Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 9
Sá sem verzlar á gangstéttinni við Útvegsbankahornið er eiginlega kaupmaðurinn á horninu, einn af máttarstólpum einstaklingsframtaksins. Og nú, þegar liða fer á daginn, er hreinlega allt að verða uppselt. — Ég skal segja þér dálítið, ef þú lætur það ekki fara lengra: Það er búinn að vera hér maður á vappi með myndavél og hann er að taka mynd af þér núna. VERZLAÐ UTII VEÐURBLÍÐUNNI Meðal þeirra sem bjóða eitthvað til sölu eru þær ágætiskonur. sem sitja í happdrættisbílum og bjóða miða. Þessi happdrættismiðasala er orðin fastur liður — hér er það Happdrætti Sjálfsbjargar og engin vorkunn að taka við svona bíl. ef maður vinnur. Meðal þeirra sem sinna daglegum skyldustörfum í Austurstræti og alls ekki er hægt að vera án, er maðurinn með svárta pokann. Sú var tíðin að menn úr þessari stétt nefndust einu nafni öskukarlar. en nú kemur ekki nokkur aska í svarta pokann, nema þá kannski af sígarettum og nú heitir það að maðurinn starfi við gatnahreinsun, eða jafnvel að hann sé sorptæknir. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.