Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1983, Blaðsíða 3
Ul? MINU l-IORNI Morgunn hinna sjúku — um skáld og fleira Morgunn hinna sjúku. — Mik- ið dásemdar undur er það stundum að vakna. Hægt losar þú svefninn. Ung kona í ljós- um klæðum gengur hljóðlega á milli rúmanna og dregur tjöld- in frá gluggunum, svo birtan verður enn skýrari og tærari. Við horfum til himins og ímyndum okkur að við séum undir beru lofti en ekki bundn- ir við sjúkrarúmin að meira eða minna leyti. Hugsun okkar verður að litlum fuglum, fyrst sendum við einn af stað og fylgjum honum með augunum, uns hann verður að litlum depli, svo látum við fleiri elta hann og þeir mynda tístandi hópa. Gamli maðurinn — eins og við hinir séum ungir — hann rís fyrstur úr rekkju. Hann læðist út á dyrahelluna, sjúkrahúsið okk^r er lítið og hefur verið gróðursett á grænni spítalalóðinni. Hann kemur strax inn aftur til að sækja stafinn sinn, sem hann gleymir alltaf í horninu sínu. Þegar hann kemur út á hlaðið verður hann hræddur. Hann verður að hafa eitthvað til að styðjast við. Hann má ekki hætta sér langt án stafsins. Þá man hann hvað hann er orðinn gamall. Guð gefi ykkur góðan dag- inn, segir hann, þegar hann kemur aftur og sér að við erum allir vaknaðir. Mikið er nú blessað veðrið gott. Því gefur sem setur niður kartöflur í þessari blíðu, — ekkert við það unnið að setja niður fyrr, nema þá í óvenju góðri tíð. Ég átti nú heima í Hafnarfirði alla mína tíð, og þar sprettur vel í hraungörðunum. Alltaf fór konan mín, skal ég segja ykkur, út í garð 2. ágúst og leit undir gras. Já, hún átti nefni- lega afmæli þann dag, blessuð. Og þá fengum við nýjar kart- öflur með soðningunni úr því. Það þótti okkur öllum hátíð. Já, það var hátíð, skal ég segja ykkur. Ég var nú reynd- ar ekki alltaf heima sjálfur, ég var svo mikið á sjónum meðan ég var og hét. En það var sama. Hvar sem maður var staddur mundi maður eftir öðrum ágúst. Ég gleymdi aldr- ei þeim degi. Svo fór hann aftur út í sól- skinið. Þetta hef ég skrifað 26. maí ’66. Nokkrum dögum síðar fór þessi gamli sjómaður á annan spítala til þess að deyja. Hann varð mér minnisstæður. Lengi mundi ég nafnið hans, en nú er ég búinn að gleyma því. Fræ til alls sem verður hljótum við í vöggugjöf. Snemma verðum við vör óttans og efans, án þeirra bræðra verðum við hvorki menn drauma né fram- kvæmda. Án fylgdar þeirra verðum við ekki skáld eða listamenn í öðrum greinum. Skáld verður sá, sem þegar í æsku finnur þann tón, sem bergmálar í hjörtum fólksins. En enginn vinnur sigur án mikillar baráttu. Við fáum að vísu margt ókeypis, en það kostar okkur alltaf eitthvað að kunna að njóta þess, oft fórnir, þegar við þurfum að velja á milli tveggja eða fleiri kosta, þar sem aðeins einn verður þeginn. Allt sköpunarstarf er mik- ilvægt og dýrmætt. En margar gáfur eru hermdargjafir. í bik- ar hverrar gleði er eitri óviss- unnar hellt. Listamaður veit aldrei vissu sína. Jafnvel það skáld, sem syngur falslaust og einlægt og nýtur lýðhyllinnar í auðmýkt og þakklæti, og veit að það hefur hlotið náðargjöf listarinnar á sínar bitru stundir. Og þótt menn segi: Upp úr því sára og erfiða get- ur fær guðdómsins vaxið, ef þú vakir og bíður uppskerutímans fagnandi sem hinn trúi þjónn. Einnig slíkt bjartsýnisskáld verður oft fyrir vonbrigðum. En getur líka tínt blóm af ei- lífðarengi skáldskaparins, sem þar hefur vaxið án þess til- verknaðar. Það eru ekki aðeins þeir, sem kallaðir eru afburðamenn, sem hljóta gjafir hamingjunn- ar og geta gefið öðrum mikið, einnig þeir sem enga athygli vekja og aldrei öðlast neitt nafn. Þessi hátíðlegu orð eru skrifuð í mars ’65. Öjæja. Fyrir rúmu ári birti ég eft- irfarandi vísu og eignaði hana manni mér nákomnum vestur á Patreksfirði. Ég vissi þá ekki betur. Þetta var á misskilningi byggt, og þótti okkur það leið- inlegt. Nú er hann látinn. Hún mun vera eftir Pétur Jónsson á Stökkum í Rauðasands- hreppi og er svona: Vinn og greid hvad veist þér skylt, varkár, djarfur, glaöur, ef að þú í veröld vilt, veröa gæfumaður. En þessi vísa var í miklu uppáhaldi hjá þeim, sem hún var ranglega eignuð í Lesbók- inni. Frá þessu segi ég nú svona nákvæmt til þess að vara