Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1986, Blaðsíða 13
i SAMVISKU GLÆPIR Smásaga eftir Nadine Gordimer NADINE GORDIMER er suður-afrískur rithöfundur og er fædd árið 1923. Fyrsta skáldsaga hennar, The Lying Days, vakti mikla athygli, þegar hún kom út árið 1953. Hún hefur síðan látið fjölmargar athyglisverðar skáldsögur frá sér fara og hefur smám saman getið sér orðstír sem einn merkasti núiifandi rithöfundur, er skrifar á ensku. Nadine Gordimer er þekkt sem ótrauður andstæðingur apartheid-stefnu suður-afrískra stjórnvalda. Bók hennar A World of Strangers (1958), sem fjallar um vináttusamband milli negra og hvítrar konu í Johannesarborg, fann því enga náð fyrir augum Verwoerd-stfómarinnar og var umsvifalaust sett á bannlistann íSuður-Afriku. Aðrar merkar skáldsögur, sem hún hefur samið, em Occasion of Loving (1954), A Guest of Honour (1971) og The Conser- vationist. Sem stendur er hún búsett í Johannesarborg. au virtust koma auga hvort á annað samtímis, þar sem þau gengu niður tröppurnar á Hæsta- rétti. Það er þriðja daginn, sem málið var fyrir rétti, og þeir áhorfendur, sem bara komu til þess að sjá hina ákærðu rétt í svip, höfðu satt forvitni sína: Með eigin augum höfðu þeir séð fólk, sem átti það á hættu, að líkami þeirra hafnaði innan veggja fangelsisins vegna hugmynda, sem það hafði í höfðinu. Einungis þeir, sem höfðu alveg sérstakan áhuga á þessu máli, komu aftur dag eftir dag. Hann gæti verið blaðamaður — eða aðstoðarmaður hjá fulltrúa einhvers þeirra vestrænu rílqa, er senda „áheymarfulltrúa“ til pólitískra réttarhalda í landi, sem skapar vandamál með stefnu sinni í innanríkismál- um, og þrýstihópar frá samtökum í mann- réttindabaráttu í Vestur-Evrópu og Ameríku vinna af kappi gegn. Hann var í fötum úr riffluðu flaueli með nokkuð nýstárlegu sniði. Þegar hann svo tók til máls kom þó alveg greinilega í ljós, að hann var upprunninn héðan eins og hún sjálf. Bæði málhreimurinn og hirðuleysisleg- ur talsmáti hans sannaði það svo ekki varð um villst. „Þvílík málsmeðferð! Ég hef sko aldrei kynnst... Eftir tvo heila tíma af svona löguðu ... Mér finnst bara eins og ég hafi límst við flugnaveiðara ... óraunveru- legt...“ Það leyndi sér hins vegar ekki hver hún var. Hún var ung kona, málfar hennar fágað og viðkunnanlegt. Bæði þetta og eins snjáði, heimasaumaði fatnaðurinn, sem hún var í, gaf til kynna — að þungamiðjan lægi ekki beinlínis í innhverfri íhugun, í starfi náttúru- verndarhóps eða á tískuhönnunarskrifstofu, heldur að hún ætti eitthvað sammerkt við allt mannkynið á þann hátt sem gjaman verður vart í fari þeirra, sem ekki eiga neitt og leggja því sjálfa sig í sölumar. Einasti skartgripurinn hennar, hálsfesti úr örlitlum perlumóðurlaufum þræddum á band, átti það til að herpast neðst um hálssinamar, þegar hún brosti samþykkjandi. „Lögmenn starfa nú einu sinni þannig... hefúr mér sýnst. Fyrstu dagana er bara um það að ræða að koma mótaðilanum í bobba.“ Þegar leið á vikuna voru þau farin að drekka kaffi saman í stutta matarhléinu, sem gert var á réttarhöldunum um hádegis- bilið. Hann lét í ljós heldur barna|egar skoðanir á dómsmálinu en þó alltaf á þann hátt eins og gerði hann sér jafnframt grein fyrir því, að hann léti blekkjast. Af hvetju leiddi hið opinbera fram vitni, sem báru það umbúðalaust, að stjómvöld kúguðu menn andlega og kæfðu ósköp eðlilegar framavon- ir þeirra í fæðingu. Þess háttar vitnisburður hlyti þó að verða málsvöminni mjög í hag, úr því að látið var í veðri vaka, að um samviskuglæp væri að ræða? Hún hristi fíngert hárið, snarhrokkið eins og angóruteppi. „Bíddu bara. Bíddu bara við. Það er til þess eins að láta líta svo út, að þeir séu svo ábyggilegir og trúverðugir. Til þess að færa sönnur á, að það sem hinir ákærðu hafi gerst sekir um, hafi snortið þá illa, að þeir viti nákvæmlega, hvað hinir ákærðu hafí sagt og gert, til þess að flækja ákærðu í málið og gera þá seka einmitt um það, sem veijendumir ætla að neita. Skil- urðu það ekki?“ „Nú, það er þá þannig lagað.“ Það brá fyrir brosi. „Þegar ég var á heimaslóðum hér áður fyrr, hafði ég ekki alltof mikinn áhuga á pólitík og þess háttar... á virkri þátttöku í pólitík mundir þú víst kalla það? Það var ekki fyrr en ég kom aftur heim frá útlöndum ...“ Til þess að samtalið lognaðist ekki út af bar hún fram spuminguna, sem gert hafði verið ráð fyrir: Hve lengi hafði hann verið í burtu? „Næstum fimm ár. Fyrst í auglýsingum, svo tölvum . ..