviðurinn í þessu þorpi var heldur frum- stæður, veggir kofanna úr kúamykju og leirblöndu og þökin úr strái. Fólkið bjó svo í húsum í hlíðunum. Þarna hef ég orðið fyrir hvað mestum áhrifum á ævinni. Indíánarnir ráku skóla þar sem kapp var lagt á að kenna börnunum móðurmálið, arauco, en jafnframt var kennd spænska. Það var eitthvað í fari þessa fólks sem undirstrikaði svo rækilega forna menn- ingu þess. Það var hlýlegt og viðræðugott og sóttist eftir að fræðast um Island. Ég hafði stundum orðið fyrir því að fólk hló að mér og hélt mig vera að skrökva þegar ég sagði frá Islandi, en þarna hjá Indíánun- um var auðsjáanlega vel hugsandi fólk. Það var mjög hraustlegt í útliti, loftið er ósvikið fjallaloft og svo gengur það heil ósköp og flestar vegalengdir mældar „cuantos dias a pie“, eða hversu marga daga tekur að ganga leiðina. Samgöngur eru afar erfiðar þama.“ Bannað Að Skjóta Mangósteinum Kólumbía ergeysistórt land, yfir ein millj- ón ferkílómetrar, svo Jón heúir varla gétað ferðast um það allt. „Nei, það gat ég ekki. En við Hans, j danskur vinur minn sem var þarna á vegum AUS, eins og ég, fórum til norðurstrandar- innar og kenndum í heimavistarskóla í litlum bæ sem þar er. I þeim skóla voru bæði munaðarlaus böm í heimavist og einnig komu krakkar frá heimilum í kring. Þama vom um tvö hundmð krakkar sem við kenndum leikfími, handavinnu og einnig komum við góðu skipulagi á fremur fátæk- legt bókasafn. Krakkamir vom allir á gmnnskólaaldri og sum mjög fátæk. Heldur vildi nú bera á því að bókasafninu væri breytt í dýragarð, en með þrautseigju tókst okkur að kenna krökkunum að það varð að þvo sér um hendurnar stöku sinnum og það mátti ekki hlaupa eftir borðunum og heldur ekki skjóta mangósteinum í hausinn á næsta manni. Á okkar mælikvarða fór nú ekki mikið fyrir framförum, en prestur- inn á staðnum var ánægður. Þarna vomm við í þrjá mánuði, og ég held svona eftir á að hyggja,' að þetta hafi verið skemmtileg- asti tíminn af þeim tólf mánuðum sem ég dvaldi í landinu.“ Eltur Af Tveimur Bófum Varla hefur Jón komist í gegnum öll sín ferðalög í Kólumbíu án þess að lenda í„hon- um kröppum“, eða hvað segir hann um það? „Ég lenti aldrei í svaðilförum, eða beinum háska. Kannski var ég svo mikill íslending- ur að ég tók ekki eftir hættunum, en alltaf slampaðist þetta nú allt. Samt var ég einu sinni rændur veskinu mínu, hálftómu auðvit- að og einu sinni vomm við Hans teknir sem bandarískir smyglarar, en það mál fékk farsælan endi. En einu sinni varð ég hálf- smeykur. Ég var einn á ferð með pokann minn og kom að kvöldlagi til bæjar sem heitir Esmeralda. Og þar sem ég geng eftir einni götunni finn ég og sé, að tveir náung- ar elta mig. Mér leist ekki á blikuna svo ég fór að hlaupa við fót og þeir líka, svo að ég skellti mér bara inn á næsta hótel sem ég sá, en þar var þá verið að mála og gera allt í stand, en ég fékk að hreiðra um mig í einhverju hominu með pokann. Þama var ekkert að fá og þorstinn rak mig út aftur. Þá sá ég ekkert til ferða þeirra sem höfðu elt mig. Rétt hjá hótelinu var söluskúr sem svertingi einn, rosalega stór og mikill, rak. Ég fékk mér kók hjá honum og okkur varð vel til vina. Til hans kom ég að jafnaði tvisvar á dag þessa fimm daga sem ég dvaldi í Esmeralda. Hann