vísnavini við slíku. Þegar hagmæltir menn taka ástfóstri við vísur, oft einmitt kunn- ingja sinna, finnst þeim óþarft að geta þess í hvert sinn, sem þeir fara með þær, hver hafi ort. Úr þessu verða svo oft rangfeðranir og misskilning- ur. Annað kemur og til. Þeir sem mikið yrkja eru ekki allt- af öruggir um hvort tilteknar vísur, sem þeim festast í minni eða jafnvel eru hjá þeim á lausum miðum, eru eftir þá sjálfa eða einhvern annan sem líkt hugsar. Enn er það og að hagmæltur maður eða skáld heyri á skotspónum vísu, sem honum finnst að hljóti að hafa afbakast, hún sé svo miklu betri, ef aðeins sé hnikað til nokkrum orðum. Ef þessi nýi viðtakandi freistast til að laga vísuna eftir sínum smekk, er hann oft óvart búinn að marka sér hana. Ef hann svo gleymir atvikum getur hann auðveld- lega síðar eignað sér vísuna, án þess að að honum hvarfli að hinn upphaflegi nautur að henni sé annar. Pétur á Stökkum var bóndi, sjómaður og tilsagnarmaður barna í sinni sveit. Hann fékkst og við fræðimennsku í tómstundum sínum, einkum á elliárum. Hann átti drjúgan þátt í Barðstrendingabók og Strandamannabók ritaði hann og fleira. Ég þekkti hann í æsku. Hann var vertíðarmað- ur á bát föður míns. Prentvilla varð í vísnaþætti nýlega. Síðasta vísa Þorsteins Erlingssonar átti að enda svona: að vakna upp ungur einhvern daginn með cilífð glaða kring um þig. Þessi vísa kom fyrst fram í líkræðu séra Haralds Níels- sonar, er hann jarðsetti skáld- ið. í formála Þyrna, sem Sig- urður Nordal sá um útgáfu á 1943, fullyrðir hann að þessar tvær vísur sem sagt er að fundist hafi á náttborði Þor- steins, séu drög að eftirmæl- um um vin hans Björn Jónsson ráðherra. Jón úr Vör. I/ 'l Jón Óskar velur Ijóö eftir Jakob Jóh. Smára \ UCÐ l=R/V I.IÐINNI Tíö Jakob Jóh. Smári og sonnettu- formiö I Ijóðabók sem út kom árið 1936 var meðal annars lítið ljóð um Þingvelli sem ég geri mér í hugarlund að kunni að hafa verið ort í tilefni af Alþingishátíðinni 1930 eða fyrir áhrif frá henni, þó ég hafi engar heimildir um það, en sjálfur mun ég hafa lesið kvæðið í fyrsta skipti nokkrum árum eftir útkomu bókarinnar eða þegar ég var átján ára gamall, og síðan hefur það verið mér minnistætt, einkum þegar mér hefur orðið hugsað um þann örlagastað sem hér um ræðir í ljósi sögunn- ar. Ljóð þetta var ort undir sonnettuhætti sem nauðafá ís- lensk ljóðskáld hafa getað valdið. Höfundurinn var Jakob Jóh. Smári og hann kallaði bók sína Handan storms og strauma. Hann varð fyrstur íslenskra ljóðskálda til að tíðka þennan viðkvæma og erfiða bragarhátt að nokkru marki eins og sjá má í fyrrnefndri bók, þar sem eru einar tuttugu sonnettur fyrir utan þá sem ég hef hér nefnt. Höfundurinn er eina íslenska ljóðskáldið sem reynt hefur, eftir því sem mér sýnist, vitandi vits og af þekkingu að yrkja í anda symbólismans sem er undanfari nútímaljóðagerðar, þó með fyrirvara um síðustu áratugi, og hófst um 1880 í Frakklandi. Er þá síst að undra þótt hann tileinkaði sér sonnettuna sem helstu skáld Frakka, kennd við symbólisma, eins og Baudelaire og Mallarmé, tíðk- uðu mjög, en í þessu knappa formi er öll mælgi bannfærð og hvert orð verður að standa fyrir sínu. Skáld getur ort sonn- ettu vel í þeim skilningi, að allar reglur séu í heiðri hafðar, en sonnettan engu að síður dauð. Þrautin þyngsta er að ná í hana þeirri hnitmiðun um eina samræmda hugsun sem henni hæfir eða bregða upp þeirri táknmynd sem gæðir hana lífi. Það þykir mér hafa tekist í sonnettunni um Þingvelli. Jón Óskar ÞINGVELLIR Sólskinið titrar hægt um hamra’ oggjár, en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu. Himinninn breiðir faðm jafn-fagurblár sem fyrst, er menn um þessa velli tróðu. Og hingað mændu eitt sinn allra þrár, ótti og von á þessum steinum glóðu; og þetta berg var eins og ólgusjár, — þar allir landsins straumar saman flóðu. Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár, geymist hér, þar sem heilög véin stóðu, — höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár, sem tími’ og dauði’ í sama köstinn hlóðu. ( L Nú heyri’ eg minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi’ á sumarkvöldi hljóðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.