Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.07.1979, Blaðsíða 10
Mynd af skdldi HVER VAR THOMAS CHATT- ERTON? Eftir Guðnínu Þórarinsdóttur Margir munu kannast viö Tate Gallery í London. Þetta víötræga listasafn stendur á bökkum Thamesár, nokkru neöar en þinghúsiö. Þar eru geymd málverk þekktra breskra málara t.d. Hogarts, Gainsboroughs, Stubbs, Blakes og Turn- ers, en einnig fjölmörg listaverk önnur bæöi gömul og ný, víðsvegar aö úr heiminum. Má þar nefna Picasso, Cézanne, Mat- isse, Giacometti, Henry Moore, o.fl. Þaö er samankomiö á einum staö bezta safn Turnermálverka sem til er í þrem stórum sölum. Rétt innan viö anddyriö blasir viö hin víöfræga höggmynd Rodins „Kossinn." Þegar áfram er haldiö um hina stóru sali veröur förin tafsöm því oft þarf aö staldra viö, sérstaklega þegar fyrir augu ber frummyndir af gömlum kunningjum úr listaverkabókum. Einn slíkur kunningi er „Stóllinn og pípan“ eftir Van Gogh. En líklega eru þaö fleiri málverkin sem gestirnir sjá þar í fyrsta sinn. Sumir staldra lengi viö málverk af ungum fallegum pilti meö eldrautt hár, sem liggur á legubekk í fátæklegu súöarher- bergi. Ofan viö bekkinn er opinn kvist; gluggi og í honum stendur rós í potti. A gólfinu er hrúga af pappírssneplum og meöalaglas. Fölvinn á andlitinu bendir til aö ungi maöurinn só dáinn. Hver er hann? Misheppnaö skáld? Viö myndina stendur aöeins „Chatterton" og aö hún sé máluð af Henry Wallis (1830—1916). Þaö er eitthvað viö myndina, sem veldur því aö ég fer aö leita upplýsinga um Chatterton. Mikiö rótt — hann var skáld og saga hans er sérstæö og dapurleg. Thomas Chatterton var fæddur í Bristol áriö 1752. Hann var sonur fátæks kenn- ara, sem dó áöur en Chatterton fæddist. Á unga aldri las hann allt sem hann náöi í m.a. hundruö einskisveröra erföaskráa og lögfræöilegra skjala frá miööldum sem hann tók úr geymslu kirkju Heilagrar Maríu Redcliff sem stóö skammt frá heimili hans. Átta ára var hann sendur í skóla og tæpra 15 ára byrjaöi hann sem lærlingur hjá lögfræöingi í Bristol. Um þaö leyti er Chatterton varö 12 ára fór hann aö tala um munk nokkurn Thomas Rowley aö nafni, sem talinn var vinur og skriftafaöir kaupmannsins Willi- am Canynge frá Bristol, en hann var uppi á 15. öld. Tók Chatterton nú aö sýna mönnum handrit meö kvæöum eftir Rowley, sem hann sagöist hafa fundiö í rykföllnum hirzlum kirkjunnar. Þegar ný brú var vígö í Bristol áriö 1768 sendi Chatterton blaöinu „Felix Farby Bristol Journal“ frásögn af „fyrstu ferö borgar- stjórans yfir Gömlu brúna" (árið 1248) sem átti aö vera skrifaö af „Dunelmus Bristoliensis". Sagöist Chatterton hafa fundiö þessa frásögn í gömlu handriti. Þetta var fyrsta bókmenntalega fölsunin sem birtist eftir hann á prenti. Hann reyndi án árangurs aö fá útgef- andann James Dodsley í London til aö gefa út „Rowley Ijóöin." Snemma á næsta ári sendi Chatterton nokkur „forn ensk kvæöi“ til Horace Walpole, þar á meöal verk eftir „Rowley“ t.d. „The Ryse of Peyncteyne yn Eng- lande, wroten bie T. Rowleie, 1469, for Mastre Canynge.“ Walpole þakkaö kurt- eislega fyrir sendinguna og Chatterton sendi þá fleiri handrit og skýrði jafnframt frá erfiöum aöstæöum sínum og baö Walpole ásjár. Walpole sendi handritin til Thomas Grey og William Mason en þeir kváöu skjótt upp þann dóm aö handritin væru fölsuö. Walpole ráölagði Chatterton þá aö halda sig viö laganámið. Chatterton tókst þó aö fá sig lausan úr náminu meö því aö hóta aö fremja sjálfsmorö. Hélt hann síðan til Lundúna árið 1770. Vonaöist hann til aö geta oröiö blaðamaður. Hann var reynslulaus dreng- ur gæddur snilidargáfum, bjartsýnn en þó kaldhæðinn. Hann var of stoltur til aö láta aöra vita um erfiöar kringumstæður sínar. Hann sendi móöur sinni og systur fallegar gjafir meöan hann sjálfur svalt til þess aö leyna þær hinu sanna. Eftir fjóra mánuöi haföi honum aðeins tekist aö vinna sór inn 5 pund meö ritstörfum. Hann haföi lært nokkuö í læknisfræöi í Bristol og reyndi árangruslaust aö fá stööu sem aöstoðarmaöur læknis á seglskipi. Úrkula vonar um nokkurn frama eyöilagöi hann handritin sín, tók inn arsenik og lóst næsta dag. Þaö kom brátt í Ijós aö öll „Rowley ljóöin“ og önnur handrit sem Chatterton þóttist hafa fundiö voru fölsuö. Hins vegar stóöu dellur í 80 ár um þaö hvort Chatterton væri raunverulegur höfundur þeirra, en þaö tókst þó aö lokum aö sanna aö svo væri. Seinni tíma gagnrýnendur hafa mjög lofaö Ijóösnilld og stíl Chattertons, sem dó áöur en hann varö 18 ára. Hann hefur einnig orðið þekktur sem táknmynd skáldsins — líf hans hefur orðiö kveikjan aö verkum margra lista- manna, t.d. Alfred De Vigny, Samuel Taylor Coleridge, Dante Gabriel Rossetti, William Wordsworth o. fl. „Rowley Ijóöin" voru gefin út 1911. Ekki er mér kunnugt um aö nokkuö af verkum Chattertons hafi veriö þýdd á íslensku en ég læt fylgja meö eitt af Ijóöum hans. Guðrún Þórarinsdóttir. Ministrel's Song Ohl sing unto my roundelay: Ohl drop the brlny tear wlth me; Dance no more at hollday; Like a runnlng rlver be. My love Is dead, Gone to his death-bed, All under the wlllow-tree. Black his hair as the winter nlght, White hls rode as the summer snow, Red his face as the mornlng llght; Cold he lies in the grave below. My love Is dead, Gone to hls death-bed, All under the willow-tree. Sweet his tongue as the throstle’s note, Quick in dance as thought can be, Deft hls tabour, cudgel stout; Ohl he lies by the willow-tree. My love is dead, Gone to his death-bed, All under the willow-tree. Harkl the raven flaps his wlng, In the briared dell below; Harkl the death-owl loud doth sing To the night-mares as they go. My love is dead, Gone to hls death-bed, All under the willow-tree. Come, with acorn-cup and thom, Drain my hartys blood away; Life and all its good I scorn, Dance by night, or feast by day. My love Is dead, Gone to his death-bed, All under the wlllow-tree. Water-witches, crowned wlth reytes, Bear me to your lethal tlde. I dlel I comel my true love walts; — Thus the damsel spake, and dled. Thomas Chatterton.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.