Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1981, Blaðsíða 12
•«4SW'< i-í Svipmyndir úr sunnlenzku sveitáþorpi eftir Benóný Ægisson Kufélœiö var miöpunktur heimsins Ain streymir áfram djúp og lygn. Streymir áfram, votur vegur þeirra fiska sem í henni búa. Streymir áfram framhjá mér kyrrstæöum vegfarandanum sem horfir á vatnið líöa hjá einsog tímann einsog ævina einsog lífiö sjálft. Vatniö rennur gegnum greipar mínar viðlíka höndlanlegt og tilveran, þessi tilviljana- kennda upprööun atburöa sem safnast í einum farvegi. Banvænt vatniö var altaf tilbúiö til aö binda endi á stutta ævi; áin lúmsk og hyldjúp bíðandi full af ævintýralegum kvikindum sem huldust undir bökkunum bíðandi eftir leikandi barni sem hætti sér of langt framá eða gleymdi sér í hita leiksins, rann í leirnum sem áin haföi af iöni sinni boriö fram og tókst ekki að grípa í neinn grastoppinn sem óx útyfir vatnið. Áin streymir hjá, stundum í klaka- böndum, stundum vatnslítil, stundum kolmórauö og flæöir útyfir bakka sína, mannsaldur eftir mannsaldur. Áin er svo gömul aö elstu fiskar sem í henni búa muna ekki hvaðan hún kom og lítið barn sem reynir aö gára yfirborö hennar meö trjágrein getur leitaö hennar ellimótt og lifsþreytt, getiö af sér kynslóðir sem horfa á hana líöa hjá reyna aö setja mark sitt á hana, beisla hana, brúa hana eða hvaö sem börnum annars dettur í hug, í marga ættliöi þartil þessi jörö líöur undir lok og fljótin fara aö renna á öörum hnöttum. Brúin og þjóðvegurinn Brúin, þaöeraösegja gamla brúin, var járnbitabrú meö trégólfi. Hún hvíldi á þrem stöplum úr grjóti og steinsteypu. Á einn stöpulinn var grafiö ártaliö 1913. Brúin var eldgömul, eldri en pabbi og mamma, næstum því eins gömul og áin. Þjóðvegurinn lá að henni í gegnum sandsteinskletta yfir trégólf brúarinnar, sem var svo mjó aö rútubílstjórarnir urðu aö leggja hliðarspeglana og hafa mann úti til aö segja sér til. Hinn brúarsporöurinn lá á milli sláturhússins og braggans, sem verkafólkiö bjó í yfir sláturtíðina. Hefðu aövífandi bílstjórar ekki náö borgarstjórabeygjunni fyrir sláturhúshorniö heföu þeir ekiö beint inná bílavesstæðiö hvar hjarta þorpsins sló, kallarnir hittust til aö ræöa málin yfir fitugum skrúflyklum og olíublautum vélarhlutum og viö krakkarnir gláptum á iöna tjakkana, fórum í feluleik í gryfjun- um eöa bara lékum okkur í draslinu á bakvið, héldum stórfenglega konserta fyrir olíutunnur og þessháttar. Viö hliöina á verkstæöinu lágu trésmiðjan og vöruskemmur kaupfélagsins, þar- næst sambyggt bakaríiö, bíóiö og hóteliö. Ármegin viö þjóöveginn, að slepptu sláturhúsinu var kuffélæið, rétt- horna steinsteypukassi byggöur framá árbakkann; lager í kjallaranum, búöin á jaröhæðinni, uppi skrifstofur og sauma- stofan þarsem amma mín vann. Viö hliðina á kaupfélaginu bjó ráðherrann og skáhallt á móti honum kaupfélags- stjórinn. Ráöherrann hét Ingólfur en kaupfélagsstjórinn Hjörleifur alveg eins- og í íslendingasögunum. Síöan lá þjóö- vegurinn allar götur útúr þorpinu fram- hjá læknisbústaönum og Ádnabúö sem var afarsjaldan opin, einna helst aö hún væri opnuð eftir pöntunum þegar eitt- hvaö fékkst ekki í kaupfélaginu. Árni átti auk búðarinnar stæöilegan vípontrukk og stóð fyrir hinum ýmsustu fólksflutn- ingum. Þriöja hlutverk Árna var aö reyna meö hjálp hunda sinna tveggja lítilla og grimmra, að útrýma skæðasta bitvargi sem nokkurn tíma hefur veriö sleppt á sveitir landsins. Árni var minkabani byggöarlagsins. Síöasti möguleiki vegfarandans aö þyrla ryki í augu þorpsbúans gafst aö Garnstaöa- læknum slepptum. í Garnstaðalæknum veiddum viö krakkarnir brunnklukkur með munninn lokaðan, því aö þær áttu þaö til aö fljúga uppí gapandi krakka, skríða oní maga og þá drapst maður. Hornsíli veiddum viö líka en þau voru ekki jafnspennandi og þessar lífshættu- legu brunnklukkuveiöar. En viö hliöina á verstöö okkar ungu athafnamannanna stóö hús og kálgarður Gústa og Aggíar þau voru einu kommúnistar þorpsins. Allir hinir þorpararnir voru íhald einsog ráðherrann. Þorpið Þorpiö stóö á árbakkanum á grænum bletti sem spratt uppfrá framburöi árinnar. Síöan tók viö brunasandur. Þorpiö byggöu 96 sálir. 