Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 10
BÍLAR Síöan harönaöi á dalnum í olíumálum hafa miklar sviptingar átt sér staö í bílaframleiðslu heimsins — og miklu meiri breytingar eru í deiglunnl. Japanir stóöu langsamlega bezt aö vígi; gátu haldiö sínu striki eftir aö bensínveröið hækkaöi og ollu framleiðendum, bæöi í Evrópu og einkum þó í Bandaríkjunum miklum erfiöleikum. Til hafta er ekki gripið, enda er frjáls verzlun einn af hornsteinum velmegunar. Aftur á móti hefur því veriö beint til Japana eftir diplómatískum leiöum, aö það væri feyki- lega vel séö, ef þeir vildu gjöra svo vel aö halda dálítiö aftur af sér. Á meöan hervæðast hinir stóru í Detroit, en sumum þeirra gengur þaö furöulega seint og illa. Chrysler er búinn aö vera á heljarþröminni um tíma, 298 milljón dala taþ á fyrstu þremur mánuöum ársins, en er eitthvað aö rétta viö aftur, m.a. vegna K-bílsins, sem er fjögurra strokka, mun minni en helztu sölubílar verksmiöjunnar á síöustu árum og meö framhjóladrifi. Ford berst í bökkum og hefur af risunum þremur gengiö verst aö átta sig á breyttum heimi, þar er tapreksturinn hrikalegur, 439 millj- ónir dala á fyrstu þrem mánuöum ársins. Nú er allt traustiö sett á nýjan Escort, sem heitir Mercury Lynx í Bandaríkjunum, en er það J-línan J-línan frá General Motors. Saman viö Cadillac Cimarron á efstu myndinni eru teiknaðar með gulu útlínur á Honda Ac- cord, 4 dyra og sést að stærðin er svo til nákvæmlega sú sama. Af hinum myndunum má sjá, að evrópskir bílar síðari ára virðast mjög hafa verið teknir til fyrir- myndar. annars framleiddur víöa um heim og hefur fengiö mjög jákvæöar umsagnir. Af risunum þremur í Detroit hefur þeim stærsta, General Motors, oröiö bezt ágengt í aö sööla um — kannski vegna þess aö þar eru efnin bezt — og róttækar breytingar kosta gífurlega fjármuni. Á fyrstu þremur mánuðum ársins varö þó hagnaður uppá 190 milljónir dala. Á miðju ári 1979 hleypti GM af stokkunum X-lín- unni: Chevrolet Citation, Pontiac Phoenix, Oldsmobile Omega og Buick Skylark. Þar var gerö mjög róttæk breyting: Fjögurra strokka vélar í venjulegri útfærslu, en hægt aö fá sex strokka — og allir voru þeir og eru reyndar enn meö framhjóladrifi. Margir eldri kaupendur söknuöu hljóöleikans og mýktarinnar, sem einkennt haföi alla stærri Bandaríska bílaframleiðslan er á erf- iðu aðlögunarskeiði, en risaveldið General Motors gengur á undan í þeirri viðleitni að minnka bílana. Eftir fáein ár verða þeir amerískir bílar, sem nú eru algengastir alls ekki framleiddir lengur; þá verða eingöngu fáanlegir tiltölulega litlir bílar með framhióladrifi. Það sem framtíðin ber í skauti sér. Tii vinstri: Blæjubílar verða fáanlegir á nýjan leik og þessi LeBaron frá Chrysler er væntanlegur næsta vor. Til hægri: Sjálft flaggskip- ið frá Ford, Lincoln Cont- inental verður þannig árið 1982. bíla, drekana svonefndu. En hér meö varö sú veigamikla breyting á, aö X-bílarnir fóru a.m.k. niður um þriðjung í eyöslu. Þeir amerískir bílar sem enn teljast stórir og hafa þrátt fyrir bensínveröið átt umtals- veröum vinsældum aö fagna á íslandi; bílar eins og Ford Fairmont, Chevrolet Malibu og Chrysler leBaron, eiga þó aöeins skammt eftir í framleiðslu. Eftir eitt eöa tvö ár veröa þeir ekki smíöaöir lengur, og X-línan frá GM veröur þá aö öllum líkindum þaö stærsta, sem völ veröur á frá þeim framleiöanda. Aftur á móti er ennþá verið aö gíra sig niður og nú er General Motors meö í bígerð svokallaöa J-línu. Gárungarnir sögöu strax, aö J stæöi fyir japanskur. Út af fyrir sig er nokkuö til í því. Aöalkeppi- nautur GM er ekki Ford eöa Chrysler, heldur japanska bílaframleiöslan, sem náö hefur feiknarlegum vinsældum og út- breiðslu í Bandaríkjunum — en um leiö undirbúiö jaröveginn fyrir heimamenn. Bandarískir bílaframieiöendur héldu því Chevrolet Cavalier að innan. nefnilega of lengi til streitu, aö hinn venjulegi Bandaríkjamaöur væri svo vanur aö aka á stórum bíl, aö hann mundi aldrei kaupa smábíl svo neinu næmi. Annað kom í Ijós og kostar þó bensíniö þar vestra aöeins óverulegan hluta af því sem það kostar hér. Þegar GM kemur meö J-línuna á götuna má segja að þeir hafi lokið hervæöingunni í bili og standi mjög vel aö vígi. Sjálft flaggskipiö Cadillac hefur veriö minnkaö niöur í smábát, sem heitir Cimarron by Cadillac og er nákvæmlega jafn stór og fjögurra dyra Honda Accord. Af öörum J-bílum má nefna Chevrolet Cavalier, Pontiac J2000, en Buick viröist ekki vera meö í þessari niöurtalningu. Allir þessir Nú er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.