“ Það, hvemig hann gerði hlé á máli sínu í miðri setningu, gaf til kynna á hvern hátt þessar stöður höfðu gioprast niður af eintómu áhugaleysi hans. „Fyrir tveimur árum var svo komið, að mér fannst bara að ég vildi snúa heim aftur. Ég gat annars ekki fundið neina raunverulega ástæðu. Ég hef verið að vinna héma sams- konar störf — í ár hef ég reyndar verið með námskeið í verslunarskóla. Núna er ég smátt og smátt farinn að gera mér grein fyrir af hvetju ég vildi þetta. Koma hingað aftur. Það er eins og að það standi einhvern veginn í sambandi við þetta“ Andlit hennar var þannig, að það eins og endurspeglaði hugsanir annarra. Auga- brúnirnar og munurinn létu í ljós stillilegan skilning. Hann andaði ráðaleysislega út á milli varanna. Hún brosti. „Ég get vel ímyndað mér, að þetta hljómi allt heldur dauflega í þínum eymm. Þú ert víst ekki ein af þeim, sem em vanir að lenda inn á hliðarspori og standa þar kyrrir.“ Smágerðu, mögm krepptu hendurnar hennar lágu þarna eins og tvö áhöld ofan á vaxdúknum, sem breiddur var á kaffí- skenkinn. Eitt andartak virtist hún vera með hugann einhvers staðar allt annars staðar og hendur hennar fítluðu við ókeypis eldspýtnastokkinn þarna, þegar hún svo svaraði: „Hvað fær þig til að halda það?“ „Það er einhvern veginn eins og að þú vitir svo mikið. Eins og þú hafír sjálf lent í þessu ... Eða kannski. . . ertu að læra lögfræði?" „Ég? Almáttugur minn, nei! Eftir að hafa dreypt einu sinni eða tvisvar á kaffínu, svaraði hún vingjamlega: „Ég vinn í bréfa- skóla." „Kennari." Nýtt bros: „Ég er að kenna fólki, sem ég aldrei sé.“ Það kemur eiginlega ekkert sérlega vel heim og saman. Þú virðist annars vera sú manngerð, sem vill gjaman vera með af lífí ogsál.“ í fyrsta sinn tók hæversk athyglin á sig aðra mynd, varð ákafari: „Var það þetta, sem mér fannst vanta í Lundúnum — að þú gast ekki verið með af lífi og sál?“ Treystu því, að hann kynni sjálfur best tökin á því, hvemig hann ætti að koma sér í mjúkinn — það var einmitt einn af þeim eiginleikum, sem þeir höfðu metið hann mikils fyrir, alveg eins og að kona gat kannski fengið dálæti á honum vegna ann- ars eiginleika, sem hann þó ekki hafði á valdi sínu — á því, hvemig annað munnvikið vipraðist þegar hann brosti eða þá vegna brúnu slikjunnar í augunum. Hann hafði að sínu leyti ekki verið lengi að átta sig á, hver hún var — fyrst á manngerðinni og svo, eftir að hann þriðja daginn hafði skroppið út úr réttarsalnum til að leita sér upplýsinga um hana í spjald- skrá lögreglunnar, á því að hún var stúlkan, sem farið hafði með mestu leynd á fund vinkonu sinnar, er sat í stofufangelsi. Síðar hafði hún setið þrjá mánuði í fangelsi, af því að hún neitaði að bera vitni í máli vin- konu sinnar, þegar sú síðamefnda var ákærð fyrir að ijúfa þá einangrun, sem hún hafði verið dæmd til. Aly hafði hún sagst heita. Alison Jane Ross. Hann gat ekki séð neitt beint samband milli þess áhuga, sem Alison Jane Ross sýndi yfírstandandi réttarhöldum, og þess fólks, sem stóð sem ákært fyrir rétti. En eins og maður í hans stöðu leit á málin var svo sem engan veginn loku fyrir það skotið, að hún kynni að vera í einhverjum tengslum við víðtækari samtök, sem kipptu í spottana á bak við tjöldin, eða að hún væri í stuðn- ingshópi, sem liðsinnti moldvörpustarfsemi á borð við þá, sem ákæran fjallaði um. Felterman var bókstaflega snortinn af vináttusambandi þeirra. Hann féllst meira að segja á að koma alla leið heim til hennar með þunga tösku, fulla af bókum og útigrill af minni gerðinni, sem hægt var að bera. Hann hafði spurt hana, hvort hún vildi koma með í leikhúsið eitt laugardagskvöld. Því miður stóð þannig á, að hún ætlaði einmitt að flytja þann laugardag — kannski vildi hann þá koma og hjálpa henni í staðinn? Hún hafði bætt þessari uppástungu við, skelfd yfir sinni eigin framhleypni. Hann kom stundvíslega. Á kaffihúsinu þennan dag sagði hann til nafns og hún sagði honum sitt. Nafnið var Derek Felterman. Það var hans rétta nafn. Hann hafði reyndar verið í fímm ár í Lundúnum, hafði unnið á auglýs- ingastofu og svo verið á námskeiði í tölvu- fræði við vel metna stofnun. Það var í Lundúnum, sem hann hafði verið ráðinn til starfans af manni nokkrum frá sendiráðinu. Sá maður var þó ekki dipiómat, heldur full- trúi í þeirri deild öryggislögreglu ríkisins á heimalandinu, sem fer með öryggismál LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. APRlL 1986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.