Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 7
I tilefni af verzlunarmannahelgi „Og svo eru þær sem barnavögnum aka“ — fá sér einn is og horfa á mannlífið á meðan sá litli tottar snuðið og lætur sér vel líka. Kannski horfir þessi unga móðir með nokkurri eftirsjá á áhyggjulaust líf unglinganna, — en svona er lífið. Sölubúðir þurfa ekki endilega stóra lóð — kannski dugar spjald, sem reist er uppá endann. Þar á er hægt að festa margvislega — og vonandi forvitnilega — hluti — og allt á góðu verði. Verzlað úti í veóurblíóunni Lækjartorg og eystri hluti Austurstrætis hafa fengiö á sig nýjan svip upp á síökastið, sem birtist bezt þegar sólin skín — og jafnvel í einhverjum mæli þótt hún skíni alls ekki. Miöbærinn er oröinn dvalar- staöur, sem hann hefur alls ekki veriö þar til bílaumferö var beint frá hluta Austur- strætis og hugkvæmir menn fóru aö setja upp sölutjald fyrir alls konar varning. Nú sést stóra tjaldið ekki lengur af einhverjum ástæöum, en þarna viröist vera sinnt þörf sem er fyrir hendi. Á sólskins- degi, eins og þá er myndirnar voru teknar, rís þarna fjöldi smábúöa, ef hægt er aö nota þaö orö yfir eitt borö meö prjónlesi, ávöxtum eöa ein- hvers konar dóti. Sennilega eru þeir, sem standa innan viö þessi búöarborö, ekki í kaup- mannasamtökunum og fyrir- tækin varla skrásett. En þaö merkilega er, að verulegt fjör viröist vera í viöskiptunum; þaö er ekki bara skoðaö og gramsaö í þessu margvíslega dóti, sem þarna er á boöstól- um, heldur blasir viö, aö kaupin gerast á eyrinni. Um- fram allt setur þetta skemmti- legan svip á miöbæinn, sem frá hendi fyrrverandi og nú- verandi borgaryfirvalda er aö ööru leyti heldur dapurlegur. Stefnan hefur veriö aö gera alls ekki neitt þegar sú endur- bót er undanskilin, sem áöur er nefnd. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.