Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.05.1983, Blaðsíða 15
Ernesto Cardenal Bœn fyrir Marilyn Monroe Steirnr V. Árnason þýddi úr spœnsku Herra Virstu að taka til þín þessa ungu konu, sem alþekkt er í gjörvöllu jarðríki undir nafninu Marilyn Monroe Þó í raun héti hún annað (en þu hefur nafnið, það er munaðarlausa telpan sem var nauðgað níu ára afgreiðslustúlkan sextán ára sem reyndi að stytta sér aldur) Hún gengur nú fram fyrir auglit þitt án nokkurs andlitsfarða án blaðafulltrúa síns án ljósmyndara og gefur engar eiginhandaráritanir alcin eins og geimfarinn úti í niðdimmri ómælisnóttinni. í draumi sem barn þótti henni sem hún væri alsnakin ínni í kirkju (að því er segir í Time) frammi fyrir knékrjúpandi fjölda — höfuðin námu viðgólf svo hún varð að tipla á tá til að stíga ekki á þau. Þú skilur drauma okkar betur en allir sálfræðingar og geðlæknar. Kirkja, hús, hæli: það er öryggið í móðurfaðmi en líka dálítið meira en það ... Höfuðin eru aðdáendurnir, það er augljóst (Það slær bliki á höfuð manngrúans niðri í rökkrinu undir skini flóðljósanna) En hið heilaga hús er ekkert stúdíó hjá 20th Century Fox. Guðshúsið — úr marmara oggulli — er musterí likama hennar. Þar inni er mannssonurinn með písk í hendi útrekandi víxlara og dúfnasala 20th Century Fox sem hafa gert bænahús þitt að ræningjabæli. Herra I svo syndugum, menguðum, geislavirkum heimi getur þú aleinn ekki áfellst eitt innanbúðar stúlkuskinn sem dreymdi um það eins og aðrar búðarhnátur að verða kvikmyndastjarna. Og draumur hennar kom fram (en hann var í technicolor litum) Það eina sem hún gerði var að leika rulluna sem við fengum henni um okkar eigið lífshlaup — fáranlegt hlutverk það. Fyrirgef henni herra og fyrirgef oss fyrir vora 20th Century fyrir þessi feykilegu firn, afurð okkar allra. Hún var ástþurfi og við gáfum henni róandi lyf og lögðumst svo lágt að ráðleggja henni sálgreiningu. Minnstu herra vaxandi myndfælni hennar hversu hún hataði smínkið, samt varð hún að meika sig og maka fyrir hverja upptöku Þetta varð henni viðbjóður og skelfing, hún gerðist óstundvís og óáreiðanleg. Þessu líkast er að hringja til að heyra þá einu vinarrödd sem maður á og heyra símsvarann tuldra: SKAKKT NÚMER eða sem einhver dauðsærður seilist eftir símanum, sem óþokkarnir hafa slitið úr sambandi. Herra hver svo sem það var, sem hún árangurslaust reyndi að hringja í (kannski var það enginn eða þá einhver sem ekki stendur i skránni yfir Los Angeles) Taktu samt símann! Eins og aðrar verslunarmeyjar lét hún sig dreyma um frama á hvíta tjaldinu og líf hennar varð einna líkast þokukenndum draumi, sem sálkönnuðurinn skráir og skýrir. Hún var kysst með lokuð augu — unaðslegt. En þegar hún lauk þeim upp var það ljósgeisli kastarans, annað ekki Og slökkvið á honum! og takið niður herbergisveggina tvo (það var sviðsmyndin) meðan leikstjórinn skundar burt með kladdann sinn Því nú er upptöku á senunni lokið. Eða var það sigling á snekkju, koss í Singapore, dansleikur í Ríó, móttaka á sveitasetrí hertogans af Windsor, sem horft var á úti í horni í íbúðarholunni. Og kvikmyndinni lauk en það var enginn koss eða happy end. Þeir komu að henni látinni í hvílunni með hönd á símtólinu. Hvern ætlaði hún að tala við? Það upplýstist ekki. Ernesto Cardenal (f. 1925) er núverandi fræðslumálaráð- herra í Nicaragua, kaþólskur prestur og þekkt Ijóðskáld. Hann tók þátt í misheppnaðrí uppreisnartilraun gegn einræðisstjórn Somoza 1954 en ákrað síðan að ganga í klaustur í Kentucky í Bandaríkjunum undir handarjaðri hins þekkta kennimanns og rithöfundar Thomas Menton. Cardenal tók prestrígslu 1965. Árí síðar er hann að finna á eyju úti í Nicaraguaratninu þar sem hann rekur hjálpar- stöð. Þetta ljóð, Bæn fyrir Marilyn Monroe, er úr Ijóða- safninu, einu af mörgum, Oración por Marilyn Monroe y otros poemas, sem út kom 1965. Cardenal hefur sagt að hann rilji nota Ijóðlistina til þess að fletta ofan af óréttlæti og til að kynna guðsríki á jörðu. Cardenal rerður að telja marxista. Hann hefur haft geysimikil áhrif á menntamenn í latnesku Ameríku. S.