Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Blaðsíða 12
Húsagerð Eyvindar - að sögn ábúenda á Hrafnsfjarðareyri Þar sem timburhúsiö er á myndinni, stóð kofaræskni, sem Halla bjó í með börnum sínum, þegar Eyvindur kom fyrst til hennar. Eyvindur hlóð torfbæ uppúr kofahrófinu oggerði það svo verklega, að í þeim torfbæ var búið fram til 1928, án þess hreyft væri við hleðslu í vegg, en þiljað inn á veggi ogsett loft í bæinn. Þessi torfbær var rifinn 1928, þegar timburhúsið var reist. Við torfbæinn byggði Eyvindur eldhús og það er torfkofinn, með timburgaflinum, sem blasir við á miðri myndinni að baki konunnar. í þessum eldhúskofa voru tvennar hlóðir, aðrar stórar en hinar litlar. Eldhús Eyvindar stóð þar til öll húsin voru rifin og bærinn þá farinn í eyði, en það var um 1943. Grjót og torfhryggurinn, sem liggur frá eldhúskofanum hægra megin við konuna, er rangali eða lággöng, sem Eyvindur byggði yfir bæjarlækinn svo gengt væri úr eldhúsinu í lækinn. Fólk varð að ganga hálfbogið eftir rangalanum en eftir honum var farið alla tíð að sækja vatn í lækinn. Enginn steinn hafði haggazt íþessum göngum né eldhúsveggjunum svo lengi, sem menn mundu til. Konan á myndinni er Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir en hún og maður hennar Líkafrón Sigurgarðsson voru síðustu ábúendur á Hrafnsfjarðareyri. Hjálmar Jónsson, móðurbróðir Bjarneyjar, hafði búið þar áður og frá þvífyrir aldamót en á undan honum líklega Jón Eilífsson, sem reisti Eyvindi bautasteininn. Síðasti spölurinn hjá Eyvindi og Höllu inn. Undir ártalinu 1775 segist Espólín svo frá: „Ætlaði Að bíta Hann á BARKANN“ „Eyvindur er slapp frá Halldóri Jak- obssyni og Halla kona hans, Abraham og Arnes og lá Arnes lengi úti. Eyvindur var ráðagóður og léttfær og slapp þó hann næðist. Björn hét maður, skólagenginn, Bjarna- son frá Böðvarsdal Ólafssonar prests að Kirkjubæ Ásmundarsonar en dótturson Bjarna á Burstafelli, mikill og gildlegur. Hann fór við annan mann og hittu þeir þau Eyvind og Höllu, tók Björn Eyvind og batt hann en Halla fékkst á meðan við fylgdarmann hans, kom honum undir og ætlaði að bíta hann á barkann. Var hún dökk ílits. Björn tók hana þá og vóru þau síðan flutt ímeðal sýslumanna og sagði Halla svo, að hún hefði séð fyrir börnum þeirra. Þau sluppu aftur og náði enn Einar Brynjólfsson frá Barkarstöðum og hans fylgdarmenn Eyvindi en ei varö honum haldið." Fræðimenn hafa talið þessa frásögn Espólíns lítilsverða sem heimild, vegna þess, að þeir hafa misskilið orðalagið: „Þau sluppu aftur og náði enn Einar Brynjólfs- son ..." Þessi orð merkja alls ekki eins og fræðimenn halda, að Espólín telji hand- töku Einars í Þjórsárverum 1772 hafa ver- ið síðar en handtakan á austuröræfum 1775, heldur merkir enn þarna líka eða énn orðlendingar töldu Höllu og þau hjón bæði, þegar Einar tók þau við Þjórsárver, hafa verið ranglega flutt norður, Einar hefði átt að senda þau á Árnesinga. Skag- firðingar hafa því líklega ekki leitað Höllu af miklum áhuga og það getur eins hafa verið um Þingeyinga, þegar Eyvindur siapp úr Reykjahlíð, að þeir hafi ekki taiið sér skyit að leggja á sig mikið erfiði í eftirleit að þjófi, sem Sunnlendingar voru að færa á þá. Sigurður Sigurðsson segist ekkert vita um Eyvind haustið 1774 þegar hann skrif- ar Þorsteini sýslumanni Rangæinga um það áhugamál sitt að fundnar séu sem færastar leiðir úr Árnessýslu um hálendið norður og austur. Sigurði segist svo frá: „Jafnframt er það uppástunga mín, svo fremi sem strokufanginn og sakamaðurinn Eyvindur skyldi spyrjast uppi og nást aftur (ieturbr. mín) að hann, sem er öllum kunn- ugri á fjöllum uppi, verði látinn fylgja leiðangursmönnum og með því gefnar von- ir um vægö og náðun etc.