Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 9
1 brennisteinshveri. Héðan komu hins vegar frásagnir af hveragosum og að minnsta kosti eftir miðja 17. öld bar þar hæst á Geysi í Haukadal. Af þeim sökum varð orðið Geysir al- mennt þekkt í merkingunni goshver og hefur orðið innlyksa í mörgum tungumálum í þeirri merkingu en ekki heiti á vissum gos- hverum eins og er í íslensku." Suðuhiti á 1—2 km dýpi í kaflanum um uppruna hveravatns segir m.a.: „Hin efstu lög jarðar eru yfirleitt ekki vatnsþétt. Yfirborðið sígur niður í þau og streymir um þau. í aðalatriðum verður þessi jarðvatnsstraumur þannig að vatnið sígur niður á hálendi og nær misdjúpt eftir atvik- um þar til það finnur rás upp til yfirborðs á láglendi. Því dýpra sem rásin hefur náð, því heitari jarðlög hefur vatnið síast í gegn- um og því heitara verður það. Hér á landi vex hitinn almennt um 1 gráðu á hveijum 10—20 m og vatnsrásin þarf þá að ná niður á 1—2 km dýpi til þess að ná suðuhita. Þar sem þetta hægt streymandi djúpa grunnvatn hittir á sprungur, sem ná upp til yfirborðs, streymir það beinustu leið upp undir þiýstingi og þarf ekki að kólna veru- lega á Ieiðinni . . .“. I síðasta kafla bæklingsins sem er allur hinn fróðlegasti fjallar dr. Trausti um hrúð- urmyndanir við hveri. Þar segir m.a. að hverahrúðurslög séu hin fegursta náttúru- smíð en þau séu veik og þoli alls ekki að á þeim sé traðkað. Ennfremur: „Það er óskemmtileg staðreynd að hverahrúðurs- breiður fá hér á landi nær hvergi frið til að myndast. Helst er það á Hveravöllum en einnig þar skemmast þær sífellt af átroðningi. A Geysissvæðinu eru ágæt skil- yrði frá náttúrunnar hendi til þess að fagrar hrúðurbreiður eða hrúðurbrekkur myndist, en átroðningurinn spillir sérhverri nýmynd- un. En hann vinnur einnig jafnt og þétt á Geysishólnum og er það enn alvarlegra mál. Hóllinn hefur þegar breyst mikið frá 1935, er nú alþakinn niðurkvömuðum kísil og um allt blasa við opin sár, þar sem kísil- lögin skaga út og minna helst á bein úr holdi. Það er auðvelt að benda á það sem hér fer miður og einnig auðvelt að segja það, að Geysissvæðið þurfi að friða miklu ræki- legar en gert er. En framkvæmd algerrar friðunar er bæði erfíð og kostnaðarsöm, ef fyllsta árangri ætti að ná. Algerri friðun, þ.e-. réttri umgengni á jarð- hitasvæði eins og Geysissvæðinu, verður seint komið á í okkar fámenna landi með reglum og fyrirmælum einum. Þar reynir ekki síður á skilning gestanna á nauðsyn fyllstu friðunar." Þessi viðvörunarorð voru skrifuð 1964 og þau eiga sennilega fullan rétt á sér enn, þótt ýmislegt hafi færst í betra horf. Breskur viskíframleiðandi eignaðist Geysi í bæklingi, sem Geysisnefnd gaf út á ensku 1985 fyrir erlenda ferðamenn og dreift var á vegum Ferðamálaráðs, gerir Helgi Torfason jarðfræðingur hjá Orku- stofnun góða grein fyrir Geysissvæðinu, sögu þess og eðli goshvera. Þar segir m.a. að rannsóknir hafí leitt í ljós að þetta hvera- svæði hafí verið virkt í 8—10.000 ár eða allt síðan ísöld lauk. Svæðisins er fyrst get- ið í íslenskum annálum árið 1294 en það ár urðu breytingar á því vegna jarðskjálfta. Aftur er þess getið í annálum að mikil gos hafi orðið á svæðinu árið 1630 eftir 40 ára hvíld. Eftir það varð Geysir og svæðið allt heimsfrægt og er þess getið í öllu ferðabók- um frá íslandi á 17. og 18. öld. Hótel Geysir. Erlendur Magnús- son útskurðarmeistari í Hvera- gerðiá hugmyndina ogheiðurinn af þessu sérstæða veitingahúsi og útskurðinum sem prýðir það að utan oginnan. Enn erhúsinu ólokið, t.d. á eftir að setja stóra glugga efir mæni hússins, sem munu gerbreyta ásýnd þess að innan. Kristinn Sveinbjörnsson, arkitekt, útfærði hugmyndir Er- lendar. Hverinn Sísjóðandi, sem nú er virkjaður fyrir hótelið. Þarna tíðkaðist að þvo þvotta og þótti gott að klappa þvottinn á hveraklöppunum. h ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚNÍ 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.