92 íhaldsmenn og 4 kommúnistar, börn meötalin. íhaldsmennirnir ráku kaupfélagiö sem sá sveitunum í kring fyrir kaupstaða- vöru. Þannig var tilvera þorpsins teikn- uö. Þjónusta viö bændur. Þjónusta viö hver annan. Kaupfélagiö átti alt bíla- verkstæöiö, trésmíöaverkstæðið, slát- urhúsiö, saumastofuna, fiskbúöina, alt, alt, alt. Kaupfélagiö stóö viö þjóðveginn rétt hjá brúnni og þorpiö hnipraöi sig saman í kringum kaupfélagiö. í þorpinu voru fjórar götur. Þjóövegurinn, tvær götur sem lágu þvert á hann og ein gata sem lá þvert á göturnar sem lágu þvert á þjóðveginn. Húsin stóöu við göturnar, aðallega þó viö þjóðveginn. Fimmta gatan var aö myndast. Smám saman ruddu trukkarnir hana berandi möl, sand, sement og timbur í nýbyggingarn- ar. Þetta var framfarapláss. Áin aftur Áin var góö og gjöful. Án hennar heföi þorpiö sennilega aldrei oröið til. Engin brú, ekkert kaupfélag, ekki neitt. Ain var miskunn- söm, allavega við mig. Áin leyfði mér aö lifa; mér og öllum hinum börnunum sem duttu í hana líka. Ég minnist þess ekki aö hún hafi drekkt neinum. Fólk heldur því fram aö þaö sé gott aö drukkna. Þaö finnst mér ekki. Ég hata aö eyrun, vitin, tilveran fyllist af blautu, slímugu vatni og maöur sekkur, sekkur, sekkur, nær ekki andanum, hverfur á vit fiskanna sem svangir bíöa, bíöa, bíöa. Fyrstu öskuhaugar þorpsins voru árbakkinn milli húss ráöherrans og kaupfélagsins. Þá var ekki búiö að finna upp mengunina, hvaöþá umhverfis- mengunina og áin bar sorpið útí hafiö. Allavega eitthvaö áleiöis. Haugarnir Seinna fluttu haugarnir útúr bænum, eöa réttara sagt uröu til, því áöur var þaö bara áin. Þeir urðu til á söndunum handan viö fótboltavöllinn. Þar enduöu matarleifar og afdankaöur saltfiskur Gústa fisksala. Viö strákarnir stunduö- um smáveiöiferðir útá hauga, stjökuö- um viö ruslinu meö löngum spýtum og grýttum rotturnar þegar þær stukku opinberaðar útúr fylgsnum sínum. Stóru strákarnir notuöu haglabyssur líka. Á haugunum var margt nýtilegt. Gamlar vörubirgöir sem kaupfélagiö treysti sér ekki lengur til aö pranga inná viðskipta- vini sína og fleira. Gömlu haugarnir voru viö hliðina á kaupfélaginu og voru eiginlega engir haugar. Ruslinu var einfaldlega bara hent í ána. Fyrsta bernskuminning mín er sú aö ég var næstum drukknaöur á haugunum. í ungæöislegri löngun minni til aö hjálpa til og vera með í heimi þeirra fullorðnu gleymdi ég aö sleppa tökum á því sem ég var aö henda í ána og fylgdi því meö. Ég hefði sjálfsagt borist útí sjó og endað í fiskmaga heföi amma mín ekki vaðið útí á eftir mér og veitt mig upp, því þá var ég bara þriggja og botnaði stutt. Húsið heima og skessurnar Ég átti heima beint á móti ráöherran- um, á milli hótelsins og kaupfélagsstjór- ans. Eftir því sem mér er tjáö haföi ég rúmlega tveggja ára harðneitað aö flytja í þennan skúr, en á mér var lítið mark tekiö í þá daga. Húsiö var lítiö, forskalaö timburhús og mannlífiö fór fram í eldhúsinu þarsem olíufýringin stóö. Lóöin var allstór og eftir aö tekiö var aö dimma bjuggu tvær risavaxnar tröll- skessur sínhvoru megin viö húsið, bíðandi eftir litlum strák sem laumaðist innum hliöiö og hljóp stuttfættur og andstuttur einsog fætur toguöu eftir stéttinni með þá von í hjartanu sem hamaðist einsog í akkorði, aö dyrnar væru ólæstar. Væri læst jukust mögu- leikarnir á því að skessurnar yndu sér fyrir hornið, gómuöu mann og ætu. Skessurnar földu sig líka undir brúnum og í ræsunum og altíeinu gátu þær fundiö uppá því aö teygja upp loönar v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.