sagði mér margt frá ferðum sínum um landið, en hann hafði verið aðstoðarmaður læknis í einhverri her- ferð gegn berklum fyrr á ámm. Á móti sagði ég honum frá Islandi, snjó og kulda, björtum nóttum og dimmum dögum, og allt- af stækkuðu í honum augun eftir því sem hann undraðist meir furðuveröldina á ís- landi. Hann hafði heyrt íslands getið 1972 vegna skákmótsins sem þá var haldið í Reykjavík. En vini mínum fannst samræður okkar sannarlega „intercambio cultural", eða alþjóðleg menningartengsl." LÖGREGLAN í KÓLUMBÍU SKILUR Ekki Japönsku Áttu ekki eitt spaugilegt atvik ípokahorn- inu? „Þá dettur mér í hug Japaninn sem var með okkur sem skiptinemi. Hann átti sér- staklega erfítt með spænskuna lengi vel. En það var einhverju sinni að hann er stadd- ur á kaffíhúsi í mesta sakleysi og þá víkur sér að honum maður og býður honum hass til kaups. Japaninn hafði ekki minnsta áhuga fyrir því, en sem þeir eru nú að þjarka þetta, kemur lögreglan inn á kaffi- húsið og sölumaðurinn stingur bara hassinu í vasa japanans. Og löggan tekur hann, strákgreyið, en þá upphefjast þessi voðalegu vandræði hjá honum, því þegar hann varð æstur eða mikið niðri fyrir, talaði hann ein- göngu japönsku og það alveg óð á honum. Málinu lauk með því að löggan sleppti hon- um, nennti ekki að standa í að hlusta á japanskar skýringar. En við hin iétum hann margoft segja okkur þessa sögu, því hann varð alveg ólýsanlega spaugilegur þegar hann lýsti atburðunum á japönsku og spænsku í bland.“ Nú ákváðum við Jón að láta staðar num- ið, en eflaust gæti hann sagt mér helmingi fleira. „Já, það gæti ég. En mjg langar til að lýsa ánægju minni með þessa ferð alla og staðfesta, að þessi samskipti eru fyrst og fremst þroskandi um jeið og þau veita fræðslu og skemmtun. Ég trúi alltaf á það góða í hverjum manni og þess vegna má vera að ég hafí aldrei lent í neinu hættulegu í samskiptum mínum við annað fólk á fjar- lægum slóðum.“ Höfundur er landskunn söngkona og hefur oft skrifað í Lesbók. JENNA JENSDÓTTIR: H ögg Svo getur sorgin níst hjarta þitt að þú snúir frá efnishyggju og erli gráðugra daga til huglægrar rökleiðslu er rótar í und þinni, knýr fram liðin augnablik er þú gerðir þitt besta, gast ekki meir. Eins og beljandi straumfall hverfur í lygnan ós Ieita forsendur í raunveruleikann sem birtir þér blákalt að þú ert varnarlaus en átt samt einn sannleik. Dýpstu gleði og dýpstu sorg deilirðu aldrei með öðrum — þennan sannleik býrðu um eins og egg í bómull. Hann verður eina vegnesti þitt nú á stuttri vegferð. Og þú finnur djúpstæða rósemi í einveru og þögn. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON: Maímorgunn Þú læddist, svo léttstíg, útí birtuna Og ég stóð eftir, horfði á birtuna þína, úti stóð í birtunni sem þú skildir eftir inni hjá mér. BJÖRN STEFÁN GUÐMUNDSSON: Garðurinn Vorbjört er nóttin og víðáttan glitrar. Eg hugsa til þín og hjarta mitt titrar. Ég sé að þú sefur. Vináttu okkar gat veröldin breytt. Þú þóttist gefa en gafzt ekki neitt. Ég sé að þú sefur. Þögnin er líf mitt til þín ég horfí. En garðurinn stendur úr grjóti og torfí. Ég sé að þú sefur. Höfundurinn er frá Reynikeldu á Skarðs- strönd og er kennari við Laugaskóla i Dölum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.