Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 10
Seltjarnamesbær á heiður- inn af þeirri frumraun hér á landi að byggja yfir heilt torg til þess að skapa vist- legt umhverfi á öllum árstíðum. Ennþá er eftir að gefa staðnum nafn. Nordstan í Gautaborg Eitthvert myndarlegasta átak í þá veru að byggja yfir heilar verzlunargötur átti sér stað í Gautaborg í Svíþjóð fyrir um það bil áratugi. Þar heitir Nordstan, en í daglegu tali Gautaborgarbúa er ekki síður talað um „Fimmuna". Þama vora verzlun- argötur með samfelldum nokkurra hæða húsum og hefur hreinlega verið sett upp þak með gluggum ofan við aðra hæð. Þama er stórt og mikið torg og kross- götur, allt undir þaki og gizka ég á, að það sé samtals rúmlega kíiómetri af göt- um, sem nú er undir þaki. Það vekur athygli, að gluggar á þessum þökum eru fremur af skomum skammti og veita takmarkaðri birtu niður. Það er því stflað uppá lýsingu á sumri jafnt sem vetri. Ef til vill er sá háttur hafður á vegna þess að mikið gler í slíkri yfirgerð gæti orsakað óþægilegan hita þegar sólin skín. Það vekur líka athygli, að þökin yfir þess- um götum era mjög sitt með hveiju móti eins og ætti að sjást af myndunum. Þegar þess er gætt, að víðast era verzlanir á tveimur hæðum undir þökunum, sést að það er ekkert smáræðis verzlunarrými, sem þama verður, enda er þar flest sem nöfnum tjáir að nefna frá smábúðum uppí stór vörahús. Seint í ágúst, þegar blaða- maður Lesbókar var þarna á ferðinni, var mjög margt um manninn í Fimmunni og greinilegt að þetta er staður, sem dregur fólk að. Ugglaust koma kostirnir bezt í ljós að vetrarlagi, því vetrarveður í Svíþjóð er ekki síður hráslagalegt en hér og raun- ar oft mun kaldara. ÖRVÆNTINGARFULLAR TlL- LÖGUR Þegar gengið er um Fimmuna í Gauta- borg er eðlilegt íhugunarefni, hvort hlið- stæð framkvæmd gæti átt sér stað hér. Því miður blasir það ekki við í Reykjavík, en í göngugötunni á Akureyri væri það að líkindum framkvæmanlegt. Nú hafa verzlanaeigendur talsverðar áhyggjur af framvindunni í gamla miðbænum í Reykjavík og líklega ekki að ástæðulausu, en tillögur þeirra til úrbóta einkennast af einhverskonar örvæntingarfullri dellu eins og til dæmis því, að taka upp bílaumferð á nýjan leik í austurhluta Austurstrætis. Einu sinni var það spuming um líf og dauða að útrýma blikkbeljunni úr þessari sömu götu og fá þar í staðinn mannlíf. Einmitt það hefur gerzt; nú er ærið oft margmenni í nánd við Lækjartorg á góð- viðrisdögum og allt virðist þetta í áttina til þess að fá það sem nefnt er lifandi borg. Þá fyrst hefði breytingin á Laugavegin- um þjónað verulegum tilgangi, ef hægt hefði verið að byggja yfir hann og fá þar hliðstæðu við Fimmuna í Gautaborg. En meinið er að meðfram Laugavegi era á báða vegu fremur smá hús og víðast hvar sund á milli. Hvorttveggja er, að húsin era of lág og ekki nægilega sambyggð til þess að hægt sé með góðu móti að koma við þaki á götuna. Austurstræti er núna eina gatan þar sem einhveijir möguleikar í þessa vera sýnast vera fyrir hendi. En ýmsir vankant- ar era þó sjáanlegir svo sem alltof lágreist hús frá Reykjavíkur Apóteki og austur að Lækjargötu. Megingallinn er þó sá, að við norðurhlið götunnar er samfelldur múr- veggur banka, sem gera hugmyndina lítt kræsilega. Til þess að önnur eins fram- kvæmd borgi sig, þurfa að vera verzlanir á báða vegu og helzt á tveimur hæðum eins og í Fimmunni í Gautaborg. Niður- staðan sýnist vera sú, að húsin meðfram götunni þurfi í upphafi að byggja með þetta fyrir augum, ef það á að geta orðið að veraleika. GÍSLI SIGURÐSSON E R L E N E R B Æ K U R John Dos Passos: Manhattan Transfer. Með inngangi eftir Jay Mclnerney. Penguin Books 1986. Manhattan Transfer hefur fengið það vafa- sama orð á sig að vera stílæfing. Má það vel vera. Engu að síður er hún þess verð að vera lesin, jafnt af þeim sem ekki hafa lesið neitt eftir Dos Passos og hinum. Þeir síðarnefndu munu þekkja ávöxtinn í stórvirkinu USA. Manhattan Transfer fjallar um lífið og dauðann og svo sem allt þar á milli því sögu- sviðið er New York á fyrstu áratugum þessarar aldar. Sögupersónur og svið eru mörg og er það leikur höfundar að ijúfa þráð- inn og viðhafa fyrirvaralausar skiptingar í tíma og rúmi. Við þetta fær verkið á sig svip margklipptrar kvikmyndar. John Dos Passos var félagslega þenkjandi maður og treysti á sósíalismann en honum snerist hugur er fram liðu stundir. Það var einmitt áræði hans að skýra frá skuggahliðum ríkustu þjóðar heims sem gerði hann frægan. Manhattan Transfer er frá því skeiði ævi hans. Barbara Leaming: Orson Welles. A Biography. Penguin Books 1987. Það er sagt og má vera satt, að varasamt sé að hæla bömum um of og að það gangi glæpi næst að telja bömum trú um að þau séu betrungar annarra bama, að þau hafi eitthvað til brunns að bera sem heitið geti snilligáfa. Böm sem hafa verið alin upp við slíkt hafa jafnan orðið ónytjungar eða glæpa- menn. Strax í æsku fékk Orson Welles að heyra það óþvegið að hann væri snillingur. í rás tímans sannaði hann það en sagði jafn- framt sjálfur að hann hefði byijað á toppnum og síðan hafi hann verið að hrapa þetta nið- ur. Það var í hálfkæringi sagt en þó skal þess getið að aldrei hefur verið gerð jafn góð kvikmynd í Ameríku og frumraun hans á því sviðinu, Citizen Kane, sem hann vann að um það leyti sem hann var tuttugu og fimm ára. Áður en hann fór að stjóma kvikmyndum hafði hann getið sér gott orð sem leikstjóri og leikari. Orson Welles var mikilmenni og þessi bók um hann er verðugt minnismerki um hann. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.