Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 7
Steinsstaðir í Skagafirði, þar sem þau bjuggu Guðrún og Páll. Ljósmynd Páll Jónsson. Björn Egilsson frá Sveinsstöðum GUÐRÚN FRÁ HÉRAÐSDAL Hún var móðir Sveins Pálssonar læknis, rithöfundar og náttúrufræðings, gáfuð kona með dulræna hæfileika, en líf hennar var ekki dans á rósum fremur en margra annarra kvenna á þeirri tíð. Galtará, sem Jónas Hallgrímsson gerði fræga, er ekki mikið vatnsfall. Þarna sat Guörún frá Héraðsdal ein uppi um nótt og komin á steypirinn, þegar útróðramaður á leið að sunnan kom að henni. í jarða- og búendatali Skaga- fjarðarsýslu segir svo um Steinsstaði: „Steinsstaðir voru taldir 30 hundruð að dýrleika að fornu mati. Steinsstaðir eru landnáms- jörð Kráku-Hreiðars er nam Tunguna niður frá Skálamýri og aö líkindum er jörðin kennd við Tungu-Stein, sonarson Hreiðars. Steinsstaðir hafa veriö bænda- eign og um langt skeið ein af ætt- arjörðum Svalbarðsmanna í Skagafirði. Árið 1713 var jöröin eign Eggerts Jónssonar, lögréttu- manns á Stóru-Ökrum, 1762 er sonur hans, Jón Eggertsson lög- réttumaður, eigandi og ábúandi á Stcinsstöðum, frá Jóni gekk jörð- in til Guðrúnar dóttur hans og manns hennar, Páls Sveinssonar, silfursmiðs og hreppstjóra á Steinsstöðum. Hér í húsinu er stofa, sem stundum er kölluð Steinsstofa og kennd við Svein Pálsson lækni, en hann var fæddur á Steinsstöð- um 1762 og ólst þar upp. Sveinn var læknir í Vík í Mýrdal lengst og umdæmi hans var Suðurland, frá Reykjavík austur á Djúpavog og Vestmannaeyjar. Hann var stórvirkur rithöfundur og vísinda- maður í náttúrufræði, svo sem jarðfræði, grasafræði og dýra- fræði. Hann fór rannsóknarferðir um ísland 1791—1795 og fékk til þess einhvern styrk frá Náttúru- fræöifélagi í Kaupmannahöfn. Ýmsar ályktanir Sveins í náttúru- fræði standa óhaggaðar enn í dag. Ýmsir erlendir ferðamenn heimsóttu Svein Pálsson til þess að fræðast um land og þjóð. „Geta margir þeirra hans lofsam- lega í ferðabókum sínum og telja hann bera höfuð og herðar yfir alla samtíðarmenn sína hér á landi í náttúrufróðleik." Foreldrar Sveins læknis voru: Páll silfursmiður og hreppstjóri á Steinsstöðum og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, lögréttu- manns Eggertssonar. Páll var sonur séra Sveins Pálssonar, sem var prestur í Goðdölum frá 1716 til 1757. Faðir séra Sveins, Páll Sveinsson, var líka prestur í Goðdölum á undan honum og svo var Jón, sonur séra Sveins, prestur í Goðdölum 1757 til 1794. Þeir Goðdalaprestar voru í beinan karllegg komnir af Jóni Guðmundssyni, sem prestur var á Siglunesi 1580 til 1609 og kall- aður var Primmi. Jón Primmi var mikill ætt- arhöfðingi, því auk Goðdala- presta eru þrjár stórættir komnar frá honum: Stephensen- ætt, Briemætt og Thorarensen- ætt. Svo er að sjá af ritum Sveins læknis, að móðir hans hafi orðið honum öllu minnisstæðari en faðirinn, er hann á elliárum minnist bernskuheimilis síns. Kemst hann svo að orði um móður sína: „Hún var blíð í viðmóti og hógvær, en einörö er því var að skipta, eins við börn sín, sem aðra úti við, hreinlunduð, hús- rækin og siðavönd, greiðug við fátæka, mjúkhent við veika og trúföst í vinskap.“ Árið 1782 lauk Sveinn Pálsson námi í Hólaskóla. En sumarið eftir kom Jón Sveinsson land- læknir norður að Steinsstöðum og falaði Svein fyrir nemanda í læknisfræði. Var það þegar að ráði, að Sveinn skyldi fara suður að Nesi við Seltjörn um haustið, enda voru foreldrar hans þess fýsandi. Svo segir Sveinn um þessa ör- lagaríku heimanför í ævisögu sinni: „Sína elskuðu foreldra og sitt til dauðans saknaða Norðurland kvaddi þá Sveinn alfarið og lét varpast í forlaganna rífandi straum." Guðrún á Steinsstöðum var hin merkasta kona, þó ekki lærði hún latínu, eða stundaði náttúruvísindi eins og sonur hennar. Hún hafði þó læknis- hendur og var ágæt yfirsetu- kona. Hún var skáldmælt og bjó yfir dulrænum gáfum, sagði fyrir óorðna atburði, svo rétt reyndist. Nærkonan var for- spá um aldur Gísli Konráðsson segir svo frá í ævisögu sinni: „Önnur misseri var bóla í landi. Lagðist Jófríður þá, kona Konráðs, í henni 1786 og ól barn á meðan. Sat yfir henni Guðrún yfirsetukona mikil, Jónsdóttir lögréttumanns frá Héraðsdal Eggertssonar, var hún kona Páls silfursmiðs á Steinsstöðum Sveinssonar og móðir þeirra Sveins læknis og hans systkina. Sagði hún jafnan fyrir um börn þau er hún tók við, hvort langæ yrðu eður eigi, að mælt var. Var það meybarn er Jófríður ól og hét Guðrún. Spáði Guðrún nærkona því, að ei mundi mær sú langlíf verða og rættist það. Hún dó þegar í reifum. Sumarið eftir, 1787, var þeim Konráði sonur borinn, hinn 18. dag júní- mánaðar, eður mánudaginn í 9. viku sumars og hét sá sveinn Gísli. Guðrún á Steinsstöðum sat enn yfir Jófríði og mælti: Þess væntir mig, þó skammt eigi ég ólifað að sá sveinn slíti barnsskónum og var hann með einum seinustu börnum er hún tók við.“ Gísli Konráðsson sleit barnsskónum og vel það, því hann varð 90 ára og hann lét ekki nema við þessa frásögu af Guðrúnu nærkonu því hann skrifaði þátt um hana, er ég segi nú kafla úr. „Nú var Guðrún gjafvaxta heima í Héraðsdal með foreldr- um sínum og þótti einn hinn besti kvenkostur fyrir allra hluta sakir og mjög voru þau Jón og Ingibjörg vönd um ráða- hag dóttur sinnar. Páll hét ungur maður, son Sveins prests Pálssonar í Goð- dölum, silfursmiður og skrifari góður. Hann bað Guðrúnar. Er mælt hún væri treg að taka hon- um og þætti hann ófríður. Mátti þó kalla hann sómagóðan, en heldur munnófríðan sem fleiri frændur hans höfðu verið. Þó varð það fyrir tillögur foreldra hennar að hún var heitin hon- um. En fyrir því að Pétur sýslu- maður Þorsteinsson í Múlaþingi hafði falað silfursmið austur til sín, þá varð það að Páll réðist austur að Krossavík og varð þar smiður fáa vetur. Varð þunguð eftir lítilsháttarmann Það varð nú er Guðrún var 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.