Á. Ó guð vors lands Frh. af bls. 3 nokkuð í ritum dr. Channings. Hann þurfti ekki annað en að líta í gamla árganga af Þjóðólfi. IV Það sem vefst fyrir Halldóri Laxness þegar hann talar um ríkistrú og „kokkabækur í trú- arbrögðum" er sú staðreynd að þjóðsöngurinn er einn af sálmum íslensku þjóðkirkjunnar. Það mætti halda að hann ætlaðist til að Matthías kæmi allri orþódoxí- unni fyrir í þremur erindum um Guð og þjóðina til þess að þau fengju inni í sálmabókinni. Kjarni málsins er sá að þjóösöngurinn sem er utan við ríkistrú Dana á heima í íslensku þjóðkirkjunni, en Laxness telur hana enn skuld- bundna konungi, sem undir svar- inn eið þröngvaði upp á okkur sið- bót Lúters. Hann hefur prédikað að evangelísk-Iúterska kirkjan hafi verið ósamkvæm sjálfri sér þegar hún ásamt þjóðinni sagði konungi upp árið 1944. En til þess að halda slíku fram þarf alveg sér- stakar guðfræðilegar stellingar og auk þess að setja kíkinn fyrir blinda augað gagnvart allri ís- lenskri kirkjusögu síðastliðin hundrað ár eða svo. Danakonungur varð einvaldur yfír kirkjunni og bar með slíkur ábyrgð á allri opinberri guðsþjón- ustu sem hann ákvarðaði í smá- atriðum með lögum sínum og regiugerðum. En hann var ekki páfí eða heilagur dýrlingur. Hann varð aldrei faðir eða höfuð kirkj- unnar í þeim skilningi. Jafnvel leikmaður í guðfræði veit að hin raunverulega kirkja Krists er hinn „ósýnilega kirkja", þ.e.a.s. Jesús Kristur innra með manninum og í samfélagi kristinna manna. Yfír þessari kirkju hafði Danakonung- ur ekkert að segja og það vissu menn mæta vel samanber hugtak- ið Konungur Konunganna. Þjóðin og kirkjan lentu ekki í neinum sálarháska árið 1944, og þjóðkirkj- an varð ekki fyrir neinni kata- strófu, enda hafði hún ekki misst sinn konung. Danakonungur var kvaddur með vinsemd og virðingu jafnvel þótt hann setti upp á sig snúð. Kirkjuritið t.d. ber þess vott hve íslenska þjóðkirkjan fagnaði lýðveldinu heilshugar. Taki menn mark á samþykktum æðstu presta og kirkjuþinga og það eru nú for- dæmi fyrir því, ætti ekki að vera neinn vafí á því að þjóðkirkjan byggir á lýðveldishugsjóninni. Það getur verið að þetta sé einhvers- konar „síðprótestantískt fyrir- brigði'* en ég held að íslendingar almennt séu sælir í þeirri trú, a.m.k. bendir endurskoðun stjórn- arskrárinnar undanfarið ekki til annars en að menn séu, nánast með þegjandi samkomulagi, ákveðnir í að varðveita þau tengsl ríkis og kirkju sem gera evangel- ísk-Iútersku kirkjuna að þjóð- kirkju. Árið 1874 var samt trú- frelsi innleitt sem meginregla og upp úr því gátu menn lögum sam- kvæmt orðið únitarar, kaþólskir og all mögulegt, en tiltölulega fáir hafa notað sér það frelsi. Sama ár voru 1.000 ár frá upphafí íslands- byggðar og Matthías samdi „Ó Guð vors Iands“. Konungur færði íslendingum stjórnarskrá og Al- þingi löggjafarvald í innri málum, m.a. kirkjumálum og þar með var lagður grundvöllurinn að þjóð- krikju íslendinga. Þegar Alþingi skipulagði þjóðhátíðina 1874 lét það boð út ganga að hún skildi fyrst og fremst haldin heilög með því að halda guðsþjónustu í kirkj- um landsins og var það gert. Nokkrar stólræður sem varðveist hafa frá þeim tíma og ég hef gluggað í eru fullar af þakklæti til Guðs og hins ósýnilega afls sem lét þjóðina lifa. „Ó Guð vors lands“, er eins og voldugur sam- nefnari allra þessara lofgerða til Guðs. Önnur þrep á þeirri þróun sem gerðu evangelísk-lútersku kirkj1 una að þjóðkirkju var þegar stift- yfírvöldin voru lögð niður, vígslu- biskupsembættin stofnuð, kirkju- ráð og kirkjuþing, en iokastigið var í raun 1944 — málefni kirkj- unnar voru sem sagt komin í hendur þjóðarinnar. Um leið og þessi þróun hefur átt sér stað, hef- ur hin síðprótestanski hymnus séra Matthíasar eins og vaxið sjálfkrafa og án valdboða inn í það hlutverk að vera þjóðsöngur, æðsta tákn íslenskrar ríkistrúar, og verður ekki haggað þaðan með vilja þjóðarinnar. Nú á þessu ári skilst mér að Alþingi hafí einmitt löghelgað „Ó Guð vors lands" ein- an og óbreyttan í þessu hlutverki, og er það alveg samkvæmt eðli þjóðsöngva og þarf ekki að koma á óvart. „Ó Guð vors Iands“ er nefninlega vitnisburður um trúar- legt inntak ríkisins og um leið þjóðríkisgrundvöll kirkjunnar. V Eins og Laxness bendir sjálfur á þá fer vel á því að syngja þjóð- sönginn í kirkjum „með lærðum kantórum, háum hvelfíngum, og titrandi bergmáli í hvelfíngun- um“. Nú eru einmitt glæsileg skil- yrði fyrir slíkan flutning að rísa á Skólavörðuhæðinni. En „Ó Guð vors Iands“ —■ og þetta er einmitt aðalatriðið — gengur í öllum kirkjum landsins, já hverri ein- ustu, og það gerir hann frábærlega vel til þess fallinn að vera þjóð- söngur. Lundi, Svíþjóð, á boðunardegi Maríu, Pétur Pétursson Heimspeki- deild hafnar ... Frh. af bls. 3 kennslu hjá mér, um fjörutíu manns að meðaltali. Svo ekki skortir áhugann! En nú er kominn tími til þess 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.