Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 3
HSHSiölSHEHmn.ffllHi] Útgeiandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvatj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannesaen, Styrmir Gunnarason. AAstoð- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Rrtstjómarfulitr.: Gisii Sigurðsson. Augiýsingar: Bakfvin Jóns- son. Ritstjóm: AAalstrœti 6. Simi 691100. Forsíðan er Geysismynd Emmanuels Larsen frá árinu 1847 og birt í tilefni umflöllunar um Geysi og hverasvæð- ið í Haukadal. Eftir dauða Larsens eignaðist myndina Valgarð Finsen læknir, bróðir Nielsar Finsen og var hún í eigu hans og ekkju hans þar til hún var seld íslenzkum safnara 1982 og er nú hér á landi. Larsen málaði raunar aðra samskonar Geysismynd fyrir Kristján kóng 8. Myndin á for- síðunni er fengin úr bók Franks Ponzi: ísland á 19. öld, sem út kom f lok síðasta árs. Benkow er þekktur maður í Noregi og víðar, enda forseti norska Stórþingsins. Hann er gyðingur og hefur skrifað sjálfsævisögu, sem vakið hefur mikla at- hygli. Jóhannes Helgi rithöfundur, sem býr í Noregi, hefur þýtt kafla úr bókinni, sem fjallar um hremmingar stríðsáranna. Fituefni eru sífellt á dagskrá og sum þeirra að minnsta kosti liggja undir grun um að valda hjarta- og æðasjúkdómum. En rannsóknir eru að leiðaýmis- legt nýtt í ljós og um það skrifar Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur. Ölstofur og æsandi fjör, heitir fjórði hlutinn í greinaflokki Guðjóns Friðrikssonar um Laugaveginn fyrr og síðar. Hér segir frá Fjallkonunni og fleiri öldur- húsum frá því fyrr á árum. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON frelsi ef ég dreg andann nú djúpt anda svo varlega frá mér þá fínn ég þagnarbragð og þránandi lognmollukeim mér á tungu hver hefur látið í loftið svo lævísar refjar varla þó neinn sem nokkur vill þekkja og nú er það svo einsog fyrrum að frelsið á beinlínis ekki neinstaðar heima nema í draumlausum svefni í svölum órofaskugga undarlegs hlyns sem bærir laufkrónuloftið Ijúft og svo hljótt að heyra má kattarips dyn og tímans fismjúká foss sem fellur handanvið gnýinn flýgur öm yfir andartaksstund meðan þú gleymir gleymskunni sjálfri og jafnvel heimskunnar myrkri um sinn Höfundurinn er rithöfundur og skáld í Reykjavík. 100 þúsund ferðamenn - og enn í rykmekkinum Asíðasta ári komu um 120 þúsund erlendir ferða- menn til landsins og þar af var farið með 100 þúsund hina hefðbundnu leið tii Geysis og Gull- foss. Verulegur hluti þessa fólks fór ekki ann- að, en hafði viðkomu í Eden í Hveragerði, ef til vill á Flúðum og meiriparturinn kom við á Þingvöllum. Leiðin til Geysis um Þing- velli, Gjábakkahraun og Laugardal er stórkostleg í fögru veðri, og þegar ekið er í bakaleiðinni yfir Hvítá á Brúarhlöðum, niður Hrunamannahrepp, um Selfoss og yfír Hellisheiði, fæst eftirminnileg mynd af fjölbreytninni í íslenzku landslagi, sem er sér á parti og engu lík, þegar miðað er við nálæg lönd. Allt svæðið frá Þingvöllum að Gullfossi og þaðan inn til jökla ætti að vera einn allshetjar þjóðgarður, alfriðað fyrir sauðfé, enda nóg af síður verðmætu landi til að stunda á sauðfjárbúskap. Það er til marks um vanþróun okkar og tómlæti gagnvart ferðaútvegi sem atvinnu- grein, að ekki skuli búið að setja bundið slitlag á leiðina úr Reykjavík að Geysi og Gullfossi. Svo langt sem ég man aftur í tímann, hefur vegurinn austur þangað verið eitt af því, sem telja má til skammar fyrir siðmenntaða og sjálfstæða þjóð. í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sambærilega slæmu nema Sædýrasafninu í Hafnarfirði og gömlu flugstöðinni í Keflavík. Nú hefur hún vikið og allir nema allaballamir eru því fegnir, að landið hefur fengið nýtt andlit út á við og það er fagnaðarefni, að þetta var gert af menningarlegum metnaoi. Sá metnaður mætti vera víðtakari, en þetta er engu að síður góð bytjun. Það er líka verið að setja bundið slitlag á örlitla spotta á ári hveiju og það er fullkomlega með ólíkindum, að ekki skuli ennþá vera búið að ljúka því verki á