“ Eyvindur sem sagt týndur rétt einu sinni, eyða í söguna. Einn stein, sem tylla má tánni á, er þó enn að finna fljótlega og hann er hjá Espólín 1775 eða tveimur ár- um eftir að þau hjón eru á flótta undan Skagfirðingum og hafa flúið austur á bóg- 'f) f' BÆNINGJAR Á FJÖLLUM - 10. og síðasti þáttur. ÁSGEIR JAKOBSSON tók saman er að nefna, að Eyvindur var handtekinn af Einari Brynjólfssyni og slapp. Og enn hverfa þau, Eyvindur og Halla, og eyða verður enn í sögu þeirra. Eftir flóttann 1773 úr Skagafirði hafa þau hjón leitað austur á öræfin aftur. Eft- ir að hafa sloppið frá Árnesingum, Þingey- ingum og Skagfirðingum hafa þau talið sér helzt griðland á öræfum eystra og máski hugsað sér að leita aftur í Hvannalindir. Líklegt er það, að þeim hjónum hafi ver- ið sleppt eða leyft að sleppa eftir að hafa hrakizt á milli sýslumanna eystra eftir handtökuna 1775. Það fylgdi því mikill kostnaður fyrir sýslumenn að haida þessi hjón máski vetrarlangt áður en hægt væri að koma þeim suður og þau reyndar ekki tugthús- tæk lengur sökum aldurs. Það tók því ekki orðið að brennimerkja þau eða hýða og þau tæpast haft burði til að þræla í járn- um í fangelsi, og til viðbótar þessu tii- gangsleysi að geyma þau og þeim kostnaði sem því fylgdi, hafa bætzt aðrar og máski mikilvægari ástæður til að sleppa þeim eða leyfa þeim að sleppa. Bréf landþingsskrifarans, Sigurðar, hér að framan varpar ljósi á afstöðu manna til Eyvindar, þegar hér er komið sögu. Þess- um embættismanni hefði ekki komið til hugar að láta það uppi, að hann vildi náða Eyvind, nema af því að hann veit, og er þeirrar skoðunar liklega sjálfur, að al- menningur telur Eyvind hafa unnið til frelsis þar sem hann hafi verið útilegu- maður í meir en 20 ár. Almenningur í öllum landshlutum, nema auðvitað á Ströndum og í Jökulfjörð- um, hefur talið útilegutíma hans frá því auglýst var eftir honum 1746 og þá var útilegutíminn orðinn 28 ár, þegar Sigurður skrifar bréfið og hugleiðir náðun. Það var áreiðanlega almenn skoðun manna á þess- um tíma að sakamanni skyldu gefnar upp sakir eftir 20 ára útilegu, svo sem fullyrt er í Grettis sögu að tekið hafi verið í lög þótt enginn stafur finnist um þau lög. Grettis saga var ekki orðin skáldsaga á 18. öld. Engin Formleg Sakaruppgjöf Það varð aidrei um neina formlega upp- gjöf saka að ræða, en það má hugsa sér framhald sögunnar það, að Eyvindur hafi verið tekinn til að vísa mönnum veg um fjöllin en Höllu komið fyrir sem niðursetn- ingi. Hún gæti hafa verið farin að bilast kerlingin til að fylgja Eyvindi, þótt aðfarir hennar við fylgdarmann Björns í Böðv- arsdal bendi ekki til mikillar líkamlegrar bilunar. En það hefur nú runnið á hana æði og ekki að marka heilsufarið af þeim berserksgangi. Þarna gæti þá komið sagan um Höllu sem niðursetning á koti í Mosfellssveit eða Grímsnesi og þá er næsta að skálda áfram í eyðuna. Það verður nefnilega að koma þeim báðum vestur á Hrafnsfjarðareyri, því þar deyja þau. Eyvindur verður leiður á leiðsögu- mannsstarfinu og þjónustu við embættis- menn og máski líka verið farinn að gerast þungfær um fjöllin, nema hann leitar uppi Höllu sína. Einn dag, þegar Halla gamla situr útundir vegg í koti sínu þar sem hún er niðursetningur, sól skín í heiði og birta yfir fjöllunum, verður hún vör Eyvindar í grenndinni. Þá verða henni hin frægu orð af munni: „Fagurt er á fjöllunum núna.“ Um nóttina hvarf hún, en hún dó ekki í Henglafjöllum né Skjaldbreið heldur kom fram vesfur á Hrafnsfjarðareyri. Jökulfirðingar eiga þá sögu, að Halla hafi komizt af sjálfsdáðum vestur og Ey- vindur þá verið kominn þangað. En hvernig svo sem sagan kann í raun að hafa verið eftir að síðast er heimild um þau Eyvind á fjöllum, það er sem fyrr er rakið 1775, þá má kalla það víst að vestra deyja þau bæði og er þá eftir hið vonlausa verk að finna þeim dánartíma og legstað og það verk ætla ég ekki að taka að mér, aðeins geta þeirra mótsagnakenndu sagna, sem uppi eru um dánartímann og legstað- inn. TVÆR HEIMILDIR Stangast Á Séra Árni Helgason, prófastur í Görð- um, fæddist 1777 á Stað í Aðaivík, en faðir hans, Helgi Einarsson, var þá prestur þar. Séra Helgi fékk veitingu fyrir Stað í Grunnavík 1779 og flutti þangað snemma árs 1780 og Árni sonur hans þá með hon- um. Árni ólst upp á Stað, þar til hann fór í Reykjavíkurskóla eldri 1795 og sama ár skipti faðir hans á brauði við séra Helga Þorbergsson á Eyri í Skutulsfirði. Séra Helgi hefur auðvitað manna bezt vitað allt um síðustu æviár Eyvindar og Höllu, þau hafa fengið að hírast á Hrafnsfjarðareyri í skjóli séra Helga og 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.