vegarspottanum úr Reykjavík austur á Þingvöll. Þaðan ligg- ur hin sjálfsagða sumarleið austur að Geysi um Gjábakkahraun og Laugarvatnsvelli, en vegurinn þar er hafður í einskonar Qallvega- ástandi, þar sem í þurrkatíð er ekið í samfelldu rykkófí og á hraunklöppum. Það á raunar við um alla malarvegi og hefur skrifarinn haft af því spumir, að á æði marga erlenda ferðamenn verkar þetta eins og samfelld martröð og ógeð. Nú er verið að undirbúa bundið slitlag á vegarkaflanum milli Gullfoss og Geysis, sem er vitaskuld spor í áttina og kannski verður hægt að aka á alvöru vegi austur þangað einhvemtíma fyrir 1990. Síðan veitingask- úrinn við Gullfoss var rifinn sællar minning- ar, hefur ferðamannaaðstaða þar verið sú sama og var áður en landið byggðist. Það er þjóðarskömm að hafa ekki einu sinni salemi við fossinn og ekkert er auðveldara en að grafa það að öllu leyti inn í brekkuna og þyrfti ekki annað mannvirki að sjást en dyraumbúnaður. Veitingarekstur við fossinn er æskilegur og ugglaust verður honum komið á laggim- ar í framtíðinni. Óhætt er þó að segja, að það sé ekki brýnt, þar sem aðeins em fáein- ir kílómetrar út að Geysi. Þar reis í fyrra nýr og frumlegur veitingaskáli, sem er í alla staði til sóma og er raunar ætlað að verða hótel þegar fram líða stundir, enda annað ótækt á þessum stað. í þessu blaði er Geysi og hverasvæðinu þar í kring helgaðar nokkrar síður og m.a. bent á hina ósmekklegu girðingu utan um hverinn, sem telja verður að séu náttúm- spjöll á þessum stað. Á hverasvæðinu er ótrúlega margt að sjá, sem vitnar um fjöl- breytni í ríki náttúrannar. Venjulega beinist athygli gesta einungis að Geysi, sem oftast sefur svefninum væra, svo og Strokki, sem gýs reglubundið, en ekkert í líkingu við Geysi. Færri gaumgæfa Kóngshverinn, Blesa, Smið, Sísjóðanda og Oþerrisholuna, en allir hafa þessir hverir sinn svip og per- sónuleika. Utan við hverasvæðið er raunar margt, sem vert er að veita athygli. Ég nefni gönguferð uppá Laugarfellið og með- fram Laugará annarsvegar og Beiná hinsvegar. Bæjarleið innan við Geysi er land- námsjörðin og sögustaðurinn Haukadalur, þar sem kirkjan stendur ein bygginga og ekki hefur þótt ástæða til að minnast þess á einhvem hátt. að þama á bæjarhólnum stóð fyrsti skóli Islendinga. Sigurður Greips- son endurreisti skóla í Haukadal, en ekki á hinu foma bæjarstæði, heldur „á Söndun- um“ eins og Tungnamenn segja og eiga þá við hverasvæðið. Skrifarinn á góðar endur- minningar úr þessum sérstæða skóla, sem nú heyrir til sögunni, enda ekki ónýtt að geta hampað prófi í íslenzkri glímu á þess- um sérhæfíngartímum. Haukadalur hefur fyrst og fremst gildi fyrir íslendinga, sem finna þar æðaslög sögunnar. Fæstir sem koma að Geysi leggja þó leið sína þangað, ellegar í skógræktar- girðinguna í hlíðum Sandfells, sem er með fegurstu stöðum landsins. Þar mætti skipu- legga tjaldstæði í unaðslegu umhverfí og veðursæld, en því miður er alls ekki reynt að kynna þennan gróskumikla reit, heldur þveröfugt. Vegurinn sem liggur þama í gegn, heldur áfram uppá Haukadalsheiðina, þar sem afrek landgræðslunnar blasa við og síðan áfram á Línuveginn. Þessi leið var ekki fær í fyrrasumar vegna þess að ein- hver skógfræðingur tók þá geðþóttaákvörð- un að loka honum með keðju og var að minnsta kosti alltof lengi látinn komast upp með það. Geysir lifír mestan part á fomri frægð. Hann mmskaði þó aðeins eftir að Hrafn Gunnlaugsson lét dýpka frárennslisraufína og lækka vatnsborðið, vegna þess að hann þurfti á Geysisgosi að halda í kvikmynd. Nú er kísillinn tekinn að hlaðast í raufína að nýju og líkur á gosum fara minnkandu Kannski vill Hrafn sjá um að halda Geysi gangandi með því að gera það sem gera þarf, því ekki gerir Geysisnefndin það. Að öðmm kosti sést það aðeins á myndum hvemig gos litu út og hvað það var, sem aflaði hvemum slíkrar frægðar, að í munni útlendinga er hann ennþá mestur goshvera: „The great Geysir". GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